Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Page 8
Kántríhátíð Hvar: Skagaströnd. Hver skipuleggur: Kántrikóngurinn Halibjörn Hjartarson er heilinn á bak viö þetta allt saman. Hvaö er í boöi: Maggi Kjartans og hljómsveit (óbyggöirnar kallal), Snörurnar verða I miöaldra kántristuði, Buffalo Wayne kemur alla leiö frá Lux til aö spila, Rut Reginaids syngur, Jói Ólafs kennir línudans, Gummi Brynjars heldur gospelmessu og 35 manna þjóölagasveit frá Svíþjóö spilar, aö ógleymdum kántrikónginum sjálfum sem treöur upp viö mikil fagnaöarlæti. Hvaö meira: Þetta er alveg nóg. Fyrir börnln: Barnaskemmtanir, marhnútakeppni, tívolí, varðeldur og flugeldasýning. Hvers er sárt saknaö: Hvar er Johnny King? Stemning: Fjölskyldan dettur í það saman. Mamma I þlússu og til í að tjútta en pabbi í kúrekagallanum meö pelann á lofti og tilbúinn aö skjóta í allt sem blotnar. Börnin eru sátt en eiga eftir að ásaka mömmu og pabba fýrir slæmt uppeldi þegar þau komast á miðjan aldur. Hverjir eiga aö mæta: Aðdáendur Bjarna Dags og allir þeir sem vilja gera eitthvaö fríkað um verslunarmannahelgina. Hverjir eiga ekki aö mæta: Þungarokkarar, teknóbolt- ar og teknótæfur ættu ekki aö fara út fyrir 101 Reykjavík þessa verslunarmannahelgina. Aöstaöa: Tjald- stæöi, gisting í Kántribæ og Hótel Dagsbrún. Svo er hægt að fá sér suddalegan borgara í Kántrlbæ og baöa sig í klórflippi á Skagaströnd alla helgina. Ferðir: BSl heldur uppi reglulegum ferðum norður í land. Hvaö kostar: 1500 kall á haus í hverju tjaldi (ókeypis fyrir yngri en 10 ára) og klassískt ballverð á dans- leikina. Hvar: Á Siglufiröi. Hverjir skipuleggja: Siglufjaröarbær. Af hverju: Svo gamla fólkiö hafi eitthvaö aö gera. Hvaö er þaö: Fólkiö sem viö lokum inni á elliheimilum og bíöum eftir aö drepist. Hvaö er í boöl: Sjóstangveiöi, dansiböll, siglingar, söfn og sýningar. Hvaö meira: Á hverju kvöldi, kl. 21, er söng- og skemmtidagskrá á torginu. Fyrir börnin: Leiktæki, leikrit og alls konar barnasprell. Hvers er sárt saknað: Æskunnar. Stemning: Amma og afi segja hlutina nú breytta frá því þau voru ung en það skipt-' ir engu hvað þau tuða, það eru allir löngu hættir að hlusta. Hverjir eiga aö mæta: Gamalt fólk og barnabörnin. Hverjir eiga ekki aö mæta: Ungt fólk sem vill lifa lífinu lifandi og án tengsla við fortíðina. Aðstaöa: Tjaldstæði, hótel og allt þetta vanalega. Feröir: Rútur og aft- ur rútur. Það vill enginn fljúga þangað. Hvaö kostar: Fyrir 3500 kall fæst armband sem veitir aðgang að öllum herlegheitunum. Unglingaiandsmót UMFI Hvar: Patreksfirði, Bíldudal ogTálknafirði. Hverjir skipuleggja: UMFI og Hrafna-Flóki. Af hverju: Landsmótið er haldið á tveggja ára fresti og það eru vist liðin tvö ár frá því síðasta. Hvaö er í boði: Keppni í öllu fyrir þá sem vilja keppa en hinir verða að horfa á og mæta á unglingaböllin. Fyrir börnin: Hoppkastali og andlitsmálun. Hvers er sárt saknað: Virðingarinnar sem UMFÍ naut hér á árum áður. Stemning: Fyrstu þrír á verðlaunapallinn hlæja og brosa en restin grætur á meðan graðir unglingspilt- ar gefa skít i allt keppniskap því þeir eru ekki bara mættir til að taka þátt heldur vilja þeir skora. Hverjir eiga að mæta: Graðir unglingspiltar og foreldrar saklausra stúlkna. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fólk sem reykti hass fýrir þijátíu árum og hefur haldið í hippahug- sjónirnar sem lögðu ungmennafélagsandann i rúst. Aöstaöa: Tjaldstæði í öllum þrem bæjunum ásamt gistiheimilum og sundlaugum. Feröir: Rútuferðir á milli staðana og frá BSÍ. Hvaö kostar: Keppendur, mega bara vera á aldrinum 11-16 ára, borga en það kostar vist ekkert að horfa. Mjólkurgleðí | Hvar: Staðarfelli í Dölum. Hverjir skipuleggja: SÁÁ og Dalabyggð. Af hverju: Svo þurru alk- | arnir og fjölskyldur þeirra eigi griöastað yfir hátið fyllirís og nauðgana. Hvað er þaö: Verslun- j armannahelgin: Andstæða hátiðar Ijóss og friðar. Hvaö er í boði: Hljómsveitin Karma spilar fyrir dansi öll kvöld eins og hún hefur gert i gegnum árin. Fyrir börnin: Leiktæki, hestar, leik- 1 ir, andlitsmálun, iþróttamót og Alanon-fundir. Hvers er sárt saknað: Uxa '95, Atlavíkur ‘84, Saltvíkur '73 og allra þessara fylliría sem gestirnir halda að þeir muni eftir. Stemning: Fyrsta kvöldið er I lagi. Börnin eru að fíla mömmu og pabba edrú þó þau trúi því varla að pabbi sé ■ hættur að berja þau. Á laugardagskvöld eru foreldrarnir byrjaðir að keðjureykja og á sunnu- dag vilja allir flýja og mæta sínu eigin karma en AA-ráðgjafarnir bjarga þeim sem vilja láta bjarga sér. Hverjir eiga aö mæta: Þau sem hafa drepist á fleiri en þrem útihátíðum og lamið börnin sín en eru nú hætt að drekka og berja. Hverjir eiga ekkl aö mæta: Þeir sem enn drekka og beija börnin sín og hafa hvorki vilja né getu til að hætta því. Aðstaða: Tjaldstæði, snyrtiaðstaða, sjoppa i Staðarfelli og ókeypis í sund á Laugum. Ferðir: Rútur frá Síðumúla 3-5 föstudag kl. 19 og svo heim aftur með rútunni kl. 16 á mánudag. Hvaö kostar: 4000 kall fýrir fullorðnar fylli- byttur en fritt fyrir aðstandendur, yngri en 13 ára. rSæludagar í Vatnaskógi Hvar: Vatnaskógur. Hverjir skipuleggja: Kristilegir skátar með hnif og skæri og nýkúluðu Biblíuna. Af hverju: Af þvi að nýja p> Biblían er miklu skemmtilegri en sú gamla. Hvaö er í * boði: Jesú, Guð og heilagur andi í bland við tjútt, tra- lala, halelúja, fótboltamót, hæfileikakeppni, bæna- stundir, harmoníkuball, varðeldur, kassabílar, bæna- j stundir, tónleikar og guð má vita hvað. Hvaö meira: Eitt- hvað sem þeir kalla unglingadagskrá. Fyrir börnin: Þetta er allt fyrir börnin nema þá unglingadagskráin. | Hvers er sárt saknaö: Endurkomu Jesú. Stemning: Öll fjölskyldan kann aö syngja og syngur saman á milli þess sem hún grillar og pissar í kross. Hverjir eiga aö mæta: Sannkristnar fjölskyldur en ekki þessi lút- ersku kvikindi sem fermdu sig út af gjöfunum. Hverjir elga ekki að mæta: Djöfladýrkendur og kommúnistar. Aöstaöa: Upppöntuð gistiaö- staða og gomma af tjaldstæöum. Hægt er að éta inni í húsi ef það er rigning. Ferölr: Umferðarmiðstöðin kl. 18.30 á föstudag og heim aftur kl. 13 á mánudag. Hvaö kostar: 2500 kall á haus en fjölskyldan þarf aldrei aö greiða meira en 5000 kall. Dagurinn er á 1500. Hvar: Brekkubæ í (heimili Guðrúnar og | Gulla Bergmanns). Hverjir skipuleggja: Guörún og Gulli auö- vitað. Af hverju: Þau eru bara að fila allt þetta nýjaldardæmi. Hvaö er í boði: Grasatínsluferðir fyrir börn og fullorðna, sufi-dans, svitahof og alls konar námskeiö. Hvaö meira: Ken Cohen Qugong-meistari og Patrice Noli leiðbeinandamiö- ill eru hápunktarnir. Fyrir börnin: Þau dansa og labba og skemmta sér undir krafti jökulsins. Hvers er sárt saknaö: 1968 er árið sem allir gestir mótsins þrá aö komi aftur. Stemning: Venjulegt fólk með furöulegar húfur og indíánateppi j vafrar á milli tjalda í leit að sjálfu | sér. Þaö finnur sjálfan sigi hinum og þessum lifum og um tíma líð-1 ur þvi eins og leitinni sé lokið. En | henni lýkur auðvitað aldrei og helgin fer því bara í tjaldaráp og svitaböö með öðru leitandi fólki. Hverjir eiga aö mæta: Guðmundur Rafn Geirdal, Friður 2000 og þær konur sem þrá að finna gyðj- una í sér ásamt körlunum sem vilja finna það út að þeir hafi veriö kóngar i fyrra lifi. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fólk sem skilur ekki muninn á heilun og reiki og á ekki í teljandi vandræðum með sjálft sig. Þeir meðferðarfælnu ættu líka að foröast þessa hátíö því hér er allt sem þú segir túlkað sem leið til tjáningar. Aöstaöa: Tjaldstæöi oggistiheimilið Brekkubæ (s. 435 6820). Ferðlr: Rútur frá BSÍ til Hellna og öfugt. Hvaö kostar: Venjulegt verö á tjaldstæðin og svo eru gjöld fyr- ir námskeiö og allt sem er voöa spes. unai i 2000 Galtalækur Hvar: Galtalækjarskógi. Hverjir skipuleggja: IOGT og IUT. Hvaö er þaö: Bindindisfélög. Hvaö er í boöi: Undryð, hljóm- sveit Friðjóns Jóhannssonar og óþekktir trúbadorar. Hvaö meira: Örn Árnason, Karl Ágúst Úlfsson, Ómar Ragnarsson, messa frá Pálma Matt og danskennsla. Fyrir börnin: Söngv- arakeppnin, tívolí, hestaleiga, mínigolf, flugeldasýning og I varðeldur. Hvers er sárt saknað: Almennilegra skemmtiatriða. ! Stemning: Fullorðna fólkir mætir meö erfingja landsins á bindindishátíð en tekst þó aö smygla inn brennivíni og drepst þvi fyrir miönætti. Það er þá sem Galtalækjarstemningin er í algleymingi og pörun kynþroska barna hefst fýrir alvöru. Hverjir eiga aö mæta: Fullorðið fólk sem kann að smygla og börn sem vilja tjútta. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fólk sem vill bara fá að drekka sitt brennivin i friði fyrir fasískri lög- gæslu og verkafólk sem hefur ekki efni á helvítis aðgangs- eyrinum. Aöstaöa: Tjaldstæði með ágætis hreinlætisað- stöðu. Ferðir: BSl stendur með Galtaiæk. Hvaö kostar: I 5000 kall fyrir fullorðna og 4000 kall fyrir unglinga en | ókeypis fýrir börn. Hvar: Múlakoti, Fljóts- hlíö. Hverjir skipu- leggja: Flugmálafélag ; íslands. Af hverju: Svo ! flugdellumenn sinni fjöl- j skyldum sinum eitthvað á þessu ári. Hvaö er í boði: Flugsýningar og aftur flugsýningar. Hvaö meira: Ahh, fólk veröur vist aö skemmta hvaö ööru ef það er ekki að horfa upp i loftið. Fyrir börnln: Pabbi er allavega ekki að fljúga og ekki heldur I lax- veiði þannig að þau geta hangið í gamla kallinum. Hvers er sárt saknaö: Ja, mamma saknar náttúr- lega barnanna. Þau eru bara meö pabba og vilja ekkert meö kerlinguna hafa. Stemning: Alvörukarl- menni, feöur, þramma um staðinn og heilsa vinnu- félögunum eða þeim sem þeir vildu óska aö væru vinnufélagar þeirra. Konurnar krunka sig saman og flokkast undir það sem nýfemínistar kalla óbeint vændi. Þær eru bara með jtessum Ray Ban-töffur- um út af peningunum og hversu mikiö þeir eru aö heiman. Hverjir eiga aö mæta: Rugmenn og áhugamenn ásamt fjölskyldum. Hverjlr eiga ekki aö mæta: Flughrætt fólk, fráskildar konur og feministar. Aöstaöa: Tjaldstæbi og sjoppa. Ferölr: Þú verður bara aö fljúga eða keyra sjálfur. Hvaö kostar: Venjulegt tjaldstæðaverð. Halló Akureyri Hvar: Akureyri. Hveijir skipuleggja: Allir aðrir en I sýslumaður og bæjarstjórn. Af hverju: Af því þau vilja meira af Halló Akureyri. Hvaö er það: Besta fýllirí síðari ára. Hvaö er í boði: Grillveisla, götumark- aður, Land og synir, Greifarnir og Skítamórall. Fyrir börnin: Ávaxtakarfan, leiktæki, líkamsrækt og alls konar sprell. Hvers er sárt saknað: Fyllirísins I fýrra og ungs fólks, yngra en átján ára. Því er mein- aður aðgangur. Stemning: Foreldrar sem mættir eru á þessar fjölskylduhá- tíöir ráfa um í eirðarleysi af því að þeir þurftu að skilja börnin eftir heima þvi sýslumaður vildi ekki fá þau. Það eru þvi allir að ræða um hvern þeir ætli að kjósa í næstu kosning- um. Hverjir eiga aö mæta: Barnlaust fólk, eldra en átján ára. Hverjir eiga I ekki að mæta: Allir þeir sem eru eldri en átján ára. Aðstaða: Fjölskyldutjald- stæði fýrir þá sem eru eldri en átján ára. Spurt verður um skilríki. Feröir: Það s er reglulega flogið og keyrt til Akureyrar. Hvaö kostar: Venjulegt tjaldstæða-1 verð og ballverð á böllin sem haldin eru í Sjallanum og KA-heimilinu. Álfaborgarséns Hvar: Borgafiröi eystri. Hverjir skipuleggja: Borgarfjöröur og Fjaröaborg. Hvaö er í boöl: Dansleikir í Fjarðaborg, hagyrðingamót og útilegustuð. Fyrir börnin: Fótboltamót og æv- intýraferð. Stemning: Börnin leika sér, mamma og pabbi detta í það en amma og afi I kasta fram stökum. Hverjir eiga aö mæta: Börn, djúsboltar og hagyröingar. Hverjir eiga ! ekkl aö mæta: Fólk sem jtolir ekki hagyrðinga. Aöstaöa: Ágætis tjaldstæði. Feröir: | Rútuferðir frá BSl. Hvað kostar: Ókeypis að tjalda en allt annað kostar. Mývatn Hvar: Mývatn, Mývatnssveit. Hverjir skipuleggja: Ferðamálafélag Mývatnssveitar. Hvaö er í boöi: Hestar, Dettifoss, útsýnisflug, Sigga Beinteins og Grétar ðrvars, messa og útidansleikur með hljómsveitinni Kalk. Hvaö meira: Varðeldur, leirdúfuskyttirí, veiði, ratleikur, bátar og fuglaskoðun. Fyrir börnin: Limbó, bodsía, krikket, pokahlaup og allt þetta klassíska barnadæmi. Hvers er sárt saknað: Ósnortinnar náttúru. Stemning: Bitrir náttúruvernd- arsinnar skemmta sér með börnunum sínum sem þeir vona að verði herstöðvaandstæðingar og kjósi Vinstri græna. Hverjir eiga aö mæta: Vinstri grænir og aðr- ir þeir sem fyrirlíta stóriðju. Hverjir eiga ekki aö mæta: Þeir sem veittu námaleyfið við Mývatn um daginn. Aöstaða: Gistiheimili, hótel, veitingastaðir, I sundlaugar og tjaldstæði. Ferðir: Rútur frá BS(, Akureyri | stöðum. Hvað kostar: Það kostar ekkert inn á svæðið en ■ að tjalda og svo 800-1800 á hvern atburð. og Egils- 500 kall | Hvar: Neskaupstað. Hverjir skipuleggja: Heimamenn. Af I hverju: Fyrir hluta af verslunarmannahelgarkökunni. Hvaö I | er í boði: Todmobile, Selma, B.S.G., Buttercup, Vent og I Brján. Hvaö meira: Sundlaugadiskó, golfmót, blakmót, [ listflug, varðeldur og flugeldasýning. Fyrir börnln: Gunni 1 og Felix, Sigga Beinteins og leiktæki (eins og Selma sé fyrir fullorðnal). Hvers er sárt saknað: Álversins og white trash verka- mannanna sem því fylgja. Stemning: I fyrsta lagi er þessi hátíð styrjöld á milli blóðþyrstra ung- linga og ráðsettra fjölskylda sem létu heimahagana gabba sig til að sleppa Galtalæk. Svo veröa örugglega nokkrar nauðganir, svoldið ofbeldi, hrikalegt fyllirí og nóg af dópi. Hverjir eiga aö mæta: Þeir sem fóru á Halló Akureyri í fyrra. Þetta er sú hátíð sem kemst næst þvi glæsi- lega fýllirii. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fjölskyldur sem vilja ekki I verða fyrir unglingaböggi. Aöstaða: Tjaldstæði með afbragðsaö- stöðu, hótel og bændagisting. Feröir: Það ganga rútur austur yfir fjall en flugsamgöngur eru ekki upp á marga fiska. Hvaö kostar: | 1800 kall á böllin en annars ókeypis. Kirkjubæjarklaustur Hvar: Kirkjubæjarklaustri. Hverjir skipuleggja: Heimamenn. Af hverju: Klaustursbúar eru enn þunnir eftir Uxa ‘95. Hvaö er í boði: Ball með Sixties, flugeldasýning, flöldasöngur og sögust- und. Fyrir börnin: Ólsen Ólsen-keppni og boltaleikir. Hvers er sárt saknað: Uxa ‘95. Stemning: Venjulegt fjölskylduútilegufólk tjaldar allt í kringum Kirkjubæjarklaustur og nennir eiginlega ekk- ert að láta auglýsta dagskrá trufla sig. Það bara grillar, drekkur bjór og drepst að lokum inni i tjaldi. Hverjir eiga að mæta: Fjöl- skyldufólk sem drekkur bjór og kann að grilla. Hverjir eiga ekkl aö mæta: Einstæðingar og þær fjölskyldur sem þurfa almennilega dagskrá til aö geta skemmt sér. Aðstaða: Tjaldstæöi til fyrirmyndar, hótel og bændagisting. Feröir: Daglega frá Reykjavík kl. 8.30 og heim kl. 12.45. Hvaö kostar: Kostar að tjalda eða gista og inn á auglýsta dagskrá. \ Þjóðhátíð Hvar: Vestmannaeyjum. Hverjir | Ty skipuleggja: ÍBV. Af hverju: Til | að græða peninga á blóöþyrst- um Islendingum. Hvað er í | boði: Sálin, Á móti sól, Sól- dögg, Dans á Rósum, Skita- mórall og Eyjólfur Kristjánsson. Hvaö meira: Árni Johnsen er auðvitað með brekkusönginn og sér til þess að hommar séu ekki með uppsteyt. Fyrir börnln: Helga Braga, Steinn Ármann og Laddi. Þessi hátiö er annars ekki mikið fýrir börn. Hvers er sárt saknað: Stuðmanna og öruggrar brekku (jarðskjálftarnir hristu allverulega upp í Herj- ólfsdal og deildar meiningar eru um öryggi I dalsins). Stemning: Hlustendur FM og Mono j mæta og syngja „Stál og hnífur" með Bubba | af þvi að það er eins mikið rebel og það get- ur orðið. Svo eru Stígamót á staðnum og I taka á móti fórnarlömbum nauðgana en sjúkratjaldið er líka á sín- um stað fyrir alla þá sem fá kjaftshögg. Þetta er sem sagt alvöru útihátiö meö blóöi og drullu. Hverjir eiga aö mæta: Hlustendur FM og Mono og allir þeir sem fíla rammíslenskt sveitaball undir ber- um himni. Hverjir eiga ekki aö mæta: Fiölskyldufólk sem þykir vænt um börnin sin, Kol- brún Halldórsdóttir og hommavinir hennar. Að- staöa: Tjaldstæði og löggurtil aðrorjaþig fyrir barsmíðum. Feröir: Herjólfur og Rugfélag íslands sjá um að flytja í þig á staðinn. Hvaö kostar: 7500 kall fýrir j fermda, ókeypis fyrir gamalmennl og i ófermda. Hvítasunnuhátíð I Hvar: Rjótshlíð. Hverjir skipuleggja: Hvitasunnufólk. Af hverju: Til að fólk haldi sig hjá Guði þessa helgi sem aðrar. Hvað er í boði: Fyrirbænir, messur, tón- leikar og varöeldur. Fyrir bömin: Leikir, föndur, krist- infræði og barnapössun (svona ef mamma og pabbi I er algerlega frelsuð og gleyma sér atltaf hoppandi og trallandi á einhverjum samkomum). Stemning: Allir mæta á samkomur í svo trylltri gleöi að börnum og gamalmennum er ráðlagt að halda sig i burtu á meö- an á þeim stendur. Þess á milli eru allir vinir og kyssast og knúsast. Hverjir eiga aö mæta: Þeir sem eru freisaðir eða vilja frelsast. Hverjlr eiga ekki aö mæta: Þau ykkar sem þola ekki þetta helvítis djöfulsins ofsatrúarpakk og hommar og lesbíur. Þau ættu ekki aö láta sjá sig nema þau vilji afhommast eða aflessast. Aöstaöa: Það er allt til fyrirmyndar hjá Hvitasunnufólkinu. Tjaldstæði og svefn- pokapláss, sjoppur allur fjandinn. Feröir: Þaö fara rútur frá BSÍ en Hvitasunnu- fólk er svo gott að þú hringir bara í 487 8443 eða 487 8183 og segir halelúja og biður svo um að láta sækja þig. Hvaö kostar: 450 á tjaldstæðið en ef þú vilt setja barniö þitt í prógramm hjá barnapíum á meðan þú frelsast og svona borg- arðu 2600 kall. Hvar eru útihátíðirnar um verslunarmannahelgina? Hvað er í boði? Hverjir skemmta? Eru þeir nokkuð skemmtileg ir? konar fóik fer hvert? Hvert á "ó k al's ekki að fara? -\'em:c verður stemningin? Hvar verður mesta fylliríið? En dópið og slagsmálin' og kynlífið? Fókus veit allt um óetta oc; miklu meira til. Verslunarmannahelgin 200?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.