Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Síða 4
4
Fréttir
MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000
DV
Samband ungra framsóknarmanna ræðir aðild að ESB:
Siglir í kjölfar Samfylkingar
- segir Össur Skarphéðinsson sem fagnar því að framsóknarmenn taki við sér
„Það eru misjafnar skoðanir á
þessarri ályktun hjá þingmönnum
en i sjálfu sér varðar okkur ekkert
um það. Við förum í það sem okkur
þykir skynsamlegast og erum nátt-
úrlega með framtíðina í huga og
mér finnst að sumu leyti menn full-
fljótir á sér að loka á þessa umræðu.
Það verður bara að taka þetta á dag-
skrá og við munum beita okkur í
þessu máli á næstu mánuðum, það
er alveg ljóst,“ segir formaður Sam-
bands ungra framsóknarmanna,
Einar Skúlason, um ályktun er
varðar aðild íslands að ESB en mál-
ið var tekið fyrir á Sambandsþingi
flokksins á Hólum í Hjaltadal um
helgina.
„í ályktuninni er skorað á ríkis-
stjómina að heQa þegar í stað vinnu
við að skilgreina samningsmarkmið
Islendinga í hugsanlegum aðildar-
viðræðum. Að við áttum okkur á
stöðunni með það hvað við sækj-
umst eftir eða hvað við viljum fá út
úr aðildarumsókn. Við viljum
þannig að staðan sé ljós ef við fór-
um í viðræður við ESB,“ segir Ein-
ar sem var endurkjörinn formaður
án mótframboðs á þinginu.
Svik við framtíðina
„Það voru átök um málið enda er
þetta stefnubreyting. Á tímabili
stefndi i að það yrði lögð fram
meira en ein tillaga sem yrði bara
kosið um en svo náðu menn saman
að lokum og ályktunin var sam-
þykkt samhljóða," segir Einar.
Þannig aö ungir framsóknarmenn
vilja aðild aó ESB?
„Ef aðstæður kalla á það en það
er margt sem spilar inn. Það er t.d.
stórt atriði hvað Norðmenn gera. Ef
þeir ganga í ESB þá eru forsendur
fyrir EES-samningnum brostnar
vegna þess að það er ákveðið batterí
í kringum þann
samning sem þarf
að reka og við
stöndum ekki und-
ir því ásamt
Lichtenstein. Við
viljum að umræð-
an sé opinská og að
menn séu tilbúnir
þegar kemur að
því. Það eru kosn-
ingar í Noregi á næsta ári og það
stefnir allt í að þeir sæki um á
næstu tveimur til þremur árum.
Okkur finnst það vera svik við
framtíðina að hafa ekki málið á dag-
skrá. Þá eru menn bara að stinga
höfðinu í sandinn," segir Einar.
Skynsemin í örum vexti
Einn af þeim þingmönnum sem
gleðst yfir ályktuninni er formaður
Samfylkingarinnar, Össur Skarp-
héðinsson. „Samfylkingin hefur
samþykkt að það sé nauðsynlegt að
heQa vinnu við að skilgreina samn-
ingsmarkmið okkar vegna þess að
við teljum að það sé nauðsynlegt
áður en menn ganga til samninga
um aðild. Ég sé ekki betur en að
ungir framsóknarmenn séu búnir
að taka stefnu Samfylkingarinnar
hráa í þessum efnum og ég hef ekk-
ert við það að athuga, það sýnir
bara að þeir eru á skynsamlegum
vegum. Ég fagna þessari nálgun,“
segir Össur og bætir við að ungir
framsóknarmenn sigli í kjölfar Sam-
fylkingarinnar og það sé greinilegt
að þar sé skynsamt fólk í fyrirrúmi.
„Skynsemin er í örum vexti hjá
Framsóknarflokknum í þessu efni
sem er meira en hægt er að segja
um hinn stjórnarflokkinn," segir
Össur að lokum.
-snæ
Sólstöðublót ásatrúarmanna á Þingvöllum:
Ekki til höfuðs kristnum mönnum
- segir Jörmundur Ingi Hansen allsherjargoði
DV MYND NH
Frá Sólstöðublóti ásatrúarmanna.
Allsherjargoðinn, Jörmundur Ingi Hansen, ásamt Jónínu Kristínu Berg,
goöa á Vesturlandi, og Eyvindi Eiríkssyni Vestfjarðagoða.
Ásatrúarmenn héldu Sólstöðublót
sitt á Þingvöllum á laugardaginn.
Allsherjargoði lauk þar helgun
landsins og kveikti níunda land-
námseldinn á fóstudagskvöldið. Á
laugardaginn var síðan fjölbreytt
dagskrá með giftingu að heiðnum
sið, siðfestu, sem er nokkurs konar
ferming að heiðnum sið, og margt
annað tengt siðum og menningu
ásatrúarmanna.
„Þetta er allt að fornum hefðum.
Þing var alltaf sett á fimmtudaginn
í 22. viku ársins sem er mjög nálægt
því að vera á miðju sumri. Kristnir
menn settu einfaldlega Jónsmess-
una niður á miðsumar, síðan var
dagatalinu breytt og þess vegna eru
nú þrír dagar á milli miðsumars og
Jónsmessu," sagði Jörmundur Ingi
Hansen allsherjargoði á Þingvöll-
um. Jörmundur segir að samkvæmt
drögum að íslandssögu, sem Jón
Sigurðsson skrifaði, hefði Jón kom-
ist að þeirri niðurstöðu að úrskurð-
ur Þorgeirs Ljósvetningagoða hefði
verið kveðinn upp 24. júní. Á laug-
ardaginn var því 1001 ár frá því að
Þorgeir kvað upp um með að íslend-
ingar skyldu vera kristnir. Jörm-
undur segir að ásatrúarmenn séu
ekki á Þingvöllum til höfuðs kristni-
hátið sem verður þar um næstu
helgi. „Fólk heldur að við séum með
þessu að gera það en það er hinn
mesti misskilningur því að 999, þeg-
ar kristni var lögtekin, þvi hún var
samþykkt 999 en tók gildi árið 1000,
var þinginu um léið frestað um eina
viku. Þess vegna er vikutími á milli
hinnar kristnu þinghátíðar og hinn-
ar heiðnu. Þetta er því allt saman
niðurneglt eftir lögunum þannig að
hvorki við eða Alþingi höfðum um
aðra daga að velja," sagði Jörmund-
ur. Hann vill ekki meina að með
samkomu ásatrúarmanna sé verið
að heiðra minningu þess að þeir
hafi sleppt tökunum á trúarlífi
landsmanna fyrir 1001 ári. „Alls
ekki, en það er allt í lagi að minnast
þess að með þeirri ákvörðun sem
var tekin var íslandi bjargað frá
borgarastyrjöld og kannski því sem
verra hefði orðið, erlendum yfirráð-
um. Menn sáu að annaðhvort var að
víkja sér fimlega undan höggi eða
vera sleginn niður og menn vildu
frekar semja og því var þetta sam-
komulag gert. Menn ætluðu hins
vegar aldrei að hætta að vera heiðn-
ir.
Það sést af því að hér voru menn
að banna heiðnar athafnir alveg
fram á Qórtándu, jafnvel fimmt-
ándu, öld sem voru náttúrlega enn
þá stundaðar samkvæmt því sam-
komulagi sem gert var við kristni-
töku. Það er kannski raunverulega
fyrst með því sem kristnir menn
kalla siðbót, þegar þeir drápu Jón
Arason, að þetta dettur út. Þá skeð-
ur það merkilega að menn fara að
iðka kaþólsku eins og hún væri
galdur og margir þeir sem voru
dæmdir fyrir heiðna siði ýmsa voru
dæmdir því að þeir voru að gera
eitthvað kaþólskt," sagði Jörmund-
ur Ingi allsherjargoði.
-NH
DV-MYND GF
Lágfóta á kreiki
Þorvaldur G. Helgason, refaskytta á
Hólmavík, og sonur hans, Júlíus
Garðar, með tófuyrðlinga í fanginu.
Tófur við bæjar-
dyr á Ströndum
DV, HÓLMAVÍK:
„Þegar hún er búin að hreinsa úr
hreiðrunum og fuglinn hefur forðað
sér þá snýr hún sér að lömbunum.
Þá er tímabært að ná sér í skotleyfi
og fá sér byssu,“ sagði Guðmundur
H. Þórðarson á Ljúfustöðum eftir að
hafa fylgst með ref fara rænandi um
kríuvarpið í nokkur skipti að kvöld-
lagi í innan við 100 m fjarlægð frá
íbúðarhúsinu. Hann segir að þó
fuglarJiafl fært varp sitt nær híbýl-
um mánna í von um skjól og vernd
dugi þþð ekki lengur þegar ágangur-
inn erforðinn slíkur.
Um það leyti sem bændur voru að
undirb'úa að sleppa fé sínu á fjall í
maí vakti Guðmundur athygli ná-
granna sinna á hvítu dýri sem nán-
ast var á stærð við kind og skokkaði
um hlíðar og gaf gætur matarbirgð-
unum innan girðinga sem þar fóru
um veikum fótum við vernd mæðra
sinna. Sú tófa hefur enn ekki náðst.
Svo er komið á þessum slóðum að
varla er svefnfriður fyrir tófugaggi
á kyrrum vetrarnóttum. -GF
Hervar Gunnarsson:
Fagnar mótfram-
boði
Óánægjuraddir hafa heyrst innan
Verkalýðsfélags Akraness með
framgöngu Hervars Gunnarssonar,
formanns félagsins, og lýstu nokkr-
ir félagsmenn því yfir að undirbún-
ingur fyrir mótframboð gegn hon-
um væri í deiglunni.
í samtali við DV sagðist Hervar
fagna þeim áhuga sem nú er orðinn
á störfum í verkalýðsfélaginu.
„Þetta hafa verið vanþakklát störf
og ég tel það vera hollt verkalýðs-
hreyfingunni að fá fram ný framboð
og það stuðlar að lýðræðislegum
vinnubrögðum," segir Hervar.
-jtr
'i/bíwiíð ii Kwc>i|«i|
04 ííðlj
MraOTTk ÁKLÍREÝRi
Á
JRbb Ogn *
£4=
Víöa bjart veöur
í kvöld verður austanátt, 8 til 13 m/s og
skýjað meö suðurströndinni, en annars
hægari vindur og bjart veöur. Gera má ráð fyrir
stöku síðdegisskúr suðvestanlands. Hiti
veröur á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast í
uppsveitum suðvestanlands.
Sólarlag í kvöld 24.02 00.53
Sólarupprás á morgun 02.59 01.37
Síödegisflóö 13.33 18.06
Árdegisflóö á morgun 01.58 06.31
Skýringará veóurtaknuns
^VINDATT lOV-Hm -10° ^SVINDSTYRKUR NraoST í nwtrum á sekóndu HEIÐSKÍRT
.30 30 o
LÉnSKfjAO HÁLF- SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
SKÝJAÐ
w
RIGNING SKÖRIR SIYDDA SNJÓK0MA
, ^í§í* : ; =====
ÉUAGANGUfí PRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
iitametin oröin gömul
teöriö hefur leikið við landsmenn
im helgina. Ekki hafa þó verið
ilegin veðurmet en skv. Almanaki
>jóðvinafélagsins er mesti hiti sem
nælst hefur á íslandi 30.5 gráður á
eigarhorni 22.6. 1939. Mesti hiti í
löfuöborginni mældist 9.7.1976,
>4.3 gráöur. Mesti hiti sem mælst
lefur í heiminum er öllu meiri eða
>8 gráður í Mexíkó þann 11.8
Rigning sunnanlands
Á morgun er gert ráö fyrir austanátt, 10 til 15 m/s um sunnanvert landiö.
Hægari vindur veröur noröanlands og úrkomulítið Norðanlands. Hiti verður
á bilinu 9 til 14 stig.
mmmm
Vindur:
X-X,»/«
Hiti ÍO til
o
mmrfM
Vindur: O. OOT
x-x ,v, > o4
Hiti 10°tii
VM
Vindur: 'vn
X-X m/, >
Hiti 10°til
o
Veöurstofan gerir ráö fyrlr
fremur suöaustlægri átt
víðast hvar. Vætusamt
veröur sunnan og
vestanlands.
Suöaustlæg átt meö vætu
sunnan- og vestanland en
annars úrkomulaust aö
mestu.
Veöurstofan gerir ráö fyrir
fremur suöaustlægrl átt
víöast hvar. Vætusamt
veröur sunnan og
vestanlands.
AKUREYRI skýjað 8
BERGSTAÐIR alskýja ö 5
BOLUNGARVÍK heiöskírt 9
EGILSSTAÐIR 9
KIRKJUBÆJARKL. rigning 8
KEFLAVÍK léttskýjaö 12
RAUFARHÖFN alskýjaö 5
REYKJAVÍK úrkoma í gléttskýjað
STÓRHÖFÐI 14
BERGEN skýjaö 22
HELSINKI hálfskýjaö 17
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 17
OSLÓ 17
STOKKHÓLMUR skýjaö 7
ÞÓRSHÖFN skýjaö 11
ÞRÁNDHEIMUR þokumóða 23
ALGARVE skúr 12
AMSTERDAM léttskýjaö 24
BARCEL0NA skúr á síð. kls. 16
BERLÍN alskýjaö 18
CHICAGO súld 11
DUBLIN þoka á síö. kls. 14
HALIFAX skúr á síö. kls. 17
FRANKFURT skúr 13
HAMBORG skýjaö 5
JAN MAYEN skýjaö 18
LONDON skúr á síö. kls. 12
LÚXEMBORG léttskýjaö 26
MALLORCA 15
MONTREAL þokumóöa 23
NARSSARSSUAQ skýjaö 23
NEW YORK skýjaö 19
ORLANDO skýjaö 24
PARÍS rign. á síö. kls. 16
VÍN skýjaö 24
WASHINGTON rennd 11
WINNIPEG léttskýjað 13