Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000
DV
Fréttir
Stefnt aö öðruvísi Halló Akureyri um verslunarmannahelgina:
Unglingar krafðir
um passa
- til að komast inn á tjaldstæðin án fullorðinna - ella vísað frá
Unglingar verða
krafðir um passa
við aðgang að tjald-
stæðum á Akur-
eyri um verslunar-
mannahelgina ef
vafi leikur á að
þeir séu undir lög-
aldri. Þá verður
ekkert sérstakt
tjaldstæði fyrr ung-
linga í bænum eins
og verið hefur.
Stefnt er að því
að útihátíðin Halló Akureyri verði
með allt öðru sniði í ár heldur en
áður. Sérstök verkefnisnefnd hefur
lagt nýjar línur. í þeim felst m.a. að
gæsla verði margfölduð gagnvart
umferð, tjaldsvæðum og dansleikj-
um, tjaldstæði verði áfengislaus og
lágmarksaldur inn á þau 16 ár nema
í fylgd með fullorðnum. Lögð verður
áhersla á fjölskyldusamveru. Um-
rædd útihátíð hafði fengið það orð á
sig að vera drykkjuhátíð bama og
unglinga. Nú hefur nefndin gefið út
að öllu áfengi sem ungmenni undir
lögaldri komi með til bæjarins verði
hellt niður.
„Við setjum engar reglur umfram
landslög," sagði Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á Akureyri. „Einu
reglumar sem við getum sett er að
við ætlum að reyna að framfylgja
lögum í landinu. Við munum fylgja
miklú strangar eftir aðgengi inn á
tjaldsvæði bæjarins, að þar verði 16
ára aldursmörk virt. Unglingum
undir lögaldri verður vísað frá. Ef
útlit er fyrir að viðkomandi standist
Flaug með Concorde:
Eins og bundinn
við rakettu
- segir Hafliði
„Concorde er minni að innan en
fólk heldur. Eiginlga eins og
Fokker,“ sagði Hafliði Guðmunds-
son lyfjafræðingur sem flaug með
Concorde-þotu í eigu British Airwa-
ys frá New York til London fyrir
nokkrum mánuðum. Hafliði fékk
farið á sérkjörum en venjulega kost-
ar farseðill á þessari leið með
Concorde eina milljón króna. „Það
er ofsalegur kraftur í vélinni þegar
hún tekur sig á loft og maður er
eins og bundinn við rakettu. Siðan
flýgur hún í 60 þúsund fetum og
blámi himinsins er þannig að engu
er líkara en maður sé kominn hálfa
leið til himna.“
Þó þröngt sé í farþegarými
Concorde þá er mikið lagt upp úr
þjónustu og kampavínsveitingum.
Flugfreyjurnar þekkja alla farþega
með nafni og er stjórnað af enskum
„butler" sem gengur um og sér til
þess að allir fái nægju sína. Þá er
salemi mjög stórt og klætt marm-
aralíki.
„Flugið frá London til New York
tók aðeins þrjá tíma en venjuleg
þota er átta tíma að fljúga þetta.
Með mér voru rúmlega hundrað far-
þegar og ég held að Concorde taki
ekki fleiri. Merkilegast þótti mér þó
þegar mér var sagt að vélin lengdist
um allt að því hálfan metra eftir að
ljóshraða væri náð. Ég náði aldrei
að skilja það almennilega," sagði
Hafliöi Guðmundsson. -EIR
ekki aldursmörk verður hann vænt-
anlega að sýna passa til að komast
inn á tjaldsvæði. Þá er ljóst að það
er lögregluyfirvalda að hafa eftirlit
með því hvort drukknir ólögráða
unglingar eru á ferðinni.
Ástandið hér undanfamar versl-
Engin formleg athugasemd barst
á kynningartíma um fyrirhugaða
framkvæmd við endurvinnslu
álgjalls og brotaáls, Als, álvinnslu
ehf., í Þorlákshöfn eöa Reykjavík en
Skipulagsstofnun samþykkti um-
hverfismat framkvæmdaaðilans á
dögunum.
„Það er ekkert sem bendir til þess
að það verði umtalsverð óaftur-
kræf umhverfisáhrif af verk-
smiðjunni,“ segir Stefán Thors,
skipulagsstjóri ríkisins.
Valið stendur annars vegar á
milli Gufuness eða Esjumela í
Reykjavík, þar sem mögulegt er
að notast við hauggas sem
orkugjafa, og hins vegar Þor-
lákshafnar, en þar yrði notuð
dísilolía. Skipulagsstjóri kemst
að þeirri niöurstöðu að aUar
staðsetningamar samræmist
skipulagi og muni ekki hafa
umtalsverð áhrif á náttúru og
íbúöabyggðir.
í umsögn borgarverkfræðings
kemur hins vegar fram að hann ef-
ast um að starfsemi endurvinnslu-
stöðvar álgjalls og brotaáls á fyrir-
huguöum staðsetningmn í Reykja-
vík samræmist skipulagi og að erfitt
sé aö vita hug íbúa nærri fyrirhug-
uðum staðsetningum þegar ekki
hefur verið fastákveðiö hver þeirra
er valin. Auk þess bendir borgar-
verkfræðingur á að erfltt sé að sjá
hvemig rekstur endurvinnslu á
álgjalli samræmist annarri starf-
semi.
Það er mál manna að Þorláks-
unarmannahelgar hefur verið með
þeim hætti að fólki hefur verið um
og ó. Því ætlum við nú að breyta. Og
ég hef fulla trú á því að það séu
fleiri en Akureyringar sem vilja
breytingu á því ástandi sem skapast
hefur víða á landinu," sagði bæjar-
hafnarbúar hafi sýnt fyrirætlunum
um rekstur endurvinnslustöðvar
mikinn velvilja en undirtektir aðila
Reykjavíkurborgar séu dræmar, en
þrátt fyrir að umræddar staðsetn-
ingar séu flokkaðar sem iðnaðar-
svæði í deiliskipulagi hefur komið
fram að borgin hefur hug á að reisa
þama ibúðahverfi í framtíðinni.
Sesselja Jónsdóttir, sveitarstjóri
ölfushrepps, segist spennt fyrir
mögulegri starfsemi verksmiðjunn-
ar til Þorlákshafnar.
„Við teljum okkur bjóða þær að-
stæður að þeir muni koma hingað
en málið er skammt á veg komiö og
ég þori lítið að spá um það,“ segir
Sesselja. í umsögn sinni um mögu-
legar framkvæmdir gerir ölfus-
hreppur þá kröfu að mengun af
völdum verksmiðjunnar verði hald-
ið í algera lágmarki.
Helgi Þór Ingvarsson, fram-
kvæmdarstjóri Als, álvinnslu ehf.,
stjórinn sem kvaðst jafnframt vilja
undirstrika ábyrgð hinna fullorðnu
á uppeldi barna og unglinga. Það
væri ekki verkefni eins bæjarfélags
að útrýma unglingadrykkju heldur
sameiginlegt verkefni þeirra sem
eiga böm og ala þau upp. -JSS
segir ákvörðunar um staðsetningu
verksmiðjunnar að vænta í ágúst.
„Málið er á viðkvæmu stigi og ég
vill sem minnst um það segja en við
vorum ánægðir með úrskurð skipu-
lagsstjóra og það vora góðar fréttir
en við bjuggumst ekki við neinu
öðru,“ segir hann.
Áætlað er að vinnslumöguleikar
verksmiðjunnar veröi allt að 12 þús-
und tonn af brotaáli og álgjalli ár-
lega en tilfallandi álgjaU og brotaál
á landinu nemur rúmlega 5600 tonn
á ári. Álgjall myndast í álverum
þegar yfirborð bráðarinnar oxast
við andrúmsloftið en með stækkun
á álveri Norðuráls og væntanlegri
tilkomu álvers í Reyðarfirði er
reiknað með að endurvinnslustöðin
nálgist það magn hráefnis sem upp-
fyllir framleiðslugetuna. Einnig
kemur til greina að flytja inn brota-
ál til endurvinnslu frá nágranna-
löndunum í framtíðinni. -jtr
Kristján Þór
Kallar forráöa-
menn til
ábyrgðar.
Endurvinnsla á álgjalli og brotaáli í Þorlákshöfn eöa Reykjavík:
Borgarverkfræðingur
vill ekki endurvinnsluna
- dræmar undirtektir í Reykjavík. Máliö á viökvæmu stigi
Forvörður óhræddur
Málverk það sem
er í eigu Jónasar
Freydals Þorsteins-
sonar sem átti að
seljast sem verk eft-
ir Ásgrím Jónsson,
en Ólafur Ingi Jóns-
son forvörður telur
vera falsað, hefur
enn ekki verið afhent lögreglunni
til rannsóknar. Dagur greindi frá.
Varað við afbrotamanni
Börn og fullorðnir urðu óróleg
þegar fréttist að alræmdur kynferð-
isafbrotamaður hefði tjaldað í af-
skekktri laut við tjaldstæði Egils-
staða í lok siðustu viku. Dagur
greindi frá.
Stálu sígarettum
Tveir ungir piltar voru teknir í
Þingholtunum í nótt, þar sem þeir
höfðu farið inn í marga bíla og leit-
að að ránsfeng. Þá var brotist inn í
bensínstöð á Miklubraut. Þjófarnir
höfðu á brott með sér sígarettur.
Nýir smokkar
Á föstudag kemur á íslenskan
markað ný tegund af smokkum.
Smokkurinn er eins og spírall í lag-
inu og þykir vera góður til síns
brúks. Dagur greindi frá.
Hitaveita í Grafningi
Borgaráð hefur samþykkt tillögu
stjómar Veitustofnana um að Orku-
veita Reykjavíkur hefji undirbúning
að lagningu hitaveitu i Grímsnesi og
Grafningi. Dagur greindi frá.
Laxveiði glæðist
Laxveiði í EHiðaám hefur heldur
glæðst í sumar samanborið við sl.
tvö ár. Að sögn Alfreðs Þorsteins-
sonar, stjómarformanns Veitustofn-
ana, hafa göngur verið mjög kröft-
ugar í ánum 1 sumar. Stangveiðifé-
lag Reykjavíkur ákvaö áður en veiði
hófst í vor að takmarka veiði í
ánum við fjóra laxa á stöng og
fækka stöngum um tvær í ágúst.
Morgunblaðið greindi frá.
Suðurlandssláttur
Sláttur er hafinn hjá bændum á
Suðurlandi. Sprettan þykir hafa
verið góður og leggja menn nú nótt
við nýtan dag til þess að notfæra sér
tímann á meðan ekki rignir. Morg-
unblaðið greindi frá.
Laun forseta ákveðín
Kjaradómur úr-
skurðaði í gær að
laun forseta íslands
skyldu vera 1.250
þúsund krónur á
mánuði frá og með
l. ágúst nk. Þessi
ákvörðun var tekin
í kjölfar afnáms
skattfrelsis forsetans á vordögum
Alþingis. i úrskurðinum segir að ný
lög Alþingis um laun forseta íslands
séu ekki skilin sem svo að verið sé
að reyna lækka laun hans. Úrskurð-
ur kjaradóms miðast því að því að
halda kjörum forsetans óbreyttum.