Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Umhverfisráðherra sagður stefna milljarðafiskeldi í óvissu: Gangnamaður: Ágreiningur er milli lögfræðinga umhverfisráðuneytisins og lög- manna Djúpavogshrepps um það hvort starfsleyfi nýrrar laxeldis- stöðvar Salar Islandica við Beru- fjörð skuli háð nýjum lögum um umhverfismat. Umhverfisráðuneyt- ið hefur úrskurðað að stöðin, sem á að veita 60 manns atvinnu, sé mats- skyld. Rúmir fjórir mánuðir eru síð- an sótt var um starfsleyfið og það er mat heimamanna aö verið sé að stefna framkvæmdinni í óvissu með seinagangi og töfum. Málið er nú hjá skipulagsstjóra eftir að um- hverfisráðuneytið úrskurðaði að þangað skyldi það fara. Mögulegt er að umhverfisráðuneytið fái þaö aft- ur til úrskurðar ef einhver unir ekki niðurstöðu skipulagsstjóra. Það er því óhætt að segja að starfs- - segir Siv Friðleifsdóttir leyfi laxeldisstöðvarinnar sé á hringsóli um kerfið. „Við fórum yfir málið lögfræði- lega og úrskurðuðum að fara bæri eftir nýju lögunum og þessi fram- kvæmd væri tilkynningarskyld til skipulagsstjóra," segir Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra vegna þeirrar hörðu gagnrýni sem fram kom hjá Ólafi Ragnarssyni, sveitarstjóra á Djúpavogi, í DV. Sveitarstjórinn lýsti því að tveggja milljarða fjárfesting norskra aðila í risalaxeldisstöð í Berufirði kynni að vera í uppnámi vegna þess að kerfið þvældi umsókn um starfs- leyfi fram og til baka. Fárfestar væru farnir að ókyrrast vegna þessa. Hann benti á að sótt hefði verið um starfsleyfið þremur vik- um áður en ný lög um umhverfis- Siv Friðleifsdóttir - nýju lögin gilda. Olafur Ragnarsson - gömlu lögin gilda. mat tóku gildi og því hefði átt að af- greiða umsóknina samkvæmt gömlu lögunum en ekki þeim nýju svo sem gert er. Siv stendur hörð á því að ráðuneyti hennar standi rétt að málum. „Það var sótt um starfsleyfi og ekki var hægt að afgreiða það á þessum skamma tíma ef miðað er við umfang málsins. Lögfræðileg niðurstaða okkar var því sú að vinna skyldi samkvæmt nýju lögun- um,“ segir Siv sem vill ekkert segja um það hver sín skoðun sé á því hvort gefa eigi Salar Islandica starfsleyfið. „Ég get ekkert sagt um málið þar sem það mun koma aftur til úr- skurðar hjá mínu ráðuneyti ef úr- skuröur skipulagstjóra verður kærður," segir Siv og vill forðast að verða vanhæf. „Við treystum því að skipulags- stjóri heimili þessa framkvæmd og þessari vitleysu fari að linna,“ sagði Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri í gær. -rt Einstæð móðir býr með börnum sínum í skemmdu húsi á Skeiðum: Sváfu á brettum í fýrrinótt - ofboðslegur raki, segir Ann Winther sem er barnshafandi DV+ÍYND NH I óvissu Ann Whinther og Anton, 3 ára sonur hennar, búa í stórskemmdu húsi á Skeiöum og sofa í gámi - á brettum. DV, SUDURLANDI______________________ „Þegar kominn er svona mikill munur á hita dags og nætur þá er ofboðslegur raki inni í gámnum. Þegar ég vaknaði í gærmorgun og lyfti upp dýnunum voru pollar und- ir þeim. í gærkvöld þegar viö fórum að sofa fékk ég mér bretti og setti undir þær til að halda þeim þurr- um,“ segir Ann Winther í Borgar- koti á Skeiöum. Bær Ann var einn þeirra sem stór- skemmdust í jarðskjálftanum 21. júní. Fljótlega eftir skjálftann kom gámur frá Rauða krossinum á hlaðið hjá Ann þar sem fjölskyldan sefur á nóttunni en þau hafast við í húsinu yfir daginn. Hluti af því er það mik- ið skemmdur að ekki er talið óhætt að sofa í því. Ann býr í Borgarkoti með bömum sínum eftir að hún skildi við mann sinn í vetur. Hún á von á bami í byrjun október og þá bætist við einn fjölskyldumeðlimur. „Við verðum að hafa gluggana opna og nú er sonur minn 3 ára orðinn kvefaður. Við sofum ágætlega í gámn- um en það er svo rakt. Það er hægt að klæða sig frá kuldanum en rakinn smýgur alls staðar," segir Ann. Nú þegar nætumar lengjast verða aðstæðurnar í Borgarkoti enn verri og röskunin mikil á heimilishögum. „Ég get ekki farið með drenginn út klukkan sjö á kvöldin og lagt hann niður og farið svo inn sjálf, hann er útkeyrður eftir daginn á leikskólanum og þarf að fá nægan svefn. Mig langar ekkert að fara að sofa klukkan sjö. Það er heldur ekki hægt að láta barnið sofna hér inni og bera hann út sofandi seinna um kvöldið enda stækkar maginn á mér stöðugt og þaö er orðið þungt að bera hann,“ segir Ann. Hún hefur meðal annars haft at- vinnu af tamningu hrossa og hefur fengið sér til hjálpar vinnukonur til að sjá um heimilið eða til hjálpar í hestunum en nú er það ekki verið hægt vegna plássleysis. „Ég hefði til dæmis viljað geta haft einhverja hér til að þurfa ekki að rifa hann upp eldsnemma á morgnana." Enginn tók af skarið Ann hefur búið á Suðurlandi í ell- efu ár og þrátt fyrir erfiðleika og hamfarir náttúrunnar er hún ekki á leið í burtu. „Þaö gat allt gerst, hús- ið brunnið eða eitthvað, en mér finnst þessi silagangur vera ferleg- ur,“ sagði Ann. Viðgerðir á húsi hennar áttu að hefjast í síöustu viku en ekkert ból- ar á framkvæmdum. Aðstæður upp til sveita bjóða ekki upp á að fólk geti flutt sig í næsta hús á meðan viðgerðir fara fram. Fólk getur farið í næsta bæjarfélag en þá fer ýmis- legt úr skorðum. Ann fær rúmar fjórar milljónir til að gera við húsiö sitt. Hún telur að það verði hægt aö koma því í betra horf en það var fyrir skjálftann fyr- ir þann pening. -NH Fékk hross- ið yfir sig Gangnamaður sem var ásamt hópi manna á leið inn að Langa- vatni í Borgarhreppi varð fyrir því óhappi að hestur hans hnaut. Mað- urinn, sem er á fertugsaldri, féll af baki og varð undir hestinum. Slysið átti sér stað á sjötta tímanum í gær. Sjúkrabíll og læknir frá Borgamesi komu á vettvang og var maðurinn fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahús Akraness. Að sögn læknis á vakt á sjúkrahúsinu er maðurinn fótbrot- inn og þarf að gangast undir aðgerð. -aþ Harður árekstur Tveir jeppar skullu saman á vegin- um aö Dyrhólaey siðdegis á laugar- dag. Alls voru fimm manns í bílun- um tveimur og þurfti aö ftytja þrjá meö sjúkrabíl til Reykjavíkur. Meiösl fóiksins reyndust minni háttar. Veg- urinn aö Dyrhólaey er malarvegur en aö sögn lögreglu í Vík voru aksturs- skilyröi góö þegar óhappiö varö. Jepparnir tveir eru mikiö skemmdir og jafnvel taldir ónýtir. Innbrot í Kópavogi: Gómaðir glóðvolgir Lögreglumenn í Kópavogi og Hafnarfirði komu upp um innbrots- þjófa í gærmorgun. Forsaga málsins er sú að brotist var inn í fyrirtæki við Engihjalla í Kópavogi aðfaranótt sunnudagsins. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru þjófamir á bak og burt. Þeir munu ekki hafa stolið miklu en þess í stað valdið nokkrum skemmdum innandyra. Þegar líða tók á sunnudagsmorgun urðu lögreglumenn í Hafnarfirði varir við grunsamlega menn í sendibíl og við nánari eftirgrennsl- an kom í ljós að þar voru þjófamir á ferð. Málið er þó enn í rannsókn hjá lögreglunni i Kópavogi. -aþ Veftrjö í kvöld Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólartag í kvöld 19.42 19.28 Sólarupprás á morgun 07.02 06.49 Síödegisflóð 21.14 01.47 Fremur kalt Slydduél veröur noröaustanlands en annars bjart veöur í öðrum landshlutum. Þaö veröur fremur kalt, 1 til 7 stig. Ardegisflóö á morgun Ö9.39 14.12 á veðuitáknum K-vindátt 10°j-hiti -10° VINDSTYRKUR i metrum á sekúndu ^FROST HEiÐSKÍRT •&> Cv €>■ O IETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAD SKÝJAÐ AISKÝJAO %í © RiGNiNG SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA Hr ÉUÁGANGUR ÞRUMD- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Góð færö um allt land . Þjóövegir landsins eru greiöfærir. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum ogjeppum. Vegurinn í Hrafntinnusker er enn lokaöur. Vegur F88 í Heröubreiöarlindir er líka lokaöur. Minnkandi norðanátt Minnkandi noröanátt veröur sunnan- og austanlands en hæg breytileg átt norövestan til. Léttskýjað veröur sunnan- og vestanlands en smáskúrir austanlands. Hiti veröur 3 til 10 stig aö deginum, mildast suðvestan til. Vindur: 5-10 Hiti6° ti112° Fremur hæg breytlleg átt og víöa bjart veöur en norðaustan 5-10 m/s og skúrir vlö suöaustur- ströndlna. Hltl 6 tll 12 stlg. Vindur: 'p' '-v. Vindur:^'"'' ' '-v Hiti 6ð til 13° «Víf Hiti 6° till3” Austlæg átt, rlgnlng meö Austlæg átt, rlgnlng meö köflum sunnan- og köflum sunnan- og austanlands og hltl á austanlands og hiti á blllnu 6 tll 13 stlg. blllnu 6 tll 13 stig. Fostud'í Fimmtu AKUREYRI úrkoma 5 BERGSSTAÐIR skýjað 4 BOLUNGARVlK slydduél 2 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 8 KEFLAVÍK skýjað 6 RAUFARHÖFN súld 5 REYKJAVÍK léttskýjað 5 STÓRHÖFÐI úrkoma 7 BERGEN rigning 11 HELSINKI léttskýjaö 15 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 16 ÓSLÓ skýjaö 15 STOKKHÓLMUR 15 ÞÓRSHÖFN rigning 11 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 16 ALGARVE hálfskýjað 24 AMSTERDAM súld 16 BARCELONA alskýjaö 23 BERLÍN alskýjaö 13 CHICAGO heiöskírt 14 DUBUN alskýjaö 16 HAUFAX léttskýjaö 12 FRANKFURT skýjað 17 HAMBORG þokumóöa 14 JAN MAYEN skúr 3 LONDON skýjaö 17 LÚXEMBORG rigning 13 MALLORCA skýjaö 30 MONTREAL skýjaö 12 NARSSARSSUAQ hálfskýjaö 4 NEW YORK heiöskírt 13 ORLANDO rigning 21 PARÍS skýjaö 18 VÍN hálfskýjaö 19 WASHINGTON heiöskírt 8 WINNIPEG heiöskírt 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.