Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Síða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000______________________________________________________________________________________________ E»V Útlönd Friöarviðræðum í Camp David slitið eftir 15 daga þrotlaus fundahöld: Óvíst hvenær viðræðum verður haldið áfram Friðarviðræðum Palestinumanna og ísraela lauk án nokkurs árang- urs i Camp David í gær eftir rúm- lega tveggja vikna fundahöld. Leið- togar Israels og Palestínu sögðu að þrátt fyrir að upp úr hefði slitnað hefðu þeir ákveðið að taka upp þráðinn í viðræðum ríkjanna varð- andi öll helstu deiluefnin eins fljótt og auðið væri. í yfirlýsingu sem Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu, gáfu frá sér að loknum viðræðunum kom fram að töluvert hefði borið i milli þrátt fyrir að viðræðumar hefðu verið óvenjulega málefnalegar og menn tilbúnir að ræða viðkvæm mál í þaula. Þar ber hæst framtíð og hugsanlega skiptingu Jerúsalem sem bæði ríkin gerðu tilkall til en einnig framtíð palestínskra flótta- manna og ísraelskra landnema. Clinton greindi einnig frá í ræðu að loknum síðasta fundi ríkjanna í Camp David í gær að reynt hefði verið að komast að samkomulagi um einstök málefni í stað heildar- samkomulags en því hefði einnig verið hafnað. Israelar og Palestínumenn hafa sakað hvorir aðra um að bera ábyrgð á því að viðræðumar strönd- uðu en á sama tíma létu palestínsku samningamennimir þau orð falla að vonandi yrði ekki langt í að fullnað- arsamkomulag myndi nást milli ríkjanna þó engin dagsetning hefði verið ákveðin í því sambandi. Á Gaza-svæðunum í gær gengu hundruð Palestínumanna fylktu liði og hvöttu Palestínu til að segja ísrael stríð á hendur vegna fundar- slita í Camp David. Á sama tíma hvöttu Hamas-samtökin Yasser Ara- fat til að grípa til vopna gegn ísra- elsríki. Hamas hafa aldrei viðurkennt Ósló-samþykktina frá ‘93 og vilja að Palestína lýsi yfir ógildingu hennar og heyi þess i stað „heilagt stríð“. Haldiö heim á leiö Arafat veifar til fjöldans áöur en hann heldur á brott frá Camp David. Vladímír Pútín Fundar meö ríkisstjórunum í dag. Sambandsráðið kemur saman Ríkisstjórar Rússlands, „gú- bernatory", sem i síðustu viku misstu umtalsverð völd í baráttu foretans við að minnka völd svæðis- bundinna ríkisembætta, munu i dag ræða skattamál í Sambandsráðinu, efri deOd rússneska þingsins. Ríkisstjórarnir munu ræða skattaumbætur sem eru megininn- tak i efnhagsumbótum forsetans. Þá er einnig búist við að meðlimir efri deildar muni ræða lagaákvæðið sem meinar ríkisstjórum að sitja i Sambandsráðinu. Búist er við því að það verði samþykkt. Bóndi barinn David Brand, hvítur bóndi í Simbabve, fór með konu sinni, Jane, og níu mánaöa syni, Heath, til læknis til aö láta gera aö meiöslum sínum. Svartir landtökumenn böröu David á býli hans um 200 kílómetra noröan viö Harare. Ofbeldinu gegn hvítum bændum í Simbabve er haldiö áfram og hafa sumir þeirra hótaö aö hætta störfum þar til lögum og reglu hefur veriö komiö á. Ráðgátan um örlög Wallenbergs leyst Ráðgátan um örlög sænska stjóm- arerindrekans Raouls Wallenbergs, sem var tekinn til fanga af rúss- neskum hermönnum i seinni heims- styrjöldinni, kann að vera leyst. Margt bendir til að Wallenberg hafi veriö myrtur í Lubjanka-fangelsinu í Moskvu 1947 samkvæmt skipun frá Josef Stalin. Hópur Svía og Rússa hefur frá ár- inu 1991 reynt að komast að því hver örlög Wallenbergs urðu. Vænt- anlega mun nefndin skila skýrslu í haust, að því er sænska blaðið Ex- pressen greinir frá. En í bréfi frá skrifstofu sænska forsætisráðherr- ans til einkaaðila eru atriði sem þykja benda til niðurstöðu rann- sóknarnefndarinnar: „Rússar héldu því þegar fram 1957 að hann (RW) heföi fundist látiim í klefa sínum i Lubjanka 1947 og þeir fullyröa þetta ennþá þó að þeir við- Raoul Wallenberg Líklegast er taliö að sænski stjórnareríndrekinn hafi veriö myrtur í sovésku fangelsi. urkenni nú að hann hafi að öllum líkindum ekki dáið eðlilegum dauö- daga heldur hafi verið tekinn af lifi,“ skrifar einn pólítískra ráðgjafa Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar, í bréfinu. Undir lok seinni heimsstyijaldar- innar bjargaði Wallenberg nær 100 þúsund ungverskum gyðingum frá útrýmingarbúðum nasista. Hann var tekinn til fanga þegar Rússar komu til Búdapest í janúar 1945 og fluttur til Moskvu. Sovétríkin héldu örlögum Wallenbergs leyndum í tíð kalda stríðsins. Kenning hefur verið á lofti um að Wallenberg hafi fengið eitursprautu í fangelsinu. Kenningin er byggð á upplýsingum í bók fyrrverandi KGB-foringja og bréfaskrifum sovéskra ráðherra. Sögusagnir hafa einnig verið um að Wallenberg hafi enn verið í fangelsi á áttunda áratugnum. JAN KETIL PRESENTERER Reykjavík, í Laugardal: í dag 26. júlí kl. 19. Fim. 27. júlí kl. 19. fös. 28. júlí kl. 19. Selfoss: lau. 29. júlí kl. 19 - sun. 30. júlí kl. 17. HÖfn: mán. 31. júlí kl. 19 - þri. 1. ág. kl. 17. Seyðisfjörður: mið. 2. ág. ki. 19. Miðasala opin daglega frá kl. 14 I BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Bæjarháls/Hraunbær, endurskoðun skipulags í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi þriggja lóða við Bæjar- háls/Hraunbæ þar sem m.a. er gert ráð fyrir skáta- heimili og heilsugæslu. Laugardalur, breyting á deiliskipulagi í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðvestur hluta Laugardals. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 26. júlí til 23. ágúst 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 6. september 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teljast samþykkir. _______________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.