Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2000, Síða 6
 Plötusnúöurinn Boris Dlugosch kaffærir Thomsen í housemúsík yfir menningarnótt. Flogin úr hreiðrinu íslendingar muna margir hverjir eftir hinni skeleggu Aðalheiði Ingu Þorsteinsdóttur, fréttamanni ríkis- sjónvarpsins. Aðalheiður þykir hafa góða rödd og er laus við alla hégóma- girni, ólíkt mörgum öðrum frétta- mönnum sem detta í pakkann að gera eigin persónu að stórum hluta frétta sinna. Aðalheiður hefur ekki sést á skjánum undanfarið en hún er ekki í sumarleyfi eins og svo margir aðrir fréttamenn Sjónvarpsins en þjóðin hefur áþreifanlega fundið fyrir því nú þegar hver hörmungardreifbýlis- fréttaritarinn á fætur öðrum er dreg- inn ótalandi með öllu inn á almennar fréttavaktir þar sem fjallað er um al- varleg mál í stað handónýtra héraðs- frétta. Þessi sama Aðalheiður hefur nú hins vegar sagt skilið við RÚV og er orðin verkefnisstjóri nýja MBA- námsins hjá Háskólanum í Reykjavík. Futurice Ministry of Sound ætlar að hljóð- prófa landann þegar Thomsen verður hertekinn á menningarnótt, 19 ágúst. Til stendur að breyta staðnum mikið fyrir þessa uppá komu og heimsþekktir plötusnúðar sjá um að fullnægja dansfíklunum. Eins og dyggir lesendur Fókuss vita verður mikil gleði á klúbbn- um Thomsen á Menningarnótt. Hin víðfræga umboðsskrifstofa, Ministry of Sound, er búin að fá til liðs við sig tvo erlenda plötu- snúða sem þeyta skífur sínar í kapp við íslenska. Annars vegar eru það Boris Dlugosch og hins vegar Phats and Small¥s sem munu trylla djammarana. Þekkt nöfn að utan Þetta eru þekkt nöfn úr dans- tónlistinni og mikil eftirvænting meðal þeirra sem við þá kannast. Þjóðverjinn Dlugosch hefur feng- ist við plötuspilun síðan 1986 og er talinn einn fremsti houseplötusnúður Evrópu. Hin síðari ár hefur hann bætt hip- hoppi og r&b við prógrammið og fengist við að pródúsera lög og endurhljóðblanda fyrir aðra tón- listarmenn. Segja má að hann beri ábyrgð á frægð Moloko, en hann samdi og rímixaði lagið „Sing it back“ sem kleif alla vin- sældalista og heyrist enn á öldum Ijósvakans. Tvíeykið Phats and Smalls þarf vart að kynna og stefnir það nú hraðbyri að því að verða vin- sælasta dansgrúppa Evrópu. Þeir hafa meðal annars gefið út lögin Turn around og Feel good sem eru útvarpshlustendum að góðu kunn. íslensku snúðarnir Ámi Einar, Margeir og Frímann eru allir miklar kempur á danssenu landsins og verða þeim erlendu til stuðnings. Leikur á Fókusvefnum Til stendur að breyta Thomsen mikið fyrir kvöldið og verða flutt til landsins um eitt og hálft tonn af hljómtækjum, sérhönnuð til þess að skelfa hljóðhimnur við- staddra. Einnig verður heljarinn- ar ljósa- og leysigeislasjó fyrir gesti, jafnt innandyra sem utan. Herlegheitin hefjast um 23 en dansinn dunar til morguns og hættir ekki fyrr en feita konan (sem verður líklega orðin tálguð til eftir brennslu næturinnar) syngur. Fókus mun standa fyrir leik í tengslum við uppákomuna og verður ýmis varningur, merktur „Ministry of Sound“, í verðlaun, s.s. geisladiskar, jakk- ar, hattar og bolir. Leikurinn hefst á mánudag og fer fram á Fókusvefnum, á slóðinni vis- ir.is. Meira verður fjallað um dagskrána á Thomsen i næsta eintaki af Fókus. Keppnin um herra ísland verður haldin á Broadway þann 23. nóvember. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin er haldin og virðist áhugi karlpeningsins á keppninni stöðugt fara vaxandi. Sigurvegari keppninnar fer í ekki ómerkari keppni en Male of the Year - Manhunt International á næsta ári. Fókus hafði samband við Ægi Örn Val- geirsson, núverandi herra ísland. Stórviðburður helgarinnar og stór- tískuviðburður þessa árs er án efa Futurice-sýningin sem haldin verður nú um helgina. Fólk í tískuheiminum heldur vart vatni af spenningi yfir að hitta allt fína fólkið utan úr heimi og sýna því hvemig við íslendingar emm nú endanlega búnir að koma okkur á kortið. Nú berast þær sögur að ýmsa óvænta leynigesti muni bera að garði og það nafn sem hvað oftast hefur ver- ið nefnt í vikunni er stórhollywood- leikarinn George Clooney sem ku ætla að birtast óvænt. Annars hefur Fókus fengið veður af því að þær syst- ur, Hrafnhildur og Bára, hyggist standa fyrir hörku Futurice-partíi á Thomsen á laugardagskvöld. Segir sagan að boðsmiðar séu í gangi í þessu hörku VlP-partýi en meðal annars mun Gus Gus sjá um tónlistina. Jón Steinar Gunnlaugsson Ron Jeremy klámmyndalelkari. hæstaréttarlögmaöur. Tvífararnir hafa átt mikilli velgengni að fagna, hvor á sínum starfs- vettvangi. Það verður samt að viðurkennast að í útliti eru hæstaréttar- lögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson og klámmyndaleikarinn Ron Jeremy sláandi líkir. Sem einn snjallasti lögfræðingur landsins og mað- ur stórra orða á Jón Steinar sér marga óvildarmenn og pólitíska andstæö- inga. En Jeremy hefur uppskorið mikla öfund í klámbransanum, enda riðið meira en Sigurbjöm Bárðar og smurt ófáa hryggi i þeim þúsund pomómyndum sem hann hefur leikið í um ævina. Þannig mætti segja að báðir hafi þeir verið mikið á milli tannanna á óskammfeilnum kjaftakerl- ingum, Jeremy þó í ögn bókstaflegri merkingu en Jón Steinar. eitað að fallegjjstu karlmönnum Islands Óskað eftir ábendingum Forkeppni verður haldin víða um land og er óskað eftir ábendingum um unga og flotta karlmenn sem fólk heldur að verði landi og þjóð til sóma sem herra Island. Fyrir stóru keppnina þurfa guttamir að koma sér í form, fara í líkamsrækt og ljós og læra að koma fram. í sjálfri keppninni fáum við svo að sjá her- legheitin í tískufótum, á boxers og spariklæönaði. Gefandi að taka þátt „Keppnin er mjög gefandi og mað- ur lærir alveg heilmikið á þessu,“ segir Ægir, sigurvegari keppninnar í fyrra, og það er ekki laust við það að blaðamanni finnist sem hann hafi heyrt þessi orð áður. „Að vera í svona keppni eflir sjálfs- traust manns og sjálfsöryggi þannig að það er margt sem maður fær út úr þessu. Ég held að allir hafi gott af því að taka þátt í svona keppni." Af hverju ákvaðst þú aö taka þátt í keppninni um herra ísland? “ Það var nú bara þannig aö það var bent muiv VI uic ICOI.VIU VUIIUIII "«nui uivga i á mig. Þegar haft var samband við mig þurfti ég auðvitað að hugsa mig vel um en svo ákvað ég að slá til. Ég hafði aldrei prófað neitt þessu líkt, aldrei verið að vinna sem módel eða eitthvað svoleiðis," segir Ægir. Flestir sem taka þátt í fegurðar- samkeppni eru sammála um ómet- anlegt gildi hennar og keppendur tengjast þar gjarnan órjúfanlegum vinaböndum. Haldiö þiö strákarnir, sem voruð í keppninni í fyrra, sam- bandi? „Við erum ágætis kunningj- ar. Við höfðum allir mjög gaman af þessu og það myndaðist aldrei okkar maöur taki þetta. neinn rígur á milli okkar.“ Ægir Öm er þessa dagana að undirbúa sig fyrir Male of the Year keppnina sem haldin verður í Singapúr í september. „Já, ég er á æfa mig þessa dagana, er í líkams- rækt og svona og er að æfa fram- komu mína. Maöur þarf að vera með eitt skemmtiatriði og er að græja mig í þaö.“Ertu stressaður? „Já, svona smá. Maður fer nú samt bara þarna út til þess að gera sitt besta. Ég hlýt að eiga sama séns og aðrir,“ segir Ægir að lokum en við hin fylgjumst spennt með. Keppnin um Herra ísland verður stöðugt vinsælli enda virðast karl- menn vera búnir að fatta að titillinn herra ísland er ávísun á spennandi framtíð og aðdáun ungra kvenna. Þeir sem unnið hafa keppnina hing- að til em þeir Þór Jósefsson, sem vann fyrstu keppnina árið 1996 og hefur frá því verið mjög sýnilegur í íslensku skemmtanalífi (reyndar þannig að mörgum þykir nóg um), Reynir Logi Ólafsson, Andrés Þór Björnsson og Ægir örn Valgeirs- son sem vann titilinn í fyrra. Allir hafa þeir eitthvað verið viðriðnir módelstörf eftir sigurinn þannig að það gefur augaleið að titilinn hjálp- ar mönnum. Sigþór Ægisson lenti í öðru sæti í fyrra og hann hefur verið í New York og Mílanó síðan á fullu í módelbransanum. Keppendur þurfa að vera á aldr- inum 18-30 ára sem er nokkuð rýmra aldursbil en hjá stúlkum í ungfrú ísland keppninni sem mega ekki vera eldri en 24 ára. Mælst er til þess að keppendur séu ekki lægri en 180 cm. f Ó k U S 11. ágúst 2000 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.