Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Qupperneq 10
vikuna
15.7-22.7 2000
28. vika
Loksins. Loksins fáum við að losna við
það að heyra helv.. hana Britney á öldum
Ijósvakans daginn út og inn. Stúlkan er
blessunarlega fall vikunnar, dettur niður í
26. sæti með þarna leiðinlega lagið.
Þetta er eflaust skammgóður vermir,
pródúserarnir sleppa manni ekki lengi
áður en næsta bylgja skellur á.
Topp 20 (07) The Real Slim Shady Eminem 1likur á lista ©2
02) If 1 Told You Whitney H./George M. m 7
(03) Hvar er ég? írafár 17
(04) Sól ég hef.. Sálin hans Jóns míns u 7
(05) Mambo Italiano Shaft ^ 13
(06) Buggin’ True Stepper feat. Dane Bowens / 4
(07) Freestyler Boomfunk MC s 4, 12
(08) Endalausar nætur Buttercup u5
(09) Jammin' Bob Marley & MC Lyte t8
(70) Are You Still... Eagle Eye Cherry 4.17
(77 ) The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang 4* 15|
72) Hvort sem er Sóldögg t 7
(73) Eina nótt með þér Greifarnir .-!v 5
74) Shackles (Praise You) Mary Mary 5C10
(75) Razor Tongue DJ Mendez x6
76 TryAgain Aaliyah 4 v-4 m
(17) Broadway Goo Goo Doil 8
(78) Life Story Angie Stone 4 6
(79) Sour Girl Stone Temple Pilots 4 2
20) The One Backstreet Boys t 4
Sætín 21 til 40
0 topplag vikunnar 21. Respect Yourself Selma T 5
. 22. Daily TQ 4 71
/ vfkunnar 23. Tell Me Einar Ágúst & Telma 4, 14
24. There you go Pink 4, 12
nýtt á listanum , , , , 25. It feels so good Sunique T 5
stendurfstað 26. Oops 1 Did it agair 1 Britney Spears ?13
1 hækkar sig Irá 27■ 1 think >’m in Love Jessica SimpsMy T 3
< sfðistu viku 28. Ennþá Skítamórall SS 5
JL lækkarsipfrá 29. Day & Night Billie Piper T 4
siajstuviku 30. I'm outta love Anastacia T 2
'y fall vikunnar 31. Too much of Heaven Eiffel 65 4, 5
32. Heart goes Boom French Affair 4, 15
33. Crazy Love MJ Cole X 1
34. Riddle En Vogue 4/ 8
35. Candy Mandy Moore 4. 3
36. Flower Sweet Female Attitude 4, 8
37. pær Tvær Land & Synir X 1J
38. Fill Me In Craig David 4, 13 1
39- Born This way Pour Homme T 2
40. | will love again Lara Fabian X 1
Ifókus
CiJíl
„Ég þrái stórstjörnu
sem eitthvað er
varið í. Það er
eins og það séu
engir fyrsta flokks
tónlistarmenn
lengur sem fólk
hlakkar til að heyra
nýjustu plötuna
með. Hvar eru
þeir?“ Svona
spurði Richard
Ashcroft í byrjun
ársins og var
auðvitað með
svarið sjálfur
„Möguleikarnir eru endalausir," segir Richard Ashcroft sem var aö senda frá sér sólóskífu.
Richard var söngvarinn í The
Verve sem sló í gegn 1997 meö
plötunni „Urban Hymns“ og lög-
um eins og The Drugs Don’t Work
og Bitter Sweet Symphony sem
flestir ættu að þekkja. Sú plata
hefur selst í 7 milljón eintökum og
geröi The Verve að risanúmeri í
enska poppinu.
Hljómsveitarmeðlimir komu frá
þorpinu Wigan í Lancashire. Það
voru miklar sviptingar innan
bandsins frá byrjun, en þegar það
náði saman var samheldnin al-
gjör. í byijun var tónlistin af-
rakstur langra djamma þar sem
gras og spítt var notað í óhófi,
enda var löngum dópstimpiil á
The Verve. Frá upphafi hafði Ver-
ve með sér mikinn meðbyr því
flestir sem upplifðu bandið voru
vissir um að það yrði einhvem
tímann stórt.
Sjálfur sagði Richard í árdaga
sveitarinnar: „Það er staður fyrir
okkur í sögunni. Það tekur
kannski þrjár plötur fyrir okkur
að komast þangað, en okkur mun
takast það“.
Richard hafði rétt fyrir sér. Þó
önnur platan, „A Northem Soul“
frá 1995, væri hlaðin af tilfinning-
um og bandið hafði lagt allt sitt í
að gera hana, náði hún ekki al-
mennilega til fjöldans. Vonbrigði
sveitarmeðlima voru mikil og
bandið var leyst upp í kjölfar plöt-
unnar. Á henni vom tvö lög sem
Richard hafði samið einn, fjarri
öryggisneti bandsins. Hann hélt
áfram að semja einn síns liðs og
afraksturinn var á plötunni sem
bandið gerði þegar það kom sam-
an aftur. Platan var „Urban
Hyrnns" og eins og Richard hafði
spáð þusti The Verve nú upp i
meistaraflokk rokksins. Menn
voru þó ekki betur undirbúnir en
svo að bandið hætti endanlega í
april í fyrra þegar fylgikvillar vel-
gengninnar höföu valtað yfir brot-
hætt sálartetur meðlima einum of
oft.
Æðisleg plata
Richard hafði þó sterk bein og
var á kafi i vinnu í hljóðveri þeg-
ar tilkynnt var um endalok The
Verve. Hugmyndin um Richard
sem sólólistamann kom mörgum
á óvart en Richard var klár: „Það
sem æsir mig mest við hugmynd-
ina er að möguleikarnir eru
óþrjótandi. Nú get ég blandað
saman öllum þeim hljóðfæraleik-
urum sem ég vil til að búa til plöt-
una sem ég hef þegar búið til inni
í höfðinu á mér“.
Chris Potter, sem hafði hljóð-
unnið „Urban Hymns“, var feng-
inn til að leggja á ráðin með Ric-
hard og platan var mjög lengi í
vinnslu.
„Ég var viss um að þetta yrði
æðisleg plata,“ segir Richard, „og
gerði mér grein fyrir að vinnslan
á henni tæki óratíma. Aðrar plöt-
tu: sem ég á eftir að gera geta ver-
ið teknar upp á einum degi, í bil-
skúr eða á vegum úti, en þessi
plata tók 18 mánuði í vinnslu og
hún málmhúðar líf mitt og tím-
ann sem fór í hana. Ég gat varla
beðið eftir að hún kæmi út svo ég
væri laus við hana úr æðunum."
Velgengni er ekki lengur málið
fyrir Richard heldur upplifunin
sem tengist því að búa til tónlist.
„Það að skapa tónlistina gefur
mér mest,“ segir hann. „Það er
eins og hver önnur áköf upplifun
og maður vill endurtaka hana.
Dóp er svipað, maður vill alltaf
gera upplifunina stærri og áhrifa-
meiri, en 90% af eiturlyfjum eru
þó aldrei eins góð og í fyrsta
skipti. Tónlistin verður þó alltaf
betri og betri þangað til það
slökknar á bálinu og eitthvað ann-
að tekur við, peningar, fjölskylda,
dóp eða hvað það er.“
Of mikil ást?
Richard er ákafur fjölskyldu-
maður og flaggar konunni sinni
Kate Radley við hvert tækifæri.
Hún spilaði á hljómborð með
hljómsveitinni Spiritualized og
spilar í flestum laganna á sóló-
plötu eiginmannsins. Saman eign-
uðust þau nýlega soninn Sonny.
Richard hefur alltaf samið um
stóru málin; líflð, ástina, dauðann
og allt þar á milli.
Efnistökin eru þau sömu nú.
„Ég veit ekki hvernig á að semja
um eitthvað annað,“ segir hann,
„en það er meiri ást á þessari
plötu en fyrr.“
Kannski of mikil ást fyrir suma,
þvi platan hefur ekki fengið mjög
góða dóma í heildina litið. Gagn-
rýnendur væna Richard um
væmni og miðjumoð og að yfir-
hlaða lögin að auki. Vissulega er
platan mjög „melló“ og mjúk, en
plötukaupendur settu það ekki
fyrir sig og platan fór beint í efsta
sæti breska vinsældalistans.
Vandamálið við The Verve var
sífelldur innri ágreiningur. Band-
ið hætti oft og þegar plata kom
loks út var orðið „kombakk" á
vörum allra.
„Nú ætla ég að vona að orðið
„kombakk" verði ekki lengur
tengt nafni mínu, ég er enginn
helvítis Gary Glitter,“ segir Ric-
hard. „Ég er kominn til að vera og
finn að fram undan eru fjögur,
fimm ár þar sem heilsteyptar plöt-
ur með mér eiga eftir að koma út.
Það eru svo margar áttir sem tón-
listin getur farið í og ég hef aldrei
verið eins spenntur fyrir framtíð-
inni. Möguleikarnir eru endalaus-
ir.“
;
10
f Ó k U S 14. júlí 2000
H