Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Síða 3
e f n i Fyrsta tölublað myndasögublaðsins Zeta kom út á dögunum en nokkur deyfð hefur verið yfir útgáfu myndasagna hérlendis undanfarið. Að blaðinu standa nokkrir gallharðir áhugamenn sem hyggjast gefa út skemmtilegt og lifandi blað. Fókus bjallaði í ritstjórann Búa Kristjánsson og komst að því að hann er búinn msm W m U M að lifa fyrir myndasögur í tæp 30 ár. 0« BAM 111 y (idasc:)giifgé m Búi Kristjánsson er ritstjóri myndasögublaðsins Zeta sem kom í fyrsta skipti út á dögunum. Hann býst við að blaðið komi til með að lifa enda hafi mynda- söguflóran hérlendis verið frekar fátækieg í gegnum tíðina. „Það er fjöldi manns sem kem- ur að þessu en ég er ritstjórinn og stend að blaðinu sem slíkur. Við erum með þýðendur, mann sem skrifar textann alveg listilega vel og svo markaðsfólk svo eitthvað sé nefnt,“ segir Búi þegar hann er fyrst spurður um fólkið á bak við blaðið. Búi segir að þetta sama fólk hafi í fyrra gefið út um 10 titla af myndasögubókum en það hafi reyndar farið fram hjá mörg- um. Að leyfa fólki að sjá meira af myndasögum „Við erum með Myndasögu- klúbb íslands og þetta er bara hluti af því að byggja hann upp. Með því að gerast áskrifandi að blaðinu gerist fólk aðili að klúbbnum og fær sem slíkt ýmsan afslátt og fleira þess háttar,“ segir Búi sem er 38 ára og starfar sem teiknari. Hann segir að mynda- sögurnar hafi verið sitt líf og yndi frá því hann var 10 ára og hann hafi líklega verið um 13 ára að hann vildi gera eitthvaö þessu líkt. „Tilgangurinn með blaðinu er auðvitað að leyfa fólki að sjá meira af myndasögum. Ástandið á þessu sviði er búið að vera ferlegt undanfarið og næstum því ekkert verið gefið út í 15 ár,“ segir hann og bætir við að blaðið verði til sölu á bensínstöövum, í bókabúð- um og verði svo í almennri dreif- ingu. Tvær Ástríksbækur á leiðinni Búi segir að stefnan sé auðvitað að gefa út skemmtilegt og lifandi blað. Hann býst við að í næstu blöðum verði að finna greinar um höfundana og umíjöllum um hvað sé á seyði 1 heimi myndasagn- anna. „í blaðinu er að finna fjöl- marga karaktera sem eru bæði þekktir og óþekktir. Þess ber nú reyndar að geta að þær sem eru óþekktar hér eru kannski vel þekktar úti í heimi. Það er náttúr- lega mun meira teiknað úti í heimi heldur en er gefið út hér enda hefur flóran veriö frekar fá- tækleg hér í gegnum tíðina." Og þetta blaö er engin bóla sem springur? „Nei, ég held að það sé engin spurning um að þetta blað er komið til að vera. Þetta er vissu- lega byggt á grunni því við vorum að gefa út í fyrra þannig að við rennum alls ekki blint í sjóinn með þetta. Ég held líka að það sé nauðsynlegt fyrir íslendinga að hafa eitt svona blað. Þetta blað er ætlað fyrir alla og þá má vel minnast á það að seinna á árinu munum við gefa út tvær Ástriks- bækur sem ekki hafa áður komið út á íslensku, Ástríkur og viking- arnir og Ástríkur og Belgarnir," segir Búi Kristjánsson. Litbolti eða paintball hefur loksins verið leyfður og stórhuga menn eru nú að láta byggja 4 velli fyrir íþróttina í Lundi í Kópavogi. Fókus tók einn eldhuganna á tal og innti hann eftir nýjunginni. Lagermaður fær útrás og skýtur „Þetta er kannski eins og ís- lenskt Disneyland og það verða þama skurðir og brýr og gamlir bílar og risastórt hús í miðjunni á einum vellinum," segir Eyþór Guð- jónsson hjá fyrirtækinu Litbolta ehf. sem er þessa stundina að byggja litboltavelli (paintball) í Lundi í Kópavogi. Nú er hópur af skátum og#v - smiðum aö vinna í því að ■, byggja 4 slíka velli og er ætlunin að opna þá um næstu helgi. „Þetta er eini staðurinn þar sem það er hægt að fá lifnipillu þegar maður drepst," segir Eyþór, en þess ber að geta að það drepst eng- inn í alvörunni i litbolta, þetta er bara leikur. Eyþór segir þriggja ára baráttu á enda en í lok júní tók í gildi reglugerð sem leyfir litmerkibyss- ur. „Litbolti hefur verið stundað- ur í yfir 10 ár í nágrannalöndun- um og nú er keppt i þessu í mörg- um löndum,“ segir hann. Aðspurð- ur viðurkennir hann ekki að næsti áfangi í baráttunni sé að fá íþrótt- ina á Ólympíuleikana. „Ég held við látum þetta nægja núna enda efast ég um að þeirri hugmynd verði tek- ið vel,“ segir hann. Sumir sem prófaö hafa litbolta og eru hugsanlega kveifar segja það mjög vont að fá í sig skotin. „Það er náttúrlega ekkert gott að deyja en þetta er bara eins og smellt sé í mann handklæði I sturtuklefanum, likt og selbit," seg- ir Eyþór. Litbolti er vinsæll af vinahópum og fyrirtækjum sem nota hann til þess að auka hópefli. „Þetta kemur í rauninni í staðinn fyrir keiluferð- ir fyrirtækjanna og þama verða allir jafnir. Fólkið vinnur að því að búa til nýstárlegar hernaðaráætl- anir og lagermaðurinn getur jafn- vel fengið útrás með því að skjóta forstjórann." forstiórann Laufey Brá leikkona: Hver vill ekki blint stefnu- mót með henni? Rakel Ögmunds- dóttir fótbolta- stúlka: Tekur Guð með sér á völlinn Danny Pollock Utangarðs- maður: Býður æsk- unni inn í hlýjuna Söngvari The Verve: Tónlistin er betri en dóp Ég er... Rútubílstjórí Pabbastelpurnar: Pabbi minn keyrir yfir pabba þinn Andrés, Sindri og Tate: Gerðu stór- samning við Bill Gates l_í fið °vllt um Mission Impossible 2 John Woo oa Tom Cruise frmDOPDararnir ánæaðir með sio ókevpis á Klaustrið f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndina tók Hilmar Þór af Rakel Ögmundsdóttur? 14. júlí 2000 f ó k u s 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.