Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 28
* m WMI NY NISSAN ALMERA FRETTASKOTIO SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2000 Hrafnsungi á íslendingi: Skipverji kærður Umhverfisráðuneytið hefur kært einn meðlim áhafnar víkingaskips- ins íslendings fyrir brot á lögum um veiðar á villtum fuglum. Maður- inn er ásakaður um að hafa hand- 4 samað tvo hrafnsunga úr hreiðri og haft með sér í íslending. Fuglamir munu vera komnir í Húsdýragarð- inn í Reykjavík en íslendingur bíð- ur þess að geta lagt úr höfn i Ólafs- vik til Grænlands. -SMK Glóð í rúmfatnaði Slökkviliðið og lögreglan í Kópa- vogi voru kölluð að fjölbýlishúsi í Efstahjalla í Kópavogi um sjöleytið í morgun. Glóð hafði myndast í rúmfatnaði í íbúð í húsinu. Einn maður var í íbúöinni og komst hann út úr henni af sjálfsdáðum og sakaði ekk^ Slökkviliðið reykræsti húsið en ekki urðu miklar skemmd- ir af völdum reyksins. -SMK Sleipnisdeilan: Enn ósamiö Niu klukkustunda samningafundi Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins í gær lauk um miðnættið án árang- urs. Samningamenn eru í frétta- banni og ekkert hefur fregnast af gangi máli. Nýr fundur er boðaður klukkan fjögur i dag. -HKr. Helgarblað DV í Helgarblaði DV á morgun er rætt við séra Karl Sigurbjömsson biskup um Kristnihátíðina, gagn- rýni á undirbúning, kostnaö og fleira sem varðar hátíðahöldin. Einnig er rætt við Pál Stefánsson ljósmyndara um sandbleytur, þolin- mæði og ljós. Fjallað er ítarlega um hjálpartæki ástalífsins, umsvifa- mestu stórbændur landsins í Braut- arholti á Kjalamesi heimsóttir og litið inn hjá Guðlaugi Bergmann. Kaffldrykkja, megrun og maðka- tínsla koma einnig við sögu og rætt er við plötusnúð sem leitar uppruna .4 síns á Islandi. I___O K I DV-MYND ÞÖK Hættuakstur í lausamöl Veriö er aö breyta Vesturlandsvegi á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur í þrjár akreinar og er þaö gert í tengslum viö Kristnihátíð um helgina. Miöakreinin verö- ur notuö fyrir sjúkrabíla og lögreglubíla en framúrakstur verður bannaöur. Ökumenn neyddust í gær til aö keyra á malarkanti þar sem veriö var aö merkja veg- inn og skaþaöist talsverö hætta þegar keyrt var á allt aö 90 kílómetra hraöa í lausamölinni. Ósáttir liðsmenn brugga framkvæmdastjóra Almannavarna launráð: Atlaga undirbúin - vandamál þessara einstaklinga, segir Sólveig Þorvaldsdóttir Frá því Sólveig Þorvaldsdóttir tók við starii framkvæmdastjóra Al- mannavarna ríkisins fyrir rúmlega Qórum árum mun andstaða við starfs- aðferðir hennar hafa farið vaxandi meðal liðsmanna Almannavama. Andstæðingum Sólveigar mun þykja hún einráð og skorta faglega burði. Stóru landskjálftarnir tveir á Suð- urlandi og frammistaða Almanna- vama ríkisins í kjölfar þeirra þykir þessum andstæðingum hennar hafa leitt í ljós slíkan skort á eðlilegum for- ystuhæfileikum og faglegum vinnu- brögðum að ekki verði við unað. Þess- ir sömu menn, sem í samtölum við DV hafa ekki viljað látið nafhs síns getið „að sinni“, segjast hins vegar, þó þeir telji ástandið það alvarlegt að það ógni jafnvel öryggi landsmanna, ætla að bíða með aðgerðir gegn fram- kvæmdastjóranum þar til yfirstand- andi skjálftahrina á Suðurlandi hefur sannanlega fjaraö út. VIII gera allt sjálf „Það gerir aðeins illt verra að hefja slíka umræðu nú á meðan ógæfan get- ur dunið yfir á hvaða andartaki sem verða vill. Best væri því að málið fengi að hvíla í friði að sinni en ég get ekki neitað því að ástandið er vægast sagt óþolandi á meðan starfsemi Al- mannavama gæti verið mun betri en hún er,“ segir einn ónefndi heimildar- „Ég kannast við að þetta plott.“ Sólveig Þorvaldsdóttir má búast viö aö þurfa aö taka á samþlæstri eig- in liösmanna gegn sér þegar Suöur- landsskjálftarnir hafa fjaraö út. maðurinn. Aðspurður segir hann gagnrýni sína m.a. beinast að starfs- aðferðum Sólveigar í höfuðstöðvum Almannavama ríkisins í kjallara Lög- reglustöðvarinnar í Reykjavík strax eftir stóm skjálftana tvo. „Hún virtist ætla sér að gera allt saman sjálf, svara í alla síma og var á hlaupum um allt á meðan sumir fengu engin verkefni í hendur. Skipulagsleysið var of mikið," segir heimildarmaður- inn. Ókarlmannlegir launsáturs- menn „Mér fyndist karlmannlegra af heimildarmönnum DV að snúa sér beint til mín í stað þess að vega nafn- lausir að mér úr launsátri," segir Sól- veig Þorvaldsdóttir. „En hvað varðar gagnrýni þeirra á starfsaðferðir mínar hjá Almanna- vörnum ríkisins get ég aðeins sagt að það er ég sem ber ábyrgð á starfinu og tek því þær ákvarðanir sem ég tel nauðsynlegar. En starfsreglur innan stjómstöðvarinnar hafa verið í mótun og það starf hefur verið unnið af öll- um starfsmönnum Almannavama ríkisins ásamt aðilum sem tengjast stjórnstöðinni," segir Sólveig, sem sjálf hefur heyrt af fýrirætlunum and- stæðinga sinna þó ekki hafi þeir rætt hugmyndir sínar við hana sjálfa. „Ég kannast við að þetta plott er í gangi en ég lít á það sem vandamál þessara einstaklinga," segir Sólveig. 1 yflrlýsingu Sólveigar Pétursdóttur dómsmdlaráóherra, sem birt veróur i DV á morgun, segist hún m.a. enga ástœðu hafa til að vantreysta almannavarnakerflnu. -GAR Reykjavík: Tveir árekstrar í nótt Tveir árekstrar urðu í Reykjavík í nótt. Hinn fyrri átti sér stað skömmu eftir miðnætti er tveir fólksbílar skullu saman á mótum Bústaðarvegar og Litluhlíðar. Tveir voru fluttir á slysadeild úr öðrum bílnum en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Bilamir tveir voru talsvert mikið skemmdir og fjar- lægðu kranabifreiðar báða bílana af slysstað. Seinni áreksturinn varð svo skömmu fyrir klukkan 2 í nótt í Birtingakvísl við Streng. Annar ökumaðurinn hlaut minni háttar meiðsl en fór ekki á slysadeild. Bil- arnir skemmdust mikið og voru báðir fjarlægðir með kranabifreið. _____________________-SMK Bátur strandaði í Önundarfirði Línu- og handfærabáturinn Jói ÞH-108 strandaði við Sauöanes í Ön- undarfiröi á sjöunda tímanum í gærkvöld. Tveir menn voru um borð í Jóa, sem er sex tonna plast- bátur, og sakaði þá ekki en við strandið skemmdust botn, skutur og skrúfa bátsins. Tilkynningaskyldan kallaði þrjá báta sem voru á veiðum á svæðinu til aðstoðar og setti björg- unarsveitir á svæðinu f viðbragðs- stöðu. Báturinn Margrét ÍS-42 dró Jóa lausan og fór með hann í togi að höfn á Flateyri þar sem hann var tekinn á land. Verið er að rannsaka tildrög strandsins. -SMK Land Tilraunastöðvar Háskóla íslands: Borgin vill kaupa Keldnaland Samningaviðræður standa nú yfir á milli ríkis og borgar um sölu lands Tilraunastöðvar Háskóla fslands á Keldum. Til- raunastöðin hefur til umráða um það bil 100 hektara land- svæði í sunnanveröu Keldna- holti en svæðið er í eigu rikis- ins. Tilraunastöðin hefúr ver- ið staðsett á þessum sama stað frá þvi að hún var stofnuð árið 1948 og eru byggingamar sem heyra undir stöðina orðnar níu talsins og þá eru meðal annars talin með fjögur tilraunadýrahús og eitt hesthús. Að sögn Guðmundar Georgssonar, for- stöðumanns stöðvarinnar, er starfs- fólki mikið í mun að fá að halda starfseminni áfram á sama stað en til þess þarf rými til þess að halda húsdýr en mikið af starfsemi til- raunastöðvarinnar byggist á rannsóknum á húsdýrum og húsdýrasjúkdómum. Helga Jónsdóttir borgarritari sagði í samtali við DV að borgin hyggðist ekki flytja starfsem- ina annað ef til kaupa kæmi. „Menn hafa tvímælalaust hug á því að á þessu landi verði áfram stuðlað að uppbyggingu rannsóknarstofunnar, auk nýsköpunarstarfs," sagði Helga. Hún sagði þó að þrátt fyrir að áform- að væri að sinna uppbyggingu Til- raunastöðvarinnar væri einnig verið að kanna möguleika á mjög skemmti- legri íbúðabyggð í grennd við stöð- ina. Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra er sammála borgarritara hvað varðar áframhaldandi starfsemi TUraunastöðvarinnar á Keldum. „Það er þörf fyrir landsvæði í Reykjavík undir starfsemi af þessu tagi og hún þróast best ef hún fær að halda áfram á sama stað. Þarna er mjög öflug vísinda- og rannsókna- stofnun fyrir og við teljum mjög ákjósanlegt að halda þessu svæði tU haga fyrir slíka starfsemi," sagði menntamálaráðherra. -hds Björn Bjarnason. Gæði og glæsileiki smoft C » 6 I b a ð » t o Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.