Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Side 14
14 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 Skoðun I>V Stundarðu einhvers konar íþróttir? Þorkell St. Ellertsson f ramhaldsskólakennari: Já, skokk, sund og hestamennsku. Gyöa Rán Árnadóttir nemi: Nei, en ég er alltaf á leiöinni. Guöbjörg Árnadóttir nemi: Nei, ég hef voðalega lítinn tíma í þaö. Gísli Finnsson nemi: Já, jitsu sem er sjálfsvarnaríþrótt. Andri Freyr Halldórsson nemi: Já, ég stunda líka jitsu. Snjóflóð og varnargarðar Fyrr og síðar hafa snjóflóð á íslandi kostað mörg manns- líf. Af þessum sökum hef ég velt fyrir mér uppbyggingu varnar- garða gegn snjóflóð- um og grjóthruni, sem enginn getur séð fyrir, þannig að kom- ið sé í veg fyrir dauðaslys og öryggi íbúanna, t.d. í litlum sjávarplássum, sé tryggt. Nýlega hafa heyrst skelfi- legar fréttir af grjóthruni úr Óshlíð, á veginum milli Hnífsdals og Bolung- arvíkur, þegar bilstjórar sem aka þessa leið hafa verið hætt komnir. Eina lausnin á þessu vandamáli og til þess að forðast svona dauða- gildrur i eitt skipti fyrir öll er að gerð verði jarðgöng í gegnum fjallið milli Hnífsdals og Bolungarvíkur þar sem sýnt þykir að þessi vegur getur hvergi orðið öruggur fyrir snjóflóðum og grjóthruni, líkt og vegurinn í Kirkjubólshlíð nálægt ísafjarðarflugvelli. „Gerð jarðganga undir Dynjandisheiði þýðir að þá þarf að opna aðrar dyr til vesturs inn í Geirþjófsfjörð sem er miklu styttra en inn í Trostansfjörð, “ segir m.a. í bréfinu. Svona dauðagildrur kosta miklu meira heldur en jarðgöng myndu kosta í dag. Til eru mörg dæmi um dauðaslys á svona stöðum, eins og á Austfjörðum og víðar. Fullvíst þyk- ir að lausn á svona vandamálum getur aðeins komið fram í formi jarðganga vegna þess að aðrar ráð- stafanir eru tilgangslausar og ennþá dýrari og hleypa upp kostnaðinum mun meira en góðu hófi gegnir. Jarðgöng á landsbyggðinni gjör- breyta öllum samgöngum og rjúfa alla vetrareinangrun dreifhýlisstað- anna í eitt skipti fyrir öll, eins og Hvalfjarðargöngin hafa sýnt og sannað. Ég hef unnið á vertíðum víða um land í 14 ár. Fyrirtæki tengd sjávarútvegi lenda oft í erfið- leikum með að útvega hráefni og vinnu handa landverkafólki þegar Vegagerðin gefst upp á þvi að moka vegi á snjóþungum þröskuldum í meira en 500 metra hæð yfir sjó. Gerð jarðganga úr Dýrafirði inn í Borgarfjörðinn ásamt lagningu veg- ar beint yfir fjörðinn sem gæti leyst veginn í Mjólkárhlíð af hólmi nægir ekki til þess að rjúfa einangrun Vest- urbyggðar og ísafjarðar án þess að gerð verði jarðgöng undir Dynjandis- heiði. Þá þarf að gera vegamótagöng undir heiðina til þess að losna við veginn á þessari leið sem er ófær á vetuma. Þarna kemur heilsársvegur ekki tií greina í meira en 500 metra hæð. Gerð jarðganga undir Dynjand- isheiði þýðir að þá þarf að opna aðr- ar dyr til vesturs inn i Geirþjófsfjörð sem er miklu styttra en inn í Trostansfjörð. En hingað til hafa menn ekki viljað ræða þetta af kostnaðarsökum og er ekki inni í jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar sem kynnt var fyrr á árinu. Guömundur Karl Jónsson skrifar: Erindi til þjóðarinnar Félagið Framtíð íslands var stofnað síðla sumars 1996. Tilgangur þess er eftirfarandi: Að efla kristilegt líferni og góð sam- skipti milli fólks. Stuðlað verði að betri nýtingu á auðæfum land- grunnsins innan 200 mílna landhelgi íslands, í þágu þjóðarheildar, ásamt fullvinnslu alls sjávarafla, og nýta á einhvern hátt allt sem úr sjónum kemur. „Stuðlað verði að betri nýt- ingu á auðœfum land- grunnsins innan 200 mílna landhelgi íslands, í þágu þjóðarheildar, ásamtfull- vinnslu alls sjávarafla, og nýta á einhvem hátt allt sem úr sjónum kemur. “ Að vinna að breyttu útgerðar- formi og efla veiðar með kyrrstæð- um veiðarfærum. Að skipta afla- heimildum milli byggðarlaga og skipta honum síðan á milli báta og skipa í aflatoppsformi. Að allur fisk- ur í sjó sé viðurkenndur þjóðareign og af aflatoppnum verði greitt 10% aflagjald af uppvegnu aflaverðmæti, sem renni til velferðarmála, svo sem heilbrigðiskerfisins. Að hvetja til lífrænna búskapar- hátta og að hafinn verði útflutning- ur á lífrænt ræktuðum landbúnaða- afurðum. - Allir íslendingar eru hér með hvattir til að hugleiða stuðning við félagið í verki. (Frekari upplýs- ingar eru veittar í síma: 565 4935 (fax: 864 9391). Garðar H. Björgvinsson útgeröarmaöur skrifar: Dagfari Vandræðamiölun Vestf jarða íslensk miðlun á Vestíjörðum var ein af þessum guðsblessunum sem rek- iö hafa á fjörur Vestfirðinga. Ekki það að ég vilji meina að á þessum útkjálka búi eintómir fjörulallar sem lifi á því sem sjórinn skolar upp í hendumar á þeim. Nei, ekki aldeilis. Reyndar er Dagfara fullkunnugt um að Vestfirð- ingar reru sjálflr stíft eftir íslenskri miðlun og tókst af harðfylgi að inn- byrða þennan happafeng. Þar gekk maður undir manns hönd og muldi vel undir Fritz Má Jörgensen og félaga, enda ætluðu þeir að skapa fjölda fólks atvinnu. lífsins á Vestfjörðum var að anda í síma. Það var annars skítt að þing- menn stæðu sig ekki betur í að útvega verkefni, enda fór það svo að ekki var hægt að borga okurgjöld opinbérra að- Oa svo ekki sé talað um svimandi laun. Það var því ekki of gott fyrir fjárans verkalýðsfélögin að halda sínu fólki uppi, varla var hægt að ætlast til að Fritz gerði það. Það vantaði bara örlítið meiri peninga frá Byggða- Bæjarstjórnarmenn gáfust þó ekki - ' *• r <• ' r'T- upp. Þó aldrei hafi verið ljáð máls á því StOjTlUTl, STYKXTŒÖl Q.J QUTUTTl JVQ, SVCltQVjclÖgUTlUTYl Og aft hleypa innfæddum atvinnurekendum ... verkefni. - Ekki nokkurn skapaðan hlut annað. inn a §aíl °gskríða fyrir Þeirra heimtu- frekju, þá gilti annað um blessaða að Fritz Már er einn af þessum snillingum þjóðar- innar sem tekst að laga fullan pott af kjarngóðri súpu upp af einum ræfils nagla. Bæjarstjórar og fyrirmenn vestra gerðu sér líka fljótt grein fyrir hvílíkan öðling var þarna að finna. Færi betur ef þessir aumingjar sem enn reyna að hokra i sinni heimabyggð með ræfilsdruslurekstur væru jafn út- sjónarsamir. Enda hafa sveitarstjómarmenn vestra löngum séð við löðurmannlegum tilburðum innfæddra til atvinnubrölts og fátt við slíkan lýð annað að gera en að sparka í hann liggjandi - og það duglega. Allt annað gildir gagnvart utansveit- armönnum sem koma færandi hendi til nauðþurf- andi landsbyggðarinnar með ilmandi naglasúpu. Þeirra er himnariki. Að sjálfsögðu áttuðu bæjarstjórnarmenn vestur á fjörðum sig fljótt á þvi hvílíka gullnámu menn voru að detta í. Breiddir voru út dreglar, opnuð hús upp á gátt - ókeypis, og allt gert sem best úr garði fyrir gestina. Meira að segja forsetinn var fenginn til að klippa á borða. Nú skyldi endur- hæfa vestfirskt frystihúsafólk, loka illa lyktandi slorbúllum og láta fólk setjast prúðbúið við falleg skrifborð með sima. Já, nýja máttarstoð atvinnu- komumennina. Þeir áttu allt gott skilið og hvað voru milljóna skuldir á milli vina? Auðvitað var sjálfsagt að breyta því í hlutafé. Sömuleiðis kom aldrei annað til álita en að gauka að Fritz og félög- um 10 milljónum frá Byggðastofnun. Hins vegar er ekkert skrýtið þó íslensk miðlun hafi verið lýst gjaldþrota - það vantaði nefnilega herslumuninn. Það vantaði bara örlítið meiri peninga frá Byggða- stofnun, smáræði af aurum frá sveitarfélögunum og ... verkefni. - Ekki nokkum skapaðan hlut ann- 3ð' Indlandsferð forsetans Halldóra Guömunds- dóttir skrifar: Ég verð að láta í ljósi undran mína vegna fyrirhug- aðrar ferðar for- seta íslands tO Indlands og það snobb eða réttara sagt þann sleikju- hátt sem einhverj- ir landar sýna með því að hópast í sömu ferð og for- setinn, í viðskipta- erindum, að því er sagt er. Eigum við Islendingar virkilega viðskipti við Indland þar sem sífellt er verið að segja hér fréttir af kúguðum börnum sem vinna myrkranna á milli? Er ferðin farin til að sýna samúð með þessum börnum? Er einhver ástæða fyrir forseta Islands yfirleitt til að ferðast til Indlands á okkar kostnað? Ég mótmæli harðlega. Hvimleiðar upphringingar V.G. hringdi: Það er daglegt brauð að fá upp- hringingu til þess að svara spurning- um einhverra sem eru að bjóða hina og þessa vöruna til sölu. Oftar en ekki eru þessar hringingar úr leyninúmer- um, þ.e. maður sér ekki á númera- birti hvaðan hringt er, þannig að maður áttar sig ekki á hvort um gabb er að ræða eða ekki. Vilji maður full- vissa sig hvort viðkomandi fyrirtæki sem kynnt er sé til kannast enginn við neitt sölutilboð. Hér er því oft ein- göngu um gabb að ræða eða þá verið að kanna hversu fómfúst fólk er. Þessu verður að linna því þetta getur tekið á taugarnar. Gæslan í fíkniefnarannsókn Niðurstaða birtist opinberlega. Að fylgja eftir fréttum Sigurður Kristjánsson skrifar: Oftar en ekki fylgja fjölmiðlar ekki nægilega vel eftir þeim fréttum sem þeir slá upp dag frá degi. Fréttum sem jafnvel hafa slegið óhug á þjóð- arsálina. Misjafnt er þetta þó. I RÚV- fréttum sl. fimmtudag mátti t.d. heyra hvað liði rannsókn flugslyssins í Skerjafirði og greint frá þvi að enn væru nokkrar vikur í niðurstöður rannsóknarinnar. Enn bíða menn líka frétta af rannsókn lögreglunnar á ásökunum um meint flkniefnamis- ferli á skipum eða skipi Gæslunnar. Sé rannsókn lokið á málinu á að sjálf- sögðu að birta niðurstöður hennar. Sé henni ekki lokið á líka að greina frá því að svo sé ekki og hvenær bú- ast megi við niðurstöðu hennar. Innlent er dýrara Guðbjðrn hringdi: Ég er einn þeirra sem hef verið að kanna verð á garðhúsum og lét hend- ur standa fram úr ermum eftir að ég sá auglýst eftir slíkum húsum í les- endabréfl í DV nýlega. Eftir að ég sá til sölu garðhús í Hagkaupi í sumar sem kostuðu 39 þúsund krónur hélt ég að einhver ámóta hús fengjust annars staðar. Þar tók ég feil. Innlend garð- hús en mun minni kosta þetta frá 70 til 130 eða 140 þús. kr. Sum enn meira. Ég segi því: alltaf er innlent dýrara en erlent. Garðhús þurfa ekki að vera svo vegleg, bara rétt til að geta geymt garðáhöldin, engin völundarsmíð. En DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.