Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.2000, Síða 32
Hringíða 1 í f i ö MANUDAGUR 18. SEPTEMBER 2000 DV < Tilvera ■ HLATURGAS 2000 stendur nú yf- ir á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi. Sýningin er unnin í samstarfi við íslandsdeild norrænna samtaka um læknaskop (Nordisk Selskap for Medisinsk Humor) sem voru nýlega stofnuð, fýrst sinnar tegundar. Þekktir innlendir og erlendir skopteiknarar og hagyrðingar leiöa saman hesta sína en sýningin er nú á ferð á milii 10 sjúkrastofnana landsins. Sýningunni lýkur 7. oktð- ber. Myndlist ■ SAMLAGK) A AKUREYRI Á laugardaginn kynnti Samlagiö Listhús, Akureyri, nýjan félaga, Halldóru Helgadóttur. Halldóra er Ak- ureyringur og lauk námi frá Fagur- listadeild Myndlistaskólans á Akur- eyri síðastliðið vor. Á kynningunni verða myndir sem Halldóra hefur unnið á þessu ári, olíumálverk, vatnslitamyndir og krítarteikningar. Kynningin mun standa frá 16. sept- ember til 24. sama mánaðar og veröur hún opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema mánudaga. ■ SKULPTURAR I dag kl. 15.00 opnar Kristfn Guð- jónsdóttir sýningu á skúlptúrum úr keramiki og steyptu gleri í Baksaln- um Í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14- 16. í tilefni af sýningu Kristínar held- ur listakonan stuttan tyrirlestur í Gallerí Fold um verk sín og sýnir skyggnur um gerö þeirra. Sýningin stendur til 1. október. ■ í VÍNGARÐINUM Um helgina var opnuð sýning Þóru Þórisdóttur í galleri@hlemmur.is, Þve,rholti 5, Reykjavík. Sýningin nefn- ist f víngarðlnum og samanstendur af myndbandsinnsetningu og tölvu- útprentunum af myndböndum. Bak- grunnurinn er umhverfi víngeröar- þorpsins Villány í suöurhluta Ung- verjalands. Þóra reynir að nálgast nokkrar táknmyndir Biblíunnar og ímyndir úr víngeröarþorpinu meö því að upplifa þær og skrásetja á mynd- band. Þetta er 7. einkasýning Þóru. I fyrri sýningum hefur hún gjarnan unnið út frá persónulegri reynslu sinni með tákn Biblíunnar. Sýningin er gerö með styrk frá NKKK og stendurtil 8. okt. Galleriið er opið fimmtud. til sunnud. frá kl. 14-18. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is 1 Pac-man í Gallerí Geysi Baldur, Bibbi og Hari, sem saman kalla sig Pac-man, halda þessar mundir listasýningu í Galleri Geysi. Pac-Man telur hina ýmsu miðla henta vel til að heiðra listagyðjuna en þeir hafa ^ sungið henni óða sína á Netinu, i hljóðlistaverkum, skúlptúrum og innsetningum. Samsýning þeirra í Gallerí Geysi mun án efa bera þeirri sannfæringu vitni en boðið er upp á eftirfar- andi kræsingar: „Þú skalt gefa tíma“ sem er netlistaverk úr smiðju baldur.com. Bibbi sýnir verkið „Rock ‘n Roll“ sem er hljóðinnsetning fyrir rokkara. Framlag Hara til þessarar glæsi- legu sýningar eru málverk sem unnin eru sérstaklega fyrir rými v* Gallerís Geysis. Kabarett DV-MYNDIR NH Meistarinn á sviðinu Megas sýndi og sannaöi aö hann hefur engu gleymt í flutningi laga og framkomu. Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík: Síðasti upplesturinn Á fóstudagskvöld stigu skáldin Tahar Ben Jellhoun, Id Michael, Magnus Mills, Einar Bragi og Þórar- inn Eldjárn á stokk í Norræna hús- inu og lásu úr verkum sínum. Upp- lestrinum, sem var sá síðasti á Ál- þjóðlegu bókmenntahátíðinni, var vel tekið af áhorfendum sem skemmtu sér hið besta. Bókmennta- hátíðinni lauk á laugardag. Megas hélt tónleika í Ingóifskaffi í Öffusi á laugardagskvöldið. Þetta voru fyrstu tónleikar meistarans á Suðurlandi um árabil og var honum afar vel tekið af Sunnlendingum. Megas flutti bæði nýtt og gamalt efni á tónleikunum svo menn fengu bæði að hitta gamla vini og heilsa nýjum. Hann kvaðst vera að ljúka við plötu sem er væntanleg fyrir jól- in. Þrír ættliðir aðdáenda Ættliöirnir þrír, Kristján Eldjárn Þorgeirsson, sonarsonur hans, Kristján Eldjárn, og sonurinn Er- lingur heilsa upp á Megas aö lokn- um vel heppnuöum tónleikum. Áhorfendur á tónleikunum voru á öllum aldri og einn þeirra var Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 78 ára bóndi í Skógsnesi í Gaulverjabæjar- hreppi. Kristján sagði í samtali við DV að hann hefði hlustað á Megas frá fyrstu tíð og alltaf verið hrifinn af honum og verkum hans. Eftir tónleikana hitti Kristján Megas og fór vel á með þeim enda höfðu báð- ir um nóg að tala. Það voru fleiri en Kristján sem voru ánægðir með tón- leikana því stemningin var rifandi allt kvöldið. -NH tali við goðið Kristján Eldjárn Þorgeirsson, gam- all Megasaraödáandi, hitti goöiö eftir tónleikana. DV-MYNDIR EINAR ÖRN Andans fólk á upplestri Sigurður A. Magnússon ásamt þeim systkinum Ólöfu og Þórarni Eldjárn. Bókafólk Pariö Óttar Proppé og Bryndís Lofts- dóttir spjalla viö Svanborgu Siguröar- dóttur. Höfundi heilsað Friörik Rafnsson, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og stjórnandi bókmenntakvöldsins, heilsar breska rithöfundinum Magnus Mills meö handabandi. Bíógagnrýni Hvergi er ævintýramennskan i kvikmyndum eins áþreifanleg og í myndum sem án tíma og rúms gerast úti i geimnum. Hægt er að gefa ímynd- unaraflinu frjálsan tauminn án þess hægt sé að ásaka myndina um að fara út fyrir sitt svið því enginn veit hvað býr í næstu sólkerfum eða stjömuþok- um. Persónur eru oftar en ekki skraut- legar og eiga meiri samleið með teiknimyndafígúrum en manneskjum. Það er þvi eiginlega furðulegt að Hollywood skuli ekki hafa gert teikni- mynd af stærri gerðinni, mynd i anda Star Trek og stjömustríðsmynda Geor- ge Lucasar, þar sem hið góða berst gegn hinu illa, fyrr en nú að Titan A.E. litur dagsins ljós. í henni sést best hve teiknimyndaformið gefur aukin tækifæri á þessum vettvangi til að koma til skila hugmyndum sem varla er hægt að framkvæma í leik- inni mynd auk þess sem auðvelt er að búa til ofurmenni og furðuverur sem falia vel að forminu. Það kemur því ekki á óvart að að- all Titan A.E er útlitið. Myndin er litskrúðugt sjónarspil þar sem þeyst er á milli plánetna og sólkerfa í einni andrá í farartækjum sem eru jafnfjölbreytt í útliti og persónur myndarinnar. Við erum stödd á 31. Stjörnustríð Regnboginn/Bióhöllin - Titan A.E.: ★ ★ -Á Bjargvætturin Cale brýst út úr prísund sinni. öld. í upphafi fylgjumst við með því þegar jörðinni er eytt. Þær fáu mannverur sem komast úr vítiseld- inum eru dreifðar um vetrarbraut- ina. Aðalpersónan, Cale, hefur orðið viðskila við jarðarbúa og býr með furðuverum og telur sig lítið eiga sameiginlegt með kynbræðrum sín- um. Þetta breytist þó þegar hin fagra Akima og stríðsmaðurinn Korso koma til sögunnar. Þau vita að Cale ber á sér hring sem faðir hans eftirlét honum. Hringur þessi inniheldur kort sem visar leiðina að móðurskipinu Titan en til að sam- eina eftirlifandi jarðarhúa þarf að finna Titan sem faðir Cale stjórnaði. Eins og gefur að skilja eru ýmsar geimverur sem vilja koma í veg fyr- ir að það takist og snýst myndin um leitina að Titan og baráttuna gegn hinum vondu Drejum. Titan A.E. er stórfenglegt sjónar- spil. Sagan er hentug fyrir formið og í anda þekktra stjörnustríðs- mynda. Það sem aftur á móti skemmir er að það er eins og hinn reyndi teiknimyndamaður Don Bluth (An American Tail, The Land before Time, Anastasia) og félagar hans hafi farið af stað með það að gera út á unglinga og við það Hilmar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. gleyma þeir stundum baminu í sér, sérstaklega kemur þetta fram þegar í tíma og ótíma er verið að skella inn þungarokkslögum sem eiga ekk- ert sameiginlegt með því sem er að gerast á tjaldinu. Auk þess sem þetta verður enn meira áberandi í íslenskri talsetningu þar sem lögin eru sungin á ensku. Titan A.E er sýnd bæði með ensku og íslensku tali og leyfði ég mér að sjá fyrri hlutann á íslensku og þann seinni á ensku. íslenska talsetningin er vel heppnuð og íslensku leikar- amir, Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestson og Þórunn Lárusdóttir, sem fara með aðalhlutverkin, gefa stór- stjörnunum Matt Damon, Bill Pullman og Drew Barrymore ekkert eftir nema síður sé. Leikstjórar Don Bluth og Gary Goldman. Handrit: Ben Edlund, Randall McCormick og Joss Whedon. Helstu raddir: Hilmir Snær Guönason, Pálmi Gestsson, Þór- unn Lárusdóttir, Laddi, Hjálmar Hjálmars- son, Egill Ólafsson, Teódór Júlíusson og Karl Ágúst Úlfsson. Hilmar Karlsson Megas á tónleikum í Ölfusi: Sunnlendingar tóku vel á móti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.