Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 8
8
MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000
Fréttir
Hrun félagslega íbúðakerfisins „sem grenjað var út“ á Vestfjörðum:
Martröð sveitar-
stjórnarmanna
- heilu blokkirnar byggðar á fölskum forsendum og fólksflótti bætir ekki úr skák
„Ýmis sveitarfélög á Vestfjörðum
fóru offari í uppbyggingu félagslegra
íbúða fyrir nokkrum árum, aðallega
til að halda uppi atvinnu fyrir bygg-
ingaraðila á stöðunum. Það er megin-
ástæða þess að félagslegar íbúðir eru
nú að sliga sveitarfélögin þar vestra.
Byggðastofnun og stjóm Húsnæðis-
stofnunar, sem úthlutaði félagslegum
ibúðum á grundvelli faglegrar úttekt-
ar um íbúðaþörf á landinu, þurftu ár
eftir ár að þola skammir og aftur
skammir sveitarstjómarmanna og
þingmanna kjördæmisins sem grenj-
uðu út ileiri félagslegar íbúðir fyrir
sveitarfélögin á Vestfjörðum."
Þessi orð mátti sjá á heimasíðu Jó-
hönnu Sigurðardóttur alþingismanns
í framhaldi af umræðu í DV um
vanda sveitarfélaga vestur á fjörðum.
Og Jóhanna heldur áfram:
Heimtuðu pólitísk afskipti
„Þannig var ár eftir ár kveinað og
kvartað við þingmenn Vestfjarða þeg-
ar sveitarfélögin fyrir vestan fengu
litlu eða engu úthlutað, en sú ákvörð-
un var byggð á faglegu mati um að
ekki væri skynsamlegt að fjölga fé-
lagslegum íbúðum á Vestfjöröum. Allt
ætlaði hreinlega af göflunum að ganga
þegar ekki átti að úthluta neinni íbúð
eins og á Vestfirði og sveitarstjómar-
menn kjördæmisins heimtuðu póli-
tísk afskipti af úthlutun íbúðanna og
breyting á þegar gerðum úthlutunum
á félagslegum íbúðum."
Ekki svona einfalt
Ekki em allir kátir með orð Jó-
hönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra. Sveitarstjómar-
menn vestra telja margir að hún fari
þama með fullmikla einföldun á mál-
inu. Það sé afskaplega auðvelt að
koma nú tíu til funmtán árum seinna
sem sakleysið uppmálað. Staðan hafi
verið gjörólík í atvinnumálum og bú-
setuhorfum á Vestfjörðum á þessum
árum. Víða hafi verið oröinn svo
þröngt setinn bekkurinn að engar
íbúöir var að fá, hvorki til leigu né
kaups. Þannig hafi staðan verið víða,
hvort heldur var á Patreksfirði, ísa-
firði, í Bolungarvík eða i öðrum pláss-
um. Mikili fjöldi fólks hafi verið flutt-
ur inn á svæöið í fiskvinnslu og til
annarra þátta, svo sem kennslu í
grunnskólum. Þetta fólk hafi þurft
íbúðir og um tíma var t.d. húsaleigu-
verð á ísafirði síst lægra en í Reykja-
vík og í sumum tilfellum mun hærra
vegna mikillar eftirspumar. Vegna
íbúðaskorts hafi menn einmitt óttast
það mest að missa fólk af svæðinu
sem gjaman vildi vera áfram. Þetta
hafi knúið á um byggingu íbúða, og þá
sér í lagi leiguíbúða. Bæjaryfirvöldum
á ísafirði var t.d. legið á hálsi að
standa ekki í stykkinu varðandi út-
vegun nýrra lóða. Eigi að síður
veigraði allur almenningur sér enn
við að leggja peninga sína i nýbygg-
ingar. Því var horft til félagslega hús-
næðiskerfisins og lagst þungt á þing-
menn að knýja ffarn lausn á málinu.
í upphafi skyldi endirinn
skoða
Jóhanna heldur áfram í netpistli
sínum: „Helst má þó skilja af umræð-
unni nú um fjárhagslega erfiðleika
sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða
að íbúðunum hafi verið þröngvað upp
á sveitarfélögin og þau beri enga
ábyrgð á því hvemig komið er.
En svo sannarlega bera þau ábyrgö
því fyrst og fremst var verið að halda
uppi atvinnubótavinnu fyrir bygging-
araðila á staðnum fremur en hags-
muni láglaunafólks, enda vom íbúð-
Höröur Kristjánsson
blaðamaður
imar iðulega seldar á okurverði.
Óráðsían í uppbyggingu félagslegra
íbúða á Vestfjörðum hefur verið al-
hæfð yfir allt landið og meira að segja
notuð fyrir þremur árum til að leggja
niður félagslega íbúðakerfið. Þá var af
stjómarliðum mikið gert með að fé-
lagslegar íbúðir stæöu lausar um allt
land. Staðreyndin var þó sú að af um
11 þúsund félagslegum íbúðum höfðu
aðeins 266 staðið lengur auöar en 2
mánuði, þar af tæplega 100 á Vest-
fjörðum og nánast engin á öllu höfuð-
borgarsvæðinu. Þannig er nauðsyn-
legt að þeir sem ábyrgðina bera líti í
eigin barm nú þegar allt er komið í
óefni og gleymi ekki að í upphafi
skyldi endirinn skoða.“
Héldu að þetta fsri ekki
svona
Sveitarstjómarmenn vestur á fjörð-
mn hafa sumir viðurkennt að nokkuð
geti verið til í orðum Jóhönnu um að
íbúðir hafi verið „grenjaðar út“ eins
og hún orðar það. Menn benda þó á,
væntanlega sér til málsbóta, „að eng-
an hafi órað fyrir að gamla húsnæðis-
kerfið myndi ganga sér til húðar inn-
an fárra ára. Það hafi heldur aldrei
verið ætlunin að sveitarfélögin sætu
uppi með íbúðimar og tækju rekstur
þeirra á sínar herðar." Þá er líka bent
á að fækkun íbúa og minnkandi tekj-
ur sveitarfélaga í kjölfar þess, ásamt
gríðarlegum flutningi á kvóta og at-
vinnutækifærum frá Vestfjörðum, sé í
raun höfuðorsök vandans. Ef það
hefði ekki gerst þá væri enginn að
velta sér upp úr vandamálum í dag.
Þrjár blokkir á fölskum for-
sendum
Bygging félagslegra íbúða var
vissulega aðferð sem beitt var til að
halda byggingariðnaðinum gangandi
eins og Jóhanna bendir á. Jafnvel var
gengið svo langt að á ísafirði var
stofnað Byggingafélag ísafjarðar fyrir
rúmum áratug að frumkvæði bæjar-
stjómarmanna og athafnamanna og
stýrt af þáverandi bæjarstjóra. Sent
var út boð til fyrirtækja á staðnum
sem sárvantaði á þeim tíma leiguhús-
næði fyrir sitt starfsfólk. Lagt var að
þeim að þau sameinuðust um þátt-
töku í byggingafélaginu. Fullyrt var
að félagið fengi heimild til að byggja
íbúðir á félagslegum gmnni og fengi
lán úr félagslega íbúðakerfinu. Fyrir
orð bæjarstjórans og þeirra sem við
hlið hans stóðu var lagt upp með þetta
og framkvæmdir hafnar. Þetta var
gert þrátt fyrir að bent væri á að það
stæðist ekki lög að veita fyrirtækjum
lán á félagslegum forsendum til íbúða-
kaupa. Allar slikar mótbárur vom
þaggaðar niður.
Á ísafirði var farið af stað með
krafti og fullyrða má að þrjár blokkir
að minnsta kosti hafi verið byggðar á
fólskum forsendum og i besta falli fyr-
ir hreinan misskilning.
Þegar leið að lokum byggingartíma
var ljóst að félagslega húsnæðiskerfið
gæti ekki sveigt lögin að kröfu bygg-
ingafélagsins, þrátt fyrir að miklum
þrýstingi sveitarstjómarmanna væri
beitt. Fór því svo að í það minnsta
tveir byggingaverktakar kollsigldu sig
vegna þessara bygginga. Eftir stóð
fjöldi íbúða sem reyndust allt of dýrar
til að þær væm seijanlegar á almenn-
um markaði. Reynt var að klóra í
bakkann eftir að byggingafyrirtækin
lögðu upp laupana. Á endanum tókst
að koma þessu inn í félagslega hús-
næðiskerfið og selja í það minnsta
hluta íbúðanna til einstaklinga. Enn
sem fyrr reyndust þær þó allt of dýr-
ar og sumar svo illa frágengnar að
kaupendurnir gáfust flestir upp.
Flóttamenn keyptu ekki
heldur
Heil blokk við Pollgötuna á ísafirði
stóð því nær ónotuð og til reiðu þegar
ákveðið var að taka við 30 flóttamönn-
um frá Júgóslavíu. Þetta fólk var í
raun happafengur fyrir rekstur þess-
ara íbúða sem hvíldu eins og mara á
sveitarfélaginu. Gældu menn við að
þessir nýju íslendingar keyptu íbúð-
imar í framhaldinu. Flóttamennfrnir
frá Júgóslavíu lærðu fljótt á vestfirsk-
an veruleika. Þeir áttuðu sig á að verð
íbúðanna var allt of hátt og forðuðu
sér úr þeim eins fljótt og kostur var.
Sumir keyptu annað húsnæði en á
endanum tóku þeir þátt í fólksflóttan-
um suður.
Kerfið oröiö aö martröö
Saga félagslegra íbúðabygginga á
íslandi er um margt merkileg. Víst er
að hugsjónimar sem að baki lágu áttu
fullan rétt á sér og neðra Breiðholtið í
Reykjavík er stór minnisvarði um þá
byltingu sem þetta olli í húsnæðismál-
um mikils fjölda íslendinga. Víst er þó
að á ferlinum hafa verið gerð mörg
stór mistök og með nokkrum sanni
má líkja húsnæðiskerfinu við bylting-
una þegar sagt er að hún hafi étið
bömin sín. Aðstæður á höfuðborgar-
svæðinu hafa þó verið allt aðrar og
betri til að leysa úr vanköntum kerfis-
ins en í öðmm landshlutum. Fólks-
fækkun og tekjuskerðing sveitarfé-
laga virðist hins vegar hafa gert fé-
lagslega íbúðakerfið að martröð sveit-
arstjómarmanna víða um land.
Gítarinn etif. v
Laugavegi 45.
--- ---V
5
m:
frá 9.900 kr.