Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Sport DV Þýska skeidmeistaramótid verð- ur haldið helgina 15.-17. septem- ber í Österbyholz, rétt norðan við Kiel í Þýskalandi. Sagt er að þar sé einhver besta skeiðbraut í Evr- ópu og því búist við góðum tím- um ef ekki metum. Stjórnendur mótsinns eru þeir Peter Neu- mann og Styrmir Árnason sem búsettur hefur verið i Þýskalandi undanfarin ár. Nœsta fimmtudag verður stofn- fundur íslenska reiðskólans. Skólinn hefur verið viðurkennd- ur af menntamálaráðaneytinu og fer inn í námskerfi Fjölbrauta- skólans á Selfossi. Þar geta nem- endur valið sér braut sem kölluð er Náttúrunytjar og gefst kostur á að læra flest j)að er varðar hesta- mennsku og fengið metið inn í sitt almenna nám. HM í Austurríki 2001 íslenski reiöskólinn hefur hafið átta vikna reiðnámskeið og í byrj- un september hefjast tíu daga námskeið. Þessi námskeið eru ætluð ölium áhugasömum reið- mönnum sem vilja auka fæmi sína í reiðlist. Reynir Aðalsteins- son, sem er skólastjóri, verður meðal leiðbeinenda en hann hef- ur hvað mesta reynslu á íslandi í reiðlist hvers konar. Hlutafélag hefur verið stofnað í kringum stóðhestinn Dyn frá Hvammi sem stóð næstefstur í sex vetra flokki stóðhesta og eldri á Landsmótinu. Dynur, sem er hæst dæmdi klárhestur í röðum stóðhesta, er greinilega vinsæll því eftirspum í að eignast hlut í klámum er mikil og eru nú þegar tuttugu hlutir nú þegar famir. Dynur er Orrasonur og móðir hans er Djásn frá Heiði. Nýtt stóöhestafélag hefur verið stofnað og nefnist það Kyndilsfé- lagið. Nafnið kemur til af folaldi nokkru sem er stórættað og óvenju glæsilegt að sögn Gunn- ars Arnarssonar, eins af stofnfé- lögum og eiganda gripsins. Hest- folaldið Kyndill er undan Hildi frá Garðabæ og Keili frá Miðsitju. Eldhugamir Örn Karlsson og Höskuldur Hildibrandsson eru stofnfélagar og eigendur Kyndils ásamt Gunnari Amarssyni sem kjörinn var hrossaræktarmaður ársins ásamt konu sinni, Krist- björgu Eyvindsdóttur, á síðasta ári. Heimsmetiö í 100 m fljúgandi skeiði sem Magnús Skúlason og Örvar frá Stykkishólmi settu á Norðurlandamótinu í Seljord um síðustu helgi hefur verið staðfest. Þeir félagar fóm 100 metrana á 7,5 sekúndum. -HÓ Ingólfshvoli í sumar og hafa að- standentdur m.a. staðið fyrir hesta- sýningum fyrir ferðamenn þar sem beitt er fuúkomnu ljósa og hljóð- kerfi til að auka á áhrif sýninga. -HÓ Heimsleikar í íslenskum hesta- íþróttum fara fram í Stadl Paura í Austurríki 12.-19. ágúst á næsta ári. Stadl Paura er hestamiðstöð frá tímum Austurríska keisar- dæmisins og á miðstöðin 200 ára gamla sögu að baki sem stóð- hestastöð og þjálfunarskóli fyrir hesta. Austurríska ríkið hefur lát- ið breyta svæðinu fyrir mótshald á alþjóðlega vísu og er aðstaða öll fyrsta flokks. Framkvæmdastjóri mótsins, Georg Fink, segir að framkvæmd mótsins verði með hefðbundnu sniði en aflt það sem gerist utan vaflar verði með öðrum hætti en undanfarin mót. ísland verður í brennidepli og settar verða upp sýningar sem kynna náttúru og menningu landsins. íslenskir listamenn veröa með uppákomur af öllu tagi, m.a. verða íslenskar kvikmyndir sýndar og bókmennt- ir kynntar sem og íslensk fyrir- tæki. Georg Fink segir að mikill al- mennur áhugi sé á íslandi í Evr- ópu og því sé gott tækifæri að ná í sem flesta með því að sýna menn- ingu landsins frá sem flestum hlið- um. Kynning á mótinu verður mun öflugri en undanfarið þar sem áhersla verður lögð á að ná til helstu fjölmiðla Evrópu með efni er tengjast íslandi og íslenska hest- inum ásamt mótinu sjálfu. Lands- mótið í sumar segir Georg hafa verið mikinn lærdóm fyrir sig að upplifa og ótrúlegt hvað hestakost- urinn var góður og mikifl áhugi al- mennings á mótinu. Georg reiknar með um þrjátíu til fjörutíu þúsund áhorfendum á næstu heimsleika í Austurríki. Mótssvæðið í Stadl Paura hef- ur upp á að bjóða aðstöðu sem á fáa sina líka, allt frá kvikmynda- húsum til íjölskylduskemmti- garðs. AUir keppnisvellir eru nýir og sama gildir um aðstöðu fyrir áhorfendur. Stadl Paura liggur við borgina Linz sem er í um 200 km frá Vín. -HÓ Austurríkismenn ætla sér stóra hluti í kynningu á mótinu. eru ýmsir ólíkir hagsmunaaðilar innan hestamennskunnar, ætla að standa fyrir nýstárlegu móti, sem þeir kalla Team2000 Formúlan, á Ingólfshvoli í Ölfusi laugardaginn 23. september næstkomandi. Þar verður keppt í fljúgandi skeiði og fegurðartölti. Bestu skeiðhestar og knapar landsins verða boðaðir til keppni. Óvæntur keppandi ásamt mörgum öðrum hefur verið boðaður til keppni og það á áttræðisaldri en það er Þorkell Bjamason, fyrrver- andi hrossaræktarráðunautur ásamt Bjama syni sínum og sonarsyni. Þorkell og hans afkomendur eru þekktir fyrir mikla og góða tflburði á skeiðinu og verður fróðlegt að fylgjast með þeim og öðrum knöpum þeysast í gegnum reiðhöllina á Ing- ólfshvoli. Fegurðartölt er eitthvað sem menn hafa ekki keppt í áður á íslandi og þar eins og skeiðinu verða bestu tölthestar landsins boðaðir til keppni. Mikil upp- bygging hefur farið fram á Þó langt sé liðið á sumar og Landsmót afstaðið virðist vera mik- Ul áhugi hjá hestamönnum tfl móta- halds hvers konar. Nokkur athygl- isverð mót verða haldin á næstunni sem hafa tekið til sín sterka kepp- endur, eins og íslandsbankamótið sem fram fer næstu helgi á hest- húsasvæði Akurnesinga að Æðar- odda. Samtökin Team 2000, sem í Þorkell Bjarnason, fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautur, mætir til keppni. Úrslit í kappreiðum Fáks fimmtudaginn 17. ágúst, fyrsta keppni af sex: 800 metrar 1. Gáska frá Þorkelshóli (Sigurþór Sigurðsson) ..............102,65 2. Lýsingur frá Brekku (Stígur Sæland) ..................103,13 3. Leiser frá Skálakoti (Daníel Ingi Smárason) ................103,81 350 metrar 1. Kári frá Efriá (Sigurþór Sigurðsson) ...............26,21 2. Leiftur frá Nykhól (Daníel Ingi Smárason)..................25,70 3. Hjörtur frá Ferjukoti (Sigurjón Örn Björnsson) ............26,21 250 metrar 1. Hnoss frá Ytra-Dalsgerði (Þórður Þorgeirsson) ...............22,35 2. Ósk frá Litla-Dal (Sigurbjörn Bárðarson)..................22,45 3. Óðinn frá Efstadal (Jóhann Valdimarsson)...............22,46 150 metrar 1. Hraði frá Sauðárkróki (Logi Laxdal) .................14,18 2. Röðull frá Norður-Hvammi (Sigurður Óli Kristinsson) . . 14,50 3. Harpa frá Kjamhólum (Magnús Benediktsson) ...........14,54 Formulumot a Ingólfshvoli - óvæntur keppandi á áttræöisaldri mætir til keppni Góðir tímar - í fyrstu keppni af sex í kappreiðum Fáks Eins og fimm undanfarin síðsum- ur stendur Fákur fyrir kappreiðum og fór fyrsta keppnin af sex fram síðastliðið fimmtudagskvöld. Það er óhætt að segja að þessi keppni hefur aukið áhuga manna á kappreiðum yfirleitt. Ekki skemmir fyrir að veð- banki er starfræktur jafnhliða kapp- reiðunum auk þess sem næstu kappreiðar verða sýndar beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Mikil skrán- ing var á fyrsta kappreiðadaginn og eins og undanfarið eykst hún þegar líður á. Kappreiðavöllurinn í Víði- dal er sjálfsagt einn sá besti á land- inu og því má búast við góðum tím- um, sem varð og raunin á fimmtu- daginn. Veður var mjög hagstætt og völl- urinn hæfilega þurr. Sylvía Sigur- björnsdóttir, sem hefur verið drjúg í kappreiðum og einn efnilegasti knapi landsins, slasaðist þegar hest- ur hennar sem hún keppti á í 300 metra stökki fór á bandspotta sem afmarkaði hringvöllinn. Þetta gerð- ist eftir að þau voru búin að ná í mark en hesturinn hélt áfram út rennuna af beina kafla brautarinn- ar í stað þess að fara áfram inn i hringinn. Sylvía slasaðist ekki al- varlega en verður frá keppni næstu vikur. Þar kom hjálmurinn sem Sylvía bar að góðum notum og kom í veg fyrir að ekki fór verr. Kappreiðar Fáks verða fimm næstu fimmtudagskvöld og hefjast klukkann 17.30 -HÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.