Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 23
27 Afmæfetoísfrmiiíii Mike Tyson 34 ára Einn umdeild- asti hnefaleikari síðari tíma Mlke Tyson verður þrjá- tíu og fjögurra ára í dag. Tyson, sem gerði út um and- stæðing sinn á skömmum tíma i bar- daga i Skotlandi fyrir stuttu, var eitt sinn heimsmeistari, en þann titil missti hann þegar hann var dæmdur í fangelsi. Enginn efast um hæfdeika Tysons sem hnefaleikara, en greini- legt er að hann skortir vitsmuni til að fylgja þessum hæfileikum eftir. FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Tilvera I>V Miður sín vegna hatursherferðar Kryddpían Victoria Adams segist í blaðaviðtali vera niðurbrotin vegna hatursherferðar sumra fótboltaáhugamanna gegn henni og eiginmanni hennar, David Beckham. Victoria kveðst verða leið og þunglynd eins og allir aðrir. Hún reyni að láta hatrið ekki hafa áhrif á sig en hún sé aðeins mannleg. Breska lögreglan hefur yfirheyrt mann vegna hótunarbréfa sem Victoriu og David bárust. Lcgreglan neitaði að tjá sig um yfirheyrsluna og bréfin. Maðurinn verður yfirheyrður aftur í ágúst. Sat fyrir nakin til að fá fé Darva Conger hefur ekki getað fengið starf sem hjúkrunarkona á ný eftir að hún gekk að eiga „milljónamæring" í sjónvarpsþætti í Bandaríkjunum. Þegar Darva komst að því að eiginmaðurinn var enginn milljónamæringur hafnaði hún honum. Hjúkrunarkonan fyrrverandi hefur þó fengið nokkur tilboð um að sitja fyrir nakin og tók hún tilboðinu frá Playboy. Darva segist hafa gert það peninganna vegna. Hrúturinn (21, mars-19. aoríl): Hætta er á að fólk sé 1 of upptekið af sínum | eigin málum til að samskiptin gangi vel. AstarmáRn ganga þó vel þessa dagana. Nautið (20. apríl-20. maíl: I Seinni hluti vikunnar verður hagstæðari fyr- ir Þig og dagurinn verður fremur við- burðalitill. Farðu varlega varð- andi öll útgjöld. Tvíburarnlr o 1. mat-?i. iúníu Þú færð margar góðar fréttir í dag. Félagslíf- _ / / ið er með besta móti en þú þarft að taka þig á í námi eða starfl. Krabbinn (22. iúní-22. iúin: Kúl Kristnihátíð Undirbúningur að Kristnihátíð er nú í fullum gangi enda skammur tími til stefnu. Hátíðin, sem stendur í tvo daga, verður sett á laugardag- inn og þá verður allt að vera tilbú- ið. Einn þeirra mörgu sem vinna að undirbúningi hátíðarinnar er Axel Hallkell leikmyndahönnuður. „Drullukúl hátíð“ „Allur undirbúningurinn fyrifc. hátíðina hefur gengið mjög vel og ég er viss um að það verður mjög gam- an. Ég ætla örugglega að mæta sjálf- ur því ég held að þetta verði alveg drullukúl hátíð.“ Byrjuðum að stilla upp á þriðjudaginn „Mitt verksvið hefur aðallega ver- ið að sjá um útlit hátíðarsviðsins, hanna sviðsmyndina og skipuleggja dagskrárliði sem þar verða í boði. Ég er í samstarfi við arkitektastofu og verktakafyrirtæki um annað út- lit og skiplagningu, eins og t.d. að samræma liti og að smíða. Þessa stundina eru átta manns að vinna við að stilla upp, ganga frá pöllum og upphengjum. Svo eru náttúrlega aðrir í að setja upp ljós og annað sem fylgir þessu. Við byrj- uðum að stilla upp á þriðjudaginn en ég er búinn að vera viðloðandi þessa hátíð í ár.“ Mörg fyrlrtæki sem koma að þessu „Ég þori ekkert að segja hvað dæmið kemur til með að kosta þeg- ar upp er staöið, það eru svo mörg fyrirtæki sem koma að þessu. Ef ég færi að gefa upp einhverja tölu núna væri hún algerlega út í loftið, eins og stendur er ég að hugsa um allt annaö, ég læt það því ógert." -Kip Axel Hallkell leikmyndahönnuður við hátíöarsviöið „Ég ætla örugglega aö mæta sjálfur því ég held aö þetta veröi alveg drullukúl hátíö." Axel Hallkell leikmyndahönnuður: Rskarnir í19. fehr.-?Q. mars): V Til að forðast misskilning I í dag verða upplýsingar að vera nákvæmar og þú verður að gæta þess að vera sfundvls. Annars er hætta á að mikil togstreita skapist á milli fólks. Liónlö (23. iúlí- 22. éeústl: Þú ert ekki hriflnn af þvi að fólk sé að skipta sér of mikið af þér. Þú ert dálitið spenntur og þarft að reyna aö láta spennuna ekki ná tökum á þér. Mevian (23. áeúst-22. seot.l: Dagurinn verður frem- ur rólegur og vanda- málin virðast leysast ^ r af sjálfu sér. Kvöldið verður ánægjulegt í faðmi fjöl- skyldunnar. Vogln (23. sept.-23, okt.l: S Það gengur ekki allt jT^/ upp sem þú tekur þér \ jr fyrir hendur í dag. Ekki taka gagnrýni nærri þér. Happatölur þínar eru 4, 9 og 23. Sporðdrekl (24. okt.-2i. nðv.i: Þú uppskerð eins og WS þú sáir og ættir því að hart að þér í dag. Taktu þér þó frí í kvöld og gerðu eitthvað skemmti- legt. Bogamaður 122. nóv.-21. des.l: Þú skalt nýta þér þau tækifæri sem gefast eins vel og þú getur. Dagurinn gæti orðið en þú færð styrk frá góðum vini. Stelngeltin (22. des.-19. ian.l: ímyndunarafl þitt er frjótt í dag og þú ættir að nýta þér það sem _ best. Þú þarft að treysta á sjálfan þig því samvinna gengur ekki sem best. Gildir fyrir laugardaginn 1. Júlí Vatnsberlnn (?0. ian.-18. fehr.): Þú ert eirðarlaus og þarft á upplyftingu að halda. Gerðu þér daga- mun ef þú hefur tök á Happatölur þínar eru 8, 13 og 24. Þú getur lært margt af öðrum og ættir að líta til annarra varðandi tómstundir. Þú verður á næstunni. Liz Hurley langar enn að hringja í Hugh Grant á fimm mínútna fresti jafnvel þó að hún hafi sagt honum upp vegna þess að þau ætluðu ekki að ganga í hjónaband og eign- ast böm. f viðtali við ágústútgáfu timaritsins Talk segir Liz að hendur hennar leiti enn í átt að símanum á fimm mínútna fresti og að það sé erfltt aö þvinga sig til að hringja ekki. Liz viðurkennir að það hafl veriö hún sem stakk upp á því að leiðir þeirra Hughs skildu. Það hafi hins vegar verið eins og að höggva af sér vinstri handlegginn. „Ég var í hræði- legu uppnámi fyrst en svo fannst mér þetta allt í lagi. En um leið og við vorum búin að segja öllum frá þessu, um mán- uði síðar, varð þetta miklu raunverulegra og mér leið hræðilega. Ég held að mér þyki betra að skilja í huganum en í alvörunni." „Við gerðum okkur að lokum ljóst að eitthvað hlyti vanta úr því aö við vildum Llz Hurley Fyrirsætan á erfitt meö aö þvinga sig til aö hringja ekki í Hugh á 5 mínútna fresti. að ekki giftast og stofna fjölskyldu eftir 13 ára samband. Þaö var einkennilegt. Ég held að við höfum bæði verið óhamingjusöm um skeið. Með skilnaðum ætlum við að komast að því hvort hægt er að öðlast eitthvað betra en það sem við höfðum,“ segir Liz meðal annars. Liz og Hugh kynntust þegar þau voru bæði óþekkt. Mikið reyndi á samband þeirra þegar Hugh var gripinn í bíl með vændiskonunni Divine Brown í Hollywood en þeim tókst að sigrast á erfiðleikunum. Margir töldu að þau myndu alltaf verða saman. Liz segir að margar hræðilegar kjaftasögur hafi verið sagðar um þau. Þau hafi hins vegar elskað hvort annað heitt. Að sögn Liz eru þau enn góðir vinir. „Það er enginn fjandskapur á milli okkar. Við skulum bíða og sjá hvemig málin þróast." Miðstöðvar tjónaskoðunar húseigna á Suðurlandi er í Sandvíkurskóla, Selfossi, og í Grunnskólanum á Hellu. .—1 r • • . N Þjónustusími Viðlagatrygginga á Suðurlandi er 482 3264. ^ ) Viðlagatrygging íslands Troðfull búð af spennandi unaðsvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Opib mán.-fös.10-18 laug.10-16 ro. Fákafeni 9 •' S. 553 1300 Langar enn að hringja í Hugh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.