Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 11
Jiu Jitsufélag Reykjavíkur
hoimasiöa. littp:www.wjif.com/iceland
MANUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000
I>V
Fréttir
Mosfellsbær:
Jón á Reykjum heiðursborgari
DV, MOSFELLSBÆ:___________
A fundi bæjarstjórnar
Mosfellsbæjar þann 30.
ágúst sl. var samþykkt að
Jón M. Guðmundsson á
Reykjum, fv. oddviti um
langt skeið, yrði gerður að
heiðursborgara Mosfells-
bæjar. Svohljóðandi tillaga
var samþykkt samhljóða
með sjö atkvæðum: „Bæjar-
stjóm Mosfellsbæjar sam-
þykkir að Jón M. Guðmundsson
verði gerður að heiðursborgara
Mosfellsbæjar. Með því móti vill
bæjarstjóm f.h. Mosfellsbæjar láta í
ljós þakklæti sitt og viðurkenningu
á hinu mikilvæga framlagi Jóns til
Jón M.
Guðmundsson.
uppbyggingar sveitarfélags-
ins en Jón var oddviti Mos-
fellshrepps frá árinu 1962 til
1981, á miklum umbrotatím-
um í sögu sveitarfélagsins,
og hreppstjóri frá árinu 1984
til 1990. Auk þess hefur hann
tekið virkan þátt í félags-
starfl innan og utan sveitar-
félagsins og lagt þar drjúgt
af mörkum.
Nafn hans hefur verið
samoílð sögu sveitarfélagsins um
áratugaskeið og þykir vel við hæíl
að Mosfellsbær votti honum virð-
ingu sína með þessum hætti nú þeg-
ar 80 ára afmæli hans stendur fyrir
dyrum þann 19. september nk.“ -gg
SMlUFWiflWO
JIU JITSU
Nú er rétti tíminn að læra eitthvað nýtt !
Jiu Jitsu er sjálfsvörn ekki keppnisíþrótt.
Jiu Jitsu er eflir sjálfstraust.
Jiu Jitsu er fyrir alla. !
SB 863-2801 & 863-2802
Ármann
Einholti 6 Rvk
Mánud. kl 19:30
Fimtud. kl 19:30
IR Heimilið
Skógarsei 12 Rvk
Þriðjud. kl 21:00
Fimtud. kl 21:00
FRÍR PRUFUTÍMIKOMDU OG PRÓFÁÐU
Úttekt Landsbjargar á fyrstu 7 mánuðum ársins:
Tuttugu og fimm hafa
látist af slysförum
- þar af fimmtán manns í umferðarslysum
Tuttugu og fimm manns létust af
slysfórum hér á landi á fyrstu sjö
mánuðum ársins samkvæmt nýrri
samantekt Slysavamafélagsins
Landsbjargar. Langstærstur er hóp-
ur þeirra sem látist hafa í umferðar-
slysum á þessu tímabili, eða fimmt-
án manns. Fimm fórust í sjóslysum
eða drukknunum og fjórir af völdum
annarra slysa. Þar með eru m.a. tal-
in tvö vélsleðaslys og fall af vinnu-
palli. Einn lést i bilslysi erlendis.
Skipting milli kynja í umræddum
slysum er þannig að fimm karlar lét-
ust í sjóslysum og vegna drukknana
en engin kona. í tólf umferðarslysum
létust tólf karlar og fjórar konur. í
ýmsum slysum létust þrír karlar og
ein kona.
Séu fyrstu sjö mánuðir ársins 1999
tekir til samanburðar hvað þetta
varðar þá höfðu nítján látist af völd-
um slysa á því tímabili. Þar af létust
karl og kona í tveimur sjóslysum og
drukknunum, níu karlar og fjórar
konur létust í þrettán umferðarslys-
um og þrir karlar og ein kona af
völdum annarra slysa. -JSS
DV-MYND DANIEL V. OLAFSSON
Slá ekkí af
Þær eru hörkuduglegar, konurnar í þvottahúsinu á Höföa og slá ekki af. Á myndinni eru, taliö frá vinstri: Jóna Björk
Guömundsdóttir og Vilborg Guöjónsdóttir
Dauöasly
- frá 1. jan.
til 31. úlí 1999 og 2000
Sjóslysog
dmkknanir
Duglegri en á
lægri launum
- þvottahús elliheimilisins gæti lækkað kostnað
DV, AKRANESl:
Að undanfornu hefur ráðgjafar-
fyrirtækið Deloitte & Touche unnið
að skýrslu um hugsanlegt samstarf
Dvalarheimiliins Höfða og Sjúkra-
húss Akraness og heilsugæslustöðv-
ar. Þar er meðal annars tekið út
þvottahús, eldhús og ræsting.
í niðurstöðum fyrir þvottahús
Dvalarheimilisins Höfða kemur
fram að kostnaður við þvott á Dval-
arheimilinu Höfða er í lægri kantin-
um miðað við aðra aðila sem ráð-
gjafar hafa unnið fyrir. Munar þar
mest um launakostnað starfsmanna.
Afköst á hvern starfsmann á Höfða
eru sögð 27% meiri en á sjúkrahús-
inu. Þá er launakostnaður á hvert
stöðugildi 17% lægri á Höfða en á
sjúkrahúsinu. Þá segir að lækka
mætti þvottakostnað sjúkrahússins
um 19% við að Höfði þvægi fyrir
sjúkrahúsið á óbreyttu einingar-
verði. -DVÓ
DV-MYND DANÍEL V. ÓUFSSON
Buslað og buslaö
Þessir ungu drengir kunna vel viö sig í lindinni á Langasandi.
Volg lind á Langasandi
DV, AKRANESI:______________________
í framhaldi af umræðum í stjórn
Hitaveitu Akraness og Borgarfjarð-
ar og Akranesveitu um að nýta af-
fall hitaveitunnar á Langasandi hef-
ur verið útbúin volg lind á sandin-
um neðan Jaðarsbrautar.
í lindinni er nýtt affallsvatn frá
Jaðarsbakkalaug hitað upp með
vatni frá hitaveitunni og kunna
gestir á sandinum að nýta sér lind-
arvatnið í sturtunni til að skola af
sér sand og salt.
Einnig er vinsælt á góðviðrisdög-
um að leika sér við volga lækjar-
sytru sem rennur frá lindinni eftir
sandinum til sjávar. Þegar vetrar
verður skrúfað fyrir lindina en hún
verður væntanlega látin renna aftur
næsta vor. -DVÓ