Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 X>V_________________________________________________________________________________________________________________________Merming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Sjónvarpseinþáttungar Guðbergs: Hvorki geðveiki né fyllerí Guðbergur Bergsson rithöfundur hefur skrifað tvo sjónvarpseinþáttunga sem verða á vetrardagskrá Sjónvarpsins. Þetta eru verkin Ung stúlka býr um sig; íslenskur þroski og Gömul kona býr um rúmið sitt; íslensk þrá. Leikþættimir hafa nú verið teknir upp, en þeir eru í leikstjóm Viðars Eggertssonai’. - Um hvað fjalla þessi verk? „Þau Qalla á táknrænan hátt um leið manns frá vöggu til grafar," segir Guðbergur. Hvemig kona býr um sig meðan hún er ung og hvemig hún býr um sig undir dauðann. Rúmið er tákn um það hvernig þess- ar persónur búa um sig. Til lífsins og til dauðans." Nískt eða blankt Sjónvarp - Hvað varð til þess að þú fórst að skrifa fyrir þennan miðil? „Ég hef skrifað ansi margt fyrir þennan miðil, en sjónvarps- og kvikmyndavaldið hér hefúr ekki viljað neitt af því. Þessi verk hafa legið hjá Sjónvarpinu í þrjú eða fjögur ár. Ég býst við því að það sé annað- hvort mjög nískt eða blankt - og tekið verkin vegna þess að það er ódýrt í framleiðslu. í því em tvær leikkonur og ólíkt því sem vant er í sjónvarpsleikrit- um er hér enginn ríkur maður, ekkert fyllerí og ekki ráðdeildarleysið, sem er yflrleitt í íslenskum sjón- varpskvikmyndum. Verkið er fyrst og fremst íslensk ráðdeild - svo það hlýtur að vera komin ný stefha í sjónvarpið eftir að Sigurður Valgeirsson fór frá.“ Geðveiki er líka algengt umijöllunarefhi. Er ein- hver geðveikur í verkinu? Unnur Osp Stefánsdóttir leikur ungu stúlkuna í verki Guöbergs. „Nei, þetta er ósköp heilbrigt fólk og leikkon- umar Unnur Ösp Stef- ánsdóttir og Þóra Frið- riksdóttir era góðar en ekki geggjaðar. Vanda- mál leikara er að þeir vinna á sviði og verk þeirra hverfa. Svo mér datt í hug að reisa þeim einhvers konar minnis- varða með einleikjum. Ég skrifaði einleik fýrir Þóra og annan fyrir unga leikkonu. Svo áttu líka að vera einleikir fyrir karl- menn, en þeir týndust.“ - Týndir þú þeim eða Sjónvarpið? „Ég týndi áhuganum af því það var ekki áhugi hjá því.“ islensk tilgerð gengur ekki í útlöndum „Það er öðravísi með sjónvarp en bækur,“ segir Guðbergur. „Það er hægt að fara með handrit til ann- ars útgefanda, en hér á landi er aðeins hægt að fara til eins kvikmyndaframleiöanda.“ - Áttu kvikmyndahandrit í fóram þínum? „Já. Við Ólafur Páll Sigurðsson, kvikmyndagerðar- maður í London, skrifuðum kvikmyndahandrit en skrifa yflrleitt um venju- legt fólk og mér fannst liklegt að Viðar mundi túlka án tilgerðar - en til- gerð er algeng í íslenskri list. Hún er það sem drep- ur kvikmyndagerðina hér og veldur því að íslensk list verður aldrei útflutn- ingsvara. Það að fýlgja línum frá útlöndum og gæða þær bara íslenskri tilgerð, gengur ekki í hin- um svokallaða stóra heimi.“ Hollywood kitlaði ekki - Fékkst þú ekki tilboð frá Hollywood hér um árið? „Einu sinni og sagði þeim að ég hefði engan áhuga á því, vegna þess að ég veit að það er erfitt að eiga í samningavið- ræðum við aðra. Kunn- ingi minn á Spáni, rithöf- undur, fékk líka tilboð frá sama leikstjóra, og ráð- lagði mér að svara þessu ekki þar sem hann hafði lent illa í honum. Ég sagði því strax nei. - Kitlaði það þig ekki neitt? „Nei. Ég held að aðeins íslendingar geti gert kvik- myndir byggðar á ís- lenskum bókum. íslensk kvikmyndagerð er léleg, en hún á sterka að í fjöl- miðlum, sem auglýsa hana með stjömum, sem era falsaðar, eins og öll ís- lensk upphefö." - Hefur þú ekki notið töluverðrar upphefðar? „Ég get ekki sagt það. Nokkrar bækur mínar hafa komið út í útlöndum og sumar í tveimur eða þremur útgáfum aðallega vegna þess að ég hef kynnt þær sjálfur. Það er ekki hægt að segja að áhugi sé á íslandi eða ís- lenskri menningu í út- löndum, nema e.t.v. í Þýskalandi. Það er til dæmis enginn áhugi á ís- lenskri menningu í Skandinavíu, þar er bara skylda að þykjast hafa áhuga.“ Þegar rætt er um fram- tíðina, þó ekki sé lengra fram á við en að jólabóka- vertíðinni, segist Guðberg- ur vera að skrifa ópera með Dr. Gunna, sem sennilega verður sett upp í september, auk þess sem hann gefúr út bamasögu og smásagnasafn fyrir jólin. Hvort tveggja kemur út hjá JPV forlagi. Svo stóð einnig til að gefa út Ijóðabók, en hún bíður betri tíma. Leikþátturinn Gömul kona saminn fyrir Þóru leikkonu. var við fengum engan styrk frá Kvikmyndasjóði. Þá var handritið stytt niður í stutt- mynd, en það gekk ekki heldur. Verkið er því til í mörgum útgáfum sem vora gerðar til þess að koma til móts við þá sem veita fé til kvikmyndagerðar, en ekki vegna listræns metnaðar." Aftur að einleikjunum. Hvemig líkar þér að vinna með Viðari Eggertssyni? „Ég gerði það að skilyrði að Viðar leikstýrði. Ég UV- MYI\L»IK tllNAN UNIN Guöbergur Bergsson rithöfundur „Þaö er ekki hægt aö segja aö áhugi sé á ís- landi eöa íslenskri menningu í útlöndum, nema e.t.v. í Þýskalandi. Þaö er til dæmis enginn áhugi á íslenskri menningu í Skandin- avíu, þar er bara skylda aö þykjast hafa áhuga. “ Viðar Eggertsson leikstjóri. Leiklist Að heyra með augum og með eyrum sjá Erfltt var að skilgreina nákvæmlega tilflnning- ar sínar að lokinni „leiksýningu" japanska leik- arans og zen-heimspekingsins Yoshi Oida í Iðnó á fostudagskvöldið var. Hann segist sjálfur í við- tali vilja „fara með áhorfendur með sér á sérstak- an stað“ með list sinni, og kannski tókst honum það þó að hópurinn þetta kvöld virtist heldur tregur í taumi. Sýningin samanstóð af tónlist sem Wolf-Dieter Trustedt galdraði fram á margvísleg hljóðfæri, heimasmiðuð sum að því er virtist, hreyfingum leikarans og texta, meðal annars (dæmi)sögum sem sumar voru ansi skondnar og heimspekileg- um spurningum sem hann varpaði út í salinn eða til ákveðinna einstaklinga - enda heitir sýningin Interrogations eða Spumingar. íslendingar eru ekki hrifnari af því en aðrir að vera settir í próf óundirbúið og eitthvað þótti Oida djúpt á svörum áhorfenda - sem vissu varla hvort meiningin var að þeir gæfu eða biðu eftir aö meistarinn gæfi þau sjálfur. „Hver er tilgangur lífsins?" var meg- inspurningin, sett fram ýmist beint eða óbeint, og hefur vafist fyrir merkari heimspekingum en þarna voru saman komnir að ansa því. Enda gerði Oida meinlegt grín að öllum tilraunum okk- ar. Eftirminnilegust frá þessu kvöldi verða líklega atriðin þar sem tónlist og hreyfmgar mynduðu óvænta og framandi einingu - þegar við heyrðum með augum og sáum með eyrum, eins og Oida orðaði það - til dæmis þegar hönd Oida varð sjálf- stæð vera sem tók furðulegustu myndbreytingum í takt við tónlistina. Einnig voru heillandi hreyf- ingar leikarans við hljóð úr frumlegu blásturs- strengjahljóðfæri eða vindhörpu sem Trustedt lék listilega á með andardrætti sínum. Silja Aðalsteinsdóttir Gestalelkur í lönó 23.6. 2000: Interrogations. í flutningi Yoshi Oida og Wolf-Dieter Trustedt. Bubbi í The Times Aðaltónlistargagnrýnandi The Times í London, Hilary Finch, brá sér hingað á Listahátíð og fannst mikið til koma. Hún skrifaði grein- ina „That’s what I call a super market" í blaðið 31. maí sl. og minntist m.a. á frammistöðu Bubba Morthens í íslensku óperunni: „Sveinn Ein- arsson, listrænn stjórnandi há- tíðarinnar og svar íslands við Peter Hall, fékk þá innblásnu hugmynd að fá hinn hrjúfa rokkbarítón Bubba Morthens, sem kemst næst Björk í þjóðarvinsældum, til að flytja eigin útgáfu af söngvum sænska 19. aldar skáldsins og söngvasmiðsins BeUm- ans. Morthens sýndi augljósa með- líðan með lífi og starfi alkóhólistans og farandtrúbadorsins Bellmans og var flutningurinn hávær og ögrandi, en þó sérkennilega hlýleg- ur.“ Hilary Finch minnist auðvitað líka á Björk og Halldór Laxness í greininni, auk Nýlistasafnsins og ljóðasýningarinnar í Þjóðmenning- arhúsinu. Steinu Vasuiku og Lista- safn íslands lætur hún ekki hjá líða að nefna og Huldu Hákon og Lista- safn Reykjavíkur. Lokaorðin í greininni eru tilvitnun í verk Huldu Hákon, „Allir þekkja alla og allir eru skyldir" eða „Everyone knows everyone and everyone is related" en það eru orð sem Hilary þykja lýsa íslandi í hnotskurn. íslenski dans- flokkurinn í Prag og Bologna Islenski dansflokkurinn sýnir verk Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn er alltaf einn, á tveimur danshátíð- um í Evrópu í næstu viku. Verkið kom fyrst fram í danshöfundasam- keppni íslenska dansflokksins haustið 1998 en var frumsýnt í nú- verandi mynd í Borgarleikhúsinu haustið 1999. Það var síðan sýnt aft- ur í Avignon fyrr á þessu ári. Tón- listin er eftir Hall Ingólfsson, fyrr- um meðlim í Ham og XIII. Dansarar í verkinu eru Chad Adam Bantner, Guðmundur Helga- son, Hildur Óttarsdóttir (á mynd) og Katrín Ágústa Johnson. Sýningar í Prag verða 28. og 29. júní og í Bologna 2. júli og eru hluti af Trans Danse Europe 2000, dans- hátíð Menningarborga Evrópu árið 2000. Islenski dansflokkurinn stend- ur fyrir Reykjavíkurhluta hátíðar- innar í Borgarleikhúsinu í byrjun nóvember og þar sýna dansflokkar frá Frakklandi, Italíu, Tékklandi og víðar. Af öðrum spennandi verkefnum. sem íslenski dansflokkurinn kemur nálægt. má nefna stórvirki Jóns Leifs, Baldur, sem M2000 setur upp, og Jorma Uotinen semur dansverk við. Baldur verður frumsýndur í Laugardalshöll 18. ágúst og verður einnig fluttur í Bergen og Helsinki. Til stendur að portúgalski danshöfúnd- urinn Rui Horta semji nýtt verk fyrir íslenska dansflokkinn sem framflutt verður á næsta ári en hann sýndi verk- in Diving og Flat Space Moving eftir Horta veturinn 1999. I haust verður loks frumsýnt í Reykjavík og París nýtt stutt verk fýrir „óhefðbundin" svið sem Cameron Corbett er að vinna að ásamt hljómsveitinni Múm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.