Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Qupperneq 6
Að undanförnii hefur Javier Gíl, einn virtasti listamaður Suður-Ameríku, dvalist á íslandi. Hann fæddist í ríkur lýtalæknir lýtalæknir. Ég tók auövitað ranga ákvörðun,“ segir Javier og rekur því næst upp mikinn hrossahlátur. „Pen- ingar eru mér ekki mikilvægir, þó þeir óneitanlega skipti einhverju máli, maður verður nú að hafa í sig og á. Ég vinn hins vegar ekki út frá lögmálum markaðarins." Javier er mjög þekktur listamaður í heimalandi sínu. „Fólkið þar virðir mig sem listamann og mætti segja að ég sé óskabam listaheimsins í Úr- úgvæ. Sumar myndimar minar í gegn- um tíðina hafa verið umdeildar upp að vissu marki, enda mundu sumir kalla þær klám,“ Javier er hins vegar harð- ur á því að kalla þær erótík. „Það varð mér hins vegar ekki til framdráttar upp á ferilinn að ég var aldrei fyllilega ánægður í Úrúgvæ og var útþráin sterk. Því hef ég variö miklum tíma á erlendri grundu og þá helst í Argentínu, Þýskalandi, Portúgal og Spáni, auk íslands." Sírenusöngur íslenskra meyja „Spánn er nafli alheimsins. Þar vilja allir dvelja til lengri eða skemmri tíma. Þar hef ég dvalið stóran hluta ævi minnar og á þar m.a. eina dóttur," en Javier á einnig tvær aðrar dætur sem dvelja hjá mæðmm sinum í Úr- úgvæ. „Á Spáni hitti ég kæmstuna mína, hana Ásdísi. Þegar maður verð- ur ástfanginn verður sú tilfinning ekki auðveldlega hamin og maður myndi elta hana á hjara veraldar. í mínu til- viki dró þessi tilfmning mín mig til Is- lands." Sírenusöngur íslenskra ungmeyja getur verið sterkur og í tilviki heims- homaflakkarans Javiers var hann svo sterkur að hann á sér þá ósk heitasta að setjast að á Islandi til frambúðar. „Ég vil róa mig og koma mér vel fyrir. Ég er orðinn þreyttur á óstöðugu lífi listamannsins og vil meira öryggi. Þetta em sjálfsagt merki þess að ég er að eldast.“ Þegar Javier er spurður hvar hann sjái sig eftir 20 ár segir hann: „Ég sé mig fljúgandi flugvél yflr íslandi. Ég er þar meö börnunum mín- um og við borðum sælgæti og erum ekki í öryggisbeltum. Ég er ekki farinn að læra flug en ég tel mig geta lært það á einum degi. Ef maður dýrkar eitt- hvað þarf ekki að eyða löngum tíma í að læra það.“ Þó má vera að flugmála- yflrvöld sjái málið í öðm ijósi. íslendingar mjög suðrænir Útgeislun Javiers er mikil og skin lífsgleðin úr augum hans og i gegnum Javier Gil er það merkilegur myndlistarmaður að þegar nafnið hans er ritað á leitarvél Alta Vista koma upp 660 síður en til samanburðar fær Erró 162 síður á sömu leitarvél. hverja setningu sem hann lætur út úr sér. Nærvera hans ein getur því lýst upp dimmt herbergi og komið öllum þar inni til að brosa. „Ég er mjög op- inn enda er það mér meöfætt, ég gæti ekki verið öðravísi. Ég á mjög auðvelt með að snerta sálir fólks. Um leið og ég kom til íslands var mér strax vel tekið af fólkinu og hef ég eignast marga góða vini hér. Ég fann það strax að þrátt fyr- ir að íslendingar séu á fullu í lífsgæða- kapphlaupinu hafa þeir samt ekki tap- að mannlegu hliðinni. Mér finnst Is- lendingar að því leytinu til líkjast Suð- ur-Ameríkubúum meira en hinum Noröurlandaþjóðunum. Einnig finnst mér margt annað í fari íslendinga vera mjög suðrænt. Hvemig þeir tala og ganga, og hvemig þeim verða á mis- tök. Þetta fmnst mér allt mjög kunnu- legt.“ Þegar talið berst svo að munin- um á íslenskum konum og kynsystram þeirra í Úrúgvæ hefur Javier mjög ákveðnar skoðanir. „íslenskar konur hafa miklar áhyggjur af því hvernig þær koma öðram fyrir sjónir. Þær vilja því alltaf klæðast flottustu fótun- um, tala sem flest tungumál og vera bestar f öllu hvar sem þær koma. Kvenfólk í Úrúgvæ hefur ekki jafn há- leit markmið og mætti segja að þær séu veikgeðja enda er staða þeirra ekki jafn sterk og kvenna á íslandi, þó fer það batnandi eins og annars staðar í heiminum." Striplast í náttúrunni I fasi og framkomu minnir Javier stundum á rólegri útgáfu af ítalska brjálæðingnum Roberto Begnini. Báðir taka þeir lífinu með opnum örmum og tala einnig svipaða bjagaða ensku. Javier er likt og Begnini uppátækja- samur mjög og lætur ekkert stoppa sig þegar hann fær hugdettu, jafnvel ekki fótin sem hann klæðist. Nýlega var hann einn á ferð úti á landi og fékk þá hugmynd að hann ætti að heimsækja landið á annan hátt en venjulegur túristi. Hann stillti þvf upp myndavél sinni og háttaði sig þvi næst þar til hann var jafn nakinn og daginn sem hann fæddist. Hann hoppaði og skopp- aði þvi næst um í drykklanga stund og hafði litlar áhyggjur af mannferðum, sem voru blessunarlega engar þetta skiptið. „Einn dag ætla ég að sýna þessar myndir þvl þetta er auðvitað list. Ég var einfaldlega að túlka þær til- finningar sem ég upplifði þama. Ég vildi vera hluti af landslaginu því ekki sér maður klett í peysu,“ útskýrir Javier sem hyggst halda sýningu á verkum sinum hér á landi innan skamms. „Ég er ekki búinn að finna henni vettvang en ég vil halda hana á almennilegum stað. Vonandi þegar myndirnar era komnar í sýningu get ég selt þær því í dag er ég listamaður án bækistöðvar sem flýgur um á vængjum sínum án þess að snerta jörö- ina en ég vil eiga mér bækistöð hér á Islandi og þarf þá auðvitað að geta selt verk mín.“ Ekki eðlilegur „Ég reyni að gera allar athafnir mínar að meistaraverki. T.d. ef ég held veislu vil ég að hún sé meistaraverk. Það er ekki hægt að skilja listina frá lífinu. Þvi vil ég að allt sem ég geri i mínu lffl sé meistaraverk, samt er ég aldrei ánægður," segir Javier og byrj- ar því næst að syngja „I can’t get no satisfaction," og hlær svo ógurlega. „Ég vil líka að þetta viðtal sé af minni hálfu meistaraverk. Það er kannski Nokkrar myndir úr einkasafni Javiers Gils sem er án efa einn flippaðasti listamaöurinn á íslandi í dag. Montevideo, höfuðborg Uruguay, og segir þjóð sína dá sig því hann á að heita óskabarn listheimsins þar í landi. Javier er holdgervingur sérvitra listamannsins. Átti að verða „Þetta er nýjasta myndin mín,“ seg- ir Javier Gil og bendir á mynd eftir sig þar sem Hallgrimskirkja og ka- þólska kirkjan við Landakot bókstaf- lega faðmast. Því næst dregur hann fram hverja myndina á fætur annarri og baðar út höndunum og flissar þegar hann stoltur útskýrir hverja mynd fyr- ir sig. Það dylst engum sem sér mynd- ir Javiers að hann er mikill meistari í sinni grein og gæti jafnvel eftir 100 ár verið minnst sem einum að þeim stóra, á stalli með Picasso og Dali. „Ég hef mikið verið að teikna ímyndaðar goðsagnakenndar byggingar en eftir að ég kom hingað til lands hef ég einbeitt mér að því að teikna reykvískar bygg- ingar. Ég geri það samt ekki á hefð- bundinn hátt, heldur blanda ég imynd- unarafli minu saman við raunvera- leikann og öðlast þá byggingamar eig- ið líf.” Átti að verða lýtalæknir Javier fæddist árið 1961 i Motevideo, höfuðborg Úrúgvæ en hann ólst að mestu upp í litlu sveitaþorpi ásamt systkinum sínum sínum sjö. „Strax þegar ég var ungur að árum kom í ljós að ég hafði mikla hæfileika í að vinna með höndunum. Pabbi minn, sem er skurðlæknir, vildi að ég yrði ríkur Málverkiö Les sataniques (1997) ætti aö vera nóg til þess aö íslenska þjóöin kynni Javier Gll fyrir Hrafni Gunnlaugssyni. tví farar Anna Kournikova tennisstjarna. Rakel Ogmundsdóttlr fótbolta- stjarna. Að vera stjama í íþróttum þarf ekki endilega að vera gaman. Þó frægð og frami og peningar fylgi jafnan þurfa flestar stjörnurnar að burðast með eitthvað sem fylgir frægðinni. Rakel Ögmundsdóttir þarf að burð- ast með það að þegar hún spilar fótbolta þá spilar hún með Guð á bak- inu á meðan Anna Koumikova þarf að takast á við þá staðreynd að vera þekktasta tenniskona heims en hefur samt aldrei unnið mót. Fyrir utan það að vera nákvæmlega eins í útliti voru þær báðar að hafna góö- um tilboðum í vikunni, Rakel vildi ekki spila fótbolta hjá stórliðinu Lazio og Koumikova harðneitaði að sitja fyrir nakin. Þetta er lítill heim- ur. 6 f Ó k U S 28. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.