Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2000, Side 6
f l Rakel Ögmundsdóttír hefur skarað fram úr í kvennadeildinni í knattspyrnu í sumar og hún var nýiega valin besta knattspyrnukonan í fyrri umferð mótsins. Ekki skemm- ir að hún er talsvert fyrir augað og hafa nú karlmenn rankað við sér og farið að horfa á kvennaknattspyrnu. Jón Trausti Reynisson tók hús á Rakel og spurðí hana út í knattspyrnuna, fjölskylduna og lífið með Drottni heilögum. Spilar fótbolta með m Mér finnst ís- lenskir karl- menn almennt myndarlegri en bandarískir. Hér er ríkjandi þetta ? evrópska útlit og fólk klæðir sig miklu flottar en í Bandaríkjunum þar sem fólk er gjarnara á að ganga í hvers- dagslegum og óformlegum fötum. „Ég kem meö Guð á völlinn meö mér því það er engin ástæða til að skilja hann eftir á hliðarlín- unni og þegar maður spilar með Guði þá spilar maður með friði og upplifir djúpstæða gleði,“ segir Rakel Ögmundsdóttir, sóknarleik- maður hjá kvennaliði Breiða- bliks í knattspyrnu. Rakel var nýlega útnefnd besti leikmaður fyrri um- ferðar Landssímadeildar kvenna í knattspyrnu en hún þakkar velgengni sína því að Guð hefur verið henni ofarlega í huga í þeim leikjum sem á undan eru gengnir. „Fyrst fannst mér ég spila illa og var alltaf upptekin af því að spila betur fyrir sjálfa mig. Nú hugsa ég meira um Guð þegar ég spila fót- bolta og reyni aö láta aðra í liðinu spila vel. Þegar maður hugsar um Guð á vellinum þá er hug- urinn hreinn og það verður hann að vera til að málverkið sem maður ímyndar sér náist fram á vellinum. Maður verður að bæta trú sinni við fótboltann og hugsa um liðsheildina því að íþróttir ganga alltof oft út á eigin- hagsmuni og að reyna að gera sem mest upp á eigin spýtur,“ segir Rakel. Klappstýra og kór- söngvari Knattspyrnuferill Rakelar hófst í Chapel Hill í Bandaríkjunum en þar hefur hún búið allt sitt líf. „Ég var 5 ára þegar ég byrjaði að spila fótbolta með bræörum mínum og svo fór ég að æfa með blönduðu liði. Á tímabili æfði ég frjálsar íþróttir en það var svo mikið stress í kringum það að ég hætti þvi. Síðan var ég klapp- stýra um tíma en þjálfarinn minn var alltaf að stríða mér og spurði hvað ég væri eiginlega að meina með að vera klappstýra. Ég hef líka stundað kórsöng en þegar þetta fór allt að taka of mikinn tíma þá helgaði ég mig fótboltan- um. Hins vegar gæti ég vel hugs- að mér að prófa söng eða vinna eitthvað við fjölmiöla eftir fót- boltann,“ segir hún. Rakel útskrifaðist i vor frá Uni- versity of North Carolina, þar sem hún lærði eitthvað með óskiljanlega löngu nafni. „Þetta var með félagsfræðilegu ívafi og fjallaði mikið um sam- skipti kynjanna innan fyrirtækja og almennt um mannleg sam- skipti. Maður lærir meðal annars að tala fyrir framan hóp af fólki og halda allar tegundir af ræð- um,“ segir Rakel til útskýringar. Háskólinn sem Rakel gekk í hefur getið af sér margar íþrótta- stjörnur og meðal annarra í körfuboltaliði háskólans var „Ég kem með Guð á völlinn með mér því það er engin ástæða til að skilja hann eftir á hliðar- línunni og þegar maður spilar með Guði þá spilar maður með friði og upplífir djúpstæða gleði.“ Vince Carter sem nú er talinn fylla skó Michaels Jordans í NBA-deildinni. Hún segir mikil- vægt aö íþróttamenn séu þekktir og að þannig aukist vinsældir íþróttagreinanna. „Mér þætti sniðugt að kvenna- liðin í fótbolta gerðu auglýsinga- samninga við fyrirtæki og kæmu fram í auglýsingum í sjónvarpi eða eitthvað slíkt. Þannig yrðu stelpurnar þekktar og fólk myndi frekar fylgjast með þeim í kvennafótboltanum. Að mínu mati hefur kvennaboltinn á ís- landi tekið stórstígum framförum á síðustu árum. Hann er orðinn hraðari og með betri tækni en miðað við Bandaríkin þá mættum við leggja enn meiri áherslu á þessi atriði,“ segir Rakel. Hún segist ekki skilja þær hug- myndir sem skjóta stundum upp kollinum að í kvennaboltanum séu ekkert nema lesbíur og að fót- boltinn geti ekki verið kvenlegur. „Þær einu sem ég veit um í kvennaboltanum sem eru lesbisk- ar eru þrjár stelpur í KR og þær eru mjög gott fólk. Mér finnst sorglegt að fólk tali svona og setji fram einhverjar stereotýpur í kringum kvennafótboltann. Þetta getur verið mjög kvenleg íþrótt og þær stelpur sem stunda hana eru flestar mjög kvenlegar,“ segir hún. Rakel er blessunarlega ólofuð en hún hætti nýlega með kærasta sínum. „Ég ákvað að einbeita mér að starfsframanum og því sem er að gerast í lífi mínu því það er nóg- ur tími fyrir karlmenn síðar. Mér finnst íslenskir karlmenn al- mennt myndarlegri en bandarísk- ir. Hér er ríkjandi þetta evrópska útlit og fólk klæðir sig miklu flottar en í Bandaríkjunum þar sem fólk er gjarnara á að ganga í hversdagslegum og óformlegum fötum. Ég er ekki viss um að ég muni finna þann rétta á íslandi en hann myndi þurfa að hafa svipaðan hugsunarhátt og ég. Guð er með einhvern réttan handa mér og ég ætla bara að bíða eftir honum,“ segir Rakel. Guð breytti fjölskyld- unni Rakel segir Guð ekki bara hafa haft áhrif á knattspyrnuleik sinn heldur allt lífið. „Þegar maður hugsar um Guð þá hugsar maður um aðra og er ekki bara að hugsa um sjálfan sig. í Norður-Karólínu, þar sem ég bjó, var miklu meira trúarstarf skipulagt og fólk talaði opinskátt um trú sína. Hér á íslandi finnst fólki mjög óþægilegt að tala um trú sína en þegar maður byrjar að tala um þetta við fólk þá opnast það fljótlega. Ég held að alla þyrsti í Guð og fólk missir af miklu þegar það hefur ekki þenn- an kristilega félagsskap og annað fólk til að hjálpa sér. Ég hef upp- lifað svipaða stemningu i þau skipti sem ég hef farið á samkom- ur hjá Fíladelfiusöfnuðinum. For- eldrar minir voru eins og aðrir íslendingar frekar lokaðir þegar ég byrjaði fyrst að tala um trúna við þau en eftir smátíma fóru þau að tala um þetta líka og Guð gjör- breytti fjölskyldunni. Nú orðið deilir pabbi reynslu sinni óhikað með mér og ég reynslu minni meö honum og það er frábært. Við styrkjum hvort annað með því að tala um þetta. Maður sér friðinn og gleðina í augum fólks sem lifir með Guði og það vilja allir friö,“ segir hún. Meik í kvennaboltanum Rakel Ögmundsdóttir hefur „Þær einu sem ég veit um í kvenna- boltanum sem eru lesbískar eru þrjár stelpur í KR og þær eru mjög gott fólk. “ vakið mikla athygli íslenskra knattspyrnuáhugamanna með frammistöðu sinni á íslandsmót- inu í knattspyrnu kvenna en lið hennar, Breiðablik, sigraði á dög- unum FH örugglega og tryggði sér sæti í undanúrslitum í bikar- keppninni. Um helgina koma hingað til lands menn frá ítalska knatt- spyrnuliðinu Lazio sem fengu augastað á Rakel í leik íslenska kvennalandsliðsins gegn Ítalíu og munu þeir fylgjast með leik henn- ar og íhuga tilboð í hana. Hver veit nema íslendingar muni eignast sitt eigið meik í al- þjóðlegum kvennabolta. Það veit Guð einn. f ó k u s 14. júlí 2000 6 I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.