Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.2000, Side 15
15 MÁNUDAGUR 26. JÚNÍ 2000 X>V____________________________________________________________________________________________Menning Undradrengurinn Harry Potter Bamabókaunn- endur hér á landi fengu að kynnast hinum fræga Harry Potter fyrir siðustu jól og lík- aði mörgum vel. Nú er von á fjórðu bókinni um dreng- inn í byrjun næsta mánaðar, nánar tiltekið verður hún komin í bókabúðir á Bretlandi þann 8. júlí. Nú hafa fregnir borist af því að ein og háif milljón bóka hafi þegar verið prentaðar, til þess að mæta gríðarlegri eftirspum eftir bókinni. Allt yfir fimm þúsund eintökum þykir mjög gott mið- að við fyrstu prentun og er einsdæmi að nokkur bók sé prentuð í slíku magni. Aðstandendur búa sig einnig undir að slá öll met þegar kemur að því að selja bókina og gera ráð fyrir þvi að þurfa að prenta hana strax aft- ur. Aðdáendur Harry Potters í Amer- íku, Ástralíu, Kanada, Nýja Sjálandi og írlandi fá bókina í hendur um leið og hún kemur út í Bretlandi, en við hin verðum að bíða eitthvað lengur. JK. Rowling, höfundur bókarinnar, vill lítið segja um plottið í nýju bók- inni en lét þó Reuters fréttastofuna hafa þetta eftir sér: „Síðast þegar þið hittuð hann, þá var hann þrettán ára. Nú er hann sem sagt fjórtán og hefúr uppgötvað að hitt kynið er bara þó nokkuð spennandi. Og það sem ég hef sagt nokkrum sinnum áður og endur- tek nú, er að það verður dauðsfall. Já, það verður dauðsfall í nýju bókinni." Og þá verða forvitnir bara að setjast niður og þýða. Kjarval, Kristján og allir hinir Um helgina var opnuð sýning á úr- vali íslenskra verka í eigu Lista- safhs íslands. Sýn- ingin mun standa yfir til ágústloka og er sýnt í öllum sölum safnsins. Á sýningunni, sem ber yfirskrift- ina Islensk myndlist á 20. öld er að finna verk eftir á fimmta tug myndlist- armanna, sem allir eru listaunnendum vel kunnir. Svo aðeins nokkurra sé getið má tiltaka Þórarin B. Þorláksson, Kjarval, Júliönu Sveinsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Erró, Kristján og Sig- urði Guðmundssyni, Hrein Friðfinns- son og Gerði Helgadóttur. í tengslum við sýninguna verða dag- lega myndbandasýningar, þar sem má sjá kvikmyndir um íslenska lista- menn, s.s. Ásgrím Jónsson, Jón Stef- ánsson, Jón Gunnar Ámason, Þorvald Skúlason og Erró. Sumartónleikaröð Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar Annað kvöld eru fyrstu tónleikam- ir í Sumartón- leikaröð Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar sem nú er boðið upp á í tólfta skipti. Á tón- leikunum leika þau Sigurbjöm Bemharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari eftirtalin verk: Sónata í e-moll eftir W.A. Mozart og Duo Concertante eftir Igor Stravin- sky. Þau frumflytja einnig verkið Ex- promptu eftir Pál P. Pálsson á þessum tónleikum. Bæði Sigurbjöm og Anna Guðný eru landsþekktir hljóðfæraleikarar og hafa þau komið fram víða, jafnt innan lands sem utan. Tónleikamir standa i u.þ.b. eina klukkustund og fer miðasala fram i safninu. DV, París: Kynferði tölvunnar Það er mikil eftirlætisiðja Frans- manna um þessar mundir að finna út kynferði hinna ýmsu starfsgreina og hluta, svo hægt sé að viðhafa um þetta rétt heiti. Er þess skemmst að minnast að fyrir fáeinum mánuðum urðu heiftarlegar deilur um það hvernig ætti að nefna konu sem gegnir embætti ráðherra. Sósíalist- ar sem ráða lögum og lofum börðu það að lokum í gegn að starfsheitið yrði kvenkennt í þvi tilviki, líkt og það væri kallað „ráðfrú“ á íslensku, þrátt fyrir hávær mótmæli frönsku akademíunnar. Nú segir sagan, að Fransmenn séu hlaupnir með þetta upp í stjórn Evrópubandalagsins og að undirlagi þeirra hafi verið ákveðið að kanna hvers kyns sé sá hlutur sem gengur undir nafninu „PC-tölva“. Heitið er reyndar karlkyns á frönsku, eins og orðið „ráðherra", en allur er var- inn góður. Til að fulls hlut- leysis væri gætt voru settar á fót tvær nefndir, önnur skipuð konum og hin körlum. Var hvorri um sig falið að rétt- læta niðurstöð- una með fernum rökum. Kvennanefndin komst að þeirri nið- urstöðu að gripur- inn væri tvímæla- laust karlkyns, þvi að: - til að hann komi að einhverju gagni þarf fyrst að kveikja á honum, - hann er fullur af upplýsingum en hefur ekkert ímyndun- arafl, - það er ætlast til að hann sé til aðstoðar en oft- ast er það hann sem er vandamálið, - um leið og búið er að binda sig við hann kemur í ljós að með því að bíða eilítið lengur hefði maður getað fengið mun afkasta- meira módel. Karlanefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að tölvan gæti ekki verið annað en kvenkyns þvi að: - enginn skilur rök hennar nema sá einn sem fann hana upp, - tungumálið sem hún notar til samskipta við aðrar af sama tagi er engum manni skiljanlegt, - hver einasta skyssa sem mað- ur gerir geymist í minni hennar og kemur þaðan aftur þegar síst skyldi, - um leið og búið er að binda sig við hana kemur í ljós að maður þarf að eyða helmingi launa sinna i fylgihluti. Þetta frjóa og árangursríka nefnd- arstarf telja Fransmenn sterk rök gegn þeim ófáu sem álíta ennþá að Evrópubandalagið sé gagnslaust í öllu því sem máli skiptir. Einar Már Jónsson Tónlist Ljóð bókavarðanna Ekki horfa á útvarpið meðan þú ekur Ingvi Þór Kormáksson hefur sent frá sér 14 laga plötu með lögum við ljóð ýmissa skálda sem eiga það eitt sammerkt að hafa unnið á Borgar- bókasafni Reykjavíkur um lengri eða skemmri tíma. Reyndar er einnig tekið fram á umslagi að ekki hafa öll safnaskáldin komist inn á plötuna. Ingvi Þór hefur samið og gefið út töluvert af tónlist síðast- liðna tvo áratugi. Sérstaklega hefur hann verið iðinn við að semja lög við ljóð samtímaskálda en lauslega áætlað voru slík lög orðin yfir 50 talsins áður en þessi plata kom út. Það er ekki hlaupið að því að semja inda að vera samið um leið og text- inn. Borgardætur flytja lagið á við- eigandi hátt af smekkvísi. Flutning- ur allur er í háum gæðaflokki, enda er valinn maður í hverju hlutverki, jafnt í söng sem hljóðfæraleik. Út- setningar eru i höndum Eðvarðs Lárussonar og þær eru vel gerðar og viðeigandi í öllum tilvikum. Með þessari plötu hefur Ingvi náð því að koma öllum þessum mismunandi ljóðabrotum til skila á svo smekk- legan hátt að eftirtektarvert er. Um- slag er fallegt og gott og inniheldur allar þær upplýsingar sem vert er að hafa, m.a. öll ljóðin á plötunni. Ársæll Másson Dans stöðumælanna Lagahöfundur Ingvi Þór Kormáksson. Ýmsir flytjendur. Dreifing: ísiensk miðlun og Japis. 2000. lag við nútímalegan Ijóðatexta. Formfestan er laginu nauðsyn en hún er oftast lítil i ljóðunum og er yfirleitt að einhverju leyti brotin upp sé hún yfirhöfuð til staðar. En Ingva ferst þetta vel úr hendi. Lög- in eru vel gerð og vekja athygli á sjálfum sér ekki síður en textunum. Þau eru af ýmsum toga, enda eru ljóðin mjög fjölbreytt í formi jafnt sem innihaldi. Mörg skáldanna eru velþekkt. Þau eru Kristín Ómars- dóttir, Oddur Bjömsson, Úlihildur Dagsdóttir, Einar Ólafsson, Þóra Jónsdóttir, Hannes Sigfússon, Gunnar Dal, Magnús Gestsson, Pjet- ur Hafstein Lárusson, Hrafn A. Harðarson, Emma Hansen, Friðrik Guðni Þórleifsson, Anton Helgi Jónsson, Snorri Hjartarson, Þór- hallur Þórhallsson, Jón Björnsson, Michael Dean Óðinn Pollock og Ingvi Þór semur sjálfur textann við upphafslag plötunnar en það lag er fyrirtaks dægurlag upp á gamla móðinn sem nýtur þeirra forrétt- Mosfet 45 • MARC X • MACH 16 • Octaver • EEQ Setjum tækið í bílinn þér að kostnaðarlausu DEH-P6100-R • 4x45 magnari • RDS • Stafrænt útvarp FM MW LW • 24 stöðva minni • RDS • BSM • Laus framhlið • RCA útgangur • Klukka • Þjófavörn • Loudness þrískiptur • 3 Banda tónjafnari ____rííi___ RdDIOfö&IISf Geislagötu 14 • Sfmi 462 1300 BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.