Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 13
13 MIDVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000 X>V_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Lúðraköll og klukknaspil Á Skálholtshátíð sem haldin var um helgina var því fagnað að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi og á sunnudaginn voru tónleikar i til- efni þess að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu tónskáldsins Karls Ó. Rrmólfs- sonar. Karl, sem lést árið 1970, var afkastamikill i íslensku tónlistarlífi en eftir hann liggur mikill íjöldi tón- verka af ýmsu tagi og þá ekki síst mörg afar falleg sönglög sem allir þekkja. Á tónleikunum voru flutt þrjú verk eftir Karl og eitt hans þekktasta, í fjarlægð, sem leikið var af Jóhanni Stefánssyni trompetleik- ara og Eyþóri Jónssyni orgelleikara. Var flutningurinn prýðilegur, fyrir utan einstaka staði þar sem samspil- ið hefði mátt vera nákvæmara. Finn- ur Bjamason tenór og Eyþór fluttu þar næst Mariuvers, ópus 15 nr. 2, við texta Matthíasar Jochumssonar. Verkið er heldur dommaralegt að mínu mati en Finnur gerði allt sem í hans valdi stóð með sinni mjúku og hlýju rödd til að gæða það lífi og tókst með ágætum með aðstoð Ey- þórs. Vantaði neistann Aðalverkið á efnisskrá var svo Há- tíðarljóð ópus 42 við texta Sigurðar Einarssonar. Verkið var samið í til- efni samkeppni um kantötu á Skál- holtshátíö árið 1956 og lenti það í fjórða sæti keppninnar. Það var aldrei flutt en lenti ofan i kassa með ýmsum skjölum og það var Hilmar Örn Agnarsson sem hafði veg og vanda af því að dusta af því rykið og hljómaði það í fyrsta sinn nú um helgina undir hans stjóm. Flytjendur voru Skálholtshátíðarkórinn og Jóhann Stefánsson og Freyr Guðmundsson trompetleikar- ar, Vilborg Jónsdóttir og Ingi Garðar Erlendsson básúnuleikarar og Kjartan Guðnason pákuleikari. Ólafur Hólm lék á rökkurklukkur og Eyþór á org- laus. Flutt vora 1., 2., 3., 5. og 7. vers ljóðsins. Fyrsta versið, „Hringjum inn heilagar tíðir“, var flutt af Finni, kórnum og hljóm- sveit og var það vel gert. Sérstak- lega bauð verkið upp á fallegan hlut kórsins sem stóð sig með mik- illi prýði og hefur til að bera ágæt- an sópran, sem oft mæddi töluvert á, og söng hann af öryggi. Forn hljómur Verkið er i heildina dálítið há- stemmt á köflum og býður ljóðið hreinlega upp á það. Karli virðist hafa hlaupið kapp í kinn oft á tíð- um, t.d. líkt og í öðru versi þar sem honum er mikið niðri fyrir, en þar braut kórinn upp á yfirþyrmandi þjóðernisstemningu með skemmti- legum kóda i endann sem var veru- lega áheyrilegur. Jón Sigurbjörnsson las upp 3. og 5. vers „Gjöf Gizurar" og „Oddur Gottskálksson", og fór Jón skýrt og vel með sinn hlut af hæfilegri til- finningu, meðan hljómsveitin lék undir stemningstónlist sem hefði passað ágætlega inn i gamla svart- hvita heimildamynd um forna ís- lenska þjóðhætti. Meira að segja hljómurinn í hljómsveitinni virk- aði svolítið fom með dempuðum málmblásturshljóðfærunum. Það sem ég var hrifnust af var kórpartur verksins sem var vand- aður og oft á tíðum afar fallegur, líkt og í síðasta erindi ljóðsins, Sé hér setur Kristi, sem var einlægt og afar fallegt í meðförum Finns og kórsins. Flutningur verksins var hinn ágætasti, fyrir utan nokkra staði þar sem blásaramir virk- uðu ekki nógu öruggir. Ekki er ástæða til annars en að óska Hilmari Emi, sem hélt utan um allan flutning, til hamingju. Á hann heiður skilinn fyrir þetta skemmtilega framtak. Amdis Björk Ásgeirsdóttir Karl O. Runólfsson tónskáld Um þessar mundir eru liöin 100 ár frá fæöingu hans og var þess minnst í Skálholti um helgina. elið, Finnur sá um einsönginn og upplesari var Jón Sigurbjömsson. Verkið hófst á hátíðlegum inngangi og tilheyr- andi lúðraköllum með klukknaspili. Þó að hátíð- leikinn væri allsráðandi vantaði nokkum neista í flutninginn sem var eilítið blátt áfram og þung- lamalegur og virkaði inngangurinn nokkuð stefnu- Lummur og hunang í Reykholti Söguveisla á Njáluslóð Sögusetrið á Hvolsvelli stendur í sumar fyrir svokallaðri „söguveislu" sem er sam- starfsverk- efni hrepp- anna í austanverðu Rangár- þingi og Reykjavíkur M 2000. Söguveislan er haldin á hverju föstudagskvöldi í Sögu- skálanum, sem er til húsa í Sögusetrinu. Skálinn er eftir- líking af langhúsi frá miðöld- um en þar sitja gestir við lang- borð, snæða glæsilega þrirétt- aða veislumáltíð (eldsteikt fjallalamb i aðalrétt) við flökt- andi ljós frá kyndlum á veggj- um. Á milli mála er fluttur leik- þátturinn „Engin homkerling vil ég vera“ sem fjallar um Hallgerði Höskuldsdóttur, sem og söngdagskráin „Fögur er hlíðin" þar sem þrír rangæsk- ir söngvarar, Gísli Stefánsson, Jón Smári Lámsson og Sigurð- ur Sigmundsson flytja kafla úr lagaflokki Jóns Laxdals við ljóð Guðmundar Guðmunds- sonar um persónur sem fyrir koma í Njálu - við undirleik HaUdórs Óskarssonar tónlist- armanns. Á undan söguveislunni eiga gestir þess kost að fá leiðsögn um sýninguna „Á Njáluslóð" og fara síðan með sérfróðum leiðsögumanni á nokkra helstu sögustaði Njálu, en sú ferð tek- ur u.þ.b. 3 1/2-4 klst. Söguskál- inn er siðan opnaður fyrir gesti og veislan hefst með borð- haldi. Megintilgangurinn með allri starfsemi Sögusetursins er að kynna gestum og gangandi Brennu-Njáls sögu frá ýmsum - og á stundum nýstárlegum - sjónarhornum. Allar frekari upplýsingar eru veittar í Sögu- setrinu, Hvolsvelli, s. 487 87 81 eða 895 91 60. Forstöðumaður setursins er Arthúr Björgvin Bollason. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó- leikari og listrænn stjómandi Tónlistar- hátíðarinnar í Reykholtskirkju, segir að hátíðin hafl upphaflega verið gamall draumur sem varð til þegar hún var sjálf að spila á líkum hátíðum á Spáni. Þá hugsaði hún með sér að það gæti verið gaman að fara í ævintýraferð út úr bæn- um og njóta tónlistar i leiðinni. En hvers vegna varð Reykholt fyrir valinu? „Ég er ættuð úr Borgarfírðinum og á ættingja þar á öðrum hverjum bæ,“ segir Steinunn Birna. „Ég sá Reykholt alltaf fyrir mér eins og krakkar sjá ævin- týrakastala, því afi og amma vora þar uppalin en þurftu að flytja úr sveitinni og sáu alltaf eftir því. Ég er alin upp við að Reykholt sé nokkurs konar land fyrirheit- anna,“ Steinunn segir að staðurinn sé líka upp- lagður fyrir svona hátíð eftir að nýja kirkjan var byggð, því að hún sé fínt tón- listarhús. Fjarlægðin frá Reykjavík sé líka mátuleg, rétt rúmur klukkutíma akstur á löglegum hraða. Nú er Reykholtshátíðin haldin í fjórða sinn og að sögn hafa hátíð- irnar mælst ótrúlega vel fyrir frá upphafi. Ekki karlar í smóking „Aðsóknin hefur farið fram úr öllum minum vonum,“ segir Steinunn Birna og bætir við að fyrst í stað hafi mikill taugatitringur verið og ótti um að hátíðin ætti eftir að „floppa“ eins og dæmi eru um með klassískar tónlistarhátiðir. „Þegar það gerist ekki og maður fær að auki frá- bær viðbrögð gefur það bara tilefni til áframhaldandi bjartsýni." Það eru engir aukvisar sem leika með Steinunni í Reykholti og má þar nefna Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttir fiðluleikara og Hönnu Dóru Sturludóttur sópransöng- konu. Stefnan er þó að geta einnig boðið upp á það besta sem er að gerast erlendis í klassíkinni á hverjum tíma. Nú er tromp Steinunnar Bimu og fé- laga í Reykholti Vertavo-strengjakvartett- Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari inn, sem talinn er einn besti kvartett í Hún er listrænn stjórnandi tónleikanna í Reykholti Evrópu. sem haldnir veröa um helgina. „Stereotýpan af kvartettleikara eru karl- ar á sjötugsaldri í smóking, en Vertavo samanstendur af ungum konum. Ég kolféll fyrir þeim þegar ég sá þær leika í fyrra og tryggði að þær kæmu í Reykholt án þess að vita hvað þær kostuðu. Ég var heppin að hafa fest þær strax af því þær eru bókaðar ferna tónleika á viku langt fram í timann," segir Steinunn. „Þær eru með hörkupró- gramm, m.a. Bartók-kvartett, þekktan fyrir að vera meistaraverk sem er mjög erfitt í flutningi og nánast óspilandi. Einnig leika þær ásamt Bryndísi Höllu frægan sellók- vintett eftir Schubert sem er eitt það falleg- asta sem Schubert samdi. Algert hunang!" Hanna Dóra syngur gömlu lumm- urnar Hanna Dóra Sturludóttir, sem hefur átt velgengni að fagna sem konsert- og óperu- söngkona í Þýskalandi, verður á hátíðinni og Steinunn Birna segir að hún syngi allar „gömlu lummurnar" en í nýjum mjög skemmtilegum búningi. Svo dæmi séu tek- in er bætt strengjum í gömlu íslensku sönglögin. „Það er engin tilviljun að gömlu sönglög- in hafa verið sungin svo oft,“ segir Stein- unn. „Þau hafa verið mikið sungin vegna þess að þau eru góð. Auðvitað höfum við heyrt Draumalandið sjö hundruð sinnum, en það er frábært að fá á það nýjan flöt.“ Á lokatónleikunum á sunnudagskvöldið flytur Hanna Dóra ljóðaflokk eftir Mendels- sohn ásamt strengjakvartett. Flutt verður nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjömsson. En hvað er að mati Steinunnar það skemmtilegasta við að vera tónlistarmaður á tónlistarhátiðinni í Reykholti? „Músíkantar eru einfarar að því leyti að þeir eru alltaf einir heima að æfa sig. Mað- ur hittir ekki kollegana nema endrum og eins. Þessa vikuna búum við hins vegar í Reykholti og æfum saman alla vikuna. Það myndast við það sérkennilegt bræðralag og ný vídd á það sem við erum að gera.“ Hægt verður að fá forsmekkinn af hátíð- inni á Súfistanum í dag kl 17.30 þegar Vertavo-kvartettinn, Hanna Dóra og fleiri listamenn leika þar sýnishom. Gústi guðs- maður og fleiri af Sigló Út er komin á vegum Laugar- ásvídeós geisla- platan Svona var Sigló. Segir á plötuumslagi að lengi hafi verið rætt um að taka saman efni úr tónlistar- sögu Siglfirðinga síðustu ára- tugi þannig að það yrði aö- gengilegt fyrir nútímahljóm- flutningstæki. Hér em á ferðinni erlend lög sem Siglfirðingar hafa gert að sínum, ásamt þeim sem orðið hafa til á staðnum í áranna rás. Sumt af því sem á diskin- um er boðið upp á hefur þjóðin þekkt áratugum saman en ann- að hefur aðeins verið þekkt innan fjallahringsins sem um- lykur þennan nyrsta kaupstað landsins. Plötuumslagið prýðir Gústi guðsmaður, sá er Gylfi Ægisson gerði ódauðlegan með laginu sem við hann er kennt. Það lag er að finna á plötunni í nýrri útsetningu, auk söngva eins og Ég sá hana fyrst (minn- ing frá Sigló), Anna Lára og Vísis-syrpa. Flytjendur eru ekki af verri endanum og úr tæplega fimm- tiu manna hópi má nefna þá Þorvald Halldórsson, Þuriði Sigurðardóttur, Gylfa Ægis- son, Tryggva Hubner, Ásgeir Óskarsson og Leó R. Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.