Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Qupperneq 11
Það hefur yfirleitt ekki verið talið ferlinum til framdráttar í skemmtanabransanum að
koma út úr skápnum en þegar Stephen Gately úr Boyzone lýsti því yfir að hann
væri hommi breyttist hann í stórstjörnu.
var að koma út.
Homminn
úr Boyzpne
meikar það
Stephen Patrick David Gately
er fæddur í Dublin 1976. Hann ólst
upp í einu af fátækari hverfum
borgarinnar, Northside (þar sem
kvikmyndin The Commitments var
tekin upp). Pabbi hans var húsa-
málari og mamma hans kennari.
Hann fór snemma að hafa áhuga á
því að koma fram og var áberandi í
leiklistarstarfinu í skólanum sín-
um. Hann var líka í diskódans-
flokknum „Black Magic“ og með
þeim varð hann írlandsmeistari í
diskódansi þegar hann var 13 ára.
Hann vann sem módel fyrir nokkr-
ar af helstu stórverslunum í Dublin
frá 14 ára aldri.
Hætti í skóla fyrir
Boyzone
Stephen var að undirbúa loka-
prófið sitt í North Strand-tækni-
skólanum þegar hann frétti af því
að það væri verið að prufa stráka
fyrir Boyzone. Hann dansaði og
söng „Careless Whispers" eftir Ge-
orge Michael og „Hello“ eftir
Lionel Richie í prufunni. Hann
var valinn, hætti í skólanum og
varð einn af stofnendum Boyzone
18. nóvember 1993. Bæði Stephen og
hljómsveitinni hefur gengið allt í
haginn síðan. Þeir hafa ótal sinnum
toppað vinsældarlistana í Evrópu,
núna síðast með Andrew Lloyd
Webber laginu „No Matter What“.
Stephen var þó eins og hinir með-
Stjörnukerfilfókus
•kirirk'k Gargandi snilld! ★ Notist í neyð.
★ ★ ★ ★ Ekki missa af þessu. 0 Hmasóun.
★ ** Góð afþreying. Wskaðlegt.
★ ★ Nothæft gegn leiöindum. >
plötudómar
limirnir alltaf svolítið í skugganum
á Ronan sem fljótt varð leiðtogi
sveitarinnar. Þegar Stephen frétti
að eitt af bresku slúðurblöðunum
ætlaði að uppljóstra um kynhneigð
hans seint í fyrra ákvað hcinn að
það væri betra að hann gerði það
sjálfur, hringdi í Sun-dagblaðið og
gaf þeim einkaviðtal þar sem hann
lýsti því yflr að hann væri hommi.
Hann hafði þá verið með sama
kærastanum, Eloy, í nokkum tíma
og hafði lengi haft áhyggjur af því
að það mundi kvisast út. Eftir að
hann kom út úr skápnum hefur
hann hins vegar getað einbeitt sér
aö starfsferlinmn og þarf ekki að
hafa áhyggjur lengur.
Fékk byr undir báða
vængi
Það hefur oft komið illa út fyrir
skemmtikrcifta að koma út úr
skápnum. Nýlegt dæmi er leikkon-
an Ellen DeGeneres en fram-
leiðslu á þáttunum hennar, „Ell-
en“, var hætt skömmu eftir að hún
kom út úr skápnum. Þetta var þó
alls ekki málið hjá Stephen Gately.
Eftir yfirlýsinguna var plata Boyzo-
ne, „By Request“, áfram í fyrsta
sæti breska listans, þannig að þetta
skaðaði ekki hljómsveitina á
nokkurn hátt og að auki breyttist
Stephen úr því að vera „einn af
Boyzone-strákunum" í að vera
stjama á sínum eigin forsendum.
Hann hefur mikið komið við sögu í
fjölmiðlum í Bretlandi síðan, hefur
veitt ótal viðtöl og stjórnar líka
reglulega sjónvarpsþáttum. Svo er
fyrsta sólóplatan hans, „New Be-
ginning", nýkomin út. Fyrsta
smákífan af plötunni, „New Be-
ginning/Bright Eyes“, fór beint í
þriðja sæti breska smáskífulistans
og stóra platan fór beint inn á topp
10.
Titillagið „New Beginning" fjall-
ar um opinberunina. „Sjö ára bið,
sjö ára úthald/Ég missti aldrei
trúna og vissi að sá dagur kæmi að
ég gæti látið alla vita“ o.s.frv. Tón-
listin á plötunni er annars frekar
melló popp. Það eru tvær ballöður í
anda Boyzone en flest lögin eru
millihröð popplög.
Hetja ársins hjá Smash
Hits
Vinsældir Stephens hafa ekki
dvínað síðan hann kom út úr
skápnum. Hann var kosinn „hetja
ársins" af lesendum breska ung-
lingablaösins Smash Hits og hann
er ekki síður vinsæll hjá stelpun-
um.
„Nú vilja þær allar vita hvernig
Eloy hefur það,“ segir hann.
Eftir opinberunina hafa þær
raddir sem segja að það séu fleiri
hommar í strákaböndunum orðið
háværari og háværari. Ein kenn-
ingin er að það sé einn hommi í
hverju strákabandi og leikurinn
„hver er homminn?" er orðinn vin-
sæl afþreying hjá ákveðnum hluta
MTV-áhorfenda. Það er spurning
hversu áhugaveröur sá leikur er en
þeir sem hafa ekkert betra að gera
geta prófað næst þegar Skímó, Sól-
dögg eða Rottweiler-hundamir birt-
ast á skjánum...
Trausti Júlíusson
Stephen Gately hefur ekkert aö fela lengur og flaggar kærastanum óspart.
Risar með
nýjar plötur
Næsta Radiohead plata sem
margir bíða spenntir eftir mun
koma út 2. október og heitir
„Kid A“. Á henni verða tíu lög
með titlum eins og „Idioteque",
„How To Disappear Com-
pletely“ og „Motion Picture
Soundtrack“. Bandið tók þó
upp miklu fleiri lög og er þvi
spáð að þau komi út á ep-plöt-
um eftir út-
komu „Kid
A“, eða jafn-
vel á annarri
stórri plötu.
C' Madonna er
einnig tilbú-
in i slaginn
og gefur út
nýja sóló-
p 1 ö t u ,
„ M u s i c “ ,
þann 18. september. Plöt-
unni hefur verið flýtt því lög af
henni eru þegar farin að fást
ólöglega á Netinu. Hinn franski
Mirwais er með puttana á
tökkunum og líka William Or-
bit, sem vann með Madonnu að
síðustu plötu hennar. Á nýju
plötunni blandast saman popp,
þjóðlagatónlist, elektróníka og
danstónlist með fönkaðri áferð.
í ágúst kemur fyrsta smáskífan
sem heitir lika „Music“. í
myndbandinu við lagið eru
Madonna og leikkonan Debi
Mazar að djóka á götum LA.
Þá hitta þær grínarann Ali G
og saman mála þau bæinn
rauðan.
Meðlimir
Metallica
e r u
e i n n i g
farnir að
pæla í
n æ s t u
plötu þó
útgáfu-
dagur sé
enn óá-
kveðinn.
L a r s
trommari segir að „reiðari
tónn“ verði á plötunni og
vinnsluaðferöum veröur
breytt. Til þessa hafa þeir ver-
ið lengi að vinna plöturnar sín-
ar en nú á að semja og taka efn-
ið upp á skömmum tíma svo
það verði ferskara. Bandið
breytti þessari tækni í laginu
„I Disappear", sem er i
Mission: Impossible 2.
h vaöf
Fiytjandi: Fálkar frá Keflavík piatan: Ástarkveðja frá Keflavík Útgefandi: Gimsteinn Lengd: 32:29 mín. Þetta er fyrsta plata hljómsveit- arinnar Fálkar frá Keflavlk. Þetta eru mest lög eftir aöra, orgelgrúv, setustofu-standardar og sörf. Þetta er töffaratónlist sem minnir á hljómsveitir eins og Ó Jónsson og Grjóna og Brim. Þessi plata er ætluð í sumar- partlin. Hún ætti aö gera sig nokk- uð vel á góöum styrk I hæfilega djúsölautum grillveislum. Þeir sem spiluöu Pulp Rction sándtrakkiö I drep gætu gert margt vitlausara en að kynna sér tónlist Fálkanna.
★★★★ Fiytjandi: Brainstorm piatan: Among the Suns Útgefandl: EMI / Skífan Lengd: 49:52 mín. Þetta er fyrsta alþjóölega plata gæöalegu strákanna frá Lettlandi sem sýndu aö Eurovision þarf ekki endilega aö vera eins og hún er og uröu I þriöja sæti fyrir vikiö. Platan kom út I fyrra á heimaslóðum en nú er búiö aö bæta „My Star“ viö og til- kynna þaö meö límmiöa framan á plastinu. Þetta er fjóröa plata Brainstorm (eöa Prata Vetra eins og jteir nefna sig heima fyrir) og full af tónlist sem ætti aö ganga masslft I aödáendur gæöasveita á borö viö Pulp, Travis og The Smiths. Textarnir eru allir á ensku og söngvarinn Reynard er Eystrasaltsafkvæmi Morrissey og Hafþórs I Súkkat.
★★★ Fiytjandi: Peter Gabriel Platan:OVO-The Millennium Show Útgefandi: Real World / Skífan Lengd: 64:30 min. Þetta er tónlistin viö OVO-sýning- una sem var flutt I Árþúsundahöll Breta. Þetta er fyrsta efniö frá Pet- er Gabriel I 8 ár, eöa slöan platan hans „Us“ kom út 1992. Öll tónlist- in á disknum er eftir Gabriel, en á meöal þeirra sem syngja á plötunni eru Paul Buchanan úr Blue Nile, Liz Fraser og Neneth Cherry. Þessi plata er auövitaö kærkom- in fyrir langþyrsta Peter Gabriel menn. Þó aö þetta sé hliðarspor (ný sóloplata frá Gabriel er væntanleg á næsta ári, vinnsla hennar taföist um 2 ár vegna OVO) þá hefur tón- listin öll helstu einkenni tónlistar Gabriel I gegnum árin.
★★★ Fiytjandi: Graham Coxon piatan: The Golden D Útgefandi: Transcopic / Skífan Lengd: 44:20 mín. Graham Coxon er gítarleikari Blur og jjetta er önnur sólóplata hans. Þetta er sólóplata I strang- asta skilningi jtess orös því Graham spilar á öll hljóðfæri, syngur, tekur upp og hannar umslagiö. Hann semur auövitaö öll lögin sjálfur llka, nema tvö sem eru eftir Boston- sveitina Mission of Burma. Á fyrri sólóplötunni var Graham linur og mæröarlegur en hér er hann I miklu indí-rokk-stuöi aö spila glimrandi flnt gltarrokk meö banda- rískum áhrifum. Hann er á vissan hátt I sömu pælingum og Blur hefur veriö I (t.d. á „13“), og (tessi plata ætti aö hitta beint I mark hjá þeim sem fílaö hafa haröari verk Blur.
Lögin á plötunni eru eftir snill-
inga á borö viö Henry Manchini,
Lionel Bart og Booker T & The
M.G.’s.
Þaö er sem sagt ekki hægt aö
hrósa þeim félögum fyrir innblásiö
lagaval, flest þessi lög hafa veriö
gefin út hundraö sinnum áöur.
„Hvern djöfulinn viljið þiö þang-
að?“ spurðu vantrúaöir í forundran
þegar Brainstorm samþykkti aö
verða fyrsti fulltrúi Lettlands í
Eurovision. „Þaö er hrikalega erfitt
aö vera band frá Lettlandi því fáir vita
einu sinni hvar Lettland er,“ svarar
Reynard og sér ekki eftir neinu, enda
aldrei fengiö jafn mikla athygli.
Sýningin í Millennium Dome átti
aö vera einhvers konar „hugleiðing
um fortíöina, nútíöina og framtíö-
ina“. Hún þótti tilþrifamikil, enda
ekkert til sparaö, en ekki sérstak-
lega spennandi. Tónlistin hefúr hins
vegar hlotiö mikiö lof. Myndband frá
sýningunni fylgir á sérstökum marg-
miðlunardisk.
Það er létt yfir Graham enda fær
hann aö leika lausum hala og gera
það sem hann vill. Ténlistarsmekkur
hans heyrist hér vel. Hann hefur oft
tjáö ást sína á hardkor-rokki frá
Gravity-fyrirtækinu í San Diego og
vitnar hér í bönd eins og The Nils og
Heroin. Graham fílar líka nútímadjass
og fær útrás fyrir þeirri ást í einu lagi.
Þetta er sæmileg plata. Spilalega
séð komast þeir félagar þokkalega
frá þessu, en vandamáliö er bara aö
þetta hefur svo oft veriö gert áöur og
miklu betur. Þetta Pulp Rction kúl er
líka aö veröa ansi þreytt. Svo er plat-
an ekki nema hálftími, sem er móög-
un viö stritandi almúgann.
trausti júlíusson
Þetta er hin fínasta poppplata hjá
Lettunum, skemmtileg og létt yfir
henni. Þetta eru strákar sem taka
sig ekki alvarlega að búa til
melódlska, upplífgandi, rómantíska
og rokkaða popptónlist og þeir gera
það vel og hafa fundiö sér stll sem
þeim líöur þægilega I. „My Star“ var
vonandi bara byrjunin. dr. gunnl
Þaö er enn hægt aö treysta Pet-
er Gabriel til þess aö gera vandaöa
og vel samsetta tónlist. Þetta er
ágæt plata sem rennur Ijúft I gegn.
Gabriel blandar áhrifum frá þjóö-
lagatónlist og kröftugum áslætti inn
í sum lögin, en platan er samt á
köflum full tilþrifalítil til þess aö
geta talist frábær.
trausti júlíusson
Þetta er hin fínasta plata hjá Gra-
ham og Ijóst aö fleiri en Demon eru
með puttana í þróuninni hjá Blur. Gra-
ham bætir aö vísu engu við Mission of
Burma-lögin og á það til að detta niöur
í leiöinlega steypu, en þegar hann
sleppir tilgeröinni, hækkar upp í 11 og
pönkar úr sér lifrina er hann sannfær-
andi og skemmtilegur. dr. gunni
14. júlí 2000 f Ó k U S
11