Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Menning DV Osk Vilhjalmsdottir Fjölskyldu- og vináttubönd. Von Siguröur Árni Sigurðsson. Opnunaratriði Kristnihátíðar á morgun: Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Dyggðirnar fjórtán Viska Gabríela Friðriksdóttir. Hugrekki Bjarna Sigurbjörnsson Dyggdirnar sjö að fomu og nýju er myndlistarsýning sem verður opnuð í Stekkjargjá á Þingvöllum ífyrramálið en í dag í Listasafninu á Akureyri. Haustið 1999 var gerð skoðanakönnun til að kanna hvaða dyggðir íslendingar meta mestar. Þetta var gert í tilefni þess að þúsund ár eru liðin frá því að kristni var tekin í landinu. í þemahefti Tímarits Máls og menningar unnu fjórir frœðimenn út frá hugmyndinni en fengu síðan til liðs við sig fjórtán myndlistarmenn sem hver um sig túlk- ar hinar sjö fornu dyggðir Visku, hug- rekki, hófstillingu, rétlæti, trú, von og kœrleika og hinar sjö „nútímadyggðir“ sem teljast samkvœmt skoðanakönnun Gallups: Fjölskyldu- og vinabönd, heið- arleiki, traust, jákvœðni, heilsa, hrein- skilni og dugnaður. Listamennimir sem unnu verk út frá dyggðunum fjórtán eru: Hulda Hákon, Ólöf Nordal, Guðjón Bjarnason, Finna Bima Steinsson, Gabríela Friðriksdótt- ir, Rúrí, Ósk Vilhjálmsdóttir, Bjami Sigurbjörnsson, Hannes Lámsson, Ragnhildur Stefánsdóttir, Halldór Ás- geirsson, Sigurður Árni Sigurðsson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Magnús Tómasson. Menningarsíðan fékk einn fræðimann og einn myndlistarmann, þau Jón Proppé og Huldu Hákon, í lítið spjall. „Fyrir þremur árum fórum viö Hannes Sig- urðsson listfræðingur að velta því fyrir okkur hvort ekki væri hægt að setja upp sniðugt myndlistarverkefni í tengslum við kristni- tökuhátíðina," segir Jón Proppé listgagnrýn- andi um upphaflegu hugmyndina sem unnin var af þeim art.is félögum. „Kristnihátíðin er jákvæð hátíð og dyggðir hafa síðustu tvo áratugi verið mjög mikilvæg- ar í umræðu i siðfræði. Við hugsuðum á sömu nótum og við gerðum á Listahátíð 1998 í Flögð og fögur skinn en þá tengdum við einnig saman myndlist og fræði- mennsku." Fáir vilja komast í álnir Þú vannst úr niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar. Hvað kom þér mest á óvart? „Það sem kom mér mest á óvart var hve fólk virðist leggja gríöarlega áherslu á fjölskyldu- og vinatengsl en litla áherslu á frama í starfi, pen- ingalega velgengni og menntun. Fólk virðist telja að því séu allir veg- ir færir i dag; liklega með hjálp fjöl- skyldu og góðra vina, en minni áhersla er lögð á einstaklingsdugnað og að komast í álnir.“ Þetta er þveröfugt við það hvernig samfélagið kemur manni fyrir sjón- ir. Er þetta ekki bara eitthvað sem fólki finnst að þvi eigi að finnast? „Nú nýverið var gerð athyglisverð könnun á Akureyri - þar sem fólk er beðið um að meta kosti og lesti ís- lendinga nú um aldamót. Þar koma allt aðrar niðurstöður í ljós. Könn- unin sem við gerðum miðaði fyrst og fremst að því að láta fólk skoða sjálft sig og sitt nánasta umhverfi DV-MYND EINAR ORN Jón Proppé og Hulda Hákon. meðan könnunin á Akureyri bað fólk að skoða samfélagið í heild. Niðurstöðurnar eru mjög ólíkar eftir því hvort menn tala um ís- lendinga sem abstraktheild eða hvort fólk er að tala um sjálft sig út frá eigin reynslu. Með- an fólk telur menntun mjög mikilvæga fyrir samfélagið í heild telur það menntun skipta fremur litlu máli i eigin tilfelli." Jón segir enn fremur að það sé mjög eðli- legt að fólk hugsi öðruvísi um sjálft sig og sína nánustu en samfélagsheildina. Heiðar- leika telur fólk mikilvægan í fari annarra en ekki svo mikilvægan í fari þess sjálfs. Hann vill þó ekki meina að þetta sé tvískinnungur eða hræsni - mat fólks sé einfaldlega annað ef talað er um ókunnuga. „Þegar þeir bjuggu til gömlu dyggðimar, hvort var það þá út frá samfélaginu eða ein- staklingnum?" spyr Hulda. „Öll röksemdafærsla hjá Aristótelesi miðar að því hvað samfélaginu er fyrir bestu. Dyggð er í raun sá eiginleiki sem gerir einstaklingi kleift að fullnægja sínum skyldum við samfé- lagið,“ svarar Jón. „Kristnu dyggðirnar, trú, von og kærleikur, eru siðaboðskapur Nýja testamentisins. Samfélagið er ekki bara ein- hver abstraktheild heldur náið umhverfi, fjöl- skylda þín, borgin þín. Það er engin tilviljun að á íslandi er sama orðið yflr fjölskyldubönd (skyldleika) og skyldur. Skyldur þínar eru w mm ■ Hreinskilni Flulda Hákon. gagnvart skyldmennum þínum en með kristn- inni verður þetta almennara. Þú átt að elska alla menn.“ Dyggðir gengu kaupum og sölum Hulda er spurð hvort myndlistarmönnum hafl verið úthlutað dyggðum eða hvort þeir hafl fengið að velja sjálfir. í Ijós kemur að töluverð barátta var meðal myndlistarmanna um áhugaverðustu dyggðimar. „Ég ætlaði að reyna að fá vonina því ég hef unnið svo mikið með hana í myndunum mín- um yfirleitt," segir Hulda. „Vonin var frátek- in og þá átti að láta mig fá heiðarleika.en það hentaði ekki því að ég get ekki verið svo há- leit og djúpt þenkjandi. Svo var ég á einhverj- um tímapunkti komin með bjartsýni en gat loks samið við annan myndlistarmann um að fá hreinskilnina." Dyggðimar hafa gengið kaupum og sölum? „Já það liggur við en ég var mjög ánægð með að fá hreinskilnina því ég er ekki alveg sammála því að hún sé endilega svo mikil dyggð. Mér þótti gott að vinna með hana út frá því. Heiðarleikinn er háleitur en hrein- skilnina er hægt að nota á óheiðarlegan hátt. Fólk segir: „Ég ákvað bara að vera hreinskil- in við hann“ og svo kemur allur skíturinn." Hvernig tekur þú á hreinskilninni? „Verkið mitt er staðsett úti í Öxará. Það er haus sem vatn rennur í gegnum og sýnir að allt sem fer inn í hausinn gubbast út um munninn. Einn kollegi minn er alveg á önd- verðum meiði við mig. Honum finnst hrein- skilni vera mikil dyggð og við getum rifist endalaust um það.“ Tilraun til aö kafa dýpra Að sögn Jóns komu hrein- skilni og heiðarleiki sterkt út í könnuninni og tengjast þessum böndum sem íslend- ingum finnst svo mikilvæg. „Hreinskilni og heiðar- leiki eru dyggðir sem tengj- ast samskiptum. Reglur sem stjórna því hvernig þú kem- ur fram við fólkið í kringum þig. Það er mikilvægt að hafa slíkar reglur ef fjöl- skyldu og vinabönd eiga að virka. Bjartsýni og jákvæðni tengist líka voninni og teng- ir því saman gamlar og nýj- ar dyggðir," segir Jón. En hvernig líst þeim á Þingvelli sem sýningarstað? „Mjög vel,“ segir Hulda. Þetta er svo mikilvægur staður fyrir íslendinga og ég er mjög meðvituð um að verkið falli vel inn í um- hverfið. Fólk virðist hafa tekið þetta mjög alvarlega og sýningin er auðvitað metn- aðarfyllri fyrir vikið.“ „Það er líka mikilvægt að siðferði samfélags okkar sé inni í umræðunni," bætir Jón við. „Oft hefur umræð- an viljað verða á ansi lágu plani en hér er gerð heiðar- leg tilraun til þess að kafa dýpra.“ „Þegar svona fyrirbæri komast á laggirnar opnar það líka leiðir að myndlist- inni,“ segir Hulda. „Fólk fær þá jafnvel tilefni til að ætla að það sé einhver hugsun á bak við hana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.