Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2000, Blaðsíða 14
í f ó k u s Kvikmyndahátíð í Reykjavík er einn af þess- um hlutum sem gleður fólk alltaf jafn mikiö og er auðvitað í fókus. Eftir að hafa þurft að sitja undir þandariskum ruglmyndum í fleiri mánuði er svo sannarlega tími tii kominn til aö fá smá- fri. Kvikmyndahátíðin hefur verið að festa sig f sessi undanfarin ár og virðist alltaf verða sterkari og sterkari. Síðasta hátíð sló öil met hvað fjölda gæðamynda varðar, Kusturica var auðvitað algjör snilld og þegar litið er yfir list- ann núna virðast allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Myndirnar eru bæði fjölmargar og fjölbreyttar auk þess sem tekið hefur verið upp á því að hafa sýningarnar í enn fleiri bíó- um. Það er bara alls ekki svo ónýtt að eiga loksins kost á því geta skellt sér tvisvar á dag í bíó. Allir í bíó. ú r f ó k u s Ofnotkun íslendinga á GSM-símum er svo sannarlega úr fókus þessa dagana. Islending- ar eru líklega eina þjóðin í heiminum sem finnst það ekkert tiltökumál að hafa kveikt á símunum sínum f bfói og fleiri stööum sem aðrir taka ekki i mál. Hvernig er það líka með þessa þjóö að þurfa alltaf að grfpa eitthvað svona og gjörsamlega ofnota þaö? Nú er f sjálfu sér allt gott að segja um GSM-sfma og notagildi þeirra en meðferð íslendinga á þeim er fáránleg. Allir fögnuðu tilkomu Tals á sínum tíma en margir hljóta að fara að efast um hvort þetta hafi verið svo góð þróun eftir allt. Þegar börn á grunnskólaaldri eru farin að rif- ast um hver sé með flottasta sfmann er nú fokið f flest skjól og ekki eru SMS-skilaboð nema til að bæta gráu ofan á svart. Er ekki tfmi til kominn að fólk fari aðeins að róa sig, f það minnsta að slökkva á símunum þegar það á viö og hætta svo þessari geðveiki sem það virðist finna sig knúið til að detta f? Eftir að hafa túrað um öll Bandaríkin í stærstu tónleikaferð sumarsins komu þeir Tom, Andrew og Sven til íslands í stutt frí. Sem meðlimir í tónleikastaffi Britney Spears hafa þeir séð ýmislegt undanfarna mánuði og þeir eru hvergi nærri hættir. Þrátt fyrir stutt stopp reyndist unnt að ná tali af þeim baksviðs fyrir tón- leika Skítamórals á Hótel íslandi á mið- vikudagskvöld og höfðu þeir auðvitað frá ýmsu að segja. Meðlimir Skítamórals létu sig ekki muna um það að stilla sér upp til myndatöku með þeim Andrew, Sven og Tom rétt áður en þeir stigu á svið. Britíney cool „Aðalástæðan fyrir því að við komum hingað er sú að okkur lang- aði að sjá strákana í Skitamóral spOa. Við höfðum heyrt nokkur lög með þeim og leist vel á þannig að við viljum sjá hvort einhver séns sé á þvi að það sem þeir eru að gera gangi upp erlendis," segja þeir Tom Rye, Andrew Sharp og Sven Ladewig. Tom er einn af kynningarstjórum tónleikaferðar Britney Spears, Andrew starfar í fjármálunum og Sven er sviðsstjórinn. Britney elskar Janet „Við erum nýhúnir að ljúka þriggja mánaða túr um Bandaríkin og erum nú í tveggja vikna pásu. Þetta hafa verið tónleikar með allt frá 20 þúsundum áhorfenda upp í 43 þúsund. Við höfum verið að spila á stærstu stöðunum á hverjum stað og það hefur ailtaf verið uppselt. Við áttuðum okkur reyndar á því áðan að áhorfendafjöldi á flestum tónleik- unum hefur verið um það bil 15% af íbúafjölda Islands. í það heila höfum við líklega spilað fyrir 6 sinnum fleira fólk undanfarið heldur en býr á Islandi," segja þeir. Hversu margir eru á sviðinu þegar Britney spilar? „Það eru fimm manns í hljómsveit- inni, átta dansarar, tvær bakradda- söngkonur og svo Britney," segir Andrew og Sven bætir við: „I tækniliðinu eru 37 manns sem byrja að vinna klukkan átta á morgnana. Ég myndi segja að í heildina séu 110-150 manns með í fór. Eru þetta endalaus partí sem fylgja þessu? „Við skemmtum okkur alltaf mjög vel en við erum samt ekkert alltaf í partíum. Það verður samt að segjast að þetta er skemmtilegasti túr sem ég hef farið í,“ segir Tom og hinir taka undir. Hvernig er svo Britney? „Hún er mjög cool. Hún er frekar róleg og hógvær, enda er hún ekki nema 19 ára. Það er samt alveg aug- ljóst að hún er svo ung því áhugamál hennar snúa að hlutum sem 19 ára stelpur vilja, að versla og hugsa um tískuna. Á sviðinu sést það líka alveg greinilega því hún leggur mest upp úr dansatriðunum og í raun eru þau aðalmálið fyrir hana, miklu mikil- vægari en hljómsveitin. Hún er mjög hrifin af Madonnu og Janet Jackson, hún hreinlega elskar Janet og var alveg 1 skýjunum þegar Janet kom á þrenna tónleika með henni.“ Höllin rétt borgar flutninginn Þeir félagar hafa um langt skeið verið í þessum geira og ferðast með hinum ýmsu hljómsveitum. Andrew var lengst af með hljómsveitinni Ru- sted Roots sem hann segir hafa ver- ið meðal þeirra frægari í Bandaríkj- unum. Síðan þá hefur hann unnið með listamönnum eins og Brandy, Lily Tomlin og Kom. Tom hefur aft- ur á móti verið með listamönnum eins og Shaniu Twain, Lenny Kravitz og Pretenders. Þjóðverjinn Sven hefur svo verið með fólki eins og N’Sync, Coolio, Naughty by Nat- ure og Shaggy sem átti smellinn Mr. Boombastic. En er stefnan að standa í þessu að eilífu? „Auðvitað. Er eitthvað betra held- ur en rokk og ról?“ segir Andrew. „Ég meina, við erum á íslandi, hvemig ættum við að vera hérna ef við vænun ekki í þessum bisness? Rokkið er eina leiðin til að sjá heim- inn án þess að vera í hemum,“ hæt- ir Sven við. En eru miklir peningar í þessu? „Við fáum alls ekki svo há laun en kosturinn er að maður eyðir engu á meðan á þessu stendur því maður er alltaf að vinna," segir Sven og bætir við að þeir vinni oft allt að 18 tíma á dag. Þegar piltamir em spurðir hvort von sé á því að tónleikaferð Britney gæti tekið sveig og þeir komið við á íslandi segjast þeir strax vera spenntir, enda mjög hrifnir af land- inu nú þegar. Þeir em hins vegar ekki eins spenntir þegar þeir heyra að stærsti tónleikastaðurinn taki ekki nema 5500 manns, það rétt dugi til að borga flutninga á öllum græj- unum til landsins. „Þetta er svo stór túr að við erum að tala um 10 trukka bara undir græjurnar og svo 10 rútur fyrir mannskapinn." Eðlilegar breytingar Britney Hvaó með þetta stríð sem virðist vera í gangi á milli Britney og Eminem og fleiri? „Það er allt saman „feik“. Fræga fólkið er ekkert að hanga saman, það hefur í mesta lagi hist og tekið í höndina hvað á öðru. Öll svona komment em bara orðagjálfur og fjölmiðlakjaftæði." Þá er komió að síðustu spurning- unni og hún hlýtur að vera hvort Brit- ney Spears sé með silíkon í brjóstun- um: „Okkur datt í hug að þessi spum- ing kæmi,“ segja þeir. „Þau eru ekta, mjög falleg, og við stöndum við það. Eigum við ekki bara að segja að þetta séu eðlilegar breytingar sem hún er að ganga í gegnum?" hverjir voru hvar Klaustrið kikkstartaði helginni með sjóðheitu „Hot shot" partíi þar sem mættu meðal ann- arra Birta Björns, sem kennd er við Playboy, með Jón Pál húðflúrsmann upp á arminn og SR-gengið kynnti Douglas, nýja stjóranum, næt- urlífið i Reykjavik. Meðal annarra sem sjá mátti voru Jón Mýrdal Radíó-X maður, Andy Sellar, sem sér um Ministry of Sound á íslandi, Gummi Gísla, umboðsmaöur Skítamórals, Gussi frá Atlanta, Sóley, Eiki frá Sambíóunum, Philippe Dreamworld og Ægir Dags frá Há- skálabíói. Jón Kári athafnamaður og Christine Allied komu með tvo upp- áklædda Skota og kenndu Klausturs-dömum aö drekka viskí, Dóri og Dóra frá Hausverk um helgar, Hariý Sót, Andri Sigþórs kvaddi djammið hér heima áður en hann held- ur út til Salzburg og með honum var félagi hans i KR, Einar Þór Danielsson og voru þeir brosandi út að eyrum. Einnnig mætti Bjarnl Jóhanns með Sverri Sverris, Finn Kolbeins og restina af súkkulaðistrákunum úr Árbænum. Eiríkur Önundar körfuboltakappi var i trylltum r&b filingi á dansgólfinu (er ekki tima- biliö byrjað?) og útvarpsmennirnir þyrptust saman og þar voru FM 957-pinnarnir i meiri- hluta, eins og Gassi, Kalli Lú, Jói Jó, Haraldur Daði og Heiðar Austmann. I rólegheitunum voru svo Ásgeir Kolbeins, Þröstur og Gummi Gonzales af Mono. Vaxtarræktarmennirnir Gummi Braga og Magnús Bess voru á svæö- inu ásamt Magnúsi Ver, Yasmine Olson og fleira afreksfólki úr líkamsrækt- argeiranum, svo ekki sé gleymt lista- og menning- arfólki eins og Sigga klipp, Halldóru Geirharðs- dóttur leikkonu, Eddu Björgvins altmúligmann- eskju, Árna Snævarr, fréttamanni og miklum félaga Li Pengs, Andreu Róberts úr *Sjáöu, Gunna Jó módeli og Friðu beib. Sportkaffi, föstudags- kvöld. Viðskiptafræöl- nemarúr HÍ voru á djamm- inu. Einnig kfktu innGunn- laugur „lögteiðing fikni- efna“ Jónsson, Helgi „Skotsilfur" Eysteins á Skjá Einum, Freyr „víta- bani“ Bjarnason, fótbolta- kappi úr FH, lét sjá sig og KR-ingurinn Arnar Jón Sigurgelrsson fór mikinn á dansgólfinu og sýndi hann mikla snerpu ogtækni. Einnig sáust þeir félagar Andri og Skorri á kast.is vei mildir. Á Thomsen um helgina sáust m.a. Eldar „Ronaldo", Erp- ur „Johnny National“ Ey- v i n d a r s o n , Andrea Róberts Sjáðu-gella. Plötusnúðarnir Ýmir, Addi Exos, Bjössi, Nökkvi, Tommi White og Árni E. héldu uppi stemningunni með góðri tónlist. Á Skuggabar komu við m.a. knattspyrnuliðið FC PUMA sem samanstendur af nokkrum töffurum, þar á meðal eru Jón Gunn- ar Geirdal, ívar Guð- mundsson, Bylgjumaöur meö meiru, Þór Bæring út- varpskall. Lovísa playboy, Díana Dúa, Gúrí og allar hinar vinkonurnar, Ragnar Bjöm og félagar frá Kaup- þingi. Ásgeir Sigurvinson fótboltahetja, Linda Pé beauty, ívan Burknl grafiker hjá Fróða. Á Sólonl voru aöallega táningar en handbolta- kappinn Hjórtur Arnarson úr UMFA lét sjá sig, svona aðeins að lyfta sér upp áður en að handboltinn byrjar á fullu. Árni Snæv- arr fréttamaður kom víða við um helgina og lét aö- eins toga í hálsbindið sitt (ætli hann hafi hringt á lögguna ?) en hann sást m.a. á Rex og á Vegamótum þar sem hann dansaði víst frá sér allt vit með dömu upp á arm- inn en þar kíkti Helgi „moneymaking is a wond- erful thing" Eysteins einnig inn. Hugleikur sást þar í góðum málum og Maggi Lego þeytti skifur. Á Prikinu sáust gellurnar úr Djúpu lauginni, þær Dóra Takefusa og Marikó Ragnarsdóttir, og með þeim var Kristján Ra. Skjás Eins maö- ur. Marikó sást reyndar seinna um kvöldið á Nonnabita. RCWEllS Tíska* Gæði* Betra verð 14 f Ó k U S 29. september 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.