Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 4
Þaö hefur varla farið framhjá
neinum að þriðja tölublað ak-
sjóntimaritsins Adrenalíns kom
út í siðustu viku. í blaðinu er að
finna allt sem adrenalínfikilinn
þyrstir að lesa, frá brúarhoppi til
brimbrettareiðar og ferðar niður
Austari Jökulsá. Aðstandendur
blaðsins, þeir Sveinn F. Sveins-
son og Rúnar Ómarsson, eru að
vonum ánægðir með viðtökurnar
og líður vart sú helgi sem þeir
fara ekki eitthvert út á land í leit
aö nýjum leiöum til að ögra
þyngdarlögmálinu. Þessar ferðir
enda oftar en ekki á síðum blaðs-
ins eða í sjónvarpsþættinum
Adrenalín sem er á dagskrá á
SkjáEinum.
Immmmmmjm, „Það er ótrúlega
mikið af liði að
gera kúl hluti úti
MBr um allt land,“ seg-
ir Sveinn F.
Sveinsson. „í
gegnum blaðið og
I þáttinn erum við
I búnir að kynnast
fólki sem stundar alls kyns
íþróttir sem við höfðum ekki
hugmynd um að væru til.“
Sveinn segir þá Adrenalínfé-
laga vera á leiðinni á næstunni í
stærstu hellahvelfingu íslands í
Bláfjöllum og að snillingar á fri-
stælhjólum hafi einnig bankaö
upp á. Blaðið nýtur sífellt meiri
hylli, lesningin eykst með hverj-
um deginum og er jafnvel i bí-
gerð að gefa blaðið út í tímarita-
broti.
„Það væri frábært. Þá verður
það flottara og myndirnar njóta
Höfuöpaurarnir Sveinn og Rúnar.
sín enn betur.“
Það er ljóst að Adrenalín er á
blússandi ferð og er vonandi að
hamborgararassar landsins taki
þá félaga sér til fyrirmyndar
frekar en að enda eins og hinn
almenni Kani.
Kvikmyndin íslenski draumurinn er ein fjölmargra kvikmynda sem við íslendingar
megum eiga von á að sjá á næstunni, en hún verður frumsýnd í næsta mánuði.
Laufey Brá Jónsdóttir|heitir aðalkvenleikarinn en hún útskrifaðist úr Leiklistarskólan-
um í fyrra. Fókus tékkaði á þessari upprennandi leikkonu sem einnig hefur
unnið sér það til frægðar að stjórna stefnumótaþættinum Djúpa laugin á Skjá einum.
Týpísk Reðc-
kona á hinum
„Myndin var tekin upp síðasta sum-
ar og er aö sumu leyti spunamynd.
Við fengum handrit sem við lásum
yfir en notuðum ekkert beint upp úr
því. Við vissum hvað við áttum að
gera en fórum beint í æfingar og tök-
ur og spunnum þar. Þetta var mjög
skemmtileg vinna og t.d. var alveg sér-
staklega gaman að sjá Gunnar Eyj-
ólfsson í þessum spuna, en hann stóð
sig alveg frábærlega," segir Laufey
þegar hún er fyrst spurð um gerð ís-
lenska draumsins.
Spennt fyrir frumsýning-
unni
„Ég leik fyrrverandi konu manns-
ins sem myndin fjallar um og er svona
týpísk ex-kærasta. Við eigum bam
saman og hann er mikið enn inni á
mínu heimili, hefur aldrei klippt á það
samband," segir Laufey þegar hún er
beðin að skýra aðeins frá hlutverki
sínu í myndinni. Hún segist vera búin
að sjá hluta af myndinni og er mjög
ánægð með það sem hún hefur séð. Er
hún þá ekki orðin spennt fyrir frum-
sýningunni. „Já, ég er orðin mjög
spennt fyrir frumsýningunni. Þetta
var mjög góður hópur fólks og upptök-
umar voru draumatími. Meðan á tök-
unum stóð var mjög gott veður allan
tímann og þar sem þetta er sumar-
mynd gekk allt vel upp.“
Laufey útskrifaðist úr Leiklistar-
skólanum fyrir ári síðan. Hún segir að
sem íslensk leikkona væri líklega best
ef hægt væri að fá að leika á sviði á
vetuma og í bíómyndum á sumrin.
„Ég byrjaði í íslenska draumnum og
var síðan i Kossinum í Bíóleikhús-
inu. Síöan hef ég veriö í ýmsum litlum
verkefnum og tekið m.a. að mér leik-
stjóm. Ætli ég sé ekki bara týpísk
leikkona á hinum frjálsa markaði.
Strákarnir alveg óðir
Auk leiklistarinnar hefur Laufey
Brá undanfarið stjómað stefnumóta-
þættinum Djúpa laugin á Skjá einum í
félagi við vinkonu sína Kristbjörgu
Karí. „Það er bara allt á fullu og geng-
ur mjög vel. Þetta fór hægt af stað
enda er þetta nýr þáttur í beinni út-
sendingu en nú em komnir 6 þættir og
þetta gengur allt mjög vel,“ segir hún.
En hvernig kom þaó til að leikkonan
tók það að sér aó stjórna þess háttar
sjónvarpsþœtti?
„Við Kristbjörg erum æskuvinkon-
ur og sátum saman og vorum að ræða
hvað við ættum að gera í sumar. Við
vildum gera eitthvað skemmtilegt og
Fókusmynd Ingó
Laufey Brá segir tökur Islenska draumsins hafa gengiö mjög vel og hlakkar hún mikiö tll frumsýningarinnar. Gerö þátt-
anna Djúpa laugin hefur einnig gengiö vonum framar.
því ákváðum við að gera sjónvarps-
þátt. Strákamir á Skjá einum vom svo
mjög jákvæðir og keyptu strax hug-
myndina."
Laufey segir að þátturinn sé alveg
full vinna fyrir þær í sumar enda
þurfi þær að finna fólkið, hitta það og
semja svo spumingamar. Hún segir
að mikill vilji sé hjá stöðinni fyrir því
að þátturinn haldi áfram í vetur en
hins vegar eigi eftir að koma í ljós
hvort þær haldi áfram stjóminni.
Og það er alveg markaóur fyrir
þetta hérlendis?
„Já, svona þættir eru til i öllum
löndum og ganga vel. Útvarpsstöðv-
arnar héma hafa reynt þetta en alltaf
hætt því það er svo erfitt að fá fólk til
að vera með. Við höfum líka lent í því
og sérstaklega með stelpurnar sem em
hræddar um að fá einhvern stimpil á
sig. Strákamir em hins vegar alveg
óðir.“
BIOTFERM
Ert þú á aldrinum 15 til 25 ára?
Þá á Biotherm fullt erindi til þín.
Biotherm-vörurnar eru mjög vinsælar hjá ungu, hressu fólki víða um heim.
Biotherm eru náttúrulegar snyrtivörur fyrir ungt fólk sem nýtur lífsins.
Pví ekki að prófa?
Klipptu út aualýsinguna og farðu með hana á næsta BIOTHERM útsölustað
og þar færðu fria gjof. Þú getur valið um að fá hreinsi, andlitsvatn og rakakrem
sem henta þurri, viðkvæmri, normal eða blandaðri húð.
Vertu velkomin(n), það verður tekið vel á móti þér. (Líka ykkur, strákar.)
Utsölustaðir:
Andorra, Strandgötu 32, Hafnarfirði - Bjarg, Stillholti 14, Akranesi - Bylgjan,
Hamraborg, Kópavogi - Fína, Háholti 14, Mosfellsbæ - Hjá Maríu, Amaró,
Akureyri - Hygea, Kringlunni - Hygea, Laugavegi 23 - Snyrtivöruverslunin,
Glæsibæ.
—-— — — — — — — — — — — — — ~~^c
AQUASOURCE
RAKABAÐ SEM JAFNGILDIR
5000 LÍTRUM AF LINDARVATNI í
EINNI KRUKKU.
öflug rakagjöf sem slekkur þorsta
húðfrumnanna tímunum saman.
Rakafyllt kremið/hlaupiö veitir
vellíðan og ánægjulega notkun. Það
er ferskt, frískandi og fullt af virkni _
5000 lítra lindarvatns.
f Ó k U S 14. júlí 2000