Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Síða 16
..stuðbolti og mjög þekktur á því sviði. Það var ég sem tróð pulsunni upp í rassagatið á mér í Atlavík árið 1978, það var ég sem henti hland- poka í Egil Ólafsson í Vestmanna- eyjrnn árið 1985 og það var ég sem skeit í trommusettið hjá Stjóminni árið 1993. Það er hins vegar lygi að ég hafi ælt í sellóið hans þarna í Todmobil. Það var ekki ég. Það var kærastan mín sem sagði mér svo upp þegar við komum ... Ég hef mikla reynslu af útihátíð- um og varð þess vegna alveg ótrú- lega spenntur þegar ég heyrði af því að það ætti að halda risatónleika í Laugardal í sambandi við einhverja listahátið sem ég veit ekkert meira um. Ég hugsaði að það væri tími til kominn að gefa okkur sem þurfum alltaf að fara út á land til þess að djamma almennilega eitthvað fyrir skattpeningana, annað en fagott- tónleika og... ... hommaballettsýningar. Það var svo sem ekki mikið mál að græja sig upp. Ég á þrjá mexíkóahatta sem ég held mikið upp á og skósíðan leðurfrakka sem hefur oft bjargað mér frá al- kuli á útihátíðum. Hann er líka mjög þægilegur þegar það þarf að smygla víni inn á svona staði. Og ég er sérfræðingur í því. Yflrleitt bind ég bara djúsbrúsa í beltið, það er öruggast. Svo er ég alltaf í joggingbuxum ef það skyldi koma eitthvað upp á (maður veit aldrei hvenær maður fær i magann á svona útihátíðum eða lendir ... Til þess að komast í réttan fíl- ing byrjaði ég daginn á því að borða rosalega mikið skyr og drekka lýsi. Það heldur alkahól- inu frá maganiun þangað til það brýst í gegn í miðju stuðinu. Svo settist ég inn í herbergið mitt, með landa sem ég blandaði í Eg- ils-djúsi og reykti vindla, það er partur af stemmningunni. Ég varð einmitt alveg húkt á þessu á Rauðhettu ... ... árið 1982. Þannig að þegar ég mætti niður i Laugardal um kvöldið þá var ég í toppstandi. Og þetta leit alveg þokkalega vel út. Fullt af fólki og sérstaklega svona fjórtán, flmmtán ára stelpum (sem ég fíla mjög vel á svona hátíðum þó að ég sé aö nálg- ast fertugt, call me Mr. Pervert!). Það virtist samt vera að fólk væri ekki alveg komið i fíling eins og kom í ljós þegar ég komst inn í höllina. Fullt af fólki, einhver gam- all karl að syngja ... ... O, Lola en allir ótrúlega edrú. En það hefur aldrei áhrif á mig. (Ég gæti skemmt mér í líkhúsi.) Ég bara drakk mitt Egils-djús og söng með. Þangað til mér var hent út. Þá fór ég að pæla. Ég spurði einhvem gamlan homma sem var þama með konunni sinni hvar stuðið væri og hann benti mér á að fara i Skautahöllina. Ég fór þangað og það var ekki gaman. Þetta var allt mislukkað og ég verð að segja aö þetta er ein lélegasta útihátið sem ég hef komið á. Ég er soldið hræddur um að íslendingar séu hættir að kunna að skemmta sér. -10 bestu mótmælin 1. Alþingisslagurinn 30. mars 1949 Þekktustu mótmæli aldarinnar. Þegar alþingismenn voru að sam- þykkja þingsályktunartillögu um þátttöku íslands í stofnun Atlants- hafsbandalagsins í Alþingishúsinu boöaði Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík og Verkamanna- félagið Dagsbrún til útifundar á Lækjartorgi. Eftir tvær stuttar ræður dreif fundarmenn á Austur- völl þar sem þeir hrópuðu kröfu sína um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillöguna. Stuðningsmenn Atlants- hafsbandalagsins stilltu sér upp á milli fundarmanna og þinghússins. Talið er að allt í allt hafi um 10 til 15 þúsund manns verið á vellinum. Ekki leið á löngu áður en allt fór í hund í kött. Eggjum var grýtt í þinghúsið, síðar steinum og mold- arkögglum og brátt logaði Austur- völlur í slagsmálum. Lögreglan gerði tilraun til að dreifa mann- fjöldanum en þurfti að hörfa und- an. Ruddist þá út úr þinghúsinu varalið vopnað kylfum og varð þá fjandinn endanlega laus. Það var ekki fyrr en táragassprengjum hafði verið skotið á mannfjöldann að hann tók að þynnast. Um kvöld- ið var lögreglustöðin síðan grýtt og ólæti voru víða um bæinn fram eft- ir nóttu. ísland er enn i Atlants- hafsbandalaginu. Hafmeyjan sprengd í loft upp Nýársdagur 1960 Þegar hálftími var liðinn af nýju ári nötruðu húsin við Tjarn- argötu við öfluga sprenginu. Þeg- ar íbúar þeirra litu út um glugg- ana sáu þeir hafmeyju Nínu Sæ- mundsson liggja í sjö hlutum á isnum á Tjörninni. Með spreng- ingunni voru deilur um styttuna útkljáðar en mörgum fannst hún bæði ljót og hallærislega gamal- dags. Auk þess sem mönnum fannst vera hennar úti i Tjöm- inni minna um of á hina dönsku hafmeyju - en fátt vildu menn síður á þessum tímum handrita- deilna en líkja eftir baunum. Eng- inn lýsti yfír ábyrgð á verknaðin- um og þrátt fyrir ýmsar kjafta- sögur náðust tilræðismenn aldrei. Lítill áhugi var fyrir því að steypa hafmeyjuna aftur og setja hana á sinn stað í Tjöminni. Leifar hafmeyjunnar sem sprengd var upp. f Ó k U S 16. júní 2000 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.