Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Blaðsíða 7
Utangarðsmaðurinn Danny Pollock er um þessar mundír á fullu að rifja upp gamla tíma með félögunum úr hljómsveitinni. Hann hefur þó annað og meira á prjónunum og vill koma á fót miðstöð fyrir ungt fólk þar sem það geti unnið að tónlist sinni eða annarri listsköpun í réttu umhverfi. Fókus tók púlsinn á gamla rokkhundinum og komst að því að hann er með stórar áætlanir sem fara vonandi í gang í haust. Unga fólkið fái að vinna í jákvæðu umhverfi „Það er auðvitað bara verið að vinna í þessu núna. Ég er með eitt húsnæði núna sem er svona mini- dæmi en er að leita að stærra plássi og er með nokkur svæði í huga til að koma þessu af stað. Núna er bara ver- ið að ákveða fllósófiuna á bak við þetta, vinna í því að semja reglur og redda fjármagni," segir Danny þegar hann er spurður hvernig málin standi núna. Markmiðið að ná til ungu kynslóðarinnar Danny segir að hugmyndin sé að þetta húsnæði verði mjög fagmann- lega úr garði gert þannig að það henti vel fyrir hljómsveitir, dansara og þar fram eftir götunum. Markmiðið er að ná til yngri kynslóðarinnar og þá á ekki neinu að skipta hvort um er að ræða algjöra amatöra á sínu sviði eða fagmenn, krakkarnir koma bara í húsnæðið og fá tíma og stað til að vinna að þvi sem þau vilja vinna. Sem dæmi nefnir Danny að i húsinu sé ætlað að verði æfingaherbergi fyr- ir hljómsveitir jafnt sem lítið stúdíó þar sem hljómsveitir geti gert demó- upptökur. „Það er oft mjög erfitt fyr- ir byijendabönd að koma sér af stað. Þeim gengur kannski illa að koma sér á framfæri og halda sér við efnið. Þetta dæmi er hugsað bæði sem fyrir- byggjandi fyrir það og hvetjandi að- gerð. Á staðnum munu krakkarnir geta fengið góð ráð og haft aðgang að reynslu sem mun nýtast þeim vel auk þess sem þau geta smíðað vefsíður, tekið upp tónlist og brennt hana á diska, svo að eitthvað sé nefnt,“ segir Danny. Að mestu óháð stjórn- völdum Aðspurður segist Danny vera bú- inn að vinna að þessu verkefni i eitt ár en hann kom aftur til landsins fyr- ir einu og hálfu ári. Undanfarið hefur að vísu lítill timi gefist til að sinna þessu þar sem hann er búinn að vera á kafi í undirbúningi tónleikaferðar Utangarðsmanna sem eins og allir vita dynur yfir landsmenn nú í sum- ar. Hann segir að allt fari á fullt aftur í september og er alls ósmeykur um að þetta verkefni fái nægan hljóm- grunn bæði hjá krökkunum og eins hvað varöar fjármögnun. „Margir sem fara út í einhvem svona bransa vilja gera þetta auðvelt með því að fá 100% fjármagn frá stjómvöldum. Það sem ég hef hugsað mér er aftur á móti að meirihluti fjár- magnsins komi frá einkaaðilum og þetta verði þar með meira óháð,“ seg- ir hann og bendir á að hugmyndin sé að þrjár manneskjur sjái um dagleg- an rekstur dæmisins. En hver er ástœðan fyrir því aó hann hyggst ráóast í þetta? „Ungt fólk þarf að geta unnið i já- kvæðu umhverfi. Það er ailtaf að halda tónleika sem rekast á við aðra tónleika sem er ekki nógu gott því það er alltaf sami hópur fólks sem sækir þessa tónleika. Þar með er ver- ið að skjóta sig í fótinn og miklu meiri líkur á að fólk gefist einfaldlega upp í stað þess að vinna saman að þessu og sjá til þess að atburðir rek- ist ekki á. Ég vil meina að þetta breytist allt ef sett er upp svona mið- stöð.“ 14. júlí 2000 f Ó k U S 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.