Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 2
2
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000
X>"V
Fréttir
Almannavarnir segja fólki að hlaupa í dyraop í jarðskjálftum:
Stórhættulegar leiðbeiningar
- segir Guðbjörg sem upplifði 7,1 stigs jarðskjálfta í Bandaríkjunum 1989
Guðbjörg Guðmundsdóttir Russel
bjó í Santa Clara (Silíkondal) í Kali-
forníu í Bandaríkjunum í 24 ár og
þekkir því vel þá tilfinningu að búa
við stöðuga jarðskjálftahættu. Hún
undrast mjög þær áherslur sem
gefnar eru hér á landi í leiðbeining-
um til almennings um fyrstu við-
brögð við jarðskjálfta. Þær séu í
sumum tilfellum stórhættulegar.
„Ég lærði það þegar ég þjó hér
áður að fólk ætti helst að hlaupa í
dyraop þegar jarðskjálfti riði yfir.
Það væri öruggasti staður hússins.
Ég lærði það hins vegar eftir stóra
jarðskjálftann í Kaliforníu í október
1989 að þetta er mikill misskilning-
ur. Það getur hreinlega drepið fólk
að gera þetta. Þessi skjálfti var
fyrst sagður 6,5 til 6,8 á
Richterskala. Síðar var staðfest að
skjálftinn var upp á 7,1. Þegar hann
reið yfir sat ég og eiginmaðurinn
úti á verönd á húsinu okkar.
Út á veröndina eru dyr með
stórri glerhurð og önnur með
flugnaneti. Dóttir okkar, sem þá var
tíu ára, var uppi á annarri hæð
hússins að læra, en klukkan var
rétt um fimm síðdegis. Við sátum
úti og vorum að drekka kaffi. Þá
ríður yfir þessi rosalegi skjáifti.
Það gekk allt í þylgjum, húsið, tré,
grindverk og allt saman. Fyrsta
hugsun okkar heggja var að hlaupa
upp til dóttur okkar. Við stökkvum
þvi af stað og ætlum inn um opna
dyragættina. I tvígang þeyttist eig-
inmaður minn til baka og í jörðina.
Ég stóð upp og reyndi líka að kom-
ast inn en með sama árangri. Þetta
voru ólýsanleg átök. Maðurinn
minn reyndi í þriðja skiptið en ekk-
ert gekk.
Það sem gerðist var einfaldlega
það að í látunum lamdist hurðin
Guöbjörg Guömundsdóttir Russel
Reynsla mín frá Bandaríkjunum seg-
ir manni aö það sé stórhættulegt
að standa í dyraopi í jarðskjálfta.
fram og til baka af miklu afli og
lenti á okkur þegar við reyndum að
komast inn. Ég gat reyndar aldrei
skilið af hverju glerhurðin brotnaði
ekki. Dóttir mín var uppi á efri
hæðinni og reyndi að komast í
dyrnar á herberginu sínu. Þá fóru
bækur að hrynja úr hillum og út-
gönguleiðin lokaðist. Hún hljóp þá
undir skrifborðið sitt eins og öllum
krökkum í amerískum skólum er
kennt að gera ef eitthvað slíkt hend-
ir. Það er talið það eina sem geti
varið mann fyrir brotnandi gleri og
öðrum hlutum. Að mínu mati er þó
ekkert öruggt í miklum jarðskjálft-
um, aflið er svo ólýsanlegt. Reynsla
mín frá Bandaríkjunum segir
manni að það sé beinlinis stór-
hættulegt að standa í dyraopi í jarð-
skjálfta - nema hurðin sé þá tekin
af fyrst. Þá er sama hvort þar er um
að ræða rennihurð eða venjulega
hurð. Hún lemst af miklu afli og sá
sem verður fyrir því getur klemmst
illa og stórslasast. fslendingar
verða að hætta að kenna fólki að
gera þetta.“ -HKr.
Verðum að
meta aðstæður
„Ég hef ekki áður heyrt álíka sögur
en þessi saga kemur mér þó ekki á
óvart,“ segir Sólveig Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Almannavarna
riksins um lífsreynslu Guðbjargar
Guðmundsdóttir Russel úr jarðskjálfta
í Bandaríkjunum en eftir þá reynslu
varar Guðbjörg fólk við að standa í
opnum dyrum þegar jarðskjálfti ríður
yfir.
Sólveig
Þorvaldsdóttir.
„Astæðan fyrir því
að við ráðleggjum
fólki að hlaupa í opn-
ar dyr er sú að þá er
maður kominn í
skjól frá fallandi
hlutum plús það að
þá kemur maður í
| veg fyrir að útgöngu-
leið teppist. Við höf-
um heyrt sögur frá
íslendingum sem
upplifðu jarðskjálfta fyrr á öldum á
Suðurlandi og það fyrsta sem það ger-
ir þegar það upplifir skjáifa seinna á
æviskeiðinu er að opna dyr þar sem
það hefur upplifað það sem börn að
lokast inni,“ segir Sólveig sem telur
ekki ástæðu til þess að taka dyraráðið
út úr símaskránni, þó svo Guðbjörg
hafi ekki haft góða reynslu af því.
„Leiðbeiningamar í símaskránni
eiga misjafnlega við í hverju tilviki
fyrir sig og verður fólk að vega og
meta aðstæður sjálft. Við ráðleggjum
fólki líka að fara undir borð eða út í
horn en auðvitað geta sum borð brotn-
að þannig að það er ekkert algilt í
þessu,“ segir Sólveig og bendir á að
leiðbeiningarnar í símaskránni séu
endurskoðaðar á hverju ári en þær
byggjast á víðtækri jarðskjálfta-
reynslu víðs vegar úr heiminum.
„Það er einfaldlega ekki hægt að
búa til almennar reglur sem gilda alls
staðar. Það sem hjálpar í einu tilviki
gerir það ekki endiiega í öðra en það
sem gildir þó fyrst og fremst í þessu
máli er að koma sér úr þeirri aðstöðu
að hlutir geti fallið á mann og halda ró
sinni,“ segir Sólveig. -snæ
Á tali viö almættiö.
Allsherjargoðinn var í sambandi á
meðan hann beið eftir að athöfnin
hefðist. Tæknin er því takmarka-
laus, hvort sem menn eru allsherjar-
goðar eða eitthvað annaö.
Rugstjóri framtíðarinnar
Flugmódelklúbburinn Þytur var með viðamikla sýningu á flugvelli sínum við Hafnarfjörð í tilefni 30 ára afmælis
klúbbsins. Hér er Jón Erlendsson, flugmaður hjá Gæslunni, að aðstoða Davíð Elíasson, 7 ára, við að fljúga þyrlu.
Á bak við þá er Guðmundur Kristinsson, formaður félagsins.
Stöðvarf j örður:
Tvær konur létu greipar sópa
Brotist var inn á tveimur stöð-
um á Stöðvarfirði aðfaranótt
föstudagsins. I öðru tilfellinu var
brotist inn í íbúð gamallar konu
en hún kom að innbrotsþjófunum
við iðju sína. Gamla konan spjall-
aöi við þjófana, tvær konur á þrí-
tugsaldri, og höfðu þær sig á brott
skömmu síðar. Þær munu þó hafa
tekið nokkra smáhluti sem gamla
konan saknar. Konurnar voru
handteknar síðar um daginn og
voru þá komnar til Egilsstaða.
Málið var fljótlega upplýst enda
játuðu konurnar á sig verknaðinn.
Það var svo ekki fyrr en síðar
sama dag að upp komst að einnig
hafði verið brotist inn í íbúð
Stöðvarhrepps sem leigð er út til
ferðamanna. Þar var aðkoman
öllu verri og hafði bókstaflega öll-
um heimilistækjum verið sópað
út. Lögreglu grunaði strax að
sömu konur hefðu verið þar að
verki og hófst þegar víðtæk leit að
þeim. Vitað var að þær höfðu
tjaldað á Reyðarfirði en þær voru
hins vegar handteknar á Fá-
skrúðsfirði og voru þá á suður-
leið. Við leit í bil kvennanna
fannst mestallt þýfið sem saknað
var úr íbúð Stöðvarhrepps. Kon-
urnar voru fluttar til yfirheyrslu
og aftur játuðu þær á sig innbrot.
Að sögn lögreglunnar á Eskifirði
hefur konunum verið sleppt enda
málin tvö upplýst en því er við að
bæta að konurnar hafa báðar
komið áður við sögu lögreglu og
voru m.a. teknar með lítils háttar
af fíkniefnum í Breiðdal fyrr í síð-
ustu viku. -aþ
Enn hætta
Veðurstofa Islands telur að enn
séu þó nokkrar líkur á jarðskjálfta
af stærðinni 6,0 á Richterskalanum.
Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlis-
fræðingur sagði í samtali við DV að
enn væri svo mikil virkni á svæð-
inu að ekki væri hægt að útloka
skjálfta. Hún vildi þó ekkert spá fyr-
ir um hvenær sá skjáifti yrði. „Ann-
aðhvort mun spennan minnka stig
frá stigi þar til ástandið verður eðli-
legt eða stór skjálfti mun ríða yflr. í
sögulegu samhengi hafa skjáiftar þó
færst vestar. I augnaþlikinu sjáum
við ekki að skjálfti sé á leiðinni en
viljum þó ekki segja að hættan sé
liðin hjá.“ -ÓRV
Biskup messar fyrir austan
fjall
Biskup íslands,
herra Karl Sigur-
björnsson, fór aust-
ur yfir fiall í gær-
kvöld til að vitja
safnaðar síns og
var hann með þakk-
ar- og bænastund í
Oddakirkju klukk-
an níu.
Rjúpum fækkar á íslandi
Samkvæmt vortalningu Náttúru-
fræðistofnunar íslands hefur rjúp-
um fækkað á íslandi með þeirri
undantekningu að um fjölgun er að
ræða á Suðausturlandi eftir tveggja
ára fækkunartímabil. RÚV greindi
frá.
BESTA með forystu
Baldvin Björgvinsson og áhöfn
skútunnar BESTU voru i gær 27 sjó-
mílum á undan Gravlinga, skútunni
sem er önnur af þrettán skútum í
keppninni. Fyrir rúmum 2 sólar-
hringum var BESTA 130 sjómílum á
eftir Gravlinga sem hafði forystu.
Síðustu daga hefur íslenska áhöfnin
unnið sig upp úr 10. sæti upp í það
fyrsta.
Stenst EES stjórnarskrá?
Tómas Ingi 01-
rich, formaður ut-
anríkismálanefndar
Alþingis, segir ekk-
ert benda til þess að
EES-samningurinn
stangist á við
stjórnarskrá íslend-
inga en Halldór Ás-
grímsson utanríkis-
ráðherra hafði sagt að svo kynni að
vera.
Loðnan farin að veiðast
Loðnan er farin að gefa sig. Að-
faranótt fóstudags fyllti færeyska
tog- og nótaveiðiskipið Christian i
Grotinum sig af loðnu sunnan af
landinu. Loðnuveiðar máttu hefjast
20. júní og því munu nótaskip HB
hf. á Akranesi fara fljótlega til
loðnuveiða nú þegar síldveiðum úr
norsk-íslenska síldarstofninum er
að ljúka.
Rektor hvetur
til yfirvegunar
565 kandídatar
útskrifuðust frá Há-
skóla íslands við
hátiðlega athöfn á
laugardag. Páll
Skúlason rektor
hvatti kandídatana
til að staldra við og
ræða það hvað það er sem gefi lífinu
gildi í mannlífmu.
Útburðarmáli lokið
Eftir hálfs árs þrautagöngu í kerf-
inu hillir undir lausn í húsnæðis-
málum einstæðrar konu sem borin
var út úr íbúð Félagsbústaða í byrj-
un janúar sl. ásamt bömum sínum.
Félagsmálayfirvöld borgarinnar
hafa ákveðið að útvega henni leigu-
íbúð hjá Félagsbústöðum eftir að
Rauði krossinn hljóp undir bagga
með henni með fjárstuðningi.