Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Page 10
10 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 I>V Fréttir Blönduós og Engihlíöarhreppur í sameiningarviðræður: Stef nt að kosn- ingu í vetur Hreppsnefnd Engihlíðarhrepps samþykkti á fundi sínum nýlega að óska eftir viðræðum við bæjar- stjórn Blönduóss um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjarstjórn Blönduóss tók erindið fyrir nú í vikunni og samþykkti á fundi sín- um að stefnt skyldi að því að kjósa um sameininguna I vetur. Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihliðarhrepps, segist hafa orðið þess var að ýmsir í hreppnum telji að til sameiningar i héraðinu þurfi að koma en kannski hafi ekki ver- ið uppi á borðinu til þessa svona lítil sameining. Valgarður segist ekkert vita um það hvort meiri- hluti verði í hreppnum fyrir sam- einingu við Blönduós en væntan- lega muni það ráðast mikið af því hvaða þjónusta verði í boði fyrir hreppsbúa. í Engihlíðarhreppi búa um 70 manns. Valgarður segir að það sé orðið mjög erfitt að reka svona litlar einingar vegna þess að verkefnin sem sveitarfélögunum sé ætlað að sjá um séu orðin það mörg að þau ráði ekki við þau nema stofna um þau byggðasamlög og það leiði af sér mjög þunglamalega og stirða stjómun. „Kerfið verður ákaflega þunglamalegt og þau eru orðin mörg byggðasamlögin, mað- ur hefur varla á þeim tölu, og svo er það héraðsnefndin," segir Val- garður. „Ég held að ef eitthvað á að ger- ast í þessum málum fyrir næstu kosningar þá verði það á þessum vetri,“ segir Valgarður sem á von á því að viðræður við Blönduós muni hefjast fljótlega eftir að göngur og réttir og mestu haustannir verði af- staðnar. Aðspurður hvort þessi sameining, ef af yrði, mundi leiða af sér stærri sameiningar á svæð- inu sagðist Valgarður ekki geta spáð fyrir um það en sjálfsagt yrði það til að auka umræðuna. Að hans mati hefur engin alvara verið í sameiningarumræðunni í A- Húnavatnssýslu til þessa. Einmitt í þessu sambandi má nefna vandræðaganginn í sam- bandi við Vindhælishrepp síðustu árin en hann hefur verið undir „leyfilegri" tölu í mörg ár og hefði átt að vera búinn að sameinast öðru sveitarfélagi fyrir mörgum árum. Það hefur ekki gengið og málið verið í höndum ráðuneytis í nokkur misseri án þess að á þvi hafi fundist lausn. -ÞÁ DV-MYND DANlEL V. ÓLAFSSON Gömul vinnubrögð Ullarselskonur 1 fallegum lopapeysum sem bera vott um gott handverk. í selinu eru gömlu vinnubrögöin í heiöri höfö. Ullarselið á Hvanneyri nýtur vinsælda og þar eru gömul handbrögð í heiðri höfð: Kemba, spinna, flækja og vefa DV. HVANNEYRI:________________________ Ullarselið á Hvanneyri virðist vera vinsælt meðal ferðamanna og salan hefur aukist ár frá ári. í fyrra var selt fyrir 2 milljónir króna og stefnir í enn meiri veltu á þessu ári. Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunar- verkefni, að tilstuðlan Bændaskól- ans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og kvenfélagasamband- anna á Vesturlandi. Ullarselið hefur það markmið að framleiða gæðavörur úr úrvalsull og ýmiss konar handverk úr nátt- úrulegu hráefni, s.s. kanínufiðu, bómull, skeljum, hornum, tré og leir. Vörumar eru til sölu í Ullarsel- inu á Hvanneyri og eru 20-30 hand- verksmenn úr héraðinu þar með muni sína til sölu. Ullarselið er einnig vinnustofa fólks af Vesturlandi í ullariðn þar sem gömul vinnubrögð við ullar- vinnslu eru notuð. í vinnustofunni er handverkið haft í hávegum. Þar er meðal annars kembt, spunnið, prjónað, flækt, ofið og spjaldofið. Ullarselið er opið á sumrin alla daga, frá 13-18 en á veturna er opið á mánudögum og fimmtudögum en þá hittast félagsmenn i vinnustof- unni og vinna saman. Að sögn þeirra Ullarselskvenna koma marg- ir hópar og kaupa vömr þar. -DVÓ Rafstöðvar Mikið ún/al bensín og dísil rafstöðva. Hagstætt verð! Mosfellsbær: Áhyggjur af niðurskurði til vegamála DV, MOSFELLSBÆ: Bæjarstjóm Mosfellsbæjar hefur miklar áhyggjur af áformuðum nið- urskurði í vegamálum á höfuðborg- arsvæðinu. Samþykkt var að senda stjórnvöldum svohljóðandi ályktun vegna þessa. „Bæjarstjórn Mosfellsbæjar lýsir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum niðurskurði á framkvæmdum við mislæg gatnamót Vikurvegar og Vesturlandsvegar sem boöaður er í drögum að fjárlagafrumvarpi fyrir Vegaframkvæmdir Mosfellingar hafa áhyggjur af þeim niöurskuröi sem áformaöur er í vegamálum. næsta ár. Viljum við benda á að mikil uppbygging á sér nú stað í Grafarholti, Grafarvogi og Mosfells- bæ og ljóst að gatnamótin anna ekki þeirri umferð sem fylgir hinni miklu fjölgun íbúa á þessum upp- byggingarsvæðum. í ljósi þessa lýs- ir bæjarstjórn jafnframt yfir áhyggj- um sínum um framhald tvöföldunar Vesturlandsvegar til Mosellsbæjar samkvæmt vegaáætlun." Tillagan var samþykkt samhljóða og send samgönguráðherra og fjár- málaráðherra. Samþykktin er mjög í anda þeirra umræðna sem að und- anfórnu hafa verið í bæjarfélaginu og á höfuðborgarsvæðinu vegna tíðra umferðarslysa á Vesturlands- vegi undanfarin ár, ekki síst sl. vet- ur. -gg DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON Þau eru heppln Þessir krakkar á leikskólanum Garöaseti hafa leikskólapláss. 26 önnur bíöa eftir plássi. Sjálfstæðismenn vilja eyða biðlistum við leikskólana: 26 börn bíða eftir plássi DV, AKRANESI:_______________________ A fundi bæjarstjómar Akraness í vikunni lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um að byggt verði við leikskóla á Akranesi þar sem mik- ill biðlisti er eftir plássi. Tillagan gerir ráð fyrir að bæjarstjóra, leik- skólafulltrúa og byggingarfulltrúa verði falið að skoða hvort hag- kvæmara sé að stækka leikskólann Vallarsel eða leikskólann Garðasel. Meta skal hvort sé hagkvæmara að byggja eina deild við hvorn skóla, eða tvær við annan. Vinnu þessari á að Ijúka það tím- anlega að hægt verði að taka tillit tO þessara mála við gerð fjárhagsá- ætlunar. Sjálfstæðismenn segja í greinar- gerð með tillögu sinni að ljóst sé að mikil þörf sé fyrir aukið leikskóla- pláss á Akranesi - biðlistar séu í samræmi við það. Núna bíða 26 börn eftir plássi. Einnig er talið ljóst, miðað við þróun undanfarinna missera, að biðlistar muni lengjast frekar en hitt, og því nauðsynlegt að taka ákvörðun um næstu skref í fjölgun leikskólaplássa á Akranesi sem fyrst. Tillagan var afgreidd til bæjar- ráðs. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.