Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 23 DV Sport Víkingur-FH: Ólafur Adolfsson skorar hér fyrsta mark FH-inga meö góöum skalla. A innfelldu myndinni má sjá FH-inga fagna Ólafi eftir markiö. DV-myndir E.ÓI. Höldum áfram - aö lifa hættulega 1- 0 Besim Haxhijadini (20.) 2- 0 Matthías Guðmundsson (38.) 3- 0 Ejub Puracevic (43.) 3-1 Jón A. Sigurbergsson (71.) 3-2 Amór Gunnarsson (83.) „Við höldum áfram að lifa hættulega, eins og sagt er, en þetta var algjör óþarfi að fá á okk- ur þessi tvö mörk og pressuna sem fylgdi í kjölfarið því við vor- um algjört yfirburðalið á vellin- um. Hins vegar eru auðvitað all- ir ánægðir með sigurinn og það er hann sem skiptir mestu máli. Við gerðum okkur sjálfum erfltt fyrir með því að gefa aðeins eftir í seinni háÍEleik og, að því er virtist, halda að hlutimir gerðust af sjálfu sér en það má aldrei ger- ast, jafnvel þó að lið manns sé með þriggja marka forystu. Eins og staðan er eftir þennan leik lítin- þetta vel út en maður veit sem er að það er ekkert ör- uggt í þessu,“ sagði meistarinn sjálfur, Amór Guðjohnsen, eftir mjög sanngjaman sigur Vals- manna á ÍR-ingum í Breiðholtinu á fostudagskvöldið var. Lokatölur leiksins gefa ekki rétta mynd af honum því Vals- menn vora miklu betri aðilinn lungann úr leiknum en þó sér- staklega í fyrri háifleik enda var uppskera hans þrjú mörk þeim til handa. Seinni hálfleikur var daufari en um leið jafnari og svo virtist sem hann ætlaði að fjara út hægt og rólega. En svo varð þó ekki því ÍR-ingar náðu, frekar óvænt, að skora tvö mörk og hleypa tals- verðri spennu í leikinn síðustu mínútur hans. Líklegt er að Valsmenn hafi sofnað á verðinum og talið leik- inn unninn í hálfleik, eins og reyndar flestir, ef ekki allir, sem börðu hann augum. Þeir héldu þó haus í lokin og innbyrtu verð- skuldaðan og mikilvægan sigur og sæti í efstu deild að ári er rétt handan hornsins. í sterku liði Valsmanna voru þeir Amór Guðjohnsen og Matth- ías Guðmundsson bestir og var samvinna þeirra oft og tíðum virkilega góð. Leikur ÍR-inga var gloppóttur og brotakenndur en þeir fá stjömu í kladdann fyrir að gefast ekki upp í vonlítilli stöðu. Maður leikSins: Matthías Guömundsson, Val. -SMS fZ* 1. DEiLP KARLA FH 14 9 4 1 30-12 31 Valur 14 9 3 2 37-14 30 KA 14 7 3 4 27-18 24 ÍR 14 6 3 5 26-21 21 Vikingur 14 6 3 5 29-26 21 Dalvík 14 6 2 6 28-27 20 Þróttur 14 4 5 5 20-22 17 Sindri 14 3 7 4 11-14 16 Markahæstir: Sumarliði Ámason, Víkingi .... 16 Hörður Magnússon, FH............15 Atli Viðar Bjömsson, Dalvik .... 10 Arnór Guðjohnsen, Val...........10 Jóhann Hilmar Hreiðarss., Dalvík 10 Pétur Björn Jónsson, KA .........9 Páll Einarsson, Þrótti...........8 Þorvaldur Makan, KA..............7 Arnór Gunnarsson, ÍR ............6 Edilon Hreinsson, IR.............5 Heiðar Öm Ómarsson, ÍR...........5 Besim Haxhijadini, Val...........5 Hreinn Hringsson, KA ............5 Nœstu leikir í 1. deildinni em fóstu- daginn 25. ágúst Þá mætast KA-ÍR, Valur-Sindri, FH-Skallagrimur, Tindastóll-Dalvik og Þróttur-Víking- ur Farið að glitta í þetta 0-1 Ólafur Adolfsson (8.) 0-2 Hörður Magnússon (40.) 0-3 Bjöm Jakobsson (85.) FH-ingar halda toppsæti fyrstu deildar karla eftir öruggan sigur gegn Víkingum á laugardaginn var. Sigurinn svo gott sem tryggir þeim sæti í efstu deild að ári eftir að hafa mátt dúsa í fyrstu deild síðastliðin fimm ár. FH-ingar fengu óskabyrjun í leiknum þegar varnarjaxlinn Ólafur Adolfsson skoraði strax á áttundu mínútu og segja má að markavélin Hörður Magnússon hafi veitt Víkingum náðarhöggið með marki á fertug- ustu mínútu. í sjálfu sér voru Vík- ingar ekki að spila neitt illa en þegar þeir nálguðust vítateig FH- inga fór allt í handaskolum en á það skal bent að vöm þeirra hafn- firðinga var traust. Víkingar byrj- uðu seinni hálfleikinn af krafti og á sjöundu minútu hans fékk Sum- arliði Ámason sannkallað dauða- færi þegar hann komst einn inn á móti markveröi en skaut yfir. Sá hlýtur að naga sig i handarbökin yfir þvi enda hefði mark á þessum tímapunkti getað gjörbreytt öllu til hins betra fyrir Víkinga og allt eins líklegt að leikurinn hefði þró- ast á annan hátt. Eftir þetta var lítið um færi hjá báðum liðum en nokkuð um ágætisspil og góð til- þrif. Bjöm Jakobsson gulltryggði sigur FH-inga með góðu marki Daprir Dalvíkingar O-l Ármann Smári Bjömsson (75.) Dalvíkingar náðu aldrei að sýna sitt rétta andlit þegar baráttuglað- ir Sindramenn mættu á Dalvíkur- völl. Dalvíkingar virkuðu ráða- lausir og ósamstilltir í leik sínum, ólikt því sem hefur verið aðall liðs- ins í sumar. Staðan í leikhléi hefði allt eins getað verið 0-3 fyrir gestina en Atli Már, markvörður Dalvíkinga, varði vel frá sóknarmönnum úr dauðafærum. Meira líf færðist i leik heimamanna eftir hlé en allar sóknir liðsins strönduðu á Carda- klíja, markverði Sindra. Sindramenn færðust síðan í aukana þegar liða tók á leikinn með Ármann Smára Björnsson fremstan í flokki. Hann skoraði sigurmark leiksins á 75. mínútu eftir að hafa snúið af sér vamar- menn Dalvíkinga. Skömmu síðar fékk Grétar Sigurðsson, leikmaður Sindra, sitt annað gula spjald og þar með rautt en 10 Sindramenn vörðust fimlega og innbyrtu sætan sigur og þrjú dýrmæt stig. Maður leiksins: Ármann Smári Bjömsson, Sindra. -hia Borgnesingar fallnir 0-1 Hreinn Hringsson (16.) 0-2 Ásgeir Ásgeirsson (45.) 0-3 Hreinn Hringsson (47.) 0-4 Ásgeir Ásgeirsson (73.) 0-5 Stefán Gunnarsson (89.) Norðanmenn komu ákveðnir til leiks og það var strax á 16. mín. að þeir skoraðu fyrsta markið og eftir það sóttu heimamenn í sig veðrið og leikurinn nokkuð jafh en á lokasek- úndum fyrri hálfleiks bættu KA- menn við öðru marki. Norðanmenn gengu á lagið og gerðu sitt þriðja mark á annarri minútu seinni hálfleiks og eftir það var allt hranið hjá heimamönnum og aðeins spuming hve mörk norðan- manna yrðu mörg. „Við vorum í talsverðu ströggli í fyrri hálfleik en skoraðum mörkin á góðum tíma og annað markið gekk frá leiknum. Lið Skallagríms er með marga vel spilandi stráka en sjálfs- traust þeirra er hrunið enda liðið búið að tapa mörgum leikjum og bú- ið að fá á sig mörg mörk,“ sagði Þor- valdur Örlygsson, þjálfari KA. Talsvert munaði um að í lið Skallagrims vantaði tvo leikmenn, þá Linta og Gunnar M. Jónsson sem tóku út leikbann. Maður leiksins: Hreinn Hrings- son, KA. -EP fimm mínútum fyrir leikslok. Þeg- ar fór að draga nær lokum leiks- ins tók hann að leysast upp í tóma vitleysu og virtist sem staða leiks- ins færi mjög í skapið á leikmönn- um Víkings enda fór þama líklega síðasta tækifæri þeirra á sæti í efstu deild að ári. Siðari hluta móts hefur liðið valdið vonbrigð- um eftir frábæran sprett fyrr í sumar og sjálfstraustið og leik- gleðin sem einkenndi liðið þá virðist fokin út í veður og vind. FH-ingar hafa oft spilað betur í sumar en i þessum leik en heildar- yfirbragð liðsins einkennist af ör- yggi þeirra sem valdið hafa og má segja að þeir hafi, eins og svo oft áður, gert það sem þarf til að næla sér í þrjú stig. „Það gerði okkur lífið léttara að ná að setja mark svona snemma en ég hafði það hins vegar aldrei á tilfinningunni að Víkingar næðu að skora í þessum leik en reyndar fengu þeir eitt mjög gott færi snemma í síðari hálfleik. Við spil- uðum skynsamlega i þessum leik og héldum boltanum vel og þá sér- staklega í fyrri hálfleik. Ég bjóst við Víkingsliðinu mun sterkara og þetta varð aldrei eins erfitt og mað- ur átti von á. Ég neita því ekki að það var pínulítil þreyta í liði okkar eftir erfiðan bikarleik gegn Kefivík- ingum á mánudaginn var en það er virkilega góð stemning í liðinu og því er ekki að neita að það er farið að glitta í langþráð sæti í efstu deild en það getur allt gerst í fót- bolta,“ sagði Hörður Magnússon, leikmaður FH-inga að leik loknum. Hörður hefur gert fimmtán mörk í deildinni, einu færra en Sumarliði Árnason, leikmaður Víkings og stefnir í spennandi baráttu um markakóngstitilinn. Maður leiksins: Ólafur Adolfs- son, FH. -SMS Goður Stolasigur a Þrotti 1- 0 Gunnar Þór Gestsson (12.) 2- 0 Ólafur ívar Jónsson (48.) Tindastólsmenn voru mjög ákveðnir þegar Þróttarar komu í heimsókn á laugardag og unnu mjög sannfærandi sigur á Laugar- dalsliðinu sem var nokkuð frá sínu besta i þessum leik, áhugann virtist skorta, samvinna innan liðsins í lágmarki og framherjarnir voru ekki á skotskónum í örfáum færum sem þeir náðu að skapa sér í leikn- um. Reyndar hafa Tindastólsmenn oft skapað sér fleiri færi í leikjum sumarsins en i þessum leik, en það er betra að þau séu færri og nýta þau þokkalega, eins og nú var raun- in á. Það munaði örlitlu að Björgúlfi Takifúsa tækist að ná forustunni fyrir Þrótt strax í upphafi leiks þeg- ar hann hirti boltann af mark- manni Tindastóls í teignum, en skotið fór í stöngina. Tindastóls- menn vora snöggir að reka af sér slyðruorðið og eftir homspymu á 12. mínútu skallaði Gunnar Þór Gestsson í markið eftir að nafni hans Ólafsson nikkaði boltanum fyrir markið. Fyrri hálfleikurinn var tíðinda- lítill en strax í byrjun þess seinni geystist Agnar Sveinsson upp kant- inn og renndi skemmtilega fyrir markið á Ólaf ívar Jónsson sem kom á ferðinni og þrykkti boltan- um í netið. Það vora Tindastóls- menn sem voru áfram baráttuglað- ari í leiknum og spduðu betur, en minnstu munaði þó að Þrótturum tækist að minnka muninn undir lokin. Ólafur ívar Jónsson var lang- besti maður Tindastóls í þessum leik, var mjög ógnandi með góðum skotum, átti t.d. sláarskot rétt und- ir lokin. Þá voru Gunnar Gestsson og Mark Franek góðir í vörninni, Eysteinn Lárusson og Marteinn Guðjónsson sterkir á miðjunni og Agnar með góða spretti á kantin- um. Hjá Þrótti vora Páll Einarsson og Jón Sveinsson drjúgir á miðjunni og Páll reyndar helsti ógnvaldurinn sóknarlega. í vörninni var Kristján Jónsson áberandi í stöðu aftasta manns og Hilmar Ingi Rúnarsson traustur í bakvarðarstöðunni. Maður leiksins: Ólafur ívar Jónsson, Tindastóli. -ÞÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.