Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 12
<• ...rútubíl og hef keyrt rútu í rúm fimmt- án ár. En núna sit ég bara heima og stari út í loftið. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera. Ég er búinn að lesa öll Séð og heyrt tímaritin á heimilinu hundrað sinnum og kann þau eiginlega utan bókar. Ég veit allt um Pálma Gestsson leikara, Ey- þór Amalds er eins og einkavin- ur minn og ég er búinn að lesa viðtalið við Önnu Kristjánsdótt- ur svo oft að mér flnnst eigin- lega að hún sé dóttir min ... ... eða sonur. Ég fylgist með öllum framhalds- þáttunum í sjónvarpinu, Nágrönn- um, Star Trek, Lifandi hvunndags- sögum í beinni, HNN, ég er meira að segja farinn að fila þættina um Sekemír, sænska aumingjann og stundum tek ég upp Perlur með Bjama Hauki til að reyna að fatta brandarana. Ég geri allt til þess að drepa tímann þangað til að ég fæ að keyra rútuna mína aftur. Ég er meira að segja farinn að hafa mök við konuna mína aftur eftir margra ára ... ■ ■■ hlé. Eitthvað er minnið að spila með mig en mig minnti að það hefði verið töluvert áhugaverðara að sofa hjá henni á sínum tíma. Ég hefði kannski ekki átt að van- rækja hana svona í öll þessi ár, það er auðséð að hún hefur alveg grotnað niður greyið. Og það minnir mig á rútuna mina sem er yndisleg 54 sæta Mercedes-Benz rúta með bláum sætum, klósetti í miðjunni og dymm sem segja Tsss þegar maður opnar ... ... þær. Við höfum reyndar tekiö okkur saman nokkrir rútubilstjórar og stofnað svona stuðningshóp. Við hittumst, tölum um rútur og mis- munandi ferðamenn. Það skiptir svo miklu máli að opna sig og að byrgja ekki sorgina innan í sér. Við horfðum saman á Kristnihá- tíðina, sátum í stórum sófa og héldumst í hendur. Það voru kannski ekki margir þama en alveg nóg til að fylla margar, margar... ... rútur. Við reynum að dreifa huganum, höldum námskeið í fondri, bakstri og kínverskri matargerð. En það er sama hvað viö reynum, alltaf snýst allt um rútumar. Maður byrjar kannski að móta eitthvað úr pappamassa og allt í einu er þaö al- veg eins og rúta og þá fer maður bara að gráta af söknuði og von- leysi. Meira að segja kínversku vorrúllumar minna mann á rútu eða a.m.k. rútudekk. Ég vildi óska að ég væri hommi svo ég hefði um eitthvað annað að ... hugsa. Ég bið til Guðs á hverju kvöldi aö rútuverkfallið fari að taka enda svo við getum farið að keyra rútumar okkar aftur. Mig dreymir inn að fá að horfa niður á smábílana í umferðinni, troða ferðatöskum inn í farangursgeymslumar, finna lyktina af þýskum ferðamönnum og klipa fararstjórana í rassinn. Mér er alveg sama þó að við fáum ekki kauphækkun. Að fá að njóta þeirra fríðinda að keyra stóran bíl er alveg nóg umbun fyrir mig. Pabbi minvt, Már B. Gunnarsson og Vigdís Másdóttir feðgin: akó á Þoriáksmessu Foreldrar Vigdísar eru skilin en nú býr hún heima hjá pabba sínum. „Vigdís er voða ljúf og góð og við höfum alltaf átt gott samband. Hún er mjög dugleg heima og í skólan- um og heimilislifið er með mestu ágætum. Hér áður fyrr barðist hún svolítið við systur sínar um yfir- ráðin en þær standa saman fram í rauðan dauðann þegar þess þarf. Þær eru allar mjög sætar systurn- ar og þegar Vigdís vann Ford- keppnina varð ég svolítið kvíðinn um hana en auðvitað stoltur. Hún fékk fljótlega leið á þessu enda hafði hún ekki haft neinn tíma tfl að upplifa unglingsárin og hún er stakasta reglumanneskja núna. Hún hefur alltaf verið listræn og ég held aö hugur hennar hneigist mikið í þá áttina. Ég þurfti að vinna mikið þegar þær stelpumar voru ungar en það þurfti ekki mikið að hafa áhyggjur af þeim þvi þær björguðu sér alltaf sjálfar. Þegar hún var yngri fórum við oft í sumarbústað og þær stelpurn- ar syntu i vatninu og fóru út á ára- bát og svo fóru þær í sólbað þó all- ir aðrir væru að farast úr kulda, bara á meðan það var einhver sól,“ segir Már B. Gunnarsson, pabbi Vigdísar. Foreldrar Vigdísar eru skilin en síðan þá hefur hún búið hjá pabba sínum. „Það er alltaf hægt að treysta á pabba og sama hversu upptekinn hann er get ég alltaf leitað til hans þegar þess þarf. Þegar ég var að æfa sund mætti hann alltaf ef ég var að keppa og samband okkar hefur ekkert dofnað þótt ég sé orð- in eldri. Bestu minningamar era þegar við fórum alltaf tvö saman á Þor- láksmessu að kaupa jólagjafir og fórum svo inn á kaffihúsið 10 dropa og fengum okkur kakó. Það var rosalega gott. Pabbi er klár kall og ég get alltaf treyst á hann og þess vegna er hann besti pabbi í heimi,“ segir Vigdís Másdóttir, nemi og fyrrver- andi fyrirsæta. Kristján Engilbertsson og Sóley Kristjánsdóttir feðgin: Hestar boröa ekki „Sóley er yndisleg manneskja og það þarf ekki að taka fram að ég er stoltur af henni. Við tölum reglulega saman um hvað er í gangi og svo leiðbeini ég henni um lífið og tilveruna. Hún er skynsöm stúlka og þroskuð og ég þarf stundum að fylgja hennar leiðbeining- um, eins og i London þar sem ég þurfti að elta hana til að viUast ekki en hún vissi upp á hár hvert hún var að fara. Hún kann að velja það sem er gott og ég vona að hún haldi áfram að gera það vel sem hún gerir. Þegar hún var lítil talaði hún sitt eigið tungumál og átti orð yfir allt. Einu sinni þegar við vorum í heim- sókn hjá afa hennar, sem á hesta, sáum við breiðu af sóleyjum. Hún var eitt- hvað hrædd við hestana svo að ég sagði henni að það væri engin ástæða til að vera hrædd því hestar boröa ekki sól- eyjar. Stuttu eftir þetta var hún komin inn í hestastiumar og skreið á milli fótanna á hestunum. Þegar ég spurði hana hvort hún væri ekki hrædd sagði hún að þetta væri allt í lagi því hestar borða ekki sóleyjar," segir Kristján Engilbertsson, verkfræðingur og pabbi Sóleyjar. Foreldrar Sóleyjar skildu þegar hún var ung en samband hennar við pabba sóleyjar sinn hélt áfram að vera sérstakt. „Þegar ég var lítil hitti ég hann á helgum og við fórum i sund eða gerðum saman krossgátur í Mogganum. Við höldum enn þá góðu sambandi og ég hringi oft í pabba og við spjöilum saman um alla heima og geima. Svo kennir hann mér stund- um stærðfræði eða les fyrir mig. Við gerum heilmikið saman og við fórum til dæmis til London í fyrra og svo ætl- um við saman til Prag í haust,“ segir Sóley. Sóley og Kristján, pabbi hennar, feröast út um allt og spjalla saman um helma og gelma. 12 f Ó k U S 14. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.