Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2000, Síða 12
... og þó svo að ég eigi enga raunhæfa möguleika á þvi að vinna á Ólympíuleikunum þá ætla ég að fara af því að ég náði lágmarkinu. Það er út af fyrir sig árangur sem ég er mjög ánægður með enda er núna margra ára draumur að rætast. Þegar ég var lítill og að byrja í íþróttum þá spurði fólk mig oft: „Hvað ætlar þú að gera þegar þú verður stór?“ og ég sagöi alltaf: „Ég ætla að ná íslenska Ólympíulágmark- inu. Og ef ekki þá ætla ég að ná einhverju öðru mjög sanngjörnu .. Iágmarki.“ Ég er orðinn mjög þreyttur á því hvað fólk gerir mikið grín að ís- lenskum íþróttamönnum. íþrótta- fólk í útlöndum nýtur miklu meiri virðingar, það fær að koma fram í spjaliþáttum, það auglýsir bjór og hóstasaft og það eru meira að segja gerðar styttur af frægu íþróttafólki í sumum austantjaldslöndum. Þaö er annað en hér. íslenska þjóðin myndi aldrei samþykkja að það yrði gerð stytta af Kristni Bjöms- syni nema í mesta lagi ef hann væri á kafi í snjóskafli með rass- inn upp í loftið. Alltaf sama gamla ... .. grínið Fyrir utan að vera íþróttamaður lifi ég mjög gefandi og hamingju- sömu lífi. Ég kynntist konunni minni á Glaumbar fyrir nokkrum ánnn og við fórum að vera saman upp úr því. Hún er stórglæsileg kona. Fjölskyldan hennar tók reyndar ekkert allt of vel í þetta vegna þess að konan mín hefur oft verið talin þroskaheft (sem hún er ekki). Hún þurfti þess vegna að fara í þroskamat til að fá að giftast mér en ég get sagt það með miklu stolti að hún náði .. lágmarkinu. Við búum í lítilli ósamþykktri íbúð í Breiðholtinu (sem nær því samt að vera íbúöarhæf) með dóttur okkar og hundinum Jesú. Dóttir okkar er mjög falleg og skemmtileg en óeðlilega smávax- in og skilur ekki mikið. Hún er orðin tíu ára en hún er á hæð við blómapott og hefur þroska á við Mick Pollock í Utangarðmönn- um. Kennarinn hennar vildi að hún væri látin sitja eftir í skól- anum til þess að hún gæti verið með jafnstórum krökkum (og jafnklárum) en við neituðum því al- veg. Það sem ég sagði er: „Á meðan hún nær öllum lögbundnum lág- mörkum þá á hún rétt á því að færast... .. upp.“ Viö látum engan troöa á okkur og okkar rétti. Við eigum bíl (sem fékk endurskoðun en ég geri mér vonir um að hann sleppi næst) og við kaupum aldrei matvörur sem eru komnar fram yfir síðasta söludag (ef þær eru merktar daginn áður þá er það í lagi). Rétt er rétt og rangt er rangt. Og ég náði Ólympíulág- markinu og ég ætla að fara á Ólympíuleikana. Ég ætla að ganga inn á Ólympíuleikvanginn, með ís- lenska fánann blaktandi í hend- inni, í hinum gullfallega fatnaöi sem var sérstaklega hannaður á ís- lensku ólympíufarana, og bera höf- uðið hátt. Ekki af þvi að ég sé kominn til þess að vinna heldur af því að ég náði helvítis lágmarkinu. Og ég er sannfærður um það að ef það væri keppt í lágmörkum I íþróttum þá væru íslenskir íþrótta- menn meðal þeirra fremstu í heiminum ... miöað við höfðatölu. í dag verður opnuð myndlistarsýningin Bezti Hlemmur í heimi. Hún er á vegum Alþjóða sýningarfélagsins - Exintern. Sýningin á sér stað á og við skiptistöðina Hlemm, eina helstu umferðar- miðstöð í Reykjavík. 9 listamenn taka þátt í henni og eru verk- in jafn ólík og þeir eru margir. í kvöld er haldið opnunarboð og eru allir hvattir til að miða strætóferðir sínar við það og vera mættir á réttum tíma í þessa ófægðu perlu Reykjavíkur. hjartað slð&r Hekla Dögg Jónsdóttir Innsetning í 6 blóma- kössum. íyar Valgarðsson Álpappírsrúlla, 2 m í þvermál, rúllar um. Birgir Órn Thoroddsen Tímaáætlun SVR, gjallarhorn um húsið. Hlynur Helgason „Ráðandi sjónarmið". Textahringir málaðir í stéttina. Lilja Björk Egilsdóttir „Vatnskeppir og loft- belgir“. Fylltir plastpok- ar dreifðir um húsið. Þóroddur Bjarnason „Nýjar hæðir - ný tæki- færi“. Vinnulyfta. wHKNuam , Sara Björnsdóttir Sögur af fólkinu á Hlemmi, hátalarar vegar. Særún Stefánsdóttir „Shoparf. Verslun með smálistaverk. Magnús Sigurðsson Broskarlar á klukku- skífu. 12 f Ó k U S 28. júlí 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.