Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 22
34
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000
DV
Ættfræði
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90-ára___________________________
Bernódus Halldórsson,
Aöalstræti 22, Bolungarvík.
85 ára___________________________
Steinunn Þóröardóttir,
Suöurgötu 16, Akranesi.
75 ára___________________________
Ingibjörg Hjálmarsdóttir,
Kleppsvegi 64, Reykjavík.
70 ára___________________________
Anna Júlíusdóttir,
Seljabraut 22, Reykjavík.
Arngrímur Marteinsson,
Trönuhólum 5, Reykjavík.
00 árg___________________________
Bóas Guömundur Sigurösson,
Bleiksárhlíö 10, Eskifirði.
Halldóra Jóna Sölvadóttir,
Vallhólma 12, Kópavogi.
Ófeigur Hólmar Jóhannesson,
Stapasíöu 6, Akureyri.
Páll Óli Þorgilsson,
Eyrarlandi, Hofsósi.
50 ára___________________________
Arnbjöm R. Eiríksson,
Nýlendu 2, Sandgerði.
Gestur Kristinsson,
Maríubakka 22, Reykjavík.
Gísli Jónasson Gíslason,
Dynskógum 4, Hverageröi.
Guömundur Kort Guömundsson,
Sævangi 16, Hafnarfiröi.
Ingibergur Magnússon,
Lyngheiöi, Stokkseyri.
Sara Abdelli,
Drekavogi 18, Reykjavík.
Sverrir Óttarr Elefsen,
Eyrarflöt 3, Siglufiröi.
Þór Ottesen Pétursson,
Kögurseii 4, Reykjavík.
40 ára___________________________
Bjami Ólason,
Heiðarhrauni 25, Grindavlk.
Björgvin Þórsson,
Kringlumýri 21, Akureyri.
Carl Anthony Mendes Marsak,
Nökkvavogi 15, Reykjavík.
Jón Þórarinsson,
Álfaskeiöi 50, Hafnarfiröi.
Kristbjörn Haraldsson,
Njálsgötu 29b, Reykjavík.
Kristinn Ævar Hilmarsson,
Álfhólsvegi 37, Kópavogi.
Salóme Berglind Guömundsdóttir,
Sörlaskjóli 76, Reykjavík.
Siguröur Þröstur Hjaltason,
Knarrarbergi 7, Þorlákshöfn.
. i
03 ■oo nv
©
550 5000
</> (S)
vísir.is
■cxo
= A 550 5727
03
'03 ■
E Þverholt 11, 105 Reykjavík
</>
Felix Þorsteinsson, Ytri-Grund, Seltjarn-
arnesi, lést á Landakotsspítala 21.7.
Lllja Árnadóttir frá Hæringsstööum, síö-
ast til heimilis I Dvergagili 40, Akureyri,
lést á FSA 22.7.
Guömundur J. Kristjánsson, Seljahlíð,
heimili aldraöra, Hjallaseli 55, Reykja-
vík, andaðist á heimili sínu 23.7. sl.
Þyri Jónsdóttir hjúkrunarfræöingur,
Hvassaleiti 21, lést á Landspítalanum
13.7. sl. Útförin hefur farið fram í kyrr-
þey aö ósk hinnar látnu.
Gestur Pálsson prentari lést á Elliheimil-
inu Grund föstud. 21.7.
Sólveig Ölversdóttir lést á heimlli sínu í
Seattle í Bandaríkjunum fimmtud. 20.7.
Ingimundur Ingimundarson frá
Svanshóli lést á 22.7.
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson lést á Elli-
og hjúkrunarheimilnu Grund 23.7.
Fólk í fréttum
Bjarni Jóhannsson
þjálfari Fylkis í meistaraflokki karla
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis í meistaraflokki knattspyrnu karla.
Bjarni er þessa dagana aö sanna aö hann er einn besti knattspyrnuþjálfari
landsins. Hann náöi mjöggóöum árangri meö ÍBV-liöiö sem varö tvisvar
íslandsmeistari undir hans stjórn og einu sinn bikarmeistari. Nú stefnir alit í
þaö aö Fylkir fái undir hans stjórn sinn fyrsta íslandsmeistaratitil.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Fylkis í meistaraflokki karla í
knattspymu, Grenibyggð 5, Mos-
fellsbæ, trónar nú á toppi
Landssímadeildarinnar með lið sitt,
en Fylkir burstaði Leiftur í elleftu
umferðinni, 7-1.
Starfsferill
Bjami fæddist í Neskaupstað 15.1.
1958 og ólst þar upp. Hann stundaði
bamaskólanám í Neskaupstað, lauk
þar landsprófl, lauk stúdentsprófi
frá MH 1980, lauk íþróttakennara-
prófi frá íþróttakennaraskólanum á
Laugarvatni 1982, stundaði fram-
haldsnám við íþróttaháskólann í
Ósló og lauk þaðan prófum 1987.
Bjami var íþróttakennari viö MÍ
1982-85, við Grunnskólann á Sauð-
árkróki 1987-88, við Fjölbrautaskóla
Suðurnesja í Keflavík 1988-92, var
íþrótta- og tómstundafulltrúi í Mos-
fellsbæ 1992-96 og er íþróttakennari
við Borgarholtsskóla frá 1996.
Bjami hóf að þjálfa yngri flokka í
knattspymu er hann var fjórtán ára
en hann hefur þjálfað meistara-
flokkslið frá 1985. Hann þjálfaði
Þrótt í Neskaupstað 1985; Askim í
Noregi 1986; Tindastól á Sauðár-
króki 1987-90; Grindavik 1991-92;
var aðstoðarþjálfari hjá Ásgeiri Sig-
urvinssyni með Fram-liðið 1993;
þjálfaði Fylki 1994; Breiðablik 1995,
ÍBV 1997-99 og hefur þjálfað Fylki
frá því í ár. Hann gerði ÍBV að
íslandsmeisturum 1997 og 1998 og
bikarmeisturum 1998.
Bjami æfði og keppti í knatt-
spymu með yngri flokkum Þróttar í
Neskaupstað og lék síðan hátt í
hundrað leiki með meistaraflokki
félagsins. Þá lék hann með ÍBÍ
1981-83 og KA 1984.
Bjarni sat í fræðslunefnd ÍSÍ í sex
ár, hefur setið í stjórn Knattspyrnu-
þjálfarafélags íslands sl. níu ár og
er nú varaformaður félagsins.
Fjölskylda
Bjami kvæntist 28.3. 1998 Ingi-
gerði Sæmundsdóttin-, f. 16.1. 1969,
kennara í Mosfellsbæ. Hún er dóttir
Sæmundar Einarssonar, rafvirkja í
Njarðvík, og k.h., Maríu Ögmunds-
dóttur bókavarðar.
Böm Bjama og Ingigerðar eru
Bryndís, f. 19.9. 1990; Brynja, f. 19.9.
1990; Sigurbergur, f. 28.2. 1999.
Hálfbræður Bjama, samfeðra, eru
Ámi Jóhannsson, f. 14.1. 1954, sím-
virki og starfsmaður Landssíma ís-
lands, búsettur í Reykjavík; Gunn-
bjöm Óli Jóhannsson, f. 13.12. 1962,
verktaki aö Kinnarstöðum; Jóhann
G. Jóhannsson, f. 31.1. 1964, hag-
fræðingur hjá Kaupþingi, búsettur á
Seltjamamesi.
Hálfsystur Bjama, sammæðra,
eru Gyða María Hjartardóttir, f.
12.10. 1960, meinatæknir í Reykja-
vík; Lára Hjartardóttir, f. 2.1. 1962,
útibússtjóri hjá SPRON, búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Bjarna eru Jóhann
Guðlaugsson, f. 7.8. 1930, vömbif-
reiðarstjóri í Búðardal, og Sigur-
björg Bjarnadóttir, f. 12.8. 1937,
röntgentæknir í Neskaupstað.
Fósturfaðir Bjarna er Hjörtur
Ámason, f. 28.6. 1936, stýrimaður í
Neskaupstað.
Ætt
Jóhann er sonur Guðlaugs, b. á
Kolsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu,
Magnússonar, b. og jámsmiðs á
Gunnarsstööum Magnússonar, b. á
Lambastöðum á Mýrum Bjömsson-
ar. Móðir Magnúsar Magnússonar
var Guðrún Sigurðardóttir, frá
Hofsstöðum í Stafholtstungum Ein-
arssonar. Móðir Guðlaugs á Kols-
stöðum var Ingiríður Kristjánsdótt-
ir, Guðbrandssonar.
Móðir Jóhanns vörubifreiðastjóra
var Jóhanna Einbjörg Magnúsdótt-
ir, b. í Miðvogi í Innri-Akranes-
hreppi Guðjónssonar.
Systkini Sigurbjargar eru Guð-
mundur, bæjarstjóri hins nýja sveit-
arfélags á Austfjörðum, og Bima,
starfsmaður við Sjúkrahúsiö í Nes-
kaupstaö. Sigurbjörg er dóttir
Bjarna, verkamanns í Neskaupstað
Guðmundssonar, b. á Sveinsstöðum
í Hellisfirði Bjamasonar, b. á
Sveinsstöðum Guðmundssonar, b.
og trésmiðs á Sveinsstöðum Jóns-
sonar. Móðir Bjarna á Sveinsstöð-
um var Gunnhildur Ólafsdóttir, b. í
Hellisfirði Péturssonar og Mekkínar
Erlendsdóttur. Móðir Guðmundar
Bjamasonar var Guðrún Þorgríms-
dóttir. Móðir Bjama í Neskaupstað
var Sigurbjörg ðlafsdóttir, frá Kolls-
stöðum á Völlum.
Móðir Sigurbjargar er Lára Hall-
dórsdóttir, b. í Vindheimum í Norð-
flrði Ásmundssonar, b. í Vöðlavík
Jónssonar. Móðir Halldórs var Þór-
unn Halldórsdóttir. Móðir Lám var
Guðríður Hjálmarsdóttir frá Vest-
mannaeyjum, dóttir Hjálmars ísaks-
sonar í Kúfungi í Eyjum.
Rmmtug
Jóhanna Hákonardóttir
aðstoðarmaður hjá Flugstjóm
Jóhanna Hákonardótt-
ir, aðstoðarmaður hjá
Flugstjóm, Nóatúni 28,
Reykjavík, er fertug i dag.
Starfsferill
Jóhanna fæddist á Þing-
eyri við Dýrafjörð og ólst
þar upp. Hún var í bama-
skóla á Þingeyri, stundaði
nám við Héraðsskólann á
Núpi og við Gagnfræðaskólann viö
Lindargötu, stundaði nám við
Fósturskóla íslands og lauk þaðan
leikskólakennaraprófi 1976.
Jóhanna stundaði kennslustörf i
Vestmannaeyjum, var forstöðumað-
ur dagheimilis í Kópavogi og hefur
verið aðstoðarmaður í Flugstjórn sl.
fimmtán ár.
Jóhann hefur stundað ýmis fé-
lagsstörf, einum fyrir leikskóla-
kennara hjá ríkinu og á vegum
Starfsmannafélags ríkisstofnana.
Fjölskylda
Dóttir Jóhönnu er Sigurlaug
Helga Teitsdóttir, f. 2.1.
1982, nemi við MH.
Albróðir Jóhönnu er
Leifur Hákonarson f.
26.9. 1952, flugumferðar-
stjóri og deildarstjóri
tölvudeildar Flugmála-
stjómar.
Hálfbróðir Jóhönnu,
samfeðra, er Bjami Há-
konarson, f. 24.6.1961, bú-
settur í Reykjavík.
Hálfsystir Jóhönnu, samfeðra, er
Hulda Hákonardóttir, f. 9.4. 1963,
starfsmaður hjá Vöku-Helgafelli, bú-
sett í Reykjavík, gift Haraldi Víðis-
syni.
Foreldrar Jóhönnu: Hákon Jó-
hannes Kristófersson, f. 26.9.1919, d.
25.12.1965, vélstjóri í Reykjavík, Sig-
urlaug Helga Leifsdóttir, f. 6.8. 1926,
húsmóðir.
Jóhanna tekur á móti gestum frá
klukkan fimm til átta á afmælisdag-
inn í Flugröst, sal Flugmálastjómar
i Nauthólsvík.
Fertugur
Kristján B. Árnason
verktáki á Akureyri
Kristján Bergur Ámason, bif-
reiöastjóri og verktaki, Flögusíðu 2,
Akureyri, er fertugur í dag.
Starfsferill
Kristján fæddist á Hæringsstöð-
um í Svarfaðardal og ólst þar upp til
fjórtán ára aldurs.
Á unglingsárunum var Kristján
sendisveinn og verslunarmaður á
Akureyri. Hann var vélamaður hjá
Akureyrarbæ í átta ár en varð vöru-
bílstjóri og verktaki 1992. Kristján
stofnaði verktakafyrirtækið Malbik-
un KM 1998 og hefur rekið það síð-
an.
Fjölskylda
Eiginkona Kristjáns er Stefanía
Margrét Stefánsdóttir, f. 12.4. 1955,
húsmóðir. Hún er dóttir Stefáns
Rósantssonar sem er látinn, bónda á
Gilhaga í Skagaflrði, og Helgu Guð-
mundsdóttur sem einnig er látin,
húsfreyju.
Böm Kristjáns og Stefaníu Mar-
grétar eru Hugrún Helga Guð-
mundsdóttir,
f. 10.6. 1977,
framreiðslu-
dama á Ak-
ureyri en
sambýlismaður hennar er Arin-
björn Þórarinsson; Berglind Krist-
jánsdóttir, f. 6.7. 1982, verslunar-
maður á Akureyri; Einar Ernir
Kristjánsson, f. 27.10. 1986; Þórir
Amar Kristjánsson, f. 22.7.1993.
Systkini Kristjáns: Sigurlína,
húsmóðir í Reykjavík; Lilja, nú lát-
in, búsett á Ákureyri; Áslaug Eva,
húsmóðir á Akureyri; Stefán, véla-
maður á Vatnsleysuströnd; Sigur-
björg, húsmóðir á Dalvík; Jón, bíl-
stjóri í Reykjavík; Óskar, verktaki á
Dalvík; Ósk Jórunn, sjúkraþjálfi á
Dalvík; Sveinn, svínahirðir á Akur-
eyri.
Foreldrar Kristjáns: Ámi Jóns-
son, nú látinn, bóndi á Hæringsstöð-
um, og Bergþóra Stefánsdóttir hús-
freyja.
Kristján og Stefanía em í útlönd-
um á afmælisdaginn.
Merkir Islendingar
Haraldur Guðmundsson ráðherra fædd-
ist 26. júlí 1892. Hann var sonur Guð-
mundar Guðmundssonar, prests í Gufu-
dal og síðar ritstjóra á ísafirði, og k.h.,
Rebekku, systur ráðherranna Kristjáns
og Péturs. Faðir þeirra systkina var
Jón Sigurðsson, alþm. á Gautlöndum
en móðir Rebekku var Sólveig, dóttir
Jóns Þorsteinssonar, ættfóður Reykja-
hliðarættar. Sú ætt státar af fleiri ráð-
herrum en nokkur önnur.
Haraldur lauk prófl frá Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, stundaði síðan
kennslu, vegavinnu og blaðamennsku.
Hann var ritstjóri Alþýðublaðsins 1928-31
og bankastjóri á Seyðisflrði 1931-34. Hann
var alþm. 1927-57 að undanskildum árunum
Haraldur Guðmundsson
1947-48. Þá var hann formaður Alþýðuflokks-
ins 1954-56.
Haraldur varð atvinnumálaráðherra í
Stjóm hinna vinnandi stétta 1934 og
gegndi því embætti til 1937 er hann
sagði af sér í mótmælaskyni við frum-
varp forsætistráðherrans um gerðar-
dóm í kjaradeilu útgerðarmanna og
togarasjómanna.
Haraldur var ekki fríður maður en á
myndum minnir hann nokkuð á
Humphrey Bogart. Hann bjó yfir mikl-
um persónutöfrum, var vel geflnn, prúð-
ur og fyrirmannlegur í framkomu og er i
hópi mælskustu þingmanna sem Alþýðu-
flokkurinn hefur átt.
Haraldur lést 23. október 1971.
Friöjón Guömundsson, Nesbala 12, Sel-
tjarnamesi, sem lést á heimili sínu
sunnud. 23.7., veröur jarösunginn frá
Bústaöakirkju föstud. 28.7. kl. 13.30.
Birgir Steinþórsson, Hvassaleiti 58,
Reykjavík, sem andaöist á Landspítalan-
um í Fossvogi fimmtud. 20.7., verður
jarösunginn frá Grensáskirkju fimmtud.
27.7. kl. 13.30.
Ásta Bjömsdóttir, Stigahlíð 2, Reykja-
vík, sem lést á heimili sínu 17.7. sl.,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni
fimmtud. 27.7. kl. 13.30.