Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 2
18 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Kristján Guðmundsson, þjálfari 2. deildar liðs Þórs: - sem ég hef lent í. Aðstaðan á Akureyri ekki boðleg til knattpyrnuiðkunar Kristján Guðmundsson er þjálf- ari 2. deildarliðs Þórs í knatt- spymu, en árangur liðsins hefur vakið verðskuldaða athygli í sum- ar. Þór hefur unnið alla sína leiki í 2. deildinni eða alls 14 talsins. Þeir unnu síðast KÍB 3-1 á heimavelli. Fyrir 14. umferðina var það orðið ljóst að Þór yrði 2. deildarmeistari. Þjálfaraferill Kristjáns Kristján byrjaði að þjálfa yngri flokka ÍR í 10 ár samfleytt, var með alla flokka Vals í þrjú ár og var að- stoðarmaður Kristins Björnssonar með meistaraflokk Vals 1994 og 1995. Kristján tók svo við ÍR-liðinu 1995 eftir að lR hafði tapað 5 leikj- um og þjálfaði með Braga Bjöms- syni. Árið 1996 var hann síðan þjálfari ÍR. Tímabilið 1997-98 var hann hjá Malmö i Sviþjóð og sinnti þar ýmsum störfum, eins og knatt- spyrnuskóla og unglingaþjálfun. Kristján kom síðan til Þórs áramót- in 1998-1999. Erfiðasta starfið Hvernig er að starfa fyrir Þór? „Þetta er erfiðasta starf sem ég hef nokkurn tíma lent í. Þetta er erfiðasta umhverfi sem ég hef starf- að við. Þetta var gríðarlega erfitt fyrir þá. Ástandið á félaginu og leikmönnunum var mjög slæmt eft- ir hrakningar undanfarinna ára. Það er mjög erfitt umhverfi héma.“ Hvernig lýsir það sér? „Það er lítiö af fólki að starfa en það er allt gott fólk. Það eru skelfi- legar aðstæður í bænum í dag til að æfa fótbolta. Þær eru ónýtar bók- staflega. Þetta er ekki boðlegt. Ef það er verið að gera kröfur um betri árangur þá verður að vera betra umhverfi og betri aðstaða." Hvernig líst þér á þœr hugmyndir um aö byggja knattspyrnuhús? „Það verður að koma knatt- spymuhús og það verður að koma fyrr en áætlað hefur verið svo að við getum haldið áfram þessu markvissa starfi sem við erum í núna hjá Þór og erum búin að vera í tvö ár, svo að við getum haldið áfram að vinna faglega eins og við erum að gera í dag.“ Ertu ánœgður með alla þætti í sumar? „Nei, ég er ekki ánægður með alla þætti. Við ákváðum það í byrj- un að liðið yrði svo gott að það ætti aldrei í erfiðleikum með að fara upp heldur færi beinustu leið. Það vom fengnir utanaðkomandi leikmenn sem við þekktum út í gegn og við vissum fyrir hvað þeir stæðu og að þeir myndu passa inn í liðið og einnig hafa þeir sem voru að spila hér í fyrra bætt alveg gríð- arlega við sig. Alveg griðarlega." Hvaó með sumarið í fyrra, var það erfitt? „Já, það var mjög erhtt. Maður þurfti tíma til að komast.inn í um- hverfið og læra á leikmenn. Okkur tókst ekki að styrkja okkur utan frá eins og við höfúm náð að gera í ár með réttu leikmönnunum og það fóru líka nokkrir sem voru í byrj- unarliðinu í fyrra. Við náðum ekki nógu góðum mönnum inn eins og við höfum gert í ár.“ Björt framtíð hjá Þór Mióað við unglingastarfíð og stöð- una í dag, hvar séröu Þór í framtíð- inni? „Ég sé Þór sem mjög öflugt félag með mjög öflugt lið í framtíðinni. Undanfarin ár hefur hver árgangur verið að skila inn nokkrum góðum og mjög góðum einstaklingum í meistaraflokkinn og undanfarin ár höfum við alltaf átt mann í 16 og 18 ára landsliðum. Það er alveg á hreinu að það er nóg til af efnivið og mér líst mjög vel á framtíðina meðan það er búið til nógu gott umhverfi fyrir þessa drengi sem er ekki í dag. Þess vegna er staðan svona hjá þeim.“ Hver er framtíó þín hjá Þór? „Framtíð mín hjá Þór er óráðin. Ég kom hér upphaflega til að starfa í þrjú ár en samningurinn er þó uppsegjanlegur milli ára. En vissu- lega stefna allir að því að ég taki eitt ár í viðbót. En það er ekkert á hreinu með það. Ég vona samt að ég eigi eftir að vera hér áfram.“ Hlutafélagið mikilvægt Nú var hlutafélag stofnað á vor- dögum, hvaða þýðingu hefur það? „Það er gríðarlega mik- ilvægt að stofna þetta hlutafélag. Við fórmn aðr- ar leiðir en hin félögin en við stofnum hlutafélag í 'kringum leikmennina til að létta á rekstri knatt- spyrnudeildar. Við erum að greiða fyrir árangur og ekkert annað. Þetta er þrí- þætt: Fyrst, að halda leik- mönnum í Þór. í öðru lagi, að búa leik- mönnum Þórs betra æf- ingaumhverfi með þvi að geta sent þá út á vetuma því hér er varla hægt að æfa, það er ekki boðlegt ef þessir strákar ætla að ná landsliðssæti í framtíð- inni. Það þriðja, að þeir hafl peninga til að setja í strákana og trúi á strákana. Þegar strákarnir finna að einhverjir trúa á þá þá eflast þeir. Þetta er gríðar- lega mikilvægt að geta sent þá út og náð samböndum og ef þeir geta spilað í vetur og æft þá kemur það okkur til góða á meðan við erum ekki með aðstöðu til þess að æfa á veturna." Knattspyrnuhús á Þórssvæðiö Hvað með mismuninn á aðstöð- unni í Svíþjóð og hér á íslandi? „Þar sem Malmö er það sunnar- lega þá vorum við alltaf að æfa úti allan ársins hring. Þar er boðið upp á upphitaðan malarvöll, gervi- gras og sjö grasvelli. Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Þetta er bara allt annar heimur. Það er allt annað." Hvernig mundir þú vilja hafa að- stööuna á Akureyri þannig að hún yrði boðleg? „Fótboltahús í þeim anda sem er á Suðurnesjum. Það gildir að hafa gott undirlag. Að húsið sé byggt til framtíðar með framtíðarsýn en ekki einhver kofi. Húsið verður byggt á Þórssvæðinu og vildi ég sjá íþróttahús í framhaldi af því. í sömu byggingu nánast, þannig að hægt sé að samnýta vatn, rafmagn og rekstur." -JJ Prinsinn í ham Naseem Hamed, „prinsinn" sjáifur, fór hamfórum gegn Bandaríkjamanninum Augie Sanchez í gær. Sanchez tókst það sem fáum hefur tekist hingað til, að koma nokkrum höggum á prinsinn. í fyrstu tveimur lotunum hafði Sanchez oft yfírhöndina og héldu nú margir að komið væri að fyrsta ósigri Bretans ógur- lega. Hamed hafði til þessa bardaga barist 34 sinnum sem atvinnumaður og aldrei tapað. En það var engu líkara en prinsinn hefði skipt um ham við mótlætið og gjörsamlega gekk frá Sanchez. í lok fjórðu lotu var svo bardaginn stöðvaður þegar Hamed kom fjór- um fóstum höggum í Sanchez og þurfti að fara með Sanchez á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. „Ég bið til Allah um að allt sé í lagi og að Sanchez sé heill. Ég lenti í vandræðum í bar- daganum og á harrn heiður skilinn fyrir framistöðuna," sagði Hamed. -esá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.