Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 13
i Það virðist blunda lítill meikari í öllum íslendingum og þrálátur athyglissýkifaraldur. Hér á landi virðist furðulega auðvelt að ná athygli fjölmiðla og frekar erfitt að falla af stalli frægðarinnar þegar honum er náð. Sömu grínistarnir þurrausa brunna eigin skopskyns og sprella í skemmtiþáttum Ríkissjónvarpsins fram í rauðan dauðann. Popparar sem byrja í bransanum með colgate-bros og slétta húð enda ferilinn með i hnjásíða bauga, skaddaða slímhúð í nefi og rödd eins og ropvöði Malboromannsins. Stjórnmálamenn breyta um stefnu og skipa sér í flokka og bandalög eftir vindátt og maka krókinn með nýjustu málunum milli þess sem þeir þvo hendur sínar af gömlum hneykslum. Það eru gamlir jaxlar á öllum sviðum þjóðlífs- ins sem dagar uppi í sviðsljósinu og steingervast. Flest er þetta mjög fyrirsjáanlegt og gaman er að velta fyrir sér hverjir muni fylla skörð hinna þjóðkunnu manna nútímans eftir 15 eða 20 ár, þegar lög Nirvana og Spice Girls hljóma á Gullinu og talað verður um GSM-síma eins og fótanuddtæki nú til dags. Skemmtik r af t urinn Pétur Kristjánsson. „Birgir Örn og Maus leika fyrir dansi á Kringlukránni íbstudags- kvöld og á Næturgalanum laugar- dag.“ Það er ekki svo langsótt að þessi auglýsing kunni að birtast á korktöflum í mötuneytum ríkis- stofnana í náinni framtíð. Birgir verður líklega svona útjaskaður og raddlaus rokkhundur í einkakross- för. Þjóðkunnur maður sem er alltaf í viðtölum hjá Þór Bæring, en enginn kippir sér upp við að hitta í Bónus. Fær að djamma með Adda Fannari og Hreimi endrum og eins, en væri ekki í neinni Broadway-sýningu ef það væri ekki fyrir tengsl hans við skemmt- anastjórann. Eins og allir vita er Maus reyklaus hljómsveit, því er ekki úr vegi að ímynda sér Birgi sem plöggara fyrir Tóbaksvama- ráð. Kannski næsti Þorgrímur Þrá- insson, sem skrifar unglingabækur þar sem aldrei kemur fyrir svo mikið sem tóbaksklípa og fjallar um rokk í staðinn fyrir knatt- spymu í skáldskap sínum. Með suð í eyrunum og Tár, maus og gít- amögl kunna aö sjást I komandi jólabókaflóðum.. Steinn Ármann Magnússon og Ómar Ragnarsson. Birgir Mausari. Steinn Ármann verður orðinn svona sígildur grinari eftir nokkur ár; ofvirki spéfuglinn sem er á þön- um, hlaupandi á milli Þjóðleik- hússins og tökustaða en mætir reglulega til að kynna á Broadway. Fær að segja dónalega Hafnfirð- ingabrandara á árshátíð Eimskips og íþróttafélaganna, einokar kab- arettsýningar og er áskrifandi að áramótaskaupinu. Þá verður Radí; us orðið svona svipuð pæling og Kaffibrúsakallamir, eitthvert óg- urlegt grín í afmörkuðum hópi menntaskólastráka. Selma Björnsdóttir. Helga Möller. Popp drottn- ingin Þó að gríðarlegir sönghæfileikar Selmu minnki vart með árunum er óvíst að hún nenni að tjútta í Júró- visjón fram undir eftirlaunaaldur, og kannski líklegara að hún safni spiki og taki til við að kynna tölur kvöldsins í Lottóinu. Það gæti orð- ið gleðilegt sjónvarpsefni. Til dæm- is: „Þá em þær komnar, tölur kvöldsins, og vonandi eru ekki all- ir „All out of luck“. Við kveðjum að sinni, og þangað til næst segjum við bara „Respect yourself‘. Selma mun þó ömgglega hafa mörg jám í eldinum og troða reglulega upp. Kannski verður hún í Britney Spears-sýningunni hans Robba Chronic, með Emilíönu Torrini og Svölu Björgvins, á milli þess sem hún kemur fram með Quarashi á Kringlukránni. * Eva Sólan og Rósa Ingólfs Eva hefur komið ótrúlega sterk inn í þulustarfið hjá Ríkissjón- varpinu og enginn þyrfti að undr- ast, enda mikið skáld þar á ferð- inni og kjamakvendi. Það fer ylur um stofur áskrifenda RÚV þegar Sólan birtist á skjánum og dregur úr skúmaskotum oröaforða síns fegurstu orð íslenskunnar til kynningar á Kavanagh lögmanni og tíufréttum. Mörgum þykir sem þeir sjái mikinn svip með Rósu og Evu á skjánum. Ef til vill er helsta einkennið að þær kunna báðar að nota andlitsfarðann til að lífga upp á útlitið og láta þannig áhorfend- um líða eins og málverk eftir ex- pressjónista sé að kynna dag- skrána, og allt á mannlegu nótun- um. Það hlýtur að vera þjóðarvilji fyrir því að hafa Evu i þessu starfi um ókomin ár og hvemig væri að slengja æviráðningu og fálkaorðu á skjátuna, við tækifæri? Kanebo | Uciihi d á SKJAEINUM ! Winsælasti islenski þáttur siðasta sot gþngu sína og nú i nýjum búníngr. ffl og nýr tími. Fy/gstu með Dóru TakSi kvold klukkan 22.30 á SKJÁEINUM^ kjallarann og taktu þátt i fjörinu. SK: f 29. september 2000 f ÓktlS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.