Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 13
13 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000_ 3Útlönd Fujimori Perúforseti boöar nýjar kosningar og ætlar ekki fram: Lét undan þrýstingi vegna hneykslismáls Mikill fögnuður ríkti í gær í her- búðum andstæðinga Albertos Fuji- moris Perúforseta með þá ákvörðun hans að bjóða sig ekki fram í kosn- ingum sem hann boðaði óvænt til á laugardagskvöld. Margir óttast þó að pólitískt tómarúm kunni að skapast í landinu. Jafnframt til- kynnti Fujimori að hann ætlaði að leysa leyniþjónustuna upp. Fujimori kom þjóð sinni í opna skjöldu þegar hann tilkynnti um kosningamar i útvarps- og sjón- varpsávarpi. Stjórnmálaskýrendur segja að með ákvörðun sinni hafl forsetinn látið undan þrýstingi vegna hneykslismáls sem hefur skekið leyniþjónustu landsins. Til er myndbandsupptaka sem sýnir hvar yfirmaður leyniþjónustunnar mútar þingmanni stjórnarandstöð- unnar til að styðja forsetann. Margir hafa áhyggjur af til hvaða aðgerða her Perú kunni að gripa en í gær var allt með kyrrum kjörum í bækistöðvum hersins um land allt. Talið er að yfirmaður leyniþjónust- unnar hafi fengið yfirmenn hersins á band Fujimoris. Þúsundir ofsakátra andstæðinga forsetans þustu út á götur og torg höfuðborgarinnar Lima eftir ræðu hans. Torgið fyrir framan forseta- höllina var eitt ólgandi mannhaf og báru margir borða þar sem farið var miður fogrum orðum um Fuji- mori. Javier Perez de Cueliar, fyrrum framkvæmdastjóri SÞ og andstæð- ingur Fujimoris, sagði þetta upp- örvandi fréttir fyrir lýðræði í Perú. Alejandro Toledo, sem tapaði fyr- Ákvörðun fagnað Andstæöingur Fujimoris Perúforseta fagnar því aö boöaö hafí veriö til kosninga í landinu. ir Fujimori í síðustu forsetakosn- ingum, sagðist myndu bjóða sig fram í næstu kosningum. Hann var þó varkár, eins og svo margir aðrir. „Ég efast um að Fujimori muni standa við orð sín,“ sagði hann í einu viðtali. Tilkynning Fujimoris kom lands- mönnum hans þeim mun meira á óvart þar sem hann er vanur að gefa sig hvergi. Hann hafði til dæm- is staðið af sér harða gagnrýni um að brögð hefðu verið í taíli í síðustu kosningum. Ráðamenn í Bandaríkjunum fögn- uðu ákvörðun Fujimoris. „Það er ljóst að perúska þjóðin vill fullt lýð- ræði og við vonum að allar aðstæð- ur í Perú geri kleift að það ferli nái fram að ganga,“ sagði talsmaður Clintons Bandaríkjaforseta. Skelfirinn mikli Carl I. Hagen hræöir Svía. Vinsældir Hagens vekja ótta Svía Velgengni Framfaraflokks Carls I. Hagens í Noregi skýtur Bo Lund- gren, leiðtoga hófsama flokksins í Svíþjóð, skelk í bringu. Hann telur að Vinstriflokkurinn sé sænska út- gáfa Framfaraflokksins þegar lýð- skrumið er annars vegar. „Lýðskrumarar eru allir eins, hvað svo sem þeir kalla sig. Þeir eru hlynntir einfoldum og auðveldum lausnum," segir Lundgren við norska blaðið VG. Hann telur leið- toga Vinstriflokksins, Gudrunu Schyman, til dæmis spila með að létt sé að fjármagna styttri vinnu- tíma fyrir alla. Húllumhæ í Múnchen Glatt var á hjalla í Munchen í Þýskalandi í gær þegar hin gleöiríka bjórhátíö Oktoberfest var sett með pompi og pragt. Aö vanda var fariö í skrúögöngu um götur borgarinnar þar sem sjá mátti margan furöulega klæddan manninn. Búist er viö allt að sjö milljónum gesta á þessari mestu bjórhátíö í heimi sem stendur næsta hálfa mánuöinn eða svo. Paula Yates Lík sjónvarpsstjörnunnar fannst í svefnherbergi hennar í London. Paula Yates fannst látin í gær Breska sjónvarpsstjarnan Paula Yates fannst látin á heimili sínu í Notting Hill-hverfinu í London í gærmorgun. Hún var fertug. Lög- reglan vildi ekkert segja um bana- mein hennar í gær, annað en að ekki voru neinar vísbendingar um ofbeldi. Það var vinkona Paulu sem fann lík hennar í svefnherberginu og hringdi hún þegar i stað á sjúkralið. Paula Yates var sennilega þekkt- ust fyrir ástarævintýri sín og hjóna- bönd með rokkurunum Bob Geldof og Michael Hutchence. Hún skildi við þann fyrrnefnda eftir átján ára hjónaband og tók saman við Hutchence. Hann svipti sig lífi árið 1997. Paula átti fjórar dætur, þrjár með Geldof og eina með Hutchence. Sólar- og öryggisfilma Ef vandamálið er: Sólarhiti- þá minnkar filman hitann um ca 2/3 Sólarbirta- þá minnkar filman birtu um ca 1/3 Upplitun- þá hættir hún nánast Öryggi- þá styrkir filman glerið um ca 300% Filman gengur jafnt á húsið og bílinn. Ásetninq meðhita -fagmenn Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Poul Nyrup Rasmussen: Evran er trygging fyrir áframhaldandi velferð Danskir jafnaðarmenn ætla að reyna að taka frumkvæðið í umræð- unni um evruna, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, með því að tryggja áframhaldandi velferð og með loforðum um fleiri störf. Fyrsta skrefið var stigið um helg- ina þegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra gaf tryggingu fyrir því á þingi jafnaðarmanna í Ála- borg að danska eftirlaunakerfið myndi haldast þótt evran yrði tekin upp. Danskir kjósendur greiða um það atkvæði 28. september hvort Dan- mörk eigi að gerast aðili að mynt- bandalagi ESB og taka upp evruna. Ef marka má skoðanakannanir að undanfómu hafa andstæðingar evr- unnar öruggt forskot á fylgismenn sameiginlega gjaldmiðilsins. Marianne Jelved efnahagsmála- ráðherra og leiðtogi róttæka vinstri- flokksins, veittist að andstæðingum evrunnar á landsfundi flokksins i gær og sagði að nú væri komið að Reiður ráðherra Marianna Jelved, efnahagsmálaráö- herra Danmerkur, er reiö út í and- stæöinga evrunnar, myntar ESB. þeim að standa reikningsskil gjörða sinna og greina þjóðinni frá hvað þeir hygðust fyrir með afstöðu sinni. Rut náði árangri hjá TrimFormi Berglindar -það getur þú líka eFtir Frábært mánaðartiiboð Aloe Vera Frfr pruFutímÍ komin til að vera Fagmennskan í Fyrirrúmi TRIM /\F0RM Benjfrxter Grensásvegi 50, sími 553-3818

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.