Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Blaðsíða 16
16 Menning__________________ Af góðri rót Þegar útlendir fagmenn á sviði myndlistar koma til íslands til að gera úttektir á myndlistará- standinu i landinu; ég tek sem dæmi nýlegt tilskrif í bandaríska listatimaritinu „Art in Amer- ica“, nota þeir iðulega sem mæli- kvarða á það hvort hér sé gróskumikið myndlistarlíf eða ekki að hve miklu leyti hérlend listasöfn, listhús og listamenn séu sér meðvitandi um það sem er að gerast í myndlistinni úti í heimi. Sem sagt, ef við erum að gera verk sem kallast á við ensku nýbylgjuna eða sýna verk eftir sporgöngumenn i þýsku eða frönsku nýbylgjunni þá erum viö í góðum málum. Út af fyrir sig er skiljanlegt að aðkomumenn skuli taka þennan pól í hæðina því eins og Goethe sagði þá komum við einungis auga á það sem við þekkjum fyr- ir. Stundum flökrar að mér að það sé til annar og kannski marktækari mælikvarði á heil- brigði myndlistarinnar i land- inu, nefndega að hve miklu leyti íslenskum listamönnum tekst að halda í sameiginlegar rætur okk- ar og gefa þeim nýtt vægi í nútíð- inni. Þá á ég m.a. við það hvem- ig margir SÚM-arar virkjuðu is- lenskar þjóðsögur og ævintýri, hvernig Suðurgötumenn unnu konseptverk upp úr gömlum þjóðháttum o.s.frv. Þetta eiga að- komumenn auðvitað erfitt með að skilja - þó ekki allir, ég vísa til Douwe Jans Bakkers heitins - og þá verða íslenskir listamenn að gera upp við sig fyrir hverja þeir eru að vinna. Leir og hrosshár Sjálfsagt mundi aðvífandi skríbent frá „Parkett“ eða „Kunstforum" afgreiða sýning- ar þeirra Bryndísar Jónsdóttur og Guðrúnar Marinósdóttur í Listasafni ASl sem einhvers konar útkjálkamyndlist. Því fyrir einskæra tilviljun eru þær báðar uppteknar af gömlum íslenskum siðum og hefðum sem aukinheldur hafa ekki flokkast undir sjónmenntir. í efri sal sýnir Bryndís þríviddarverk úr steinleir, byggð á íslenskum búfjármörkum, en í gryfju hefur Guðrún komið fyrir flmm verkum úr hrosshári sem fléttað er með sömu aðferðum og notaðar voru til að setja saman muni úr mannshári. Raunar eru þær aðferðir ekki sér- íslenskar, en bárust til Vestfjarða fyrir alda- mótin 1900 með nokkrum íslenskum konum sem lærðu þær i Danmörku. Myndlist Fýrir aldarfjórðungi eða svo gerði Níels Hafstein bókverk um íslensku fjármörkin. Bryndís fer allt aðra leið en hann, nefnilega að breyta tvívíðum mörkunum í þrívíð „ker“, aðallega, að því er hún segir, vegna þess að lögun markanna höfðar til hennar sem form. Vissulega mynda þessi ker hennar mikilúð- legt safn þarna á gólfinu í ASl og gott ef Bryn- dísi tekst ekki í mótun þeirra að gefa sitthvað til kynna um íslenska náttúru, ríki sauðkind- arinnar. Samt eru þessi verk tæplega jafn innihaldsrík og/eða margræð í úrvinnslunni og efniviðurinn, fjármörkin og hlutverk þeirra í þjóðlíflnu virðist bjóða upp á. Kannski er það vegna ofuráherslu listakon- unnar á formið. Alt um það saknaði ég skáld- skaparlegrar víddar í þeim. Náttúrlegt og manngert Sú vídd er hins vegar fyrir hendi í gryfj- unni niðri, þar sem verk Guðrúnar Marinós- dóttur dreifa sér um gólf og veggi eins og hita- beltisplöntur og sjaldgæf skordýr. Samt vaka ekki neinar slíkar tilvisanir fyrir listakon- unni sem umbreytir áðumefndri hárvinnu- hefð út frá forsendum nýsköpunar í textíl, skartgripagerð og e.t.v. einnig hugmyndum ýmissa þrívíddarlistamanna sem vinna með lifrænan efnivið. Er ekki að efa að margir munu fyrst staðnæmast við þann hagleik sem birtist í þessum flngerðu verkum; að lita og flétta hrosshár með þessum hætti er nefnilega ósegjanlega erfitt og seinlegt. En hagleikurinn er ekki inntak verkanna, eins og oft gerist í listiðnaði, heldur einungis hluti af þvi. Lista- konan ræktar hér garð sem hún hefur gert sér mitt á milli hins náttúrlega og hins mann- gerða; það sem vakir fyrir henni er ekki síst að fá okkur til að skynja með sér það sem ger- ist á því svæði. I þeirri eftirgrennslan liggur skáldskapurinn. Aðalsteinn Ingólfsson Sýningarnar veröa opnar til 1. október. Listasafn ASÍ viö Freyjugötu er opiö kl. 14-18 alla daga nema mán. Tröllastelpa lögð í einelti Bjarni Ingvarsson í Lómu Leikaramir eru liprir og sniöugir og fara meö rullur sínar á sannfærandi máta. Það er erfitt að byrja í nýjum skóla þar sem allir eru öðruvísi en maöur sjálfur. Og víst þarf minna til en að böm séu af tröllaættum til þess að þau passi ekki inn í hópinn - nú á þessum skelfilegu tímum þegar flottustu merkjafotin, þykkustu pokémonbunk- arnir og rafdrifnu hlaupahjólin virðast ávísanir á virðingu og vinsældir. Lómagnúpur hefur telpan verið nefnd af foreldrum sínum, sem bera síst venjulegri nöfn sjálf - en hún kann bet- ur við að vera kölluð Lóma. Hún á erfitt uppdráttar í skólanum og ákveður að flýja af hólmi, en hittir aðra sem svipað er ástatt fyrir og það verður henni til gæfu. Boðskapur þessa litla verks Guörún- ar Ásmundsdóttur er að mennirnir eru misjafnir og öll erum við viðkvæm fyr- ir einhverju i eigin fari. Sumir eru of stórir, aðrir of feitir, enn aðrir of litlir og einhverj- ir jafnvel of mjóir. Og það er leiðinlegt þegar er gert grín að manni. I leikritinu um Lómu er boðið upp á tvær lausnir á þessu vandamáli. Annars vegar þá sem undirtitillinn vísar til: Að láta sér standa á sama þó að einhver sé að hlæja að manni, og hins vegar að muna eftir himna- föðurnum sem alltaf er viðstaddur og vakir yfir. Ég verð að taka ofan fyrir Guðrúnu fyrir að bjóða fram þessa lausn, því hin síðari ár hefur Guð verið feimnismál þeim sem skrifa leikverk fyrir börn. Máske eru það áhrif frá Myndlist Disney-fabrikkunni sem hefur mun meiri áhuga á annars konar fljúgandi eða ósýnileg- um figúrum en þeirri upprunalegu. Drepfyndin tröllskessa Bráðskemmtilegt samband er skapað við áhorfendur meðan á sýningunni stendur. Skólabekkurinn, sem stríðnipúkinn situr á, er nefnilega sá hinn sami og áhorfendur sitja og þeir geta þvi lagt ýmislegt til málanna. Innlegg barnanna á frumsýningunni i um- ræðuna um guð var aðdáunarvert og sýnir að börn vita margt um hinstu rök tilver- unnar sem fullorðnir vita ekki. Leikaramir eru öllum sem sótt hafa Möguleikhúsið að góðu kunnir: Aino Freyja Járvelá leikur Lómu, Bjarni Ingvarsson kemur fram sem góður kennari og Fiddi feiti og Hrefna Hall- grímsdóttir er hér í hlutverki hrekkju- svínsins ínu Rósar og Grálúðu, móður Lómu. Leikararnir eru allir liprir og sniðugir og fara með rullur sínar á ákaflega sannfærandi máta. Sviðs- myndin er einföld og snjöll og búning- arnir hreint augnayndi en mesta lofið hlýtur Hrefna Hallgrímsdóttir fyrir snögg skipti frá sætri skólastelpu yfir í hina drepfyndnu tröllskessu Grálúðu sem er óvægin við mannfólkið en gull af skessu þegar betur er að gáð. Söng Lómu verður að smyrja betur, ef ekki var einungis frumsýningarstressi um aö kenna, og eitthvað verður að bæta loft- ræstibúnaðinn í Möguleikhúsinu ef gestir eiga að halda meðvitund þann klukkutíma sem sýningin stendur yfir. Annars er sagan um Lómu verðug afmælissýning og ekki ann- að hægt en að óska öllum aðstandendum til hamingju. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Möguleikhúslö sýnir: Lóma - Mér er alveg sama þótt einhver sé aö hlæja aö mér eftir Guörúnu Ás- mundsdóttur. Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Leikstjóri: Pétur Eggerz. _______MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 __________________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Er pólitík menning? Á morgun kl. 12.05 heldur Guð- mundur Hálfdan- arson sagnfræði- prófessor fyrir- lestur í Norræna húsinu í hádegis- fundaröð Sagn- fræðingafélags ís- lands sem hann nefnir „Er pólitík menning?“ Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um sögu og menningu. Hefðbundin stjórnmálasaga, þar sem sagt var frá áhrifamiklum einstaklingum (oftast karlkyns) og mikilvægum atburð- um, féll að mestu úr tísku á 7. og 8. ára- tugnum þegar félags- og hagsaga urðu ráð- andi innan sagnfræðinnar. Nú er stjórn- málasagan aftur orðin vinsæl en þó i nokk- uð breyttri mynd frá því sem áður var, nefnilega í líki félags- og menningarsögu. I fyrirlestrinum mun Guðmundur ræða um margvíslegar orsakir þessara breytinga. Athygli skal vakin á að nú eins og á síð- asta starfsári má lesa fyrirlestra í fundar- röðinni í Kistunni, vefriti um hugvísindi á slóðinni: www.hi.is/~mattsam/Kistan. Þar er einnig að finna skoðanaskipti fyrirles- ara og fundarmanna. Verkaskipting I dag kl. 15 heldur Hans Christian Dany fyririestur í Listaháskólanum í Laugarnesi í stofu 002. Dany er myndlistarmaður, rit- höfundur og útgefandi timaritsins „Stars- hip“. Fyrirlestur hans nefnist „Division of Labour" (Verkaskipting). Myndlistarheim- urinn er enn skipulagður í kerfi sem skipt- ir starfinu i: hráefni, framleiðslu, dreif- ingu og neyslu. I fyrirlestrinum verður rætt um hvers vegna þetta samrýmist ekki nútímaskilningi á vinnunni og settar fram hugmyndir um breytingar. Á miðvikudaginn kl.12.45 heldur Marcia Celsor fyrirlestur í Listaháskólanum, Skip- holti 1, stofu 113. Marcia Celson er leirlist- armaður og hefur ferðast viða, einnig hef- ur hún hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sin. Marcia dvelur um þessar mundir í Listamiðstöðinni Straumi við Hafnarfjörð og mun í fyrirlestrinum fjalla um eigin verk og ferðir sínar um Spán og Uzbekist- Námskeið 25.-28. sept verður námskeið við Opna listaháskólann í upplýsingaleit og notkun e-pósts. Áherslan verður á nýtingu þessarar tækni en fræðilegum vangaveltum og út- skýringum fléttað inn í eftir því sem þörf krefur. Markmið námskeiðsins er tvíþætt, að veita tilsögn og þjálfun í upplýsingaöfl- un á Netinu, og að veita tilsögn og þjálfun í tölvusamskiptum. Kennari er Jón Hrólfur Sigurjónsson tónlistarkennari og kennt verður í tölvuveri Listaháskóla íslands, Skipholti 1. 2.-5. október verður námskeið á sama staö í notkun myndvinnsluforritsins Paint- er sem er hliöstætt Photoshop. Þar verða notaðir stafrænir pennar, þráðlausir, sem koma í staö músar og gera allar hreyfingar léttari og eðlilegri. Lítils háttar verður far- ið í teiknimyndagerð sem er skemmtilegur möguleiki í Painter. Námskeiö í Photoshop er nauðsynlegur undanfari þessa nám- skeiðs. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason myndlistarmaður. Hugur helgaður Brynjólfi Hugur Tímarit um heimspeki er komið út hjá Félagi áhuga- manna um heimspeki, 10. og 11. árgang- ur i einu hefti. Þaö er helgað Brynjólfi Bjarnasyni, al- þingismanni, ráðherra og áhugamanni um heimspeki, í tilefni af aldarafmæli hans árið 1998. Greinarnar í heftinu eru níu, eftir jafn- marga höfunda og tengjast allar íslenskri heimspeki. Meðal höfunda eru Sigríður Þorgeirsdóttir, Einar Ólafsson og Eyjólfur Kjalar Emilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.