Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Síða 13
Eftir helgi kemur út þriðja piata The Deflones. Með henni er búist við að sveitin
skipi sér í hóp vinsælustu þungarokksbandanna í dag. Hljómsveitin er þó harla lítið
að koma til móts við markaðinn heldur fylgir bara eigin sannfæringu.
Þeir sem fylgjast með poppi í dag
sjá bráðlega að eina tónlistin sem
veitir sætu píkupoppi einhverja sam-
keppni í vinsældum er þunga-rokkið
sem Limp Bhkit og Korn eru helstu
talsmenn fyrir. Hljómsveitin The
Deftones hefur verið eins konar litli
bróðir þessara banda en með nýju
plötunni, „White Pony“, sem er að
koma út, vonast liðsmenn sveitarinn-
ar og útgefendur til þess að bandið
komist jafnfætis stóru böndunum i
vinsældum. „Þeir verða stærri en
Korn,“ lýsti m.a.s. eitt tímaritið yfir.
„Það eru margir með þá tilfmn-
ingu að með þessari plötu muni
bandið springa út svo um munar,“
segir Chino Moreno söngvari, „en
það er aldrei gott að treysta á vænt-
ingar annarra. Við ætlum bara að
leggja mikla vinnu í að kynna plöt-
una. Fyrir mér er platan á margan
hátt ólík flestu því sem er í gangi
núna. Við breyttum ekki stílnum
okkar algjörlega, hann er bara öðru-
vísi.“
Chi Cheng bassaleikari bætir við:
„Við sjáum bara til. Ég verð ánægð-
ur ef fólk fílar plötuna og vitanlega
vil ég að sem flestir heyri hana. Að-
dáendur okkur hafa þurft að kafa
dýpra til finna okkur og margir
þeirra vilja ekki deila okkur með
krökkum sem þeim finnast vera
bjánar sem fíla bara það sem er vin-
sælt. Aðdáendur okkar verða þó að
skilja að við viljum að stærri hópur
fíli tónlistina okkar. Við erum ekkert
að reyna að verða stærsta band í
heimi, við höfum aldrei haft áhuga á
því. En við viljum pottþétt að fleiri
krakkar flli okkur og að fleiri krakk-
ar komi á tónleika með okkur.“
Hvað svo sem nýja platan gerir er
hún þéttur og sannfærandi þunga-
rokkspakki. Þar má heyra ljúfa
strengi og breakbeat-takta innan um
hina sígildu hrjúfu gítara og reiðu
öskur þungarokksins. Plata sem
sanntrúaðir munu án efa éta upp til
agna.
Stjörnukerfi ifókus
★ ★ ★ ★ ★ Gargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★ ★ ★ Ekki missa af þessu. OTímasóun.
★ ★ ★ Góð afþreying. Skaðlegt.
★ ★Nothæft gegn leiðindum.*'8^
p1ötudómar
Samið við Madonnu
The Deftones varð til í skóla i
Sacramento í Kaliforníu. Chino,
trommarinn Abe og gítarleikarinn
Stef voru harðir skeitarar og spil-
uðu tónlist þess á milli. Seinna gekk
Chi í hópinn og bandið varð til.
Frank, bróðir Chinos, spilar svo
annað slagið á plötuspilara með
bandinu.
Stef fann upp á nafninu við vinnu
sína á pitsustað. Hann hafði verið að
hlusta mikið á gamalt hip-hop en
megnið af því var gefið út af Def
Jam-merkinu. „Def ‘ þýðir „svalt“ og
viðaukinn „Tones“ minnti hann á
bönd frá 6. áratugnum. Honum
fannst sniðugt hvernig nöfnin
pössuðu saman, „Deftones hljómaði
eins og nafn á þekktu bandi en við
vorum ungt og óþekkt band,“ segir
hann.
Bandið spilaði grimmt í heima-
bænum og víðs vegar um Kalifomíu.
Heppnin var með þeim þegar snuðr-
ari frá Maverick, merkinu sem
Madonna á, sá þá á tónleikum. Skrif-
að var undir og fyrsta platan,
„Adrenaline", leit dagsins ljós 1995.
Tónlistin á plötunni var hrá og kraft-
mikil og þó lítið væri lagt upp úr
auglýsingum seldist platan samt í
300.000 eintökum, enda bandið orðið
velfrægt fyrir dúndurtónleika.
Plata tvö, „Around the Fur“, kom
út 1997. Hún fékk góða dómi og seld-
ist betur en sú fyrsta, eða í hálfri
milljón eintökum. Platan var
melódískari en fyrsta platan en
einnig dimmari og hægari á köflum.
Með henni varð ljóst að hægt er að
búast við nánast hverju sem er af
bandinu og það er oftast mun frum-
„Oft seljast fleiri plötur ef bönd eru
asnaleg en ég sé þaö ekki gerast í
okkar tilfelli," segja The Deftones.
„Það eru margir meö þá tilfinningu aö meö þessari plötu muni bandið springa
út svo um munar," segir Chino Moreno söngvari.
legra en bræður þeirra í þunga-
málms-hip-hop-bransanum.
Ekki 16 lengur
En hvað hafa nú Deftones-menn
gert til að stækka aðdáendahópinn?
Hafa þeir selt sig og koma nú með
eitt „fyndið" lag sem verður örugg-
lega vinsælt? Nei, þetta eru alvarleg-
ir ungir menn og finnst rokkið ekk-
ert grín.
„Við höfum enga uppskrift að þvi
hvemig á að semja smell,“ segir
Chino. „En þegar þú ert í bandi sem
býr til grínlög er miklu auðveldara
að gera smelli. Sem dæmi get ég
nefnt lagið „Nookie" með Limp
Bizkit. Það lag er ansalegt og fyndið.
Ég get ekki samið svona lag, mér
finnst ég hafi áunnið mér of mikla
virðingu til að gera eitthvað svona
asnalegt. Oft seljast fleiri plötur ef
bönd eru asnaleg en ég sé það ekki
gerast í okkar tilfelli. Við ætlum
bara að halda okkar striki og von-
andi kemur fólk til okkar í stað þess
að við séum að breyta tónlistinni
bara til að við verðum vinsælli."
Það má því vera ljóst að á nýju
Deftones-plötunni er ekkert grín
heldur alvarlegt, þungt rokk. Tvær
fyrri plötur voru fullar af reiðri tón-
list og þó þungi og kraftur séu enn í
fyrirrúmi er nýja platan ögn mýkri.
Chico á tvö böm og er eitthvað far-
inn að róast. „Það er ekki eins og ég
sé að ganga í gegnum einhvem sárs-
auka í lífmu og þurfi að fá útrás,“
segir hann. „Ég hef alltaf elskað að
syngja. Þegar fyrsta platan kom út
sögðu allir: „Af hverju öskrarðu
svona, þetta verður ekki spilað í út-
varpinu, bla bla bla, af hverju syng-
urðu ekki meir?“ Og ég svaraði:
„Mér líður bara eins og ég þurfi að
öskra.“ Þannig var þetta, ég var 16
ára, svo ég var reiður unglingur sem
fannst allur heimurinn á móti sér.
Núna spila útvarpsstöðvar alls kon-
ar þungt dót sem þeim hefði ekki
einu sinni dottið í hug að spila þeg-
ar fyrsta platan okkar kom út. Nú
vill útgáfufyrirtækið að við pössum í
þann bás en okkur finnst við séum
vaxnir upp úr þeirri tónlist.“
Dr. Gunni
Aðdáendasíða
Sigur rósar
komin upp
Velgengni okkar íslendinga í út-
löndum virðist engan endi ætla að
taka þessa dagana. í kjölfar vel
heppnaðrar tónlistarhátíðar hér
þar sem einungis vantaði piltana í
Sigur rós berast þær fréttir nú frá
Englandi að aðdáendur sveitarinn-
ar hafi komið upp heimasíðu til að
flytja bæði staðfestar og óstaðfest-
ar fréttir af drengjunum. Ekki alls
fyrir löngu settu Sigur rósar-menn
sjálfir upp síðuna www.sigur-
ros.com þar sem hægt er að nálg-
ast ýmsan fróðleik um þá en Bret-
amir virðast ekki hafa sætt sig
við þetta og bættu nú nýverið um
betur með síðunni www.sigur-
ros.co.uk. Er það ekki síst gert til
að þeir geti lesiö texta Jónsa í
enskri þýðingu en eftir því sem
næst verður komist eru það ungir
strákar hér úr Reykjavíkinni sem
tekið hafa þær þýðingar að sér. Á
síðunni berast nú helst þær fréttir
að Thom Yorke úr Radiohead hafi
fílað Ágætis byrjun og vilji fá Sig-
ur rós til að hita upp fyrir sig á
næsta Evróputúr. Við bíðum frek-
ari fregna.
er sniltd
Meðlimir hljómsveitarinnar
Green Day segjast ekki eiga orð yfir
snilld nýju plötunnar sinnar, Wam-
ing, sem
kom út á
þriðjudag-
inn. „Við
æfðum okk-
ur í heilt ár
áður en við
fórum í hljóðver og lágum yfir plöt-
unni í tæp tvö ár. Hún býr yfir
meiri breidd en fyrri plötur okkar.
Gott ef hún býr ekki yfir meiri
breidd en allar plötur sem hafa ver-
ið að koma út upp á síðkastiö," seg-
ir trommari Green Day, Tré Cool.
Plötunni hefur verið vel tekið vest-
anhafs og hún fengið ágætis dóma.
„Við þurfum ekki tónlistartúlk
lengur. Við erum búnir að læra
tungumáliö," segir Cool.
hvaöf fyrir hvernf skemmtilegar staöreyndir niöurstaöa
★★★ Hljómsveitin: GllS GUS VS. t- world Platan: GUS GUS VS. t* world Útgefandi: 4AD / Japis Lengd: 52,50 mín. Þessi plata sem kemur út undir Gus Gus-nafninu hefur í raun að geyma upptökur sem þeir Herb Legowitz og Biggi Veira gerðu sem t-world áður en Gus Gus varö til. Þær hafa legið óútgefnar lengi og það hefur þótt við hæfi að nota Gus Gus-nafnið, enda liggja rætur Gus Gus að miklu leyti í þessari tónlist. Þetta er hrein og klár instrúmental raftónlist þannig aö þetta er plata fyr- ir þá Gus Gus-aðdáendur sem fannst besta efni hljómsveitarinnar alltaf vera instrúmental dansdótið en ekki popplögin. Áhugamenn um þróun ís- lenskrar raftónlistar ættu líka að leggja við hlustir. Platan hefur fengiö mjög misjafnar viðtökur. Henni er hampað grimmt í danstónlistarblöðum eins og Muzik og Mixmag (hún var valin plata mán- aðarins í því fyrrnefnda) á meðan sumir þeirra gagnrýnenda sem dáðu poppsveitina Gus Gus finnst platan hins vegar heldur þunnur þrettándi. Þetta er ágætisplata. Tónlistin hefur haldið sér vel og lögin sjö eru öll í góðu lagi. Þetta er líka heilsteyptasta Gus Gus-platan hingað til, hinar tvær fýrri voru báðar fjölbreyttari en um leið mis- jafnari að gæðum. Ekki ómissandi kannski en fínn aukabiti á meðan beð- ið er eftir alvöru Gus Gus-plötu trausti júlíusson
★ ★★ Hijómsveitin: Vindva Mei piatan: On Fire Útgefandi: Rre / 12 tónar Lengd: 42,35 mín. Pétur og Rúnar eru Vindva Mei, kampakátir kauðar sem hafa dundað á tólin sín saman og hvor í sínu lagi síðan 1994. Nokkrar kassettur liggja eftir þá en þetta er fyrsti diskurinn. Á honum má heyra efni frá tímabilinu 1995-99 og einnig gefur að líta tvær myndir af illa rökuðum Ásmundi Ás- mundssyni. Galopin eyru þeirra sem eru svag fýr- ir rafrænni framúrstefnu og þver- hníptum hljóðskúlptúrum og líka þá sem finnst gaman að láta henda sér út úr partíum. Einnig mjög góður diskur til að láta páfagauka og aðra skrautfugla falla í trans við. Vindva Mei starfrækir heimasíðu á http://users.cybercity.dk/~ccc24 556/. Þar má heyra ýmislegt efni með flokknum og lesa ýmsan fróð- leik, m.a. grein eftir mesta aðdá- anda Vindva Mei, Aggie Eggs, sem tekst á undraverðan hátt að tengja bandið viö vetrarólympíuleikana í Lillehammer ‘94. Þessi plata byrjar og endar á melódísku stálsmiðjuteknói sem minnir ekki litið á Kraftwerk. Annars eru rafvædd tíst og smellir, sem minna á flaggstöng í vindi, allsráð- andi. Undursamleg plata þegar liggja skal í dulmögnuðu móki nema mað- ur rís stundum upp við dogg og held- ur að geislaspilarinn sé að bila. dr. gunni
★★★★ , Hijómsveitin: Saint Etienne piatan: Sound of Water Útgefandi: Mantra / Japis Lengd: 42:45 mín. Rmmta plata söngkonunnar Sarah Cracknell og tónlistarspekinganna Bob Stanley og Pete Wiggs, öðru nafni St. Etienne. Hér fara þau aftur í ofurmjúku línuna sem þau lögðu á plötunni „Tiger Bay' (‘94). Það eru fín skipti eftir síöustu plötu, hina hressu en misheppnuðu „Good Humor" (‘98). Einhvern veginn svona yrði útkoman ef Kraftwerk og Carpentérs hefðu slegið saman í band og fengið Burt Bacharach og Brian Wilson til að pródúsera. Áferðarfallegt og „kúl“ popp fyrir sanna poppáhugamenn og lengra komna pælara. Það muna kannski einhverjir eftir bandinu síðan það spilaði hér (1 Kolaportinu) 1995. Það hefur aldrei orðið mjög vinsælt en á þess dyggari aödáendur. Þessi plata var tekin upp í Berlin og til aðstoðar voru framúr- stefnugaurarnir í To Rococo Rot og Sean 0‘Hagan úr The High Llamas. Þetta er sæt og hugguleg plata sem vinnur vel á við hverja hlustun. Silki- mjúkt og draumkennt poppið er hvorki froöa né nýaldarpíp heldur gáfulega flott og fullt af vísunum f efstu deild poppsögunnar. Besta ballöðuplata ársins hingað til. dr. gunni
16. júní 2000 f Ó k U S
13