Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.2000, Blaðsíða 15
14 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoóarritstjóri: Jönas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Rítstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Fllmu- og plötugerö: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum tyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bylting í lceknisfrceði Stórt skref hefur verið stígið í læknavísindum - skref sem að líkindum á eftir að valda byltingu. Með því að ljúka við frumgerð að korti yfir erfðamengi mannsins hafa verið skapaðar forsendur til stórra afreka og fram- þróunar í baráttunni við marga illvíga sjúkdóma. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur líkt mengjakort- inu við uppgötvun fúkkalyfja og að nýir tímar í sögu mannsins séu runnir upp. Aðrir telja kortlagninguna marka svipuð tímamót í sögu mannsins og hjólið. „í dag fögnum við fyrsta uppkastinu að bók lífsins," sagði Francis Collins, forstöðumaður bandarísku rann- sóknarstofnunarinnar á erfðamengi mannsins, á blaða- mannafundi en benti réttilega á að mikil vinna væri eftir. Nú er búið að greina um 97% af erfðaefni mannsins en nokkur ár getur tekið að fylla upp í götin. Þá mun taka áratugi að greina þau prótín sem genin mynda. Sú ófúllkomna kortlagning á erfðamengi mannsins sem liggur fyrir skapar vísindamönnum ný og áður óþekkt tækifæri í endalausri leit þeirra að skilningi og lækningu margra alvarlegra sjúkdóma. Dr. Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur í fjölmiðlum bent á að með henni fáist ný sýn á það hverjir við erum í tengslum við sjúkdóma og heilbrigði. Ný þekking á eftir að gjörbylta læknavísindunum og þar með allri heilbrigð- isþjónustu. Tvö íslensk fyrirtæki hafa þegar vakið athygli fyrir ár- angur sinn á sviði erfðavísinda. íslensk erfðagreining og Urður, Verðandi, Skuld (UVS) munu standa betur að vígi í rannsóknum sínum nú þegar kortlagningin liggur fyrir og er öllum aðgengileg. Þessi fýrirtæki hafa komið eins og ferskir vindcir inn í íslenskt atvinnu- og vísindalíf. Augu almenning og stjómmálamanna hafa opnast fyrir því að lífið og framtíðin snýst ekki aðeins um fisk og álver held- ur um hugvit, frumkvæði og áræðni. íslensk erfðagrein- ing og UVS hafa gert íslendingum kleift að taka þátt í æv- intýri erfðavísindanna sem verður jafnvel enn stærra og meira með áður var búist við. Nagli í kistu Ríkisútvarpsins Enn einn naglinn í kistu Ríkisútvarpsins var rekinn af starfsmönnum stofnunarinnar á þjóðarhátíðardaginn. Síð- ustu haldbæru rökin fyrir tilvist ríkisrekins fjölmiðils og skylduáskriftar landsmanna ruku út í veður og vind vegna slælegra vinnubragða og hugsunarleysis. Ágúst Einarsson, samfylkingarsinni og fyrrum þing- maður, fellir þungan dóm á vefsíðu sinni fyrir skömmu yfir Ríkisútvarpinu sem hann segir hafa brugðist algjör- lega: „Fréttir bárust mjög hægt. Ríkisútvarpið og ríkis- sjónvarpið stóðu sig einstaklega illa. Bylgjan flutti fýrstu og bestu fréttir af atburðum og síðan Stöð 2. Rökin fýrir skylduáskrift Ríkisútvarpsins hafa oft verið hversu nauð- synlegt það sé vegna öryggis í náttúruhamförum en það brást því hlutverki. Fijálsi fiölmiðillinn sló þeim algerlega við... Krafan mn afnám skylduáskriftar Rfkisútvarpsins mim blossa upp í kjölfar Suðurlandsskjálftans.“ Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra og yfirmaður Ríkisútvarpsins, hefur lengi talið nauðsynlegt að gera rót- tækar breytingar á skipulagi og rekstri stofhimarinnar en mætt mótspymu. Sú mótspyma getur ekki orðið mikil eft- ir það sem á undan er gengið. Óli Bjöm Kárason 4- MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 2000 2T DV Skoðun Laxeldi á Austfjörðum úr leik Laxeldi á Austfjöröum hefur þegar fengið rauða spjaldið en allar fjárfestingar í þessum iðnaði hafa mistek- ist hrapallega þar. Áhuga- samir aðilar stofnsettu metn- aðarfull fyrirtæki í Neskaup- stað, Eskifírði.Seyðisfirði og á Fáskrúðsfirði og fram- kvæmdimar einkenndust af hugrekki og bjartsýni. Ekk- ert var sparað til uppsetn- ingarinnar og fengin besta fáanlega sérfræðiaðstoð. Dugmiklir einstaklingar lögðu fram fé og vinnu í von um að skapa arðvænleg atvinnutækifæri á Austfjörðum. Þvi miður - dæmið gekk ekki upp. Lífríkið þoldi einfaldlega ekki álagið. Ungur athafnamaður á Seyðisfirði hefur áhugaverða reynslusögu að segja: „Fyrir rúmum fimmtán árum síðan hóf ég ásamt fleiri aðilum kvíaeldi á laxi í Seyðisfirði. Nokkur vandamál komu upp fyrstu árin við útsetningu seiða í sjó á vorin en okkur tókst að ná á því fullkomnum tökum og urðu menn bjartsýnir á að fiskeldi ætti Orri Vigfússon formaöur NASF, Verndarsjóös villtra laxastofna framtíð fyrir sér á Austfjörð- um. Annað kom á daginn. Sérstök umhverfisvandamál fyrir Austurlandi komu snemma í ljós. Átið datt iðu- lega niður, sérstaklega á vor- in og haustin, þrátt fyrir að sjávarhiti væri góður. Náið samráð var haft við dr. Loga Jónsson lífeðlis- fræðing, dósent hjá Háskóla íslands, og niðurstaðan var nær alltaf þörungar. Upp úr 1993 gerðist það svo ár eftir ár að verulegt magn af flski og þá aðallega stærsti fískurinn fór að drepast og keyrði svo alveg um þver- bak vorið 1996 og drápust þá um 200 tonn af fiski á örskömmum tíma. Vandamálið reyndist alltaf það sama: þörungablómi sem þurrkaði upp megnið af súrefninu í kvíunum svo stærsti laxinn sem þurfti mest súrefni drapst yflrleitt fyrst. Þetta þörungavandamál gerði eldi nær útUokað yfir sumarmánuðina og var að öllum líkindum höfuöorsökin fyrir því að laxeldi lagðist af á fjörðum hér austanlands. Ekki er vitað til að nein- ar rannsóknir hafi verið gerðar á „Guðmundur Valgeir Stefánsson, sem hvað mest hefur haft sig íframmi í laxeldisá- formum upp á síðkastið, stóð sjálfur að fiskeldi í Fáskrúðsfirði. Hann varð einnig að láta í minni pokann fyrir náttúruöflunum. “ - Frá Fáskrúðsfirði. tíðni þörungablóma né hvers vegna hann er svona kröftugur hér við Aust- urland. - Áhugavert væri að slíkar rannsóknir færu fram á næstu árum.“ Skaðinn fæst aldrei bættur Þannig mælir Sigfmnur Mikaels- son, framkvæmdastjóri á Seyöisfirði, en hann, fjöldskylda hans og margir aðrir hafa undanfarin ár lagt dag við nótt viö að skapa ný atvinnutæki- færi á Austurlandi. Guðmundur Val- geir Stefánsson, sem hvað mest hefur haft sig í frammi í laxeldisáformum upp á síðkastið, stóð sjálfur að fisk- eldi í Fáskrúðsfirði. Hann varð Brotalamir í byr j endakennslu Doktorsvörn er ekki hversdagsleg- ur atburður hér á landi en þegar manneskja eins og Ólina Þorvarðar- dóttir ver ritgerð sína er það sjálf- sagt fjölmiðlaviðburöur. Einnig tek- ur hún fyrir efni sem hefur verið mönnum hugleikið, bæði hér á landi og erlendis, galdrabrennur, en okkur nútímamönnum eru þær illskiljan- legar. Ritgerð Ólinu er þverfagleg, þ.e. hún tengir saman fleiri fræðigrein- ar, en slíkar rannsóknir hafa verið mjög i sókn undanfarin ár. Merkileg- ast finnst mér þó að Ólína hafi unnið þetta þrekvirki á sama tíma og hún hefur alið upp stóran barnahóp og auk þess starfaö bæði að blaðamennsku og stjórn- málum. Hugsanlega hafa fræði- iðkanir Ólínu goldið þess að hún hefur haft svo mörg jám í eldinum. Þess vegna hefur henni ef til vill ekki gefist tími til að grann- skoða lokaafurðina nægi- Marjatt Isberg fíl.mag. og kennari „Doktorsvöm er ekki hversdagslegur atburður hér á landi en þegar manneskja eins og Ólína Þorvarðardótt- ir ver ritgerð sína er það sjálfsagt fjölmiðlaviðburður. “ - Frá doktorsvöm Ólínu Þorvarðardóttur við HÍ. Meö og á móti lega vel. Enda kom það fram í máli andmælenda að ónákvæmni er í sumum til- vitnunum og þýðingum. Einnig voru allt of margar ásláttarvillm' sem góður prófarkalesari hefði getað lagað. Útlitsgallar minnka gæöin Innihald bóka er auðvitað mikilvægara en útlit þeirra, en hér ætla ég ekki að fjalla um fræðilega hlið rannsóknar Ólínu, enda hef ég ekki forsendur til þess. Mesta athygli mína, sem áheyranda í sal, vakti sú athuga- semd annars andmælandans að ósamræmi væri í uppsetningu heim- ildaskrár. Reyndar bætti andmæl- andinn við, að e.t.v. hefði eitthvað brugðist í kennslunni. I andsvari sínu gat Ólína ekki annað en varpað þessari spumingu til baka, ef til vill hefði eitthvað brugðist í kennslunni? Seinna hefur svo verið spurt hver beri ábyrgöina á uppsetningu þessar- ar heimildaskrár og hefur m.a. Sverrir Tómasson ályktað að dokt- orsefiiið sjálft beri ábyrgðina, enginn annar. Sem háskólaborgari get ég ekki verið þessari fullyröingu sammála. Hér tel ég að samkvæmt dómvenju ætti að dæma að minnsta kosti hálfa ábyrgð á kennara. Eða hvemig á það að vera hægt að námsmaður komist bæði gegnum BA-próf og kandidats- próf og enginn uppgötvar að gleymst hafi að kenna honum grundvallarat- riði í fræðaiðkunum: Hvemig eigi að ganga frá vísindalegri ritgerð og heimildaskrá hennar svo boðlegt sé. Útlit á ekki að vefjast fyrir mönnum Fyrir um tíu árum hóf ég nám við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Aðalkennarar mínir vom tveir ung- ir sálfræðingar sem báðir voru með doktorsgráðu frá bandarískum há- skóla. 1 allra fyrstu ritgerðum okkar lögðu þeir mikla áherslu á uppsetn- ingu, tilvitnanir og heimildaskrá. Rök þeirra fyrir þessu voru þau, að formið ætti ekki að vefjast fyrir mönnum þegar þeir fara að stunda alvöru rannsóknir, þá ættu þeir að geta einbeitt sér að efninu. En úti í hinum stóra heimi er gengi fræðimanna og gæði rannsókna þeirra reiknað í fjölda greina sem þeim tekst að fá birtar í virtum fagtímaritum. Þessi tímarit setja sér ákveðnar kröfur hvað útlit og uppsetningu varðar og samþykkja ekki greinar sem ekki eru samdar eftir þessum stöðlum. í þessu ljósi var skynsamlegt að félagsvísinda- deild lagði frá upphafi svo mikla áherslu á formið. Laga þarf það sem miður fer Nú sýnist mér að háskólinn og deildir hans eigi að fara ofan i kjöl- inn á byrjendakennslu sinni og at- huga hvort einhverjar brotalamir séu og laga þær, í staðinn fyrir að láta sér eingöngu nægja að benda á námsmenn. Enda eru gæði alvöru háskóla metin í fjölda þeirra nema sem ljúka doktorsgráðu og sækja sér frama á alþjóðavettvangi. Marjatt ísberg Sjónvarpiö krafðist farseðlanna Ríkisútvarpið á að vera best j Ríkið hefur jfs' margsannað að það ■ er gjörsamlega Bþ óhæft til að reka fjölmiöil á borð við Ríkisútvarpið. Við höfum bara ekkert að gera við hvorki rík- isrekna sjónvarpsstöð né ríkis- rekna útvarpsstöð. Nú síðast tókst þeim að klúðra sinum málum í Suðurlandsskjálftan- um. Sérstaklega í þeim fyrri ““ en þá voru þessi öryggistæki svo rugl- uð í fréttamati sínu að annað eins hef- ur aldrei sést hér á landi. Rás tvö og Sjónvarpið stóðu sig öllu verr heldur en Rás eitt og flest vitiborið fólk spyr sig af hverju ríkið sé að reka dægur- málaútvarp og hrútleiðigjama sjón- varpsstöð sem nær ekki einu sinni að komast með tæmar þar sem yngsta stöðin, Skjár einn, hefur hælana þegar kem- ur að innlendri dagskrárgerð. Og það verður að minnast á af- notagjöldin. Tökum dæmi: Fyrir tveimur ámm fór ég til Mikael Portúgal með fjölskylduna og Torfason dvaldi í hálft ár við skriftir. Ég ríthöfundur vildi ekki borga af stöðinni á meðan ég var úti, en inn- heimtudeildin tók orð mín ekki trúan- leg. Hún skipaði mér að sanna þetta ferðalag mitt fyrir sér. Ég þurfti að af- henta þeim afrit af farseðlunum mín- um því annars hefði ég þurft að borga afhotagjöld á meðan ég var erlendis! - Þarf að segja meira? rNei, öðru nær. Hvort tveggja ber að efla svo að út- varp og sjónvarp eigu allra lands- manna séu og verði þeir út- verðir íslenskrar menningar sem Rikisútvarpið hefur frá upphafi verið eins og lög kveða á um. Ríkisútvarpið er ein merkasta endurmennfim- arstofnun þjóðarinnar og rás ““ tvö var svar við kröfum um aukna fjöl- breytni sem skilað hefur mörgu ágætu efni. Ríkisútvarp/sjónvarp á nú undir högg að sækja.Til stofnunarinnar hafa ráðist menn sem enga þekkingu hafa á dagskrárgerð en halda að þeir séu að þjóna pólitískum öflum sem mér er til Guðrún Helgadóttir rithöfundur efs að kæri sig um það. Þeir al- þingismenn rikisstjómarflokk- anna sem vilja Ríkisútvarpið feigt eru sáraíáir og stjórnar- andstöðuþingmenn engir. Á tímum harðnandi samkeppni á Ríkisútvarpið auðvitað að vera best. Það á vinna með góðu lista- og tæknifólki á öll- um sviðum og framleiða og flytja vandað og skemmtilegt efni í eðlilegri samkeppni við einkastöðvamar og fylgjast grannt með nútíma tækniþróun. Það er ekki fjárskortur sem háir Ríkisútvarpinu, heldur stefnu- og metnaðarleysi. Það er fráleit hugsun að leggja niður Ríkis- sjónvarpið og rás tvö, enda er það hvorki vilji Alþingis né þjóðarinnar. Margir þeirra sem krafist hafa að Ríkisútvarpið verði einkavætt leggja nú um sinn fremur áherslu á að selja eða einkavæða aðeins Sjónvarpið og Rás 2. einnig að láta í minni pokann fyrir náttúruöflunum. Margir Austfirðingar hafa tapað öllum sínum eigum á fiskeldistil- raunum og fjárskaði þeirra fæst aldrei bættur. Sem betur fer læra þó flestir af reynslunni. Orri Vigfússon Ummæli Stundarávinningur „Framsóknarmenn munu án efa velta þvi alvarlega fyrir sér hvort skynsamlegt sé að kaupa hugsanlegan stundarávinning í Reykjavík í skjóli Ingi- bjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar eða hvort það sé ein- hvers virði að Framsóknarflokkurinn og stefnumál hans verði sýnileg í höfuö- borginni. Líklegt er að ósýnileiki Fram- sóknarflokksins um árabil í málefnum borgarinnar muni ekki hafa bætandi áhrif á fylgi flokksins í Reykjavík þegar kemur að næstu Alþingiskosningum." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar- fulltrúi í Mbl. 27. júní. Til Akureyrar „Þegar ákveðið var að flytja stofuna út á land sýndu fyrstu viðbrögð að jafnvel enginn myndi flytjast með henni. Ak- ureyri er hins vegar öðruvísi en landsbyggð- in almennt og kannski breytir það einhverju, ég veit það ekki. Þessi mál eru flókin. Böm em í skólum og makar í vinnu.... Stefnt er að því að Jafnréttisstofan verði opnuð 1. septem- ber á Akureyri. Það er búið að segja þremur upp og við hin sem vinnum í eldra kerfi, fáum bréf í næstu viku.“ Elsa B. Þorkelsdóttir, framkvstj. Skrif- stofu jafnréttismála, I Degi 27. júní. Atlaga að krónunni „Land með sjáifstæðan gjaldeyri getur alltaf bú- ist við aö svona nokkuð gerist og við höfum alltaf verið við þessu búnir. Við emm með samninga við erlendar fjármála- stofnanir sem viö getum gripið til ef við þurfum á að halda og em langt umfram gjaldeyrisforðann en við veitum sem kunnugt er mánaðarlegar upplýsingar um stöðu hans.“ Birgir ísleifur Gunnarsson seölabanka- stjóri I viötali viö Mbl. 27. júní vegna spákaupmennsku meö íslensku krón- una daginn áöur. Hjá ríkissáttasemjara „Deilan er nú í höndum ríkissáttasemj- ara - er ekki óalgeng setning úr fréttum. Einnig þykir mjög sniðugt að segja frá því í fréttum þegar samningalotur em svo langar í karphúsinu hjá rikissáttasemjara að bera þarf inn fleiri kíló af kaffi og bakkelsi fyrir samningamenn.... Ýmsum tekst þó að semja án atbeina ríkissátta- semjara.... Hinir sem tekst það ekki, snúa sér að einhverju öðm, en ættu auðvitað ekki síður rétt á fæði og húsaskjóli hjá sáttasemjurum ríkisins en þeim sem tekst ekki aö semja um verð á rútubílaakstri." Úr Vef-Þjóöviljanum 27. júnl. + ...miklunt tekjuafgangi og kattalæki vœnum ski < kunum. Eg sem hélt að sjónvarpið endurspeglaði raunveruleikann? Sólstöðuskjálfti á ÞingvöUum Snemma morguns 21. júní árið 1985 hófst sólstöðuganga í Álmannagjá á ÞingvöUum. Sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður kvaddi 75 manna hóp fyrir brottfor tU höfuðstaöarins með snjöUu ávarpi. Guðbjöm Guð- björnsson söng skærri tenórröddu svo bergmálaði fagurlega í gjánni. Eftir viðburðaríkan dag með við- komu á leiðinni hjá góðum gestgjöf- um endaði gangan síðla dags á Kjar- valsstöðum þar sem Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, bauð göngulúna velkomna tU Reykja- víkur með skörulegu ávarpi og Hamrahlíðarkórinn söng undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Samvinna á heimsvísu Siðan hefur um hverjar sumarsól- stöður verið staðið fyrir sólstöðugöng- um ýmsar leiðir í Reykjavik og ná- grenni, og stundum um vetrarsólstöð- ur. Sólstöðumínútan sjálf hefur verið virt með mínútuþögn, en sólstöðu- gönguna hafa aðstandendur í gamni og alvöru sagt vera „meðmælaganga með lífinu og tilverunni". - Þeir ala þann draum í brjósti að æ fleiri muni telja sólstöður tilefni til sameiginlegr- ar hátíðar um aila jörð, líkt og víða veu- og lengi á forsögulegum tíma. Eins og til stóð hefur verið staðiö fyrir sólstöðugöngum annars staðar á landinu og fólk hvatt til að minnast dagsins með einhverjum hætti, göng- um eða hátíöum. Einnig hafa náðst tengsl við útlönd og stefiit er að sam- vinnu á heimsvísu um sólstöðuhátíð- ir tvisvar á ári. Sólstöðugöngumar hér heima síðan 1985 hafa verið fjöl- breytilegar, nánast hver með sínu sniði, að degi til eða að næturlagi, stundum verið fjölmennt, stundum Þór Jakobsson veöurfræöingur fámennt, en alltaf skemmti- legt. Göngufólk hefur kom- ið víða við þessi árin og notið gestrisni ótal mætra manna. Farið að teiknum Á fimmtán ára afinæli sólstöðugöngu þótti að- standendum sólstöðuhátið- ar vel við hæfi að láta leik- inn berast til upphafsins á Þingvöllum. Þeir voru reiðubúnir að boða tU göngu sem endaði á ÞingvöUum. En þá reið þjóðhátíðarjarðskjálftinn yfir og jarðskjálftafræðingar vöruðu við öðrum. Forsprökkum sólstöðugöngu þótti þá óforsvaranlegt að stefna tug- um manna í Almannagjá og hættu við að gera fyrirætlanir heyrinkunn- ar. Þeir ákváðu að bregða sér í kyrr- þey fjórir saman og vera á ÞingvöU- um sólstöðumínútuna sem að þessu sinni var samkvæmt almanakinu um stundarfjórðung fyrir klukkan tvö að- faramótt miðvikudags 21. júní 2000. Við Einar EgUsson, Guðlaugur Le- ósson og HaUdór Pedersen voru komnir rétt fyrir miðnætti að útsýn- isskífunni og við blöstu Þingvellir. Sólin settist um það leyti. Veður var kyrrt. Við ókum síðan sem leið lá hringinn niður á veUina og lögðum viö Spöng og Peningagjá með undur- tæru vatni sínu. Örfáir voru á ferð í bflum sínum að njóta fegurðar og helgi staðarins. Við biðum sólstöð- umfnútu og röltum að leiðum þjóð- skáldanna Jónasar og Einars Ben. Af driti að dæma er gæsum tíðforult á legsteinana. Leiðin lá umhverfis kirkjuna, við dokuðum við í kirkjugarðinum og fórum svo þaðan stiginn til baka í átt að Peningagjá. Þrastarmóðir dró digran ána- maðk upp úr grassverðinum og gaf unga sínum spikfeit- um, jafnstórum fórnfúsri móður sinni en þóttist ekkert kunna, gleypti maðkinn ogZ. flaug burt. III boö aö austan AUt í einu kvað við feikna- legur hveUur svo glumdi í “klettum Almannagjár sunn- arlega og í sömu mund tók jörðin að vagga undir okkur eins og við værum skyndflega horfnir út á rúmsjó. Við stigum ölduna og skynjuðum fll tið- indi austan úr sveitum. Jörðin undir okkur bylgjaðist áfram og ósjálfrátt hörfuðum við burt frá Öxará sem breiðir úr sér þama á flötunum. Vatnsflöturinn rann í takt við undir- öldu jarðskorpunnar til og frá eins og súpa í skál á hraðri hreyfingu. Fugl- ar styggðust og flugu gargandi í hringi yfir vöUunum. Drykklanga^ stund eftir skjálftann hélst hreyfingin í vatninu og var engu líkara en stinn- ingskaldi hefði leikið um yfirborðið og ýft það upp. Vatn í gjám skipti um lit og varð brúnt. Hreyfingin í jörðu fjaraöi út og skUdi eftir sjóriðu um stund í höfði okkar. Við kveiktum á vasaútvarpstæki tU að fylgjast með fréttum og hringd- um í farsímum okkar til aðstand- enda. Við hinkruðum við á Lögbergi fram yfir sólstöðumínútu og héldum síðan heim á leið. Niðdimm dalalæða huldi MosfeUsheiði aUt niður í grennd við Gljúfrastein. Sólris var í nánd og fariö að lýsa undir skýin. Þór Jakobsson ,Sólstöðumínútan sjálf hefur verið virt með mínútuþögn, en sólstöðugönguna hafa aðstandendur í gamni og alvöru sagt vera „meðmœlaganga með lífinu og tilver- unni“. “ - Safnast saman til sólstöðugöngu í Almannagjá 21. júní 1985. $

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.