Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000 Préttir DV Patreksfjörður: Of mikið gert ur unglingadrykkju - segir bæjarstjóri Þótt lítið sé um að vera fyrir ung- linga á Patreks- firði er of mikið gert úr vandræð- um vegna drykkju þeirra. Þetta segir Jón Gunnar Stef- ánsson, bæjar- stjóri á Patreks- firði, og bætir þvi við að margt ungt fólk á Patreksfírði sé áhugasamt .................... íþróttafólk og verður unglingaí- þróttamót haldið um verslunar- mannahelgina á Tálknafirði, Patreks- firði og Bíldudal. „Allur aðbúnaður miðast við það að fjölskyldan geti komið hér og haft það gott þessa helgi. Menn leggja áherslu á að þetta sé vínlaus og vímuefnalaus hátíð,“ sagði Jón Gunnar. „Menn hafa verið að gera mikið til þess að hafa aðstöðu Sigurbjörn Sævar Grétarsson unglingaráöglafí. DV-MYND SIGURBJORN Patreksfjöröur íþróttamót unglinga veróur haldið á Patreksfiröi um verslunarmannahelgina. íþróttamanna sem besta, bæði velli og annað. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera þetta þokkalega úr garði,“ segir Jón Gunnar. Búist er við að á milli 4000 og 5000 manns komi, þar af um 800 keppendur. Þeirra á meðal er Vala Flosadóttir sem mun keppa við erlendan stang- arstökkvara. í grein í DV í síðustu viku kom fram að mikil drykkja meðal ung- menna á Patreksfirði í sumar ylli lög- reglumönnum þar áhyggjum. Jón Gunnar tekur undir það með lög- reglumönnunum að lítið sem ekkert sé fyrir fólk á aldrinum 16 til 20 ára að gera á Patreksfirði. Þó eru íþrótta- útsendingar á breiðtjaldi á kvöldin á veitingahúsi þar í bæ þar sem ungt fólk safnast stundum saman. Sigurbjöm Sævar Grétarsson, ung- lingaráðgjafi á Patreksfirði, sagði i viðtali við DV í síðustu viku að auð- velt væri fyrir unglinga að nálgast vín á svokölluðum „flöskuböllum" eða dansleikjum þar sem ekkert vín- veitingaleyfi er og fullorðnir mæta með flöskur með sér. Þar sem ekkert vínveitingaleyfi er á þessum dans- leikjum er unglingum eldri en 16 ára hleypt inn. „Það má undirstrika það sérstak- lega að það eru engin sveitaböll hér á ferðinni. Þau eru ekki til í Vestur- Barðastrandarsýslu og hafa ekki ver- ið svo lengi sem elstu menn muna,“ segir Jón Gunnar. Aðspurður sagði hann að reyndar væru dansleikir haldnir nokkrum sinnum á ári í fé- lagsheimilinu þar sem skemmtana- leyfi er fengið en ekkert áfengisleyfi. Hins vegar hefur lögreglan ekki kvartað undan þessum dansleikjum við bæjarstjórann. -SMK Drekka, hitna, svitna, roðna og dökkna. Þegar fariö er í sundiaugina á Akureyri minnir stemningin óneitanlega á hótelgaröa eöa sundlaugar í sólarlöndum. Er þetta bara ekki dásamlegt? Akureyri: Ovenju mikill hiti skemmir vegi - tjaran verður fljótandi 25 stig á mælinum Ekki amalegt aö vera frá Reykjavik og baöa sig í Akureyrarhitanum á Ráöhústorgi. Mæöurnar Brynja og Lilja meö Viktoríu og Inga Má. Veðurblíða noröan heiða að undanfórnu á bæði sínar björtu og dökku hliðar. Hitinn hefur laðað fólk hópum saman að sundlauginni á Akureyri svo þar hafa færri komist að en vilja. Hin hliðin á málinu er sú að malbik verður deigt í hitanum og vegir skemmast. Vegurinn við Svalbarðseyri í Eyjafirði skemmdist þannig í hita- svækjunni sem verið hefur á Akur- eyri upp á síðkastið en sá gríðarlegi hiti sem verið hefur veldur því að tjaran verður fljótandi og rennur til. „Það sem gerist er að tjaran hitn- ar við lofthitann og sólina og fer að renna. Þetta veldur því að hún fest- ist í dekkjum og malbikið getur slitnað þegar mest er,“ segir Guð- mundur Svavarsson, umdæmis- verkfræðingur hjá Vegagerð ríkis- ins á Akureyri. Guðmundur segir ástæðu þess að skemmdir urðu á veginum mega rekja að hluta til þess að bíll Vega- gerðarinnar var of seinn á staðinn. „Við kölluðum út menn til þess að setja fina möl yfir veginn en þetta gerðist svo snöggt að það urðu smávægilegar skemmdir. Nú er búið að kalla út aukavakt sem sér til þess að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Guðmund Svavarsson um- dæmisverkfræðingur í hitasvækj- unni á Akureyri í gær. -jtr Stöðumælavörður á stuttum Leiöbeinir erlendum feröamanni. - Umsión: Hör&ur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is náð hjá Clinton-hjónum íslendingar virðast heldur betur vera komnir í náð Bandaríkjafor- seta og frú Hill- ary Clinton. Nýverið var greint frá því að flugfélagið Atlanta hafi leigt eina Boeing 747 risaþotu til að að gegna hlutverki „Airforce Two“ í samfloti með hinni einu og sönnu forsetavél „Airforce One“ sem er sömu tegundar. Þá hefur forsetafrúin sent ríkislögreglu- stjóra þakkir og lýsir hrifningu með frammistöðu íslenskra lög- reglumanna við móttöku frúarinn- ar á kvennaráðstefnu hér á landi fyrir nokkru. Þykir einsýnt að þessi kveðja muni duga löggunni til að bera höfuðið hátt, allavega í nokkrar vikur... Fiskbúð strax! Orri Vigfús- son, laxavernd- arinn mikli, hefði betur tek- ið tillit til ábendinga Sandkoms í gær um að [ setja upp fisk- búð við helstu | laxveiðiár ‘ landsins og selja veiðimönn- um þíddan lax. Samkvæmt heim- ildum rannsóknarblaðadeildar Sandkoms, þá situr Orri nú sjálf- ur í súpunni. Hann mun vera bú- inn að berja Laxá í Aðaldal lát- laust í tvo daga, án þess að verða svo mikið sem var við nart. Útlit er því fyrir að kappinn verði einn þeirra mörgu veiðimanna sumars- ins sem komi fisklaus og með öng- ul i rassinum úr veiðitúrnum... Án menningarborgar Súludansstað- urinn Maxim’s í Reykjavík hefur sannarlega vak- ið athygli fyrir þátttöku sína í uppfærslu á Með fullri reisn í Tjarnarleik- húsinu. Það mun hins veg- ar hafa farið mjög í taugar sið- prúðra að Ásgeir Þór Davíðsson skuli hafa verið bendlaður við menningarborgarbrölt Reykjavik- ur. Þeir hinir sömu vilja ekkert kannast við nána samvinnu við Geira og sverja af sér öll menning- artengsl. Þó Reykjavík menningar- borg hafl tekið þátt i viðburði á súlustaðnum Vegasi fyrir nokkru, þá þýði það ekki að búið sé að setja menningarstimpil á alla súlu- staði. Geiri mun hins vegar ótrauður styrkja menninguna í Tjamarleikhúsinu þótt Reykjavík- urborg vilji ekkert af því vita. Gár- ungar telja liklegt að Geiri bjóði þess í stað upp á eigin menningar- hátið... Klámið tamt Fregnir af því að Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- leikstjóri hafl verið að gera það gott í Kóreu með mynd sína j Myrkrahöfð-1 ingjann, hafa' vakið athygli margra. Góðkunn- ingi Sandkoms fannst þetta kjörið tilefni til vísusmíða: Klámið er okkar Krumma tamt krunkar það allt of mikið. Svo iandanum verði í geði gramt hann geldur þessfyrir vikió. Kóreumenn þeir klámió þrá sem Krumma er tamt að lýsa. Á buxurnar kemur bunga á er bikiní fellir skvísa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.