Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Qupperneq 14
14 Menning Aftur að bókmenntahátíð Alþjóðleg bók- menntahátlð verður haldin i Norræna hús- inu og Iðnó í september og bókmenntaunnend- ur eru strax farnir að hlakka til. Þar verða margir góðir erlendir höfundar saman komn- ir, en athygli vekur að engar tilkynningar hafa verið sendar út um þá íslensku höf- unda sem taka þátt. I tilkynningu frá Nor- ræna húsinu segir aðeins að 15 íslenskir höfundar muni taka þátt en þeir eru ekki nafngreindir. Það sem umsjónarmanni þykir heldur hnýsilegt er að sígaunavinurinn Gunther Grass skuli heiðra okkur með nærveru sinni. Eins og alþjóð líklega veit, þá fékk Gunther Nóbelinn síðast og ákvað að gefa sígaunum allar milljónirnar sínar. Menn- ingarsiðunni líkar vel við slika mannvini. Svo spillir auðvitað ekki fyrir að hann hef- ur skrifað allskemmtilegar bækur. Annað sem áreiðanlega vekur athygli margra er að brasilíski höfundurinn Paulo Coelho, sá sem skrifaði Alkemistann, kem- ur einnig á hátíðina. Alkemistinn var einmitt þýddur á íslensku fyrir siðustu jól og það verk vann enginn annar en Thor Vil- hjálmsson. Eigum við ekki að slá því föstu að Thor verði þarna í Norræna húsinu í haust? Einn er sá maður sem áreiðanlega sker sig úr hópnum á Bókmenntahátíð, en það er glæpasagnahöfundurinn Edward Bunker. Bunker þessi lætur sér ekki nægja að skrifa glæpasögur, heldur hefur hann sjálfur drýgt ótal glæpi um ævidagana og setið alls 25 ár i ýmsum fangelsum. Hann hefur skrif- að fimm bækur, síðast minningabókina Ed- ucation of a Felon. Hann leyfði líka leik- stjóranum Quentin Tarantino að njóta góðs af reynslu sinni og lék í mynd hans, Reser- voir Dogs, fyrir nokkrum árum, en sú mynd fjallar einmitt um skipulagða glæpastarf- semi. Fyrir þá sem muna eftir myndinni, þá lék Bunker glæponinn Mr. Blue, sem lést sviplega í upphafi myndar. Bréf frá Þórbergi 1 tímaritinu Bókasafninu, sem nýlega kom úr prentvélum, er megináhersla lögð á menntun bókavarða og bókasafnsfræðinga og um þau mál fjallað frá ýmsum hliðum. Meðal annars er skoðuð staðan hér heima og i nágrannalöndunum, velt fyrir sér nýj- um kröfum og skyldum stéttarinnar og hug- leitt hvert hún stefnir á nýju árþúsundi. Ýmsar aðrar greinar eru í heftinu, en það sem einkum vekur athygli umsjónarmanns er að bréf Þórbergs Þórðarsonar til Erlends í Unuhúsi, frá því árið eftir útkomu Bréfs til Láru, er birt þar óstytt. Aldrei bregst Þórbergi stílfimin og skemmtilegheitin eins og þetta brot úr bréfinu sýnir: Eg labbaði einn míns liðs suður á eyjuna og rifjaði upp fyrir mér söguna af Tyrkjaráninu, æflþátt Jóns píslarvotts og ástaræfintýri sem Kristín Guðmundsdóttir átti þama forðum daga í lautum og holum. Þetta var alt og sumt, sem eg vissi um eyj- amar. Inn í þetta ófst ógurleg heilsuleysis- aðkenning og ótti við brjósthimnubólgu og krabbamein, samfara hægðatregðu og upp- stoppelsi. Eg reyndi að hægja mér undir barði einu, en það bar engan árangur. Þá sneri eg situationinni upp í andlega hug- leiðingu, sem eg hélt út í 8 mínútur. Ritstjóri Bókasafnsins er Áslaug Agnars- dóttir, en að útgáfu blaðsins stendur Upp- lýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða. MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Leiklist Goðsagnakennt gaman í Hafnarfjarðarleikhúsinu var frumsýnt fyrir helgi verkið The Hammer of Thor en undirtitill þess er A Mythological Action Comedy (Goðsagnakennt spennu- gamanleikrit). Hér er um að ræða söguna Þrymskviðu sem hvert mannsbarn á íslandi þekkir þar sem sagan sú hefur löngum þótt hin aðgengilegasta af Eddukvæð- um. Hamri Þórs er rænt og Loka er kennt um verknaðinn þar sem hann er þekktur fyrir að leggja ekki alltaf stund á heiðarleika. Loki verður að afsanna að hann hafi unnið ódæðið og leysir málið með því að fara til Jötunheima og ná tali af óberminu Þrymi sem veit upp á sig sökina. Nú hefst plott, leikir og hamagangur til þess að ná hamrinum til baka en þar tekur einnig þátt Freyja „hin fegursta gyðja Ásgarðs“ sem óbermið vill fá fyrir brúði og neitar að skila hamrinum að öðr- um kosti. Kraftar Þórs eru miklir á kostnað vitsmunanna og það er undirstrikað í sýningunni. Hommafóbían - hræðslan við ergi, kemst þar líka á nýtt stig. Freyja er tálkvendi sem þó er vönd að virðingu sinni, girnist Þór,en ekki Þrym. Heimdallur er grobbinn Oxfordari og Þrymur ókennilegur andskoti. Loki, sem þó var þekktur fyrir að bregða sér í misskemmtilegra kvikinda líki er þarna einna viðkunnanleg- astur af liðinu. Texas-Freyja Leikritið er ílutt á ensku og gefur það marga möguleika á skemmtilegheit- um sem allir eru vel nýttir. Mállýskur hinna ólíku goða eru vitaskuld ólíkar: Þannig talar Heimdallur „Oxford-ensku“, Þrymur „skoska- ensku“ og Freyja einhvers konar „Texas-am- ívar Sverrisson í hlutverki Loka Laufeyjarsonar. Má meö sanni segja aö verkiö Hammer of Thor sé enn ein prúö rós á akri Hafnarfjaröarleikhússins og þaö eru ekki einungis útlendir ferðalangar sem þar geta fengiö sitthvað fyrir sinn snúö. ingunni að tala annað en upp- runalegan texta Eddukvæð- anna. Leikhópurinn Æsir, sem hefur sennilega verið mynd- aður sérstaklega fyrir þessa uppfærslu, er skipaður ungu fólki sem stundar nám í Leik- listarskóla íslands. Þetta eru þau Ólafur Egill Egilsson, ívar Sverrisson, Gísli Pétur Hinriksson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Þau standa sig með prýði og ekki hægt að segja annað en það verði gam- an að fylgjast með þeim eftir að námi lýkur. Handritið er samvinnu- verkefni leikhóps og leikstjór- ans Gunnars Helgasonar og geislar af krafti og leikgleði. Leikmynd og búningar er unnið af einum meðlimi leik- hópsins, Ólafi Agli Egilssyni og er hugvitssamlega hannað, auk þess sem hrátt sviðið í húsnæði Hafnarfjarðarleik- hússins gefur verkinu goð- sagnakenndan og allt að því ógnvekjandi blæ. Má með sanni segja að verkið Hammer of Thor sé enn ein prúð rós á akri Hafn- arfjarðarleikhússins, og það eru ekki einungis útlendir ferðalangar sem þar geta fengið sitthvað fyrir sinn snúð. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir erísku". Þetta gefur verkinu sprenghlægilegt og nýstárlegt yfirbragð. Skemmtilegur þáttur í verkinu er líka sá að goðin eru meðvituð um að þau verða að tala ensku þó að þeim sé það ekki eiginlegt og t.d. gleymir Þór í geðshrær- Leikfélagið Æsir sýnir í Hafnar- fjaröarleikhúsinu: The Hammer of Thor, byggt á Þrymskviöu. Leik- stjóri: Gunnar Helgason, Lelkend- ur: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Ivar Sverrisson og Gísli Pétur Hinriks- son. Lýsing: Stefán Hallur Stefánsson. Leikmynd. búningar og þýðing: Ólafur Egill Egilsson. Tónlíst Brasilískur tregi Heldur fámennt var á tón- leikum brasilíska sellótríósins sem hélt tónleika í Salnum á láugardaginn enda rjómablíða á höfuðborgarsvæðinu og borgarbúar vart tilbúnir að láta sólina fram hjá sér fara þegar hún loksins lætur sjá sig. Tríóið skipa þeir Márcio Carneiro, Matias de Oliveira Pinto og Peter Dauelsberg. Þeir tveir fyrrnefndu eru Brasilíumenn búsettir í Þýskalandi og sá siðastnefndi Þjóðverji sem búið hefur í Brasilíu í 40 ár og hafa þeir fé- lagar leikið saman um árabil og gefið út tvo geisladiska. Þar af er annar helgaður verkum brasilískra tónskálda og það var var efnið sem áheyrendur í Salnum fengu að heyra. Márcio Carneiro, Matias de Oliveira Pinto og Peter Dauelsberg. Þeir skipa hið brasilíska sellótríó. Leikiö af einlægni og yf- irvegun Flest verkin á efnisskránni höfðu verið sérstaklega skrif- uð fyrir tríóið en einnig var þar að finna skemmtilegar útsetningar Matiasar á nokkrum verkum. Matias talaði í upphafi lít- illega um brasilíska tónlist og benti sérstak- lega á hversu vel sellóið hentaði henni þar sem hún einkennist oft af nostalgiskum og tregafullum hljómi og að í henni gæti áhrifa hvaðanæva, frá Afríku, Evrópu og jafnvel am- erískri sveitatónlist. Þessi tregi var áberandi í fyrsta verkinu, Seresta, fyrir þrjú selló eftir Edino Krieger sem var upphaflega samið fyr- ir píanó en höfundur útsetti verkið fyrir tríó- ið á þessu ári. Þar var safaríkum laglínum skipt á milli félaganna sem léku þær af ein- lægni og yfirvegun og var verkið í heild hið forvitnilegasta þar sem undirrituð þóttist „Leikgleöin skein af hverri nótu svo maður gleymdi staö og stund og veröur aö teljast miöur aö fleiri hafi ekki getað notiö þessarar ánægjulegu innsýnar í þrasilíska tuttugustu aldar tónlist. “ greina á stundum einhvem óræðinn Janácek- hljóm. Mars þrælanna eftir Jaime M. Zena- mon fylgdi fast á eftir en Zenamon er eitt virtasta tónskáld ungu kynslóðarinnar í Bras- ilíu fæddur árið 1953. Verkið segir sögu þræl- anna frá frelsissviptingu þeirra í Afríku, sjó- ferðinni, voninni sem þeir halda í í lengstu lög og að lokum vonleysinu. Þetta er áhrifa- mikið verk með djúpu þungbúnu yfirbragði og var afar vel leikið af tríóinu, hinir fjórir hlutar verksins voru hver öðrum áhrifameiri, sá fyrsti rytmískur með tregablöndnum lag- línum, sjóferðin æsileg þar sem tríóið sýndi skemmtilegt samspil, vonin túlkuð með blíð- ari tóni þó svo að þar byggi undir niðri dekkri undirtónn sem braust á yfirborðiö í lokin þeg- ar ekkert er eftir nema vonleysi og örvænting. Annað verk eftir Zenamon kom þar á eftir, Tango í virðingarskyni við tangósnill- ingin Piazzolla í smellinni út- setningu Matiasar og var það að sama skapi glæsilega leikið. Heyrt í þrívídd Baiao eftir Julio Medaglia var svo siðast á efnisskrá fyrir hlé en þar vísar tónskáldið í dans frá héraðinu sem einkennist öllu fremur af syncópum og var það skemmtilega rytmískt og vel út- fært af tríóinu. Endurskin Ron- aldo Miranda sem samið var fyr- ir tríóið 1998 var svo frábærlega leikið með hárfínum blæbrigð- um. Þeir félagar eru allir prýði- legir hljóðfæraleikara hver með sinn persónulega tón og var oft á tíðum eins og maður sæti í ein- hverskonar surround - systemi eða hreint og beint heyrði í þrí- vídd. Þrír brasilískir tangóar eft- ir Emesto Nazareth í útsetningu Matiasar voru hver öðrum betri þar sem leik- ið var með tilfmningu og samspil þeirra með miklum ágætum og allar hraða og styrkleika- breytingar spontant og eðlilegar. Síðust á efn- isskránni voru svo tvær Bachianas Brasi- leiras eftir Villa Lobos, Söngur jarðar okkar og Litla lestin Caipira. Trióið fór á miklum kostum í þessum myndrænu verkum og hefur Matiasi tekist afar vel i skemmtilegum útsetn- ingum sínum að ná fram hverju smáatriði. Leikgleðin skein af hverri nótu svo maður gleymdi stað og stund og verður að teljast miður að fleiri hafi ekki getað notið þessarar ánægjulegu innsýnar í brasilíska tuttugustu aldar tónlist. Arndís Björk Ásgeirsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.