Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 29
49 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 1>V Tilvera Frankie Avalon 61 árs Þegar Elvis Presley var kóng- urinn í poppinu voru ekki margir aðrir söngvarar á svipaðri línu sem áttu greiðan að- gang að vinsælda- listum. Einn þeirra fáu var Frankie Avalon sem verður 61 árs í dag. Hann átti nokkur vinsæl lög á þessum árum en hafði, eins og allir aðrir, litið í Presley að gera. Avalon fetaði i fótspor meistar- ans og gerðist kvikmyndaleikari og voru svokallaðar „Beach Partí“-mynd- ir, sem hann lék aðalhlutverkið í, mjög vinsælar. Lék hann í fjölmörgum kvik- myndum en hefur haft sig lítið í frammi á undanfómum árum. Gildir fyrir þriöjudaginn 19. september Vatnsberinn (20. ian.-iR. fehr.): , Þú ert að velta ein- hveiju alvarlega fyrir þér og það gæti dregið athygli þína frá því sem þú ert að vinna að. Ef þig skortir einbeitingu ættir þú að hvíla þig. Fiskarnir (19 febr.-20. mars): Núna er góður túni til lað bæta fyrir eitthvað sem fór aflaga fyrir stuttu. Komdu tílfinn- ingamálunum í lag. Happatölur þínar eru 4, 11 og 25. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Þú verður að vera á varðbergi gagnvart fólki sem viil hagnast á þér. Það gæti eyði- lagt vinnu sem þú ert búinn að leggja á þig. Nautlð 120. apríl-20. mail: i Einhver reynir að sverta mannorð þitt með einum eða öðrum hætti þótt þér verði það ekki strax ljóst. Ekki láta troða þér um tær. Tvíburarnir (21. maí-2i. iúní): V Þú átt skemmtilegan /f9' morgun í vændum og 1 munt taka þátt í at- hyglisverðum umræð- um. Vinur þinn segir þér merki- legar fréttir. Krabblnn (22. iúní-22. iúiíi Varastu að trúa I orðrómi sem þú heyrir um aðra. Dagurinn einkennist af tog- streitu milli aðila sem þú um- gengst mikið. Liónið (23. iúli- 22. aeústl: Þér standa góð tæki- færi til boða í vinn- unni eða í sambandi við fjárfestingu. Hugs- aðu þig vel um áður en þú tekur ákvörðun varðandi peninga. Mevian (23. áaúst-22. sept.): Einkamálin þarfnast meiri tíma og þú þarft kannski að neita þér ^ r um að hitta félagana til að koma málunum á hreint. Vogln (23._sept.-23. okt.i: Forðastu að vera ná- lægt fólki sem lætur allt fara í taugarnar á sér. Þú gætir lent í deílum við samstarfsfélaga í dag. Sporðdrekl (24. okt,-2i. nóv.): Þér verður ekki tekið jafnvel og þú vonaðist S til af nýjum félögum. Ekki hafa áhyggjur af því, viðhorf þessa fólk til þín á eftir að breytast. Bogamaður (22. nóv.-21. des.): . Vinur þinn sækist eftir r félagsskap þínum í dag. Ef þú ert mjög upptekinn skaltu láta hann vita af því í stað þess að láta hann bíða eftir þér. Stelngeitin (22. des.-19. ian.): ^ - Þú átt auðvelt með i/rf samskipti í dag. Streita w Jr\ er ríkjandi hjá þeim sem þú umgengst en þú getur fundið ráð til að bæta úr því. Vogln (23. ý Selur demanta fyrir hundruð milljóna: Fólk að ganga af göflunum - segir Dorrit Moussaieff á Netinu „Það fyrsta sem fólk gerir þeg- ar það selur hlutabréfin sín er að kaupa demanta," segir Dorrit Moussaieff, unnusta forseta ís- lands, sem nýverið seldi 27 ára gamalli internetstjörnu fágætan, gulan gimstein sem tækifærisgjöf handa kærustunni. „Fólk er geng- ið af göflunum," bætir Dorrit við í viðtali á gagnvirku vefsíðu fyr- irtæksins Icollector sem sérhæfir sig í kynningu og sölu á skart- gripum og listmunum á Netinu. Á vefsíðu Icollector er Dorrit kynnt sem einn helsti skartgripa- sali hinna nýríku og meðal við- skiptavina hennar sé að finna fjölmarga milljónamæringa úr Internetgeiranum og af verð- bréfamarkaðnum. Dorrit er lýst Dorrit Moussaieff Hannar skartgripi í líki beinagrinda með svarta rúbína í augntóftunum. sem mikilli kaupkonu og hönnuði skartgripa en orðrétt segir á vef- síðu Icollector: „Moussaieff hefur einnig hann- að vörumerki fyrirtækja úr demöntum, hestshausa úr skíra gulli eða jafnvel litla báta þar sem árarnar eru úr eðalsteinum. Þá eru tilskorin hnattlíkneski Moussaieff úr demöntum ákaf- lega vinsæl, svo og upphafsstafir viðskiptavinanna úr slípuðum gimsteinum. Hún hefur einnig hannað litlar beinagrindur með svarta rúbínsteina í augntóftun- um. Viðskiptavinir Moussaieff eyða allt frá 200 þúsund krónum upp í 200 milljónir fyrir skart- gripi hennar án þess að depla auga.“ -EIR Jennifer Lopez kynnti sér sjónvarpsmyndir í London: Horfði á fölbláa með lífverðinum Eitthvað verður maður að gera sér til dægrastyttingar. Bandaríska kvikmyndaleikkonan og poppstjarn- an Jennifer Lopez valdi þann kost- inn að horfa á fölbláa mynd uppi í rúmi á glæsihótelinu sinu í London, með lífvörðinn sér við hlið. Ekki er vitað til að neitt meira hafi gerst. Að sögn þrumu lostinna starfs- manna hótelsins sem áttu erindi inn í herbergi stjömunnar flissuðu Jennifer og lífvörðurinn einhver ósköp á meðan þau horfðu á mynd- ina. Virða má stúlkunni þetta til vor- kunnar því hún var aiein og hund- leið í London að fylgja úr hlaði nýj- ustu kvikmyndinni sinni, Frumunni, sálfræðitrylli um sál- fræðing sem sekkur sér ofan í sálar- lif raðmorðingja. Já, kærasti ungfrúarinnar, amer- íski rapparinn og margmilljónerinn Sean „Puff Daddy“ Combs varð eftir heima í Bandaríkjunum. Reyndar er hann í farbanni vegna ákæru um ólöglega byssueign sem lögð var fram á hendur honum í fyrra eftir að hann var viðriðinn skotbardaga á næturklúbbi í New York. Jennifer margítrekaði að þau væra enn sam- Mariah tryggir líkamann fyrir einn milljarð Mariah Carey, sem nú er orðin syngjandi kvikmyndastjarna, er hrædd um að verða fyrir óhappi við tökur á myndinni All That Glitters sem kunni að eyðileggja feril henn- ar. Þess vegna hefur söngkonan tryggt líkamann sinn fyrir nær 1 milljarð íslenskra króna. Tökuliðið er farið kalla Mariuh milljarðaskutl- una og hefur hún víst ekkert á móti því. Hún gengur meira að segja sjáif um og segir að hún sé milijarða- skutla. FemiCare® hylki með mjólkursýrugerlum fyrir leggöng. Htuti af náttúrulegrí ftóru konunnar! Fæst í Apótekinu, LyQu, Lyf og heilsu og apótekum landsins. •» * En Puffy, eins og pilturinn er einnig kallaður, lét sér aftur á móti ekki leiðast í íjarveru kærustunnar. Öðru nær. Puffy brá bara undir sig betri fætinum og bauð fyrrum kær- ustu sinni, og bamsmóður, fyrirsæt- unni fyrrverandi Kim Porter, út að borða. Puffy fór með sambýliskonuna fyrrverandi á veitingastað sem hann á sjálfur í borginni Atlanta. Þar héldu þau rakleiðis að kertum- hlöðnu borði og áttu saman róman- tíska kvöldstund, hlógu og kjössuðu og voru ekkert feimin þótt aðrir gestir staðarins sæju. „Þau gátu ekki slitið sig hvort frá öðru. Það var furðulegt hversu blygðunarlaus þau voru, hlógu og flissuðu," sagði furðu lostinn sjón- arvottur að öllu saman. Kannski hefur Jennifer grunað að eitthvað þessu líkt kynni að ger- ast í fjarveru hennar. Hún var að minnsta kosti ansi súr á svipinn í partíinu á eftir frumsýningu mynd- arinnar. Sötraði bara kampavín I klukkutíma og fór svo heim á hótel. Netsalan ehf Garðatorgi 3, 210 Garðabæ. Sími: 565-6241, 893 7333. Fax: 544-4211 Opið: Mánudaga - Föstudaga 10-18 • Laugardaga 10-14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.