Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 12
12 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 Skoðun DV m Ertu búinn að grilla mikið í sumar? Jakob Marteinsson trésmiöur: Ekki neitt, en stendur til bóta. Ómar Örvarsson sendibílstjóri: Já, alveg helling, og geri á meðan veður leyfir. Tómas Rizzo, 13 ára: Já, eða foreldrar mínir. Unnar Jónsson tæknifræöingur: Já, alltaf að grilla. Jenný Guðmundsson barnabókavöröur: Við fyrstu sólarglætu í Vestmanna- eyjum, þá grilla ég. Ólöf Elíasdóttir: Já, uppi í bústað og fer stundum til dóttur minnar sem er dugleg að grilla. Sífellt þrengir að ríkisútvarpi Magnús Sigurðsson skrifar: Sá tími nálgast nú óðum að ráða- menn og Alþingi verða að gera upp við sig hvort hér eigi að halda úti ríkisfjölmiðli af þeirri stærðargráðu sem Ríkisútvarpið er. Tímarnir hafa breyst ótrúlega hratt á íslandi hvað fjölmiðlun áhrærir og ríkisút- varp er auðvitað úr takti við þá breytingu að gera öllum kleift að nálgast aðra innlenda Ijósvaka- miðla, og flesta þeirra ókeypis. - Raunar alla nema Stöð 2, sem held- ur uppi ójafnri samkeppni við ríkis- sjónvarp, þar sem það síðarnefnda hefur eins konar þumaiskrúfu á landsmönnum og skyldar alla sem eiga sjónvarpstæki til að greiða fyr- ir afnot tækisins. Auðvitað er ríkisfjöimiðill óþarf- ur á íslandi úr því sem komið er. Ríkissjónvarp er enn meiri óþarfl, aukinheldur sem dagskrá þess er í óþökk meirihluta þeirra sem greiða fyrir hana hvort sem þeir vilja eða ekki. Ríkissjónvarpið er enn fremur afspymulélegt sem fréttamiðill og „Nú liggur ekkert annað fyrir en að ráðamenn, með menntamálaráðherra í far- arbroddi, taki einarða af- stöðu gegn því ofríki sem ríkisfjölmiðill sýnir fólki í formi sjálfvirkrar gjaldtöku. “ hefur enga tiiburði til að komast upp úr því fari sem er langt fyrir neðan meðalmennsku, með mál- stirða þuli og fréttamenn og lýkur engri frétt öðruvísi en skilja fólk eft- ir með spurningarmerki í augum þegar skyndilega er klippt á frétt sem nauðsynlegt hefði verið að ljúka með svari. Um hljóðvarp ríkisins gildir ann- að þótt þar sé fréttastofan að sjálf- sögðu líka úr takti við tímann. Rík- ishljóðvarp (útvarp) getur hugsan- lega verið góður kostur sem leið- andi menningartæki til afþreyingar og upplýsinga, og hefur sýnt bestu tilburðina gegnum tíðina, svo að fólk hlustar gjarnan á dagskrána eða einhvem hluta hennar þegar því hentar. Hér á ég að sjálfsögðu við Rás eitt, en ekki Rás 2, sem ekki örlar fyrir neinni menningu á og er fjarlæg öllum almenningi. Undan er þó skilið dægurmálaútvarp rásar- innar þá fáu tíma á dag sem hún reynir að nálgast málefni í sviðsljós- inu. Hún virti þó hinn almenna borgara ekki meira en svo að hún lokaði á þá hlustendur óskuðu eftir að láta álit sitt í ljós í tæpa klukku- stund fimm daga vikunnar í þættin- um Þjóðarsálin. - Þar sýndi Ríkisút- varpið lítilsvirðingu sína gagnvart þessum sama almenna borgara. Nú liggur ekkert annað fyrir en að ráðamenn, með menntamálaráð- herra í fararbroddi, taki einarða af- stöðu gegn því ofríki sem ríkisfjöl- miðill sýnir fólki í formi sjálfvirkr- ar gjaldtöku. Sjónvarpinu og Rás 2 á að loka í fyrstu atrennu og flnna ríkishljóðvarpi fastan grundvöll í fjárlögum. Iðnaðarmenn á stjá fyrir austan „Iðnaðarmenn munu vœnt- anlega fá glampa í augu við þá staðreynd að þarna muni tryggar greiðslur af hálfu hins opinbera. “ Eysteinn skrifar:_____________________________ Ég er einn þeirra sem hef ekki mikið álit á iðnaðarmönnum hér á landi. Þeir hafa reynst mér dýrir, svikulir og sýnt mikla óbilgirni i 'viðskiptum. Ég tek þó fram að ég hef ekki farið fram á „svarta“ vinnu af þeirra hálfu. Og ég held því líka fram, að iðnaðarmenn, umfram margar aðrar starfsstéttir hér á landi, hafi komið efnahagslíflnu í ógöngur með geysiháum launa- staðli, svikum og kæruleysi í störf- um. Um þetta1 eru mýmörg dæmi. Og ábyrgð iðnaðarmanna og verk- taka í byggingu húsa hefur ekki ver- ið upp á marga fiska þegar til hefur átt að taka. Mér brá verulega þegar ég sá frétt um að iðnaðarmenn væru nú albún- ir til að koma að uppbyggingu skemmdra húsa í austursveitum vegna jarðskjálftanna. Iðnaðarmenn munu væntanlega fá glampa í augu við þá staðreynd að þarna muni tryggar greiðslur af hálfu hins opin- bera. Ég hygg þó að margir eigend- ur hinna skemmdu húsa muni ekki ýkja áhugasamir að stofna til viða- mikilla viðgerða á húsum sínum hálfhrundum sumum. Einhverjir þeirra munu eflaust leita á önnur mið til búsetu, jafnvel fara beint til höfuðborgarinnar. Iðnaðarmenn munu samt vera komnir á s'tjá fyrir austan til að kanna hvaða verkefni þar sé að finna og hvað megi upp úr þeim hafa. Ég, sem skattborgari, hvet til mikillar varfæmi af hálfu ríkisins og eftirlits þegar og ef að því kemur að iðnaðarmenn taka til hendinni, því þarna verður væntanlega ekki unnið „svart“ og því meiri ástæða fyrir iðnaðarmenn og verktaka að uppfæra tölur til hins ýtrasta áður en hinn vinsæli virðisaukaskattur leggst ofan á summuna. Það er því að mörgu að hyggja af hálfu hins op- inbera. Pagfari Fótbolti er málið Þó eflaust séu flestir komnir með upp í háls af jarðskjálftaumræðu þá eru slíkir stórviðburðir varla í boði nema einu sinni á öld. Dagfara þykir því Qandakomið ekkert að því að bera örlítið meira í þann bakka- fulla læk. Það hefur vakið óskipta athygli lands- manna hversu Ríkissjónvarpið sýndi mikla sálarró og stillingu þegar 17. júní skjálftinn hristi landsmenn. Þrátt fyrir að hús nötruðu víða um land, kaffl skvettist úr krúsum, myndir hristust af veggjum og blómavasar brotnuðu mélinu smærra, þá var enginn titring- ur merkjanlegur hjá þessari virtu menningar- og öryggisstofnun Islendinga. Stöð tvö og Bylgj- an voru strax uppfullar af skjálftafréttum og fréttatímar teygðir og togaðir í allar áttir. Nýj- ustu fréttir voru spilaðar aftur og aftur þar til þær voru fyrir löngu hættar að vera nýjustu fréttir og fréttamenn bættu stöðugt í eyðurnar. Á Rikissjónvarpinu sátu menn hins vegar i stóískri ró og fylgdust grannt með tuðrusparki suður í Evrópu. Þar var sko enginn flumbru- gangur eða asi. Knattspyrnubullur allra landa eru sammála um það aö fótbolti sé það merkilegasta fyrirbæri sem fundið hefur verið upp síðan mannfólkið Það er svona rétt eins og þegar maður veifar hendi eldsnöggt fyrir framan hœnu, hún hreinlega dáleiðist og er minnst sólarhring að uppgötva hvað var um að vera. skreið út úr hellum og niður úr trjám fyrir margt löngu. Þessi sannindi hefur Ríkissjónvarp- ið gert að sínum. Ströng túlkun ráðamanna þar á bæ á lögum um neyðarþjónustu og upplýsinga- skyldu við almenning á neyðarstundu er alveg á hreinu. Það skal spila fótbolta. Sjónvarpsmenn virðast hafa talsvert til síns máls. Þeir hafa meira að segja af einskærri fórnarlund gert tilraun á sjálfum sér til að sanna kenninguna. Með því að sýna fótbolta sex tíma á dag og sleppa helst öllum frétta- tímum, þá þarf ekkert að senda út leiðinlegar tilkynningar um jarðskjálfta og svoleiðis. Við linnulaust tuðrugláp hefur nefnilega komið í ijós að mannskepnan dettur gjörsamlega úr sambandi. Það er svona rétt eins og þegar maður veifar hendi eldsnöggt fyrir framan hænu, hún hreinlega dáleiðist og er minnst sólarhring að uppgötva hvað var um að vera. Þessu er eins farið með ríkisstarfsmenn hjá Sjónvarpinu, þeir detta hreinlega úr sambandi og hafa því ekki rænu á að kveikja á fréttasett- inu þó lög og reglur geri ráð fyrir því á neyðar- stundu. Svo þegar himinn og jörð eru hrunin allt í kringum þá og rykið tekið að setjast, þá er frétt- in og upplýsingaþörfin hvort sem er orðin úrelt. Þannig er búið að sanna það fyrir þjóðinni að besta ráðið sé að sýna fótbolta allan sólarhring- inn. Þá verði almenningur að lokum orðinn svo heiladauður að hann tekur ekki einu sinni eftir því þó jörð skjálfi upp á sex, sjö eða átta á Richt- er' Á veginum við Vífilsstaði - Eintómar holur og „þvottabretti". Ófær vegur Magnús Magnússon hringdi: Einn er sá vegur í alfaraleið og í næsta nágrenni við höfuðborgina sem nánast ætti að loka ef ekki á að gera þar bót á. Þetta er vegurinn milli Víf- ilsstaða og Elliðavatns, en þar ek ég daglega. Þetta er malarvegur með sín- um holum og þvottabrettum sem hér voru alþekkt áður en malbikið kom til sögunnar utan Reykjavíkur. Það er óskiljanlegt að ekki skuli vera búið að klæða þennan kafla malbiki svo fjöl- farinn sem vegurinn er, en þarna fara um eða yfir 2000 bílar dag hvem að sögn. Þarna á að loka eða gera úrbæt- ur hið fyrsta. Hver á að skera úr kantsteinum? Friða skrifar: Ég og fleiri íbúar í gömlu hlutum borgarinnar erum orðin leið á að horfa á illgresi sem vex úr kantstein- um og gangstéttarhellum án þess að nokkuð sé að gert. Maður sér einn og einn íbúa vera að dunda við að fjar- lægja þetta, en borgin lætur þetta drabbast ár eftir ár. Borgin hlýtur að vera ábyrg fyrir þessari hreinsun. Eða er ætlast hún til að íbúranir hreinsi þetta, hver hjá sér? - Lesendasíða DV hafði samband við hreinsunardeild Reykjavíkur og fékk þær upplýsingar að borgin væri ábyrg fyrir þessari og annarri hreins- un gatnakerfisins, og hefur unglinga- vinna m.a. annast hana. Lúðvík og úrkastið Kristján Jðnasson hringdi: Ágæt grein f DV nýlega eftir Lúð- vík Gizurarson hrl. hefur líklega hrundið af stað skriðu athafna. Hann kom m.a. inn á kvótaleiguna, þar sem sjómenn fleygja öllu verðlitlu og hirða aðeins það dýrasta úr aflanum, þvi annars borgaði sig ekki að vera með leigukvóta yfirleitt. Lengi er búið að minnast á þetta og af mörgum. En svo brá við eftir þessa grein Lúðvíks, að skyndilega er nú farið að rannsaka kerflsbundið hvemig úrkastið gengur fyrir sig. Þetta verður að sjálfsögðu aö gera á laun, því sjómenn reyna hvað þeir geta að flrra sig ábyrgð. En loks er þó kominn skriður á málið. Reykjavíkurflugvöllur - Slysagildra þar sem margir hafa farist. Hve margir hafa farist? Jóhannes Einarsson skrifar: I umræðunum um Reykjavíkurflug- völl og hugsanlegan flutning innan- landsflugs til Keflavíkurflugvallar, hefur ekki verið gerð nægileg úttekt á þeirri hættu sem stafar af Reykjavík- urflugvelli þar sem hann er nú. Það væri t.d. ómaksins vert að upplýsa hve mörg slys hafa orðið á og við flug- völlinn, segjum síðustu 40 árin eða svo. Hve margir hafa farist í þessum slysum og flokka orsakir þeirra. - Ekki er neinum vafa undirorpið að Reykjavíkurflugvöllur er slysagildra og hún verður sífellt skæðari með hverju árinu sem líður vegna nær- veru við aukið þéttbýli og umsvif í námunda við völlinn. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, ÞverhoKi 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.