Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 12
28 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Sport DV - hvar eru þeir niðurkomnir þessa dagana? Menn hafa ekki skýringar á reiðum höndum og veiðimenn halda enn í vonina Það hefur þónokkuó verið spurt um Reynisvatn sem aug- lýst var til sölu fyrir fáum dögum en heyrst hefur að Ólafur Skúla- son verði áfram með fiskeldið að Laxlóni. Veiðileyfi ganga kaupum og sölum þessa dagana. Veiðileyfi voru auglýst í Víðidalsá í vik- unni og var góður afsláttur veitt- ur af veiðileyfmu. Það er kannski ekkert skrýtið þegar veiðin er svona lítil sem raun ber vitni. Frétt okkar um að bleikjan væri farin að hrygna í Þingvalla- vatni hefur vakið mikla athygli og mættu kvikmyndagerðarmenn tO að mynda fjörðið. Friðrik Þór og fleiri eru að vinna að mynd um hrygnuna í ám og vötnum lands- ins. Veiðimenn virðast taka því með mikilli ró þótt veiðin mælist ekki í stórum tölum núna. Við Laxá í Aðaldal voru veiðimenn fyrir fáum dögum og þeir voru ekki að stressa sig. Einn lax var kominn á land og það þótti bara gott. Það var bara kastað og kastað í þeirri von að fiskurinn færi að gefa sig. Veiðin i Miðá í Dölum hefur verið þokkaleg og veiðimenn hafa veitt einn og einn lax og síð- an mikið af bleikjunni. Líklega hefur áin gefið um 40 laxa og ein- hver hundruð af bleikjum. Fyrst við erum að tala um Dalaá segjum við veiðisöguna af manninum sem fór í eina ána. Hann nennti ekki út úr veiðihús- inu til að veiða. En svo heppilega vildi til að áin rann rétt hjá veiði- húsinu og hann gat kastað út um gluggann á því. Þar lét hann líggja í þónokkurn tíma og dró inn af og til en veiðin var mjög treg. Hann fékk ekki neitt út um gluggann. Maðkahollinn renna áfram eitt af öðru og hvergi heyrist um neina mokveiði. í Grímsá í Borg- arfirði var maðkaholl fyrir skömmu og veiddust 130 laxar í því holli. Það er nú ekki mikið eftir að flugan hefur verið í ánni i allt sumar. „ „ , -G. Bender Sportvörugerðin lif., Mavatilíö 4 1, s. 562 8383. þá um haustið þegar sumarið var gert upp. Stærsti laxinn í Laxá í Kjós var 20 punda. í Norðurá í Borgarfirði var stærsti laxinn 20,5 punda og það eru mörg ár síðan svoleiðis lax hefur veiðst í Norðurá. í Langá á Mýrum veiddist 21 punds lax og í Haffjarðará þetta sumar veiddist 23 punda lax. Stærsti laxinn í Laxá I Dölum var 20 punda og í Hrútafjarðará veiddist 24 punda lax. í Mið- fjarðará veiddust nokkrir 20 til 23 punda og í Laxá í Aðaldal veiddust laxar frá 20 upp í 28 pund. Veiðimenn sem voru að veiða á Nessvæðinu um haustið settu i fisk sem var kringum 30 pundin. í Hofsá i Vopnafirði veiddist 23 punda lax og svona gætmn við lengi haldið áfram með stórlaxana þetta sumarið. Þetta á greinilega ekki við sum- arið sem nú er að líða. -G. Bender Sérfraeðingar í fluguveiði Mælum stancjir. splæsum línur og setjum upp. Það má telja á fingrum ann- arrar handar stórlaxana sem hafa veiðst í laxveiðiánum 1 sumar og það þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna svona slakar stórlaxagöngur. Yfirleitt gengur á hverju sumri eitthvað af stórlöxum en núna eru til veiðiár þar sem enginn stórlax hefur komið. Núna hafa líklega mjög fáir stórlaxar gengið í veiðiámar. Við erum líklega að tala um innan við hundrað fiska kring- um 20 pundin og yfir. Nema þessir stóm séu hættir að taka agn veiðimanna og hafi fattað hvemig í málinu liggur. Stærsti laxinn í sumar er 22 punda fiskur sem tók agn veiði- manns í Fnjóská í Fnjóskadal og veiddist hann snemma sum- ars. Síðan kemur lax úr Blöndu sem var 21 pund og síðan 20 punda laxar úr Aðaldalnum. í þá frægu stórlaxaá, Laxá i Aðal- dal, hafa komið fáir stórir fisk- ar. Það vita veiðimenn best sem hafa barið ána í sumar. Þá var öldin önnur Fyrir nokkram áram veiddi ég á Nessvæðinu í Laxá í Aðal- dal og það sumar veiddust margir stórlaxar í ánni. Það voru margir vænir laxar í Grá- straumi, Kirkjuhólmakíl og Vit- aðsgjafanum. Þeir tóku ekki en stukku og stukku og einn og einn gaf sig. Síðan eru liðin nokkur ár. Nokkrir 19 og 18 punda hafa veiöst í sumar Nokkir 19 og 18 punda laxar hafa veiðst viða um land en það merkilega er að veiðimenn hafa lítið séð til stórlaxa í sumar. Þeir eru sennilega ekki margir í laxveiðiánum eins og staðan er núna. Reyndar gætu þeir komið þegar haustar en þeir stórlax í Blöndu og sá fiskur hafði betur. DV-Sport hefur sjallað við veiðimenn síðustu daga og sögur af stórlöxum eru fáar núna. Það hefúr eiginlega enginn getað sagt sögu af töpuð- um stórlaxi. „Sannarlega rólegt í stórlaxinum" I stórlaxveiðiám, eins og Víðidalsá og Vatnsdalsá í Húna- vatnssýslu, heyrist varla talað um stórlaxa en Víðidalsá er fræg fyrir þá. Þeim hefur fækk- að með árunum. Stærsti lax- inn í ánni í sumar er 20 punda fiskur. verða ekki margir. „Sumariö í sumar hefur veriö sérstakt" „Ég var í Laxá í Aðaldal fyr- ir fáum dögum og laxarnir, sem veiddust, voru engir stórlaxar. Fyrir tíu árum veiddust þar margir laxar yfir 20 pundin og 1 ánni voru þeir stórir á haustin," sagði veiðimaður sem var að koma úr ánni fyrir skömmu og hann bætti við: „Sumarið 1 smnar hefur ver- ið sérstakt og maður verður bara að bíða, það kemur sumar eftir þetta sumar og vonandi líka stórlax. Veiði- menn hafa glímt við fáa stóra fiska f sumar. Við fréttum af einum sem glímdi við „Já það hefur svo sannarlega verið rólegt í stórfiskinum í sumar. Ég hef sett í einn veru- lega stóran og það var í Blöndu snemma sumars. Hann slapp eftir stutta baráttu," sagði Rögnvaldur Guðmundsson, veiðimaður er við ræddum um stórlaxa sumarins. „Maður heldur í vonina. Ég á daga fljótlega í Víðidalsá. Kannski eru einhverjir stórir laxar í henni, við skulum alla- vega vona það,“ sagði Rögn- valdur. Þetta var fyrir fimmtán árum Við kulum verfa ftm- m 15 r og ta á töðuna Jóhann Vilhjálmsson, skotvei&imaöur og byssusmiöur. Víða mikið af gæs „Ég held að þetta verði góð gæsavertíð, það hefur mikið sést af fugli og veiðimenn eru komnir í startholumar," sagði Jóhann Vilhjálmsson, skot- veiðimaður og byssusmiður, í samtali við DV-Sport en gæsaveiðin byrj- aði í gærmorgun. Þá skriðu fyrstu skyttumar ofan í skurði landsins til að bíða eftir gæsinni. „Einhverjir ætla upp á Kjöl en það em misjafnar sögur af ungum fugli. Sumir segja að að það sé mikið, aðrir minna. Veðurspáin er góð fyrir næstu daga,“ sagði Jóhann í lokin. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.