Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 13
pabbi minn keyrir yfir Oft myndast falleg tengsl á milli föður og dóttur enda er aldrei hætta á Ödipusarduld í þeim samskiptum. Fókus hafði samband við þrjár landsþekktar stúlkur og ræddi við þær og föður þeirra um samband þeirra í gegnum tíðina. Þórhallur Geirsson og Hera Björk Þórhallsdóttir feðgin: Súpermanninn æf m I pabba „Hera var alltaf mjög ákveðin stúlka og ég var aldrei smeykur um að ekkert yrði úr henni. Ég hélt alltaf að hún yrði söngkona því hún var byrjuð að syngja áður en hún talaði. Hún var alltaf mjög skemmtileg- ur og glaðlyndur krakki og dund- aði sér mjög mikið. Stundum gleymdi hún sér í einhverju tímunum saman ef henni leist svo á það. Ég vann oft úti á landi þegar hún og systkini hennar voru lítil og það var auðvitað mjög leiðin- legt að upplifa ekki allan uppvöxt þeirra og sambandið á milli þeirra systkina var og er mjög gott þó þau hafi ekki alltaf verið sam- mála. Fyrir fimm árum hafði ég mjög gaman af að hjóla og sagði upp úr þurru að ég ætlaði að hjóla til Sel- foss. Hún sagði þá strax að hún ætlaði að koma með mér og svo hjóluðum við saman þessa 60 kíló- metra leið,“ segir Þórhallur Geirs- son, faðir Heru Bjarkar, sem starfar hjá Sambandi íslenskra sparisjóða. „Pabbi keyrði lengi Hólmavík- urrútuna og mér þótti rosalega töff fram eftir öllum aldri að hann ætti rútu. Ég gat alltaf montaö mig við hina krakkana og sagði að pabbi minn gæti bara keyrt yfir pabba þeirra á rútunni sinni og svo sagðist ég geta hoppað upp í rútuna og farið hvert sem er ef ég vildi. Við höldum enn þá miklu sam- bandi og ég bý í kjallaranum hjá mömmu og pabba með alla mína fjölskyldu. Pabhi er glansandi barnapía og ég tek eftir því að tveggja ára dóttir mín tekur upp ýmsa takta eftir honum. Hann vinnur hjá Sparisjóða- banka íslands en ég veit ekki ná- kvæmlega hvað hann gerir þar, hann er eins konar altmuligmand. En ég veit að hann er súpermann- inn þama niður frá þvi hann redd- ar öllu, eins og eyðublöðum og svo- leiðis, og hvemig ættum við svo að leggja inn peninga ef við hefðum þau ekki?“ segir Hera Björk Þór- hallsdóttir, leikari og dóttir. Hera montaði sig mikið af pabba sínum sem keyröi Hóimavíkurrútuna margfrægu. 14. júlí 2000 f Ó k U

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.