Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Qupperneq 30
50 MÁNUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 I>V ‘Tilvera Týra Banks tilbúin í sjónvarp Ofurfyrirsætan lokkaprúða Tyra Banks hefur tekið boði um að leika eitt aðalhlutverkanna í sjónvarps- þáttaröðinni Felicity. Ástæðan ku víst vera sú að framleiðendumir vilja laða aftur að sér áhorfendurna sem hurfu á braut þegar aðalleik- '*konan, Keri Russell, lét klippa lokkaflóðið. Áhorfendur kunnu ekki að meta stúlkuna stuttklippta og sneru sér að öörum sjónvarpsþátt- Tyra Banks þykir hafa til að bera allt sem prýða má eina sjónvarps- leikkonu. Hún er snoppufríð og með fallegt hár. Hvort hún kann að leika er svo annað mál. Aguilera þarf að hvíla röddina Poppsöngkonan Christina Aguilera hefur þurft aö aflýsa tvennum tónleikum upp á síðkastið og voru margir farnir að velta því fyrir sér hvort stjaman unga þyldi bara ekki álagið sem fylgir frægð- inni. Talsmaður stúlkunnar heldur því hins vegar fram á opinberri theimasiðu hennar að hún þurfi bara að hvíla röddina í nokkra daga, að læknisráði. Aguilera var við afhendingu MTV tónlistarverð- launanna í siðustu viku. Hún hafði fengið nokkrar tilnefningar en vann engin verðlaun. Fallhlífarstökk: Fallhlífar- stökkströllasögur - skildi tvær framtennur eftir Komið Inn til lendingar / raunveruleikanum opna menn fallhlífina í tvö til þrjú þúsund fetum og efþeirgera þaö ekki lifa þeir einungis afsíö- asta metrann eöa svo. Það er sama hvað mannskepnan tekur sér fyrir hendur, allt hefur til- hneigingu til að magnast og verða stærra og meira með timanum - fjarlægöin gerir fjöllin blá og menn- ina mikla. Fallhlífarstökk er eitt af því sem hálfgerður ævintýraljómi hvílir yfir, alla langar til að prófa og sum- ir láta jafnvel verða af því. Það hafa orðið til alls konar tröllasögur um hetjudáðir og djörfung í fallhlífar- stökki. Sumar af þessum sögum eiga eflaust einhverja stoð í raun- verulekanum en hafa magnast með tímanum og frá manni til manns. Einnig hafa hugmyndir frá Hollywood magnað upp sögur um glæfrastökk. Allt jafn hart Þórjón Pétursson fallhlífar- stökkvari segir að í bíómyndum séu oft sýnd atriði sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum, t.d. var myndin Dropzone full af „fiction". „Atriðið þar sem stökkvari kemur svífandi i fallhlíf og tekur völdin af öðrum stökkvara með því að stýra honum á rafmagnslínur á sér enga stoð í veruleikanum. Sá sem fór á línurnar hefði hæglega átt að geta losað sig við aðalfallhlífina og notað varagræjumar eða tekið snarpa beygju og losnað þannig. Maður sér líka í bíómyndum að menn eru að tala saman í frjálsu falli, þetta er náttúrlega alveg fráleitt, það er hreinlega ekki hægt. Svo eru menn að stökkva úr 4000 fetum og eru heila mínútu í frjálsu falli. Þetta er heldur ekki hægt því þeir væru löngu komnir í jörðina. Þegar sýnt er frá svona stökkum sér maður strax að þeir eru í tólf til þrettán þúsund fetum en ekki fjögur þús- und. Allar sögur um að menn liíi af frjálst fall úr tíu þúsund metra hæð eru líka della, það er hreinlega ekki hægt. í raunveruleikanum opna menn fallhlífina i tvö til þrjú þús- und fetum og ef þeir gera það ekki lifa þeir einungis af síðasta metrann eða svo. Það skiptir engu máli hvort menn falla einn eða tíu kílómetra, þeir koma alltaf niður á sama hrað- anum. Eftir 1000 feta fall er hraðinn um 200 km á klukkustund og það er hreinlega ekki hægt að lifa slíka lendingu af. Ef menn detta úr meira en 60 metra hæð er allt jafn hart og það skiptir engu máli hvort það er heysáta eða malbik. Þeir sem lenda á annarri fallhlíf eru meira að segja í vondum málum, brúnirnar á þeim verða eins og hnífsblöð og menn geta einfaldlega skorist í sundur eða misst útlimi. Hraðinn er meiri eftir því sem menn eru hærra uppi, í 30.000 fetum geta menn náð 300 til 400 km hraða en hægja svo á sér eft- ir því sem loftið verður þykkara." Belt flugvélina „Það voru einu sinni fimm guttar að stökkva allsberir hjá Flúðum. Það var ákveðið að mynda stjömu og sá fyrsti fór út á stífu og sleppti. En þá var kominn einhver púki í hina og þeir hættu við og til að gera málið enn verra vom þeir yfir golf- vellinum en ekki flugvellinum. Minn maður kom því niður á golf- völlinn á tippinu og vakti mikla at- hygli þegar hann var að taka saman græjumar. Svo var það einu sinni þekktur hrakfaUabálkur sem var að stökkva. Hann kom sér fyrir og sleppti tak- inu en rak framtennumar í plast- hlífina sem er yfir dekkinu og skildi þær eftir þar. Tennumar eru enn þá í hlífinni og hlifin er geymd í flug- skýlinu á Húsafelli.“ Þórjón segir að fyrir nokkrum árum hafi kunningi hans stokkið svokallað „basestökk" úr mastrinu á Gufuskálum í miðjum febrúar. Þegar hann kom á staðinn var há- vaðarok en hann lét sig hafa það og byrjaði að klifra. Hann fór upp í tæplega fjögur hundruð fet og lét sig vaða, það var fjörutíu hnúta vindur þarna uppi. Þegar fallhlífin opnaðist greip vindurinn hann og hann fauk nokkra kílómetra aftur á bak og þurfti að ganga í nokkra klukku- tíma til baka til að finna bílinn. -Kip DV-MYND SIGUROUR K. HJÁLMARSSON SPENNANDI OG OÐRUVISI HÚSGA GNAÁKLÆÐI! A K LÆ Ð I SÍMI 555 3986 / 897 6666 HJALLAHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI OPIÐ MÁNUDAGA - FIMMTUDAGA13 -18 FÖSTUDAGA13 -16 Þarfasti þjónninn: Sem nýr eftir hálfa öld PV, VlK I MÝRDAL: Hann Þór Jónsson í Vík í Mýrdal var eðlilega ánægður að fá að setjast undir stýri á þessu fornfræga land- búnaðartæki, Farmal Cub af árgerð- inni 1949, þar sem tækið er í Vík. Farmallinn er orðinn rúmlega fimmtugur og er eins og sjá má í besta formi. Þór er eflaust með véla- áhugan í blóðinu því að pabbi hans hefur í mörg ár verið veghefilsstjóri hjá Vegagerðinni í Vík. Traktorinn var keyptur nýr að Sólheimahjá- leigu af Sæmundi Jónssyni, afa Jóns Einarssonar sem gerði traktor- inn upp. Vélvæðing hófst snemma í Mýrdalnum. Nótan frá kaupfélaginu fyrir gripinn er enn til. Farmallinn var notaður í áratugi við öll bústörf og dettur i gang um leið og þess er óskað enn þann dag í dag. Saga Farmallsins, Farm All, er merkileg og segja má að þetta tæki sem sjá mátti um land allt, hafi orð- ið þarfasti þjónninn og tekið við af hestinum. -SKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.