Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2000, Blaðsíða 15
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerö: isafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins I stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Óþarfi embœtti íslendingar eru samfélag almúgamanna og eiga erfitt með að beygja sig undir vald. Krafturinn og seiglan sem ein- kenna þjóðina hafa gert henni kleift að standa sjálfstæð og koma í veg fyrir að lögbundin yfirstétt fengi að festa rætur. Allt frá stofnun lýðveldisins hafa íslendingar talið nauð- synlegt að halda úti virðulegu embætti forseta íslands, jafnt sem sameiningartákni og fulltrúa á erlendri grund fyrir litla þjóð - stjómskipulega gegnir forsetinn í raun hins vegar veigalitlu hlutverki. Lítil sem engin umræða hefur verið um hvort þetta sé eðlileg skipan mála og þeir fáu sem sett hafa fram gagnrýni á embættið og varpað fram spurningum um nauðsyn þess hafa verið litnir horn- auga. Gagnrýnislítil umfjöllun fjölmiðla allt fram á síðustu ár iim forsetann, athafnir, orð og æði hefur myndað varn- arhjúp um embætti sem ætti að heyra sögunni til. Sá tími er einnig að baki þegar forsetinn var sameining- artákn íslendinga. Ástæðan er að hluta til gagnrýnni og opnari umfjöllun fjölmiðla um forsetann og hans nánustu en áður. Einnig skiptir miklu sú staðreynd að núverandi forseta hefur ekki tekist að sameina landsmenn að baki sér með sama hætti og forverum hans auðnaðist og þar skipt- ir fortíðin miklu. Draga verður í efa nauðsyn þess að halda úti dýru emb- ætti forseta til þess að koma fram sem fulltrúi þjóðar á er- lendum vettvangi, hvort heldur það er til að kynna land og þjóð eða stuðla að landvinningum íslenskra fyrirtækja. Ár- angur margra íslenskra fyrirtækja í öðrum löndum verður ekki skýrður með „markaðsstarfsemi“ forsetans heldur með markvissu starfi, skipulagi og hugviti stjómenda og starfsmanna fyrirtækjanna. Hugmyndin að baki embætti forsetans er andstæð þjóð- areðli íslendinga þar sem allir eru jafnir og engir eiga að vera jafnari en aðrir. Sem betur fer eiga flestir erfitt með að sætta sig við tildur og prjál við æðstu stjóm ríkisins. Sá hégómi sem fylgir embætti þjóðhöfðingja þjónar engum til- gangi öðrum en að skemmta fáeinum útvöldum. Slikt eiga íslendingar ekki auðvelt með að sætta sig við. Því miður hefur látleysi og hógværð ekki einkennt embætti forseta íslands undanfarin ár. Eftir nokkra daga verður formleg embættistaka Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í annað sinn. Á slíkum tíma- mótum er ekki óeðlilegt að staldrað sé við og leitað svara við áleitnum spurningum um forsetaembættið, tilgang eða tilgangsleysi þess. Vonandi verða svörin til þess að þetta verði síðasta embættistaka forseta íslands. Staðreyndin er sú að íslendingar þurfa ekki á forseta- embættinu að halda - það er sóun á fjármunum að halda úti óþörfu embætti. Önnur lögmál Stangaveiði er ein vinsælasta íþrótt og dægradvöl lands- manna. Á liðnu vori voru flestir bjartsýnir á að gott veiði- sumar væri fram undan en þær vonir hafa enn sem kom- ið er ekki ræst. Laxveiði er víðast döpur en siltmgsveiði gengur betur. Undanfarin ár hafa laxveiðileyfi stöðugt hækkað í verði og nú er svo komið að laxveiði er varla á færi nema sæmi- legra efnaðra manna eða þeirra sem geta sent öðrum reikninginn. Að líkindum er ekkert við þeirri þróun að gera. Merkilegt er hins vegar að lítið eða ekkert samhengi er á milli verðs og veiði. Það gilda önnur efhahagsleg lög- mál um laxveiði en í þjóðfélaginu almennt. Óli Björn Kárason + MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2000 27 Skoðun Algildi eða þjóðhverfa? Það er orðið að viðtekn- um sannindum að ný öld sé í dögun, öld alþjóðavæðing- ar þar sem mennimir búa allir saman í einu heims- þorpi, hafa svipaðan lifsstíl og aðhyllast sömu gildi. Þessa þróun beri að styðja ef menn vilji verða „nútíma- legir“ og stuðningsmenn hennar sannir „umbótasinn- ar“ en andstæðingar „harð- línumenn". Þessi trú einkennir þá umfjöllun um heimsmál sem fólk rekst á dagsdaglega. Við fáum fréttir af viðureignum umbótasinna við harðlínumenn um allan heim og yfirleitt eru hinir fyrmefndu í sókn. Þeir sem kallast harðlinumenn geta verið af ýmsum toga, klerkar í íran, kommúnistar í Rússlandi eða þjóð- emissinnar í Evrópu. Umbótasinn- arnir eru hins vegar þeir sem styðja þróunina í átt að alheimsþorpinu, þar sem mannkynið getur sameinast um einn sið og ein lög. Sérviska er ekki á dagskrá um þessar mundir. Eigin siöir það eina rétta Þeir sem aðhyllast þessa þróun Sverrir Jakobsson sagnfræöingur kenna sig gjaman við al- gildi (universalisma) af einhverju tagi. Menn eiga að sameinast um tiltekin gildi sem eiga að hafa jafn- mikla þýðingu hvarvetna i heiminum. Viðhorf sem em andstæð algildum kall- ast þjóðhverf (etnósentrismi). í þjóð- hverfu sjónarhorni felst einnig trú á almenn gildi sem allir skulu aðhyllast, með þeirri mikilvægu und- antekningu að hinir þjóð- hverfu líta á það sem sjálfsagðan hlut að þeirra eigin siðir og gildi séu það eina og rétta. Alit annað sé frá- vik. Sá tvískinnungur sem hefur ein- kennt íjölmiðlaumræðu um Júgóslaviu var að hluta til mótaður af þjóðhverfu sjónarhomi. Harðstjór- inn Tudjman var okkar maður, þar sem hans þjóð notar latínuletur (eins og við). Svipaður þjóðemisseggur frá Serbíu, Milosevic, var hins vegar undirrót alls ills á þessu svæði, enda nota Serbar kyrillískt letur (eins og Rússar). Hér snýst málið ekki um al- menn giidi (s.s. lýðræði eða mann- réttindi) heldur þjóð- hverf (að allir séu eins og við). Sumir sem hugsa á þjóðhverfum nótum eru ekki feimnir við að við- urkenna það. Þannig líta íhaldsmenn í Englandi á grimman einræðisherra frá Chile sem gæðablóð, enda studdi hann þá í Falklandseyjastríöinu. Englendingar eigi að hugsa um það sem hent- ar bresku krúnunni, en ekki hafa áhyggjur af því hvort einhverjir hafi verið pyntaðir úti í lönd- um. Þeir eru þó fleiri sem kjósa að líta á þjóð- hverf gildi sín sem al- gildi sem allur heimur- inn eigi að taka upp. Enn langt í land Flest ríki Evrópusam- bandsins hafa miklar hömlur á því hverjir megi flytja til þeirra og hverjir ekki. Lögreglan í þessum löndum má nota „Þannig líta íhaldsmenn í Englandi á grimman einræðisherra frá Chile sem gæðablóð, enda studdi hann þá í Falklandseyjastríðinu. Englend- ingar eigi að hugsa um það sem hentar bresku krúnunni, en ekki hafa áhyggjur af því hvort ein- hverjir hafi verið pyntaðir úti í löndum. “ Öfugmæli upplýsingaþjóðfélags Okkur er sagt átján sinnum á dag að við lifum í upplýsingaþjóðfélagi og sjálfsagt halda flestir að það þýði að aiiir geti fengið að vita allt sem þeir vilja fljótt og fyrirhafnarlítið. Þetta er hættuleg blekking vegna þess að fólk í sakleysi sínu gerir ekki ráð fyrir því að sterk öfl og þungir hagsmunir vinna jafnt og þétt að því að koma í veg fyrir að almenningur fái að vita það sem þau kæra sig ekki um að berist út. Skógareyðing fer leynt Vísindamenn frá Auðlindastofn- uninni WRI í Washington og Nátt- úruverndarsjóðnum WWF tóku sam- an skýrslu um eyðingu regnskóga í þriðja heiminum og var hún kostuð af WWF og Evrópusambandinu. Þeir komust að því að öflug alþjóðleg fyr- irtæki hafa beitt mútum og þvingun- s Kjallari um til að afla sér ieyfa til að höggva skóga í fátækum ríkjum. Síðan nýta þau sér þessi leyfi eins og þeim sýn- ist til frekrar rányrkju því í þessum ríkjum er löggjöf gloppótt, allt eftirlit af hálfu stjórnvalda í molum sem og skattheimta og auðvelt að auki að kaupa sig með mút- um undan ábyrgð á stór- felldum náttúruspjöllum. Höfundar skýrslunnar saka helstu iðnríki heims sem og Alþjóðabankann og Alþjóð- lega gjaldeyrissjóðinn, IMF, um með- sekt í þessu máli. Ríkin hafa ekki fylgt eftir eigin reglum um verndun skóga og IMF og Alþjóðabankinn gera illt verra með því að neyða hin fátæku skóga- ríki til að hleypa inn „alþjóðlegum Arní Bergmann rithöfundur fjárfestum" og selja skógana Árir reiðufé til að greiða upp skuldir. En þeir sem borguðu fyr- ir vinnuna að skýrslunni sem svarar 40 miljónum króna urðu svo hræddir við niðurstöður hennar að þeir fóldu hana í þrjú ár. Síðan létu þeir útvatna hana - og tóku þá út öll nöfn á fyrir- tækjum sem þar eru sótt til ábyrgðar. Þetta tilbrigði var til í 5000 eintökum - en upp- lagið var eyðilagt og þriðja útgáfa, enn meinlausari, var búin til og þá prentuð í aðeins 2000 eintök- um. Þoka og reykur Þetta er eitt dæmi af ótal mörgum: vissulega er safnað gífurlega miklu „/ sakleysi sínu halda menn að allir geti fengið að vita allt sem þeir vilja fljótt og fyrirhafnarlítið. “ af upplýsingum um allt mögulegt - ekki síst um það sem litlu máii skipt- ir. En í hvert skipti sem komið er að þeim sem eiga fjármagn og fyrirtæki þá þrengist aðgengi að upplýsingum jafnt og þétt. Því þora menn ekki að birta nöfn þeirra fyrirtækja sem verst ganga fram í að eyðileggja lungu heimsins, regnskógana. Því hótar breskur auð- kýfmgur og vinur Tonys Blairs máls- sókn dagblaði sem ljóstraði því upp að hann borgi aðeins fimm þúsund pund í skatta: tekjur ríkra manna eru í vaxandi mæli leyndarmál. Með- an bankastjórar starfa við ríkis- banka mega allir heimta gögn um tekjur þeirra og bitlinga - en um leið og sömu bankar breytast í hlutafélög þá eru slíkar upplýsingar orðnar að heilögum persónulegum upplýsingum eins og sjúkraskýrsl- ur eiga víst að vera. Og því er alit gert sem hægt er til að íslendingar vaði í villu og þoku um það hve miklu „besta fiskveiðistjórnunar- kerfi heims“ hendir af fiski í sjóinn. Og svo eru það fyrirtækin sem alltaf eru að gleypa hvort annað. Hér á landi sem annars staðar sjáum við í hverri viku uppörfandi forstjóra brosa fram í sjónvarpsvélar og lofa því að sú mikla hagræðing og efling og styrking sem nú er í vændum þeg- ar fyrirtækin sameinast muni alls ekki leiða til þess að fólki verði sagt upp og því síður til þess að fram- leiðsla og önnur starfsemi verði flutt frá einu byggðarlagi til annars eða úr landi. Og allir þykjast taka þessar „upplýsingar" góðar og gildar þótt allir viti að eftir tvær vikur, tvo mánuði eða tvö ár verði búið að svíkja öll þessi loforð. Árni Bergmann Með og á móti Hættulegt lýðræðinu og viðskiptanefnd niður? Pólitískur ágreiningur * „Ummæli • Péturs H. Blöndal um tilgangsleysi ■111' starfs efnahags- og viðskiptanefndar, hefur vakið mikla athygli. Eðlilega eru ekki allir þingmenn tilbúnir að skrifa upp á þessi orð, en Pétur stendur fastur á sínu. „Ég hef fyrst og fremst ver- ið að gagnrýna störf nefndar- innar en ekki leggja til að það eigi að leggja hana niður. Ég tel það hættu- legt fyrir lýðræðið og hættulegt fyrir almenning í landinu að sami aðili sé að semja lög og breyta þeim. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæöisflokki. nefndar angri.“ Það eru oft sömu stofanim- ar og embættismennirnir sem eiga að semja lögin og framfylgja þeim. Ég er alls ekki að leggja til að það eigi að leggja niður efnahags- og viðskiptanefnd, ég er eingöngu að gagnrýna þau vinnubrögð sem er í gangi. í þessu tilfelli liggur of mikO vinna á bak við störf í skilar of litlum ar- „Ég veit ekki i hvað vakir fyrir alþingismanni sem leggur til að leggja niður nefnd Alþingis. Mér sýnist sá hinn sami hafa lagt niður eigin dómgreind. Hann er að gera lítið úr störfum nefndar sem verðskuldar annað og meira. Að minum dómi hefur efna- hags- og viðskiptanefnd starf- að vel. Menn eiga að fara var- lega í að gera lítið úr störfum Alþing- is nema það séu fyrir því ríkar ástæð- ur og svo tel ég ekki vera í þessu til- felli. Við eigum að sameinast um að Ogtnundur Jónasson, Vinstrihreyfingu - grænu framboöi. efla störf þingsins og gera það sjálfstæðara gagnvart fram- kvæmdavaldinu og þar hafa ekki síst hlutverki að gegna stjórnarþingmenn á borð við Pétur H. Blöndal. í gegnum þingið hafa runnið mál sem hefðu þurft miklu betri um- fjöllun eins og t.d. gagna- grunnsmálið og kvótakerfið. Ég tel þessa hugmynd til komna vegna pólitísks ágrein- ings en ekki vegna faglegra vinnu einstakra nefnda. Gagnrýni þingmannsins tel ég vera fyrst og fremmst pólitíska og hitta fyrir þá ríkisstjóm sem hann styður." Undanfariö hafa veriö nokkrar deilur vegna ummæla Péturs H. Blöndals um gagnsleysi efnahags- og viöskiptanefndar. Að breyta ruglinu... ..vegna þess að ég hafði þar engin áhrif og því skipti það engu máli hvort ég sat í nefndinni eða ekki. Það er í þessari nefnd eins og i öllu öðru á Alþingi, þingið sjálft ræður engu. Það getur komið fram með einhveijar smábreytingar ef það getur sýnt fram á að eitthvað í frumvarpinu sé algert rugl. Þá geta menn knúið fram breytingar á rugl- inu en öðru ekki. Stefiiumörkunin fer fram hjá þeim sem semja frum- varpið. Og það eru engin frumvörp sem þingmenn semja sjáifir, afgreidd sem lög, nema þá eitthvað mjög ómerkilegt.“ Pétur H. Blöndal, alþingismaöur, í Degi 25. júll 2000. Ekki gerræðisleg vinnubrögð „Það er auðvitað ekki auðvelt að sitja undir ásökunum um það að ég hafi beitt gerræðislegum virmu- brögðum og ég get ekki fallist á það. Ég vona bara að þetta þurfi ekki að koma í veg fyrir gott samstarf allra í miðborginni en það er meginmarkmið miðborgarstjórnar að efla miðborgina fyrir alla og við vorum að vona að þetta væri einn liðurinn í því.“ Kristín Einarsdóttir, frkvstj. miöborgar- innar, I Morgunblaðinu 25. júll 2000. ISDN til Eþíópíu? „Leiðtogar átta helstu iðnrikja heims hafa komist að stórmerkri nið- urstöðu í málefnum þriðja heimsins. Þróunarlöndin þurfa að verða þátt- takendur í upplýsingabyltingunni til að auka hjá sér hagvöxtinn og bæta þannig lífskjör íbúanna ... því fleiri baud því meiri velmegun og albest er auðvitað að fá ISDN-tengingu, t.d. á ruslahaugana i Manila og þurrka- svæðin í Eþíópíu." murinn.is 24. júll 2000. Stúdentar í vanda „Mjög margir stúd- entar eiga í húsnæðis- vanda og hann fer vaxandi. Þrátt fyrir hraða uppbyggingu Stúdentagarða undan- farin ár anna þeir ekki hinni miklu eft- irspum. Ástandið á hinum almenna markaði er afar slæmt, lítið er um laust húsnæði og verðið mjög hátt.“ Eiríkur Jónsson, formaöur Stúdenta- ráös, I Degi 25. júll 2000. hvers kyns hrottaskap við að koma ólöglegum innflytj- endum úr landi og reglu- lega berast fréttir af fólki sem látist hefur við slíkar aðgerðir. Þetta kallast ekki þjóðremba. Innflytjenda- stefna Haiders er það hins vegar, enda er hann frá Austurríki eins og Hitler og talar vel um hann. Eins er það ógnun við heimsfriðinn ef ríki á borð við Líbýu eignast kjarnorkuvopn, enda þótt Bandaríkin eigi allar stærstu sprengjurnar. Samt hefur Líbýustjórn aldrei staðið að loftárásum á Bandaríkin, en Banda- ríkjamenn hafa verið iðnir við að sprengja um allan heim. Það er því miður enn langt í land með að stjórn- mál í heiminum fari að stjómast af algildum. Hin þjóðhverfa sýn á heiminn dafnar hins vegar eins og púkinn á fjósbitanum um þessar mundir. Sverrir Jakobsson Heimatilbúin verðbólga Þessa dagana er nokkuð rætt um verðbólguna sem blasir við öllum. Líklega hefur hún verið opinber- lega samtals um 10% sein- asta hálfa annað árið ef allt tímabilið er lagt saman. Kunnur erlendur hag- fræðingur hefur þessa stundina rætt þetta hér i dagblöðum og gert lítið úr. Þetta sé ekki til að hafa áhyggjur af. Það má rétt vera að hluta. Himinn og jörð munu ekki farast. Á hinn bóginn er aumt þegar stjóm- völd láta efnahagslífið fara svona úr böndum og allt er látið reka áfram, oft jafnvel stjórnlaust. Þessi erlendi hagfræðingur er því frekar að verja og afsaka ríkisstjórnina en að tala um góða og ábyrga hagstjóm. Hann vill vera kurteis en gerir illt verra. Þessa 10% verðbólgu samtals síðasta eina og hálfa árið er ekki hægt að af- saka. Það veit þessi kunni hagfræð- ingur best sjálfur. Verðbólgan og kvótinn Þegar rætt er um núverandi ár- lega verðbólgu upp á 5-7% verður að byrja á gjafakvótanum. Hann var mjög til að auka verðbólgu en hún var bara öll falin i bili með erlendum lántökum. Það hefur alltaf verðbólgu í for með sér þegar peningar em prentaðir án þess að raunveruleg verðmæti standi þar á bak við. Gjafakvótinn var ekkert annað en Lúðvík Gízurarson hæstaréttarlögmaöur pappír eða bréf frá ríkis- stjórninni þar sem hand- hafi bréfsins fékk einokun- arrétt til fiskveiða á ákveðnu magni eða tonn- um. Ekki er þetta annað en innstæðulaus ávísun nema litið sé á óveiddan fiskinn í sjónum sem bankainn- stæðu. Svo seldu viðtakend- ur gjafakvótans þennan ein- okunarrétt sinn útgerðinni sem tók erlend lán til að borga gjafakvótamenn út. Nú voru fyrri eigendur gjafakvótans komnir með tugi millj- arða í hendumar í íslenskum krón- um sem notað var í margvíslega eyðslu. Kvótamenn hafa t.d. verið að kaupa seinustu árin hús og íbúðir fyrir þetta gjafafé sitt úr ríkissjóði. Hækkun á verði íbúða og húsa vega kvótapeninga hefur svo valdið verð- bólgu sem kemur fram í útreikningi hennar. Þama er því augljóslega gott dæmi um beint samband á milli eyðslu og peningaframboðs frá við- takendum gjafakvótans og hækkun- ar íbúðaverðs. Þessi hækkun ibúða hefur valdið verulegri kjararýrnun hjá öllum þorra fólks sem ekki fékk gjafakvóta og raunar ekki heldur kauphækkun. Hún hefur verið tekin til baka með núverandi dýrtið. Svo hækka líka öll vísitölulánin vegna hærra verðlags. Venjulegt fólk skuldar því hærri fjárhæð en hefur sama kaup. Það var ekki hægt að af- henda takmörkuðum hópi fólks gjafakvóta upp á tugi eða hundruð milljarða nema skattleggja venjulegt fólk um sömu eða svipaða fjárhæð. Sá skattur er nú að koma fram í verðbólgu sem er kjararýmun fyrir allan almenning. Svo mun krónan falla með þessari heimatilbúnu verð- bólgu og vitleysu. Falli krónunnar er frestað um stund með hókus pókus aðgerðum, svo sem uppkaupum á henni og miklum erlendum lántök- um. Erlendi hagfræðingurinn, sem hér dvaldi, benti réttilega á að miklu hærri vextir á Islandi en í næstu ná- grannalöndum sogi hingað lánsfé í bili. Það veldur líka þenslu og verð- bólgu. Allt er þetta heimatilbúinn vandi. Brottkastið Ekki er svo hægt að tala um verð- bólguna nema tala um mikið brott- kast á fiski sem nú er orðin opinber og viðurkennd staðreynd. Þar á gjafakvótinn stóra sök. Menn vilja aðeins koma með dýran fisk að landi en fleygja öðru í sjóinn aftur. Vilja ekki skerða dýran kvóta með verð- minni fiski. Þótt margt valdi verðbólgunni í dag þá er gjafakvótinn þar mjög áhrifaríkur. Með honum voru prent- aðir peningar án annarrar innstæðu en í óveiddum fiski í sjónum. Aö fornu og nýju hefur verðlaus pen- ingaprentun alltaf valdið verðbólgu. Svo er enn. Lúðvík Gizurarson Ekki er þetta annað en innstœðulaus ávísun nema litið sé á óveiddan fiskinn í sjón- um sem bankainnstœðu. Svo seldu viðtakendur gjafakvótans þennan einokunarrétt sinn útgerðinni sem tók erlend lán til að borga gjafakvótamenn út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.