Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 ÐV Fréttir DV. DALVlK: Sjávarútvegssvið VMA á Dalvík verður lagt niður og kennurum sagt upp. Þetta er niðurstaða fundar sem stjóm VMA átti með forsvarsmönn- um Sjávarútvegssviðsins í seinustu viku. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að einungis 17 umsóknir bár- ust um nám við skólann á komandi vetri. Þó sagði Hjalti Jón Sveinsson, skólastjóri VMA, á fundinum að reynt yrði að auglýsa næsta vetur og hefja kennslu að ári. Sl. vor var útskrifað í 19. sinn frá upphafi skól- ans á Dalvík. Björn Bjömsson, kennslustjóri VMA, segir þetta gífurleg vonbrigði en lögð hefur verið mikil vinna í uppbyggingu skólans og húsnæði. Hann segir mestu vonbrigðin við- brögð Dalvíkinga því grundvöllur fyrir skólahaldi byggist að miklu leyti á aðsókn heimamanna. Hlutur þeirra í þeim 17 umsóknum sem bár- ust var rýr. Einhverjum nemendum hefur verið boðið að stunda nám við VMA á Akureyri, sé það kennt þar. Þeir sem hugðu á nám í faggreinum verða að leita annað. Auk þess glat- ast 6-8 störf úr sveitarfélaginu. Enginn áhugi Bjöm segir skipstjómar- og fisk- vinnslunám í lægð á landsvísu og það staöfesta skólastjórar annarra skóla i faginu. Því átti að nota tím- ann til að leggja áherslu á almenna námið en fyrir því reyndist ekki hljómgrunnur. Hann segir einnig Fra Dalvik Kennslustjóri VMA segir engan áhuga meöal ráöamanna fyrir skólahaldi á Dalvík. Sviöiö er lagt niöur vegna dræmrar aösóknar þótt fleiri ástæöur liggi aö baki. kynningu á skólanum hafa farið alltof seint af stað. Bjöm segir hluta skýringarinnar á því að menn sæki ekki í skip- stjórnamámið óheftar undanþágur, sjómenn sjái sér ekki hag í því að fara í nám því launin hækki ekki neitt við það, þeir geti nánast geng- ið að því sem vísu að fá undanþágu. Sem dæmi fengu 44 undanþágu til að gegna stöðu skipstjóra, 86 til að gegna stöðu yfirstýrimanns frá 1. janúar til 30. nóvember 1999. Ástæð- ur fyrir undanþágunum koma ekki fram, þ.e. hvort menn vantar tíma eða þá að menntun skorti. „Undan- þágur, auk neikvæðrar umræðu í þjóðfélaginu og fjölmiðlum, tel ég helstu ástæður þess að menn sæki ekki í fagnám tengdu sjávarútvegi og fiskvinnslu," segir Björn. „Ég hef rætt þessi mál við flesta þingmenn kjördæmisins en við- brögð þeirra vom fremur neikvæð. Einn lýsti því yfir að deildin ætti að vera á Akureyri. Það má því segja að ekki sé áhugi hjá ráðamönnum Dalvíkurbyggðar, þingmönnum né VMA til að halda úti skóla hér.“ -HIÁ/HH Sjávarútvegssvið VMA á Dalvík: Verður lagt niður - hugsanlega reynt að ári Langisandur á Akranesi: Breytist vegna efnistöku Langlsandur Paradís Akurnesinga er aö breytast af völdum efnistöku. DV. AKRANESI:______________________ Á síðasta fundi bæjarstjómar Akraness flutti Gisli Gíslason, bæj- arstjóri á Akranesi, tiilögu um að banna sandtöku á Langasandi og var hún samþykkt. Bæjarstjóm Akra- ness bannar þegar í stað alla sand- töku af Langasandi og felur um- hverfisnefnd að láta kanna ástand sandsins og gera tiUögur til bæjar- stjómar um hvort almennt eigi að heimila sandtöku og með hvaða skil- yrðum ef slíkt skal heimilað. „Ástæðan er sú að sandtaka af Langasandi hefur almennt verið bönnuð en þurft hefur að sækja um sérstakt leyfi ef menn hafa þurft á sandi að halda. Því miður hafa þess- ar reglur ekki verið virtar og um- svifin á sandinum eru orðin það mikil að nauðsynlegt er að stöðva sandtökuna og endurmeta málið. Að auki hafa nokkrir íbúar bent á að þeim hafi virst sandurinn vera að breytast og vilja m.a. kenna aukinni sandtöku um. Hver ástæðan er fyrir breytingu á sandinum veit ég ekki en eðlilegt er að Langisandur njóti alls vafa varðandi þessi mál og því hefur umhverfisnefndinni verið falið að skoða málið,“ sagði Gisli bæjarstjóri við DV. -DVÓ DV MYND NH Frá fundinum á Selfossi Páll Einsarsson jaröeðllsfræölngur og Elnar Hafliöason yflrverkfræöingur hjá Vegagerðinni. Fjölmennur fundur um áhrif Suðurlandsskjálfta: Náttúruöflin léku undir - með tveim jarðskjalftum upp á 3,3 á Ricter Náttúruöflin léku undir á fundi um áhrif Suðurlandsskjálfta á mannvirki, sem Rannsóknarmið- stöð Háskóla íslands í jarðskjáifta- verkfræði á Selfossi hélt á Hótel Sel- fossi í gær. Því meðan á fundinum stóö fundust vel tveir jarðskjálftar báðir um 3,3 á Ricter, sem áttu upp- tök sin sunnan Hestvatns, nærri upptökum sólstöðuskjálftans. Á fundinum var fjallað um jarðskjáift- ana 17. og 21. júní. Skýrt var frá áhrifum þeirra á byggingar í ljósi mælinga sem eru stundaðar í Rann- sóknarmiðstöð HÍ á Selfossi. Einar Hafliðason, yfirverkfræð- ingur hjá Vegagerðinni, fjallaöi sér- staklega um Þjórsárbrú og skýrði ástæðumar fyrir því að hún stóðst hamfarimar. Hjá Rannsóknarmiðstöð HÍ eru þegar komnar inn miklar upplýs- ingar um hamfarimar eldri rann- sóknir sem ná til nýlegra jarð- skjálfta frá 1998 og 1997. Einnig ná þær til skjálfta á fyrri hluta 20. ald- ar auk skjálfta á 19. og 18. öld. Hjá stöðinni em í undirbúningi enn frekari rannsóknir á skjálftunum 17. og 21. júní þar sem stuðst verður við vettvangs- og úrtakskannanir auk jarðskjálftamælinga. -NH Níu íslensk fyrirtæki: Vel heppnað útflutnings- verkefni - fyrri þátttakendur hafa hlotið verðlaun Níu íslensk fyrirtæki hafa undan- farið ár tekið þátt í verkefni á veg- um Útflutningsráðs íslands er nefn- ist „Útflutningsaukning og hagvöxt- ur“ en því lýkur nú í dag. Fyrirtæk- in níu em af ýmsum toga og frá fjór- um mismunandi stöðum á landinu, Tálknafirði, Akureyri, Sauðárkróki og Reykjavík. Verkefnið er hugsað sem þróun- arverkefni fyrir fyrirtæki sem telj- ast á bilinu lítil til meðalstór og sem hafa áhuga á að hefja annaðhvort útflutning eða festa í sessi útflutn- ing sem þegar er hafinn. Þetta er í tíunda skipti sem stað- ið er að verkefni af þessu tagi og að sögn Hauks Björnssonar hjá Út- flutningsráði íslands hefur árangur- inn verið góður. „Sýnilegasti árang- urinn er að tveir af fyrri þáttakend- um hafa fengið útflutningsverðlaun forseta íslands en það eru fyrirtæk- in Bakkavör, sem tók þátt árið 1992, og Össur, árið 1990.“ Haukur segir að ekki verði unnt fyrr en aö ári liðnu að sjá hver ár- angur þeirra fyrirtækja sem nú eru að ljúka þáttöku hefur orðið þar eð þessi fyrirtæki séu rétt að undirbúa útflutning nú sem stendur. „Við höf- um fylgst með þróun í þeim fyrir- tækjum sem hafa lokið verkefninu og við höfum komist að því að ár- lega, fyrstu fjögur árin eftir að verk- efninu lýkur, eykst velta fyrirtækj- anna að jafnaði um 20% og útflutn- ingur um 25%“. -hds __________Ijlrhsjón: Hörður krístjánsson netfang: 6andkom@ff.ls Menningarborg Evrópu árið 2000 þykir ekki ónýtur titill á höfuðborg íslands. Sárafáar borgir í Evrópu státa af þessu sæmdarheiti og j tilgangurinn er víst harla merki- legur. Á liðnum vetri var súlu- dans og nektar- búllur mjög í sviðsljósinu og víst að málið kom til kasta Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra. Var einnig íjallað ítarlega um málið i sölum Álþingis og minnast menn þar skeleggrar fram- göngu Kolbrúnar Halldórsdóttur gegn klámbúlium af öllu tagi. Þá þótti ekki par flnt að flagga nektar- dansstöðum vítt og breitt um sjálfa mennningarborgina. Það vakti því óskipta athygli þegar menningar- borgin tók þátt i sérstökum menn- ingarviðburði í gærkvöldi á nektar- staðnum Club Vegas þar sem upp tróð m.a. hljómsveitin Big Band Brutal... Óléttir og dópaðir í Degi mátti líta i nokkur athyglis- verð orð um SÁÁ | en þar segir: j „SÁÁ býst við | vaxandi fóstur- sköðum vegna I vímuefnaneyslu I og fjölgun | drykkjusjúkra1 ellilífeyrisþega." Ja, Ijótt er ef satt reynist. Óléttir eflilífeyrisþegar, blindfullir og útúrdópaðir. Ætli Ólafur Ólafsson, fyrrverandi land- læknir, viti af þessu...? Vottorð með vatninu í Hafnarflrði þykja flestir hlut- ir með miklmn sóma. Magnús Gunnarsson bæj- arstjóri sér líka um að Hafnfirð- ingar séu vel upplýstir um vel- ferðarmál sín. Fróðleik er dælt út á tölvu- netið, m.a. um að drykkjarvatnið sé nú gæðavottað. Segja reykvískir gárungar að nú sitji Hafnfirðingar eins og límdir við vatnskranana og þori ekki fyrir sitt litla líf að drekka vatnið nema vottorðið fylgi með... Það má segja Nú er skammt til Kristnihátíðar og rifjast þá upp sagan af Þor- geiri goða Ljós- vetninga sem lá hvað lengst und- ir feldi forðum og ákvað síðan að einn siður skyldi ríkja í landinu. Þorgeir lenti þannig í aðalhlutverki á þessum merku timamótum en aðr- ir lentu í skuggann. Á Kirkjuþingi fyrir fáum árum voru menn að ræða kristnitökuna og vildu austfirskir fulltrúar meina að Síðu-Hallur hefði átt miklu meiri þátt í að koma á kristni í landinu en Þorgeir. Um þetta orti fulltrúi leikmanna á Austurlandi: Þegar dagur var kominn að kveldi kom Þorgeir loks undan feldi húðfati víðu frá Halli á Síóu og spurði Hall hvað hann héldi. Aðrir þingfulltrúar mótmæltu hástöfum og töldu höfundinn vera að bylta viðtekinni söguskoðun með þessum kveðskap og vörðu hlut Þorgeirs og sproksettu Hall í ákafa. Þá bætti höfundur við: Það má ekki halla á Hall hann var öörum meiri. Þorgeir var bara þœgur kall en það má segja um fleiri. KHISTNI ÞUSDNDÁR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.