Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Blaðsíða 11
Alþingeyskí dúettinn Túpílakar gaf nýlega út diskinn „Grínlögin illu“. Dúettinn skipa
Oddur Bjarni Þorkelsson, sem syngur og semur alla textana, og Sigurður lllugason
sem spilar á gítar og syngur. Til aðstoðar er einvalalið úr sveitinni sem spilar á ýmis
hljóðfæri. Fókus sló á þráðinn til Húsavíkur og talaði við Odd.
UUir og Qótir
Það er létt yfir plötu Túpflakanna.
Þjóðlagastraumar eru allsráðandi,
Þokkabót og Súkkat eru nöfn sem koma
upp í hugann. Þeir láta vaða í fjörugum
sveiflum, sumum með írskum áhrifum
en ballöður má einnig fmna á plötunni.
„Ætli Radiohead og Hrekkjusvín séu
ekki uppáhaldssveitimar mínar," segir
Oddur og bætir við: „Ég hlusta lika mik-
ið á það sem Egill Ólafsson hefur kom-
ið nálægt og söngleikjatónlist. Ég er
alæta en frábið mér þó rapp.“
Oddur segir Túpflakana hafa fæðst á
leiksýningu þar sem þeir voru beðnir
um að semja eitt lag. Siðan hafi lögin
hrúgast upp og þeir að lokum látið und-
an þrýstingi að gefa þau út.
„Siggi hefur verið í ótal lókalsveitum
og er núna í þorrablótasveit Illuga. Ég
er hins vegar alveg grænn en hef gert
texta fyrir nokkrar sveitir, t.d. Fantasíu
og Byltingu."
Málari og leikstjóri
Þó Túpflakamir hafi spflað nokkuð
að undanfömu, þ.á m. í Kafffleikhúsinu,
hafa þeir atvinnu af öðru. Sigurður er
málarameistari en Oddur leikstýrir á
vetuma en hleður úr torfi og grjóti á
sumrin. Hann tók þátt í að hlaða Þjóð-
veldisbæ Áma Jónssonar á Grænlandi
í fyrrasumar og segist hafa verið á góð-
um launum. Hann grunar þó verktak-
ann um að hafa tekið meiripartinn af
þessum 70 millum sem fóm í verkið. Á
Grænlandi komu svo Túpflakarnir til
sögunnar, þessar útskomu ófreskjur
sem inúítarnir skera út í bein.
„Við vorum að leita að hlutlausu
nafni og upptökumaðurinn stakk upp á
Túpflakar því þeir em litlir og ljótir
eins og við. Þetta er fínt nafn þó flestir
misskilji það. Margir halda t.d. að við
heitum Túlípanar og það er í góðu lagi.“
Öfundsjúkur nöldurseggur
Skemmtilegheitin í lögunum fá
aukna dýpt í textum Odds. Hvaða betri
tækifæri gefast til að tjá skoðanir sínar
en í dægurlagatextum? íslenskt texta-
gerðarfólk virðist ekki alveg hafa fund-
ið hjá sér þörf fyrir að syngja um annað
en langanir klofsins síðustu árin en
Oddur er óhræddur og lætur ýmislegt
fjúka um ástand þjóðfélagsins og þær
fígúrur sem þar fari mikinn. Hvem
skyldi Oddur t.d. vera að syngja um í
laginu „Þau em súr“?
Ég er lítilmótlegur og Ijótur, meö
lœpulegt skegg, / líkar að lítilsviröa aðra
og leggja þeim lífsreglurmr um klœða-
burö. / Ég er alls ekki yfirboröskenndur,
einungis útlitsdýrkandi, / ég afneita eig-
in kynhneigð.
„Það þarf nú varla að nefna mann-
greyið á nafn,“ segir Oddur. „Ég tók
bara eftir því að hann er oft spurður um
hin ólíklegustu mál og svarar alltaf svo
ótrúlega glaðbeittur. Ég gat bara ekki á
mér setið. Annars er þetta bara svona
Séð og heyrt-texti og ömgglega saminn í
öfundsýki því það hefur aldrei komið
mynd af mér þar.“
Hver sér um tískulögreglustörf á
Húsavík?
„Það er engin löggæsla og því ríkir al-
ger óreiða. Fínar frúr í jogginggöllum
og háhæluðum skóm við og svona."
Góðærið á Húsavík
En hvernig virkar góöœrið á Húsavík?
„Það hlýtur að vera að virka vel. All-
ir em feitir og pattaralegir og betur
bflandi en ég. Svo em líka allir í sumar-
fríi nema ég svo, eftir á að hyggja, em
allir textarnir líklega samdir í öfund-
sýki. Annaðhvort það eða ég er bara
hreinn og klár nöldurseggur. Nei, í al-
vöm, þá em allir að syngja „Ég elska
þig“ og eitthvað svona, nema kannski
Bubbi, en maður trúir nú mátulega því
sem hann segir núorðið."
Hvað fannst þér skemmtilegast á
kristnihátíð?
„Mér! Við vomm með leiksýningu og
út af henni missti ég eiginlega af öflu
öðra. Við fengum mjög fáa áhorfendur.
Lögreglan staðhæfði að það væri ekkert
að gerast í þá átt sem við vorum og vís-
aði öllum í burtu.“
Túpflakarnir spfla eitthvað á næst-
unni, m.a. líklega í höfúðborginni seint
í ágúst. Svo leggst bandið af í haust.
Oddur er á leið í leikstjómarnám í
Englandi og Sigurður flytur suður. „Ég
vona þó að við gemm fleiri skemmtileg-
ar plötur og störfum meira með band-
inu,“ segir Oddur. „Það er svo skett-
legt.“
Bróðirinn enn í klandri
Lostavélin og soul-bróðir nr.
1, James Brown, er greinilega
orðinn kengruglaður. Nýlega
var hann kærður af starfsmanni
rafveitunnar i Karólínu-ríki sem
sakaði James um árás og mann-
rán.
Rafvirkinn var sendur heim
til James til að athuga raf-
magnsleysi sem hringt hafði
verið út af.
James kom til dyra og hélt á
jakkafötum á herðatré. „Það
þýðir að ég er erindreki ríkis-
stjórnarinnar og get læst þig
inni fyrir að læðast um á landar-
eign minni,“ sagði kóngurinn og
froðufelldi. Svo ógnaði hann raf-
virkjanum með eldhúshníf.
Það er ekkert nýtt að meistar-
inn komist i klandur. Hann var
lokaöur inni fyrir að ógna fólki
með byssu og eyddi tveim árum
í steininum.
Árið 1998 var hann kæröur
fyrir dóp- og byssueign og í
fyrra kærði fyrrum starfsmaður
hans hann fyrir kynferðislega
áreitni hafði tvær milljónir dala
upp úr krafsinu.
n
gott daginn eftir!
Þessar verslanir selja Samarin: Nóatún, Bónus, Hagkaup, Nýkaup, Fjarðarkaup, KÁ verslun, Samkaup og öll apótek.
28. júlí 2000 f Ó k U S
11