Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 28
Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli handtók ís- lenskan karlmann á mánudaginn eftir að 5000 e-töflur fundust við reglubundið fíkniefnaeftirlit i far- angri hans. „Þetta er mesta magn e-taflna sem fundist hafa á Kefla- víkurflugvelli," sagði Kári Gunn- laugsson, deildarstjóri fíkniefna- deildar Tollgæslunnar. Maðurinn, sem er á fertugs- aldri, var að koma frá London. Hann var fluttur til nánari yfir- heyrslu til Reykjavíkur þar sem fíkniefnadeild lögreglunnar tók við rannsókn málsins. í fram- haldi af því var maðurinn úr- skurðaður í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins er ekki lokið. Fyrir þennan fund hefur stærsti fundur e-taflna á flugvell- inum verið 2000 töflur sem fund- ust fyrir tveimur árum. Við rann- sókn stóra fíkniefnamálsins svo- kallaða í september i fyrra fund- ust um 6000 e-töflur sem er mesti fundur þessa eiturlyfs á íslandi. „Okkur hryllir mest við því hve mikil eftirspurn er eftir þess- um efnum og hvað mikið er i um- yt ferð. Við tókum 700 e-töflur i maí, fimm kíló af hassi í endaðan júní og átta kíló af amfetamíni fyrir stuttu,“ sagði Kári. „Það er mikið um þetta og því miður virðist markaðurinn vera fyrir þetta. Vonandi höfum við getað bjargað einhverjum unglingum frá því að taka þetta um verslunarmanna- helgina." -SMK Kveikt í gasolíukút Lögreglan í Reykjavík grunar börn um að hafa skrúfað frá 200 lítra gasolíukút við geymslur Reykjavíkurborgar við Miklatún og borið eld að um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. Starfsfólk borgarinnar kom að eldinum og hófst handa við að slökkva eldinn. SlökkvDiðið í Reykjavík var einnig kallað út. Sést hafði til tveggja drengja um þaö bil 10 ára að aldri hlaupa frá svæðinu. Samkvæmt upplýsing- um frá slökkviliðinu í Reykjavík munaði sáralitlu að illa færi þar sem gasolíukúturinn var kominn að því að springa og inni í geymsluhúsinu eru meðal annars sláttuvélar borgarinnar geymdar. Lögreglan rannsakar nú málið. -SMK Tekinn með 5000 v e-töflur ER NOKKUÐ AÐ SJA í ROTTERDAM? FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 26. JULI 2000 DV-MYND INGÓ Boxað af krafti Þessi mynd var tekin í gærkvöldi af boxi sem stundad er fyrir opnum tjöldum í Hafnarfirði. Sjá bls. 4 Þrír starfsmenn Atlanta uröu vitni að Concorde-flugslysinu í París: Þetta var skelfileg sjón segir Einar Jóhannsson sjónarvottur „Þetta var skelfileg sjón og óhugn- anlegra en nokkum getur órað fyrir. Við vorum með fiugvélina í sjónmáli allt þar til hún skall í jörðu,“ sagði Einar Jóhannsson, starfsmaður Atl- anta í París, en hann varð ásamt tveimur starfsfélögum sínum vitni að hinu hörmulega flugslysi í gær þegar Concorde-vél franska flugfé- lagsins Air France hrapaði skömmu eftir flugtak á Charles de Gaulle flugvelli. Alls létu 113 manns lífið í slysinu. Að sögn Einars er viðhaidsdeild Atlanta við flugbrautarendann þar sem Concorde-vélamar taka sig jafn- an á loft. Hann segir menn nær und- antekningarlaust líta upp frá vinnu sinni þegar Concordinn er í flugtaki enda tignarleg sjón. „Við horfðum á flugtakið út um bílglugga og um leið og vélin hóf sig á loft varð okkur ljóst að ekki var aiit með felidu. Há- vaðinn sem barst frá vélinni var miklu meiri en venja er og ég hafði strax á orði að þetta gæti ekki verið eðlilegt,“ sagði Einar en á sömu stundu sjá þeir hvemig eldur stig- magnast í annarri hlið vélarinnar. „Við gáfum í og ókum á eftir vél- inni eins langt og við komumst. Bíll- inn stöðvaðist við grindverk i út- jaðri flugvallarins. Við hentumst út úr bíinum og sáum hvemig eldurinn hafði magnast á aðeins nokkrum sekúndum og reyksúla stóð aftur úr vélinni. Það næsta sem gerist er að vélin steypist til jarðar. Okkur varð auðvitað strax hugsað til fólksins um borð og vorum satt að segja mjög smeykir um að enginn kæmist lífs af enda flugvélin eins og eldhnöttur. Við drifum okkur til baka og þá frétt- um við að allir hefðu farist auk fjögurra á jörðu niðri,“ sagði Ein- ar og bætti við að atburðarásin hefði verið mjög hröð. „Þetta var hálfóraunverulegt allt saman og það var ekki fyrr en eftir á að angistin greip okkur. Þetta var hræðileg upplifun og það tekur vafalaust tíma að jafna sig á þessu," sagði Einar Jóhannsson, sjónarvottur í París, í samtali við DV. -aþ Sjá nánar bls. 2 og 10 Fíkniefnalögreglan, leitarhundar og lögmenn stormuðu um borö: Goðafoss fínkembdur í Rotterdam - skipverjum meinuð landganga meöan á leit stóð Skipverjar á Goðafossi stóðu furðu lostnir þegar hollenska fíkni- efiialögreglan, með fjölda leitar- hunda og í fylgd jakkaklæddra lög- manna, stormaði um borð í skipið þar sem það lá í höfninni í Rotter- dam síðastliðinn miðvikudag. Var skipið fínkembt í leit að fíkniefnum og var áhöfninni, sem er eflefu menn, meinuö landganga á meðan. Leitin stóð heilt síðdegi en var ár- angurslaus. „Þetta raskaði ekki áætlun skips- ins og það hélt úr höfn á tilsettum tíma. Við erum mjög hlynntir svona aðgerðum svo þessi óþverri sem verið er að smygla hingað til lands komi ekki með skipum okkar heim,“ sagði Haukur Már Stefáns- son, forstöðumaöur skipa- og gáma- rekstrardeildar Eimskipafélagsins. „Ég veit ekki hver óskaði eftir þess- ari leit en skýringin á lögmönnun- um sem fylgdu með er sú að Hol- lendingar vilja geta klárað svona mál á staðnum ef eitthvað finnst og kyrrsetja þarf skipið. Það þurfti ekki í þessu tilviki enda er þarna úrvalsáhöfh sem verið hefur hjá okkur lengi,“ sagði Haukur Már. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn kannaðist að- Goöafoss / sigti lögreglunnar í Rotterdam - skipverjar furðu lostnir. spurður ekki við aö ósk um þessa fikniefnaleit um borð I Goðafossi hefði komið úr höfuðstöðvum lög- reglunnar í Reykjavík: Ekki mér vitanlega," sagði Ómar Smári. Haukur Már Stefánsson hjá Eim- skipafélaginu sagði að félagið legði ofurkapp á að vanda til vals á starfs- mönnum svo glufur mynduðust ekki í vamarmúrana gegn smygli á fíkniefnum með skipum. Dæmin væru alþekkt úr stóra fíkniefnamál- inu og sú hætta alltaf til staðar að verið væri að leita til starfsmanna skipafélaga um samstarf við smygl á fikniefnum. „Þetta hefur líklega verið hluti af hefðbundnu eftirliti lögreglunnar í Rotterdam og það er gott að þeir eru á varðbergi," sagði Haukur Már Stefánsson hjá Eimskipafélaginu. -EIR Manninum var ráðinn bani Krufning hefur leitt i ljós aö maður- inn sem fannst látirrn í kjallaraibúð á Leifsgötunni skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudagsins var myrtur. Hann hét Hallgrimur Elisson og var 47 ára gamall, til heimilis að Hátúni 21 í Reykjavík. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryflr- lögregluþjóns vill lögreglan ekki gefa upp hvað varð Hall- grimi að bana fyrr en yfirheyrslur yflr fólki sem talið er tengjast dauða hans eru lengra á veg '— komnar. Lögreglan i Reykjavík handtók hálf- sjötugan mann og tæplega fertuga konu um það leyti er lík Hallgríms fannst og hafa þau bæði verið úrskurðuð i gæslu- varðhald, hann til 29. júlí og hún til 31. júlí. Tveir menn voru handteknir i fyrradag vegna rannsóknar málsins. Þeir voru yfirheyrðir í gær og hefur verið sleppt. Lögreglan vinnur áfram að rannsókn málsins. -SMK Hallgrímur Elísson Tveir slasast alvarlega Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð að tveimur slysum í gærdag. Þýskur hestamaður datt og hlaut opið fótbrot þar sem hann var á ferð á Eyvindarstaðaheiði. Þýskur læknir, sem var með honum í fór, hlúði að fæti landa sins þar til hjálp barst. Mik- ið vatn var í kvíslum á Eyvindarstaða- heiði og gerði það vegi að slysstað ill- færa svo þyrlan var köfluð til. Maður- inn var mjög kvalinn en ekki var ótt- ast um líf hans. Er þyrlan var á leið til Reykjavíkur með manninn var hún kölluð inn í Búðardal þar sem laxveiðimaður hafði fallið niður sex til átta metra háa kletta þar sem hann var við veiðar í ánni Fáskrúð. Sá maður var alvarlega slasaður á höfði. Þyrlan flutti báða mennina á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis þar í morgun fór Þjóðverjinn í aðgerð í gær og er ekki talinn í lífshættu. Hinn maðurinn liggur þungt haldinn á gjör- gæsludeild og er honum haldið sofandi í öndunarvél. -SMK Vestfirðir: Lögreglan lokaði íslenskri miðlun Að beiðni sýslumannsins á ísa- firði lokaði lögreglan á ísafirði úti- búum íslenskrar miðlunar á Vest- fjörðum í gær vegna vangoldinna skulda. íslensk miðlun er símafyrir- tæki sem býður upp á símasölu og svarþjónustu. Útibúin sem lokað var eru á ísafiröi, Þingeyri, Bolung- arvík og Suðureyri. -SMK Pantið i tíma FIUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.