Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Síða 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV Ríkisstjórnin í Japan hélt velli Yoshiro Mori, forsætisráðherra Japans, og stjórn hans héldu velli í þingkosningunum í gær en styrkur hennar í þinginu verður mun minni en áður. Stjómar- flokkarnir fengu 56,5 prósent þing- sæta en voru með tvo þriðju hluta fyrir kosningarnar. Flokkur Moris missti hreinan meirihluta sinn i neðri deild þings- ins og verður þvi upp á náð og mis- kunn tveggja lítilla samstarfsflokka sinna kominn. „Þetta var ekki gott en við börð- umst vel,“ sagði Mori. www.romeo.is Viö leggjum mikinn metnaö í pökkun og frágang á öllum póstsendingum. Allar sendingar dulmerktar. 1 00% trúnaöur. Rafstöðvar Mikið úrval bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Sól- og öryggisfilma á rúSur. Vernd gegn nita/birtu - uppiitun og er góö þjófavörn. LitaCar filmur inn á bílrúður, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Asetning meöhita - fagmenn Þ/ó/v Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Stjórnarandstæðingar í Simbabve: Mugabe forseti er búinn að vera Stjórnarandstæðingar í Simbabve létu sér í léttu rúmi liggja hótanir um að meina þeim þátttöku í ríkis- stjórn, jafnvel þótt þótt þeir færu með sigur af hólmi í þingkosning- um helgarinnar. Sögðu þeir að Ro- bert Mugabe forseti væri búinn að vera. Gífurleg þátttaka var í kosning- unum um helgina og svo kann að fara að stjómarandstöðuflokkurinn MDC velgi Mugabe vel undir ugg- um. Forsetinn hefur setið við völd í tuttugu ár. Fréttaskýrendur telja að MDC kunni að fá meirihluta atkvæða. John Nkomo, formaður stjórnar- flokksins ZANU-PF, sagði hins veg- ar á fundi með fréttamönnum að samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði Mugabe einn rétt til að skipa nýja ríkisstjórn úr hópi kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. „Það verður engin breyting á rík- isstjórninni. ZANU-PF mun mynda Óhræddur andstæöingur Morgan Tsvangirai, leiötogi stjórnar- andstööunnar í Simbabve óttast ekki hótanir stjórnvalda. stjórn hver svo sem úrslitin verða. Það verða engir úr stjórnarandstöð- unni í stjórn," sagði Nkomo. Morgan Tsvangirai, leiðtogi MDC, vísaði hótuninni heim til föð- urhúsanna. „Það er sama hvað hann gerir. Þetta eru endalokin. Það kemur alltaf að því að tjaldið fellur," sagði Tsvangirai. Talning atkvæða úr þingkosning- unum hófst snemma í morgun. Að sögn formanns yflrkjörstjórnar, Mariyawanda Nzuwah, er reiknað með að búið verði að telja 75 pró- sent þeirra í kvöld. Nzuwah sagði að embættismönn- um hefðu ekki borist neinar fregnir af alvarlegum árekstrum kjördag- ana tvo. Kosningarnar voru haldnar í skugga ofbeldisverka síðustu fjóra mánuðina þar sem stuðningsmenn stjórnarinnar lögðu undir sig bújarðir hvítra bænda. Hillary í göngu samkynhneigðra Hillary Rodham Clinton, forsetafrú í Bandaríkjunum og frambjóöandi til öldungadeildarinnar, tók ásamt þúsundum annarra þátt í árlegri göngu samkynhneigöra í New York.í gær. Viö hliö hennar gekk Barney Frank, þingmaöur demókrata í fulltrúadeildinni og yfirlýstur hommi. Þau veifuöu glaðlega til stuöningsmanna sinna. Leynireikningar kristilegra demókrata í Þýskalandi: Ráðuneyti Kohls eyddi meira en milljón skjölum Allt að 1,2 milljónum skjala var eytt úr tölvuneti þýska kanslara- embættisins á valdatíma Helmuts Kohls kanslara. Þýskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að frá þessu yrði skýrt á miðvikudag fyrir sér- stakri þingnefnd sem rannsakar leynilegar fégjafir til flokks Kohls, kristilegra demókrata. Kohl, sem hefur viðurkennt að hafa tekið við ólöglegum peningja- gjöfum en þrætt fyrir að hafa þegið mútur, verður sjálfur yfirheyrður af þingnefndinni á fimmtudag. Mál þetta hefur varpað dökkum skugga á feril hans. í tímaritinu Der Spiegel og blað- inu Welt am Sonntag kemur fram að stórum hluta skjala í gagnasafni kanslaraembættisins hafi verið eytt Þrengir aö Kohl Helmut Kohl kann aö lenda í vand- ræöum fyrir þingnefnd í vikunni. skömmu fyrir kosningamar í sept- ember 1998 þegar kristilegir demókratar biðu ósigur fyrir jafnað- armönnum. Kohl hafði þá setið í embætti í 16 ár. Ekki kemur fram í fréttum blað- anna hvort í eyddu gögnunum komi fram hver beri ábyrgð á eyðingu þeirra. Der Spiegel segir að sérlegur rannsóknarmaður leynireikninga- málsins, Burkhard Hirsch, muni skýra frá því að átt hafi verið skjöl sem snerta umdeilda sölu á austur- þýsku olíuhreinsistöðinni Leuna til franska olíufélagsins Elf árið 1992. Tölvusérfræðingum tókst að end- urheimta allt að einni milljón texta- skjala en um hálf milljón skjala var aðeins endurheimt að hluta til. Nyrup fær smáhjálp Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dan- merkur, fékk stuðn- ings norska starfs- bróður síns, Jens Stoltenbergs, í gær vegna fyrirhugaðr- ar þjóðaratkvæða- greiðslu í Danmörku um evruna, sameiginlegan gjaldmiðil ESB. Stol- tenberg sagði í blaðaviðtölum að hann væri fylgjandi því að Danir tækju upp evruna. Uppþot í Alsír Fimm manns að minnsta kosti slösuðust í átökum óeirðalögreglu og hundraða mótmælenda sem minntust þess í Alsír í gær að tvö ár voru liðin frá morðinu á vinsælum söngvara. Létust í sprengingu Gasleki í stærstu olíuhreinsistöð Kúveits olli gríðarlegri sprengingu snemma í gærmorgun. Fjórir létust og flmmtíu slösuðust. Stríösglæpamaður tekinn Breskir friðargæsluliðar brutust inn á heimili meints serbnesks stríðsglæpamanns frá Bosniu í gær, handtóku hann og fluttu til Haag í Hollandi. Stöðvum endurvinnslu Svend Auken, umhverflsráðherra Danmerkur, leggur til á fundi um mengun í Norðaustur-Atlantshafi í vikunni að hætt verði að endur- vinna notað kjamorkueldsneyti. Stjórnarskrá ESB í nánd Jacques Chirac Frakklandsforseti sagði við upphaf heimsóknar sinnar til Þýskalands í gær að hann teldi að Evrópusambandið gæti eignast eigin stjórnarskrá á næstu tveimur árum. Víst er að um- mæli hans kæta gestgjafa hans. Árásum hætt Rússnesk stjórnvöld hættu í gær öllum loft- og stórskotaliðsárásum á Tsjetsjeníu og sögðu að hersveitir innanríkisráðuneytisins ættu að uppræta þá uppreisnarmenn sem eftir væru. Fórnarlamba minnst Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- ríkjanna, minntist í gær fórnarlamba kommúnismans í pólsku hafharborg- inni Gdansk. Þar varð til verkalýðs- hreyfmgin Samstaða sem átti þátt í að binda enda á kalda stríðið. Ekki fyrir svarta Bandaríski hershöfðinginn fyrr- verandi, Colin Powell, sagði í gær að Repúblikanaflokkurinn væri ekki góður fulltrúi blökkumanna. Powell er sjálfur svartur repúblikani. Þúsundir stuðningsmanna Car- denas, vinstrisinnaðs frambjóðanda til forsetaembættisins í Mexíkó, sóttu fund á aðaltorgi höfuðborgar- innar I gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.